Morgunblaðið - 11.12.1996, Side 21

Morgunblaðið - 11.12.1996, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 21 Friðarverðlaun Nóbels veitt Carlos Belo og Jose Ramos Horta í Osló Hvöttu til viðræðna um framtíð Austur-Tímor Statoil leitar við A-Timor ANTONIO Guterres, forsætis- ráðherra Portúgals, sagði í gær, að stjórn sín myndi senda formlega kvörtun til Samein- uðu þjóðanna vegna þess, að norska ríkisolíufélagið Statoil hefur hafið olíuleit við eyna Timor en Indónesar lögðu und- ir sig austurhluta eyjarinnar 1975. Kai Nielsen, upplýsinga- fulltrúi Statoil, vísaði gagnrýni Guterres á bug og sagði, að fyrirtækið starfaði aðeins á viðskiptagrundvelli. CARLOS Belo biskup og stjórnar- andstæðingurinn Jose Ramos Horta, sem báðir hafa barist fyrir mannrétt- indum í Austur-Tímor, tóku í gær við friðarverðlaunum Nóbels í Osló að viðstöddum nokkur hundruð manns, þar á meðal Haraldi Noregs- konungi. Hvöttu verðlaunahafamir til þess að gengið yrði til viðræðna við stjórn Indónesíu um framtíð Austur-Tímor. Francis Sejersted, formaður Nób- elsnefndarinnar, afhenti Belo og Horta verðlaunin í ráðhúsi höfuð- borgar Noregs og sagði að þau væru veitt fyrir „tilraunir þeirra til að finna réttláta og friðsamlega lausn á bar- áttunni, sem staðið hefur í 20 ár á Austur-Tímor“. Skorinorður biskup Belo, sem er biskup rómversk- katólsku kirkjunnar, flutti ávarp við afhendinguna og sagði að íbúar Austur-Timor vildu frið og að virðing væri borin fyrir mannréttindum. „Það er löngu tímabært að þaggað sé niður i byssum styijaldar á Aust- ur-Tímor í eitt skipti fyrir öll,“ sagði Belo. „Það er löngu tímabært að líf íbúa fóstuijarðar minnar fyllist kyrrð á ný.“ Kristín Ástgeirsdóttir, þingmaður Kvennalista, sem var viðstödd at- höfnina í Ósló ásamt Kristínu Einars- dóttur og Önnu Ólafsdóttur Björns- son, fyrrverandi þingmönnum flokks- ins, í boði Ramos Horta, sagði að Belo hefði verið afdráttarlausari í orðum sínum, en búist hefði verið við. „Menn höfðu óttast að hann þyrði lítið að segja," sagði Kristín Ást- geirsdóttir. „Hann er undir miklum þrýstingi frá indónesískum stjórn- völdum og átti yfir höfði sér að fá ekki að fara heim aftur. En hann sagði býsna margt, talaði um erfitt ástand og kúgun síns fólks, pólitíska fanga og önnur'viðkvæm mál.“ Rarnos Horta skorar á þjóðir heims Ramos Horta skoraði á samfélag þjóða að hjálpa Austur-Tímor að öðlast sjálfstæði og nefndi sérstak- lega Bandaríkin, Evrópusambandið og Samtök Suðaustur-Ásíuríkja „Stjórn Bandaríkjanna er eina stórveldið, sem hefur gripið til raun- verulegra aðgerða til að ýta undir breytingar í Indónesíu og Austur- Tímor," sagði Horta. „Ég færi Clin- ton Bandaríkjaforseta hér sérstakar þakkir fyrir aðgerðir hans fyrir Aust- ur-Tímor og skora á hann að beita kröftum sínum og samhug til að Flóttamenn fela si g í skógum TALSMENN Flóttamanna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna sögðu í gær að um 10.000 rúandískir flóttamenn hefðu yfirgefið búðir sínar í Tansa- níu á sunnudag og fælu sig nú í skóglendi til að komast hjá því að hverfa aftur heim. Aður var fullyrt að um 23.000 mans væri að ræða en talan var síðar leiðrétt. Um 540.000 Rúandamenn eru í Tansaníu en þarlend stjórnvöld hafa ákveðið að þeir verði allir horfnir á braut fyrir áramót. Orðrómur var á kreiki um að tansanískir hermenn væru á leið til búðanna til að tryggja að fólkið færi en um 3.500 manns hafa verið fluttir heim í mánuðinum. Ný stjórn í Litháen NÝ ríkisstjórn hægrimanna í Litháen tók við völdum í gær en að henni standa Föður- landssamband Vytautas Landsbergis, sem vann mikinn sigur í kosningunum fyrr í mánuðinum, og kristilegir demókratar. Eitt helsta verk stjómarinnar verður að beijast fyrir umbótum í efnahagslíf- inu. Hefur hún heitið að hækka lágmarkslaun og eftir- laun en ætlar jafnframt að lækka skatta á fyrirtækjum og virðisaukaskatt. Scanfoto Reuter KRISTÍN Einarsdóttir, Anna Ólafsdóttir Björnsson og JOSE Ramos Horta og Carlos Belo Kristín Ástgeirsdóttir standa fyrir utan ráðhúsið i Ósló biskup taka við friðarverðlaunum Nó- þar sem friðarverðlaun Nóbels fínna varanlega lausn á deilu, sem hann eitt sinn sagði að væri „svívirði- leg“.“ „Ramos Horta var pólitískari, en biskupinn," sagði Kristín. „Hann byrjaði á að riQa upp og minnast þeirra, sem hafa verið myrtir í barátt- unni fyrir sjálfstæði Austur-Tímor. Því næst rakti hann hvað þyrfti að gera til að ná því marki.“ Belo og Ramos Horta eru báðir 48 ára gamlir. Belo hefur varið sókn- arbörn sín fyrir mannréttindabrotum indónesíska hersins og heimili hans í Dili, höfuðborg Austur-Tímor, hefur oft og tíðum verið griðastaður hinna ofsóttu. Þrýst á Belo Ali Aiatas, utanríkisráðherra Indó- nesíu, varaði Belo í nóvember við því að skipta sér af stjórnmálum. Tilefnið var að þýska vikuritið Der Spiegel hafði eftir Belo að indónesíski herinn kæmi fram við austur-tímora eins og „hunda“ og „þræla". Belo sagði að rangt væri eftir sér haft. Skömmu síðar fór hann til Djakarta, höfuð- borgar Indónesíu, og mótmæltu mörg þúsund ungmenni, sem tengjast stjórnarflokknum í Indónesíu, fyrir utan þing landsins. Kröfðust þau að Belo bæðist opinberlega afsökunar. Þessi gagnrýni á biskupinn vakti mikla reiði á Austur-Tímor og þegar hann sneri aftur til Dili tóku 60 þús- und manns fagnandi á móti honum. Stjóm Indónesíu hefur lítið haft við það að athuga að Belo fengi frið- voru afhent í gær. arverðlaunin, en gagnrýnir að þau hafi verið veitt Ramos Horta, helsta talsmanni og driffjöður hreyfingar- innar Fretilin, sem hefur barist gegn Indónesum allt frá því þeir réðust inn á Austur-Tímor árið 1975 og innlim- uðu það árið 1976. Sameinuðu þjóð- irnar hafa neitað að viðurkenna yfir- ráð Indónesa yfir Austur-Tímor og líta enn svo á Portúgalar fari þar með völd. Frelsisbarátta í útlegð Horta flúði frá Austur-Tímor þremur dögum fyrir innrásina og er nú prófessor í alþjóðarétti í Sydney í Ástralíu. Hann reynir að beita áhrif- um sínum í þágu Austur-Tímor um allan heim. Ramos Horta hóf baráttuna fyrir frelsi Austur-Tímor á meðan Port- úgalar voru þar nýlenduherrar. Port- úgalar sendu hann í tveggja ára út- legð til Mósambík árið 1970 fyrir andóf. Þrír af bræðrum hans og ein syst- ir létu lífið í mnrásinni á Austur- Tímor. Kristín Ástgeirsdóttir borðaði kvöldverð með Ramos Horta á sunnudag og sagði að hann væri síð- ur en svo bitur. Kemur Ramos Horta til íslands? „Hann er afskaplega lífsglaður og hógvær maður," sagði Kristín. „Við bárum honum þau skilaboð að hann væri boðinn til íslands. Hann langar mjög að koma og eru miklar bels í Osló í gær. líkur á að af því verði í lok apríl." Að hennar sögn var athöfnin mjög hátíðleg og hafði hún orð á því hvað stuðningur portúgölskumælandi ríkja við Austur-Tímor hefði verið áberandi. „Það má segja að þetta sé pólitískasta veiting á friðarverðlaun- unum um margra ára ára skeið," sagði Kristin. Þáttur Kvennalistans Því hefur verið haldið fram að Kvennalistinn eigi þátt í því að at- hygli Nóbelsnefndarinnar beindist að Austur-Tímor. Kristín sagði að upp- hafsmaðurinn að því að komið var að máli við Kvennalistann hefði verið hinn heimsfrægi norski söngvari Morten Harkett, sem hefði verið beð- inn um að tala máli Austur-Tímor og fengið mikinn áhuga á málinu. „Harkett sagði Siguijóni Einars- syni kvikmyndagerðarmanni frá þessu, hann leitaði til mín og spurði hvort við vildum skrifa Nóbelsnefnd- inni bréf,“ sagði Kristín. „Hann sagði að það skipti máli að þingmenn stæðu að baki tilnefningar." Að sögn Kristínar skrifaði þing- flokkur Kvennalistans nefndinni fyrst árið 1994 og tilnefndi Ramos Horta sem fulltrúa þjóðarinnar á Austur-Tímor. Næsta ár tilnefndi hann Belo og á þessu ári þá báða. „Sagt hefur verið að það hafi haft sitt að segja," sagði Kristín. „Okkur hefur verið sagt að talið sé að við höfum verið fyrstar til að tilnefna Austur-Tímor 1994.“ NEW GmMLalum 18k Gull og/eda stál. Hert safirgler. Cindy Crawford veit, hvemig hún sameinar glxsileika og ímynd med stil frá heimsins stxrstu hönnudum. Hversdags og vid hátkfleg tækifxri velur hún Omcga. “Trust your judgement, trust Omcga” - Cindy Crawford me5áiil KRINGLUNNI S 553-1199

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.