Morgunblaðið - 11.12.1996, Side 23

Morgunblaðið - 11.12.1996, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 23 LISTIR Myndir Helga Þorgils falla afar vel að rýminu MÁLVERK eftir Helga Þorgils í Hallgrímskirkju. MYNPUST Listvinafclag Ilallgrímskirkju FRUMDRÖG - MÁLVERK Helgi Þorgils. Opið alla daga á tíma kirkjunnar. Ut jólamánuðinn. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ er drjúg athafnasemi að baki Listvinafélags Hallgrímskirkju og þannig eru aðskiljanlegar fram- kvæmdir í anddyri kirkjunnar allt árið. Sumum hættir til að fara fram hjá manni í sýningaflóðinu og þannig missti ég hárfínt af sýningu Magnús- ar Kjartanssonar sem sögð var hafa verið afar kröftug innsetning í hið markaða rými. En ég skoðaði endur- tekið og af óskiptri athygli sýningu á frumdrögum Guðjóns Samúelsson- ar að kirkjubyggingunni í nóvember. Byggingin á sér langan aðdraganda og þannig var efnt til samkeppni um kirkjubyggingu á Skólavörðuholti, er tengjast skyldi minningu Passíu- sálmaskáldsins árið 1929, og voru gefin fyrirmæli um að hún skyldi rúma 1200 manns. Nokkrar tillögur bárust en engin þótti fullnægjandi. Árið 1937 fól kirkjumálaráðherra Guðjóni Samúelssyni að gera upp- drætti að kirkjunni. Eitt frumdrag- anna var merkt, Dómkirkjan, sem gefur auga leið að hér hafi átt að rísa guðshús er leysti Dómkirkjuna gömlu af hólmi. Ljóst er einnig að menn hafi haft bundnar hendur og að óskað hafi verið eftir að leitað væri fyrirmynda til útlanda og þannig byggði Guðjón uppdrætti sína á Grundtvigskirkjunni í Kaupmannahöfn, en með ýmsum frávikum þó. Mun hann hafa viljað styðjast við íslenzkt umhverfí sem telst hárrétt afstaða. Af uppdráttunum að marka má ráða að Guðjón hafði ýmsar hug- myndir og sumar mun áhugaverðari en sú er valin var, og einnig má álykta að einhveijir hafi talað yfír öxl hans, eins og það er orðað. Þann- ig gerir hann hverja tillöguna á fæt- ur annarri og loks var ein hin rism- innsta valin. Stærðir og umfang hafa lítið með ris guðshúsa að gera, mun fremur stílfegurð þeirra og frumleiki. Það var þannig rangur hugsunar- háttur og röng vinnubrögð að baki framkvæmdanna, því eins og mögu- Iegt var átti að styðjast við íslenzkt umhverfi, íslenzkt byggingarefni og íslenzkt svið. Með því að einblína alfarið til útlanda og útlenzkra fyrir- mynda gerumst við sveitamenn en ekki öfugt því við getum ekki flutt umhverfið og andrúmið hingað á norðurhjarann. Hér skynjar maður frumstæðar hugmyndir utanaðkomandi að baki vinnubragðanna og trúa mín er sú að kirkjan hefði orðið manneskju- legri og rismeiri ef hinn ágæti arki- tekt hefði fengið að vera meira í friði með hugmyndir sínar. Listvinafélaginu mun vera mjög í mun að gera hið kuldalega rými vist- legra með listaverkum svo sem og stofnun Listasafns Hallgrímskirkju er til vitnis um og hér er viturlega að verki staðið. Hinar ýmsu sýningar hafa brugðið upp sérstöku andrúmi er tekur á móti gestinum og er ólíkt viðkunnanlegra en köld steinsteypan. Þannig er það einnig að þessu sinni með myndir Helga Þorgils Friðjóns- sonar sem falla afar vel að rýminu og auka til muna á helgiblæinn er inn er komið. Myndirnar eru sjö að tölu, sumar mjög stórar en aðrar mjög litlar og skapar þessi stærðarmunur einmitt tilfinningu fyrir þeim djúphugsuðu sannindum; „Hið smáa er jafn lítið smátt og hið stóra er stórt. Það geng- ur eilíf fegurð um veröld alla og henni er réttlátlega dreift yfir stóra og smáa hluti“ (Rilke). Bragi Ásgeirsson Meira en 30% bóka prentað- ar erlendis BÓKASAMBAND íslands hefur gert könnun á prentstað íslenskra bóka sem birtust í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda 1996. Könnunin sýnir að hlutfall innlendrar og erlendrar prentunar á íslenskum titlum er nánast óbreytt frá því í fyrra en þá jókst prentun erlendis úr 22,2% í 30,8%. Prentuð- um titlum hefur ljölgað lítillega á þessu ári en yfir 30% titla eru enn sem fyrr prentuð erlendis. Tekið skal fram að hér er ein- göngu um að ræða tölur um prent- stað. Þær gefa hins vegar ekki upplýsingar um þann virðisauka sem hver titill skilur eftir hér á landi eða erlendis. Heildaríjöldi bókartitla sam- kvæmt bókatíðindum eru 439. Eftirfarandi listi sýnir fjölda bóka prentaðra í hveiju landi: Fjöldi % af heildar- titla prentun ísland 297 67,7 Portúgal 31 7,1 Singapore 29 6,6 Danmörk 21 4,7 Svíþjóð 19 4,3 Þýskaland 9 2,0 Ítalía 8 1,8 Belgía 7 1,6 Hong Kong 6 1,4 Bretland 4 0,9 Kína 2 0,4þ Noregur 2 0,45 Spánn 1 0,22 Frakkland 1 0,22 Slóvenía 1 0,22 Slóvakía 1 0,22 439 100 jafnframt var skoðað í þessari könnun hvert hlutfall er milli prent- aðra bóka hérlendis og erlendis eft- ir flokkun. Eftirfarandi niðurstöður eru úr þeim samanburði: Barnabækur, íslenskar og þýdd- ar, eru alls 116; 48 (41,4%) prentað- ar á íslandi og 68 (58,6%) prentað- ar erlendis. Skáldverk, íslensk og þýdd, eru alls 84. Af þeim eru 60 (71,5%) titl- ar prentaðar á íslandi og 24 (28,5%) titlar prentaðir erlendis. Ævisögur og endurminningar eru 35 talsins; 30 (85,7%) titlar prentaðir á íslandi og 5 (14,3%) erlendis. Handbækur eru alls 51; 35 (68,6%) titlar eru prentaðir hér á landi og 16 (31,4%) erlendis. Málverkasýning í menntamálaráðuneyti OPNUÐ h'éfur verið sýning á verk- um eftir Daða Guðbjörnsson í menntamálaráðuneytinu við Sölv- hólsgötu. Daði er fæddur í Reykja- vík 1954. Hann stundaði nám við Myndlistaskólann í Reykjavík, Myndlista- og handíðaskóla íslands og Ríkisakademíuna í Amsterdam. Daði hefur kennt við Myndlista- skólann í Reykjavík og Myndlista- og handíðaskóla íslands. Hann var formaður í Félagi íslenskra mynd- listarmanna um skeið og sat í safn- ráði Listasafns íslands. Hann hefur haldið á þriðja tug einkasýninga hér á landi og erlendis og tekið þátt í meira en 50 samsýningum víða um heima. Þá hefur hann mynd- skreytt bækur og unnið bækur sem myndverk. Einn- ig er hann þekkt- ur fyrir grafík- verk. Verk hans eru í eigu fjöl- margra safna, stofnana og ein- staklinga innan- lands og utan. Á sýningunni eru olíumálverk frá síðustu 10 árum, flest þeirra smámyndir og hafa margar þeirra ekki verið sýndar áður. bak við sófa eða gluggatjöld. Bassaboxið skilar alltaf hreinum og þéttum bassa án nokkuixa greinanlegrar bjögunar sama á hvað styrk spilað er. Fjarstýringin er einnig sérstök þar sem hún virkar hvar sem er líka í gegnum veggi eða úti á lóð! Bose Lifestyle 5 Hljómtæki með 2 hátölurum og bassaboxi Bose Lifestyle 12 með heimabíóhljóm Hljómtæki með 5 hátölurum og bassaboxi EUPOCARO raógreióslur gmksi*8B& I T7L 24 MAíM/tO/t VQj L—“ Heimilistæki hf SÆTÚNI B SlMI 569 1500 Bose Lifestyle hljómflutningstækin eru hreint ótrúlega fyrirferðarlítil. Þau koma þó algjörlega í stað heilu stæðanna af venjulegum hljómflutningstækjum og reyndar miklu meira en það. Einstök tækni Bose gerir það mögulegt að hljómburðurinn er risastór þó tækin séu lítil. Þessi tækni felst í því að endurvarpa hljómnum af veggjum og fylla þannig rýmið af tónlist. Þannig fæst hið fullkomna stereo eins og við lifandi tónlistarflutning. Það er sama hvar í herberginu þú ert tónlistin er alls staðar í stereo. Hátalarana sjálfa er hægt að hafa nánast ósýnilega og bassaboxið má fela hvar sem. Lifandi tónleikar Venjulegir hátalarar Bose Acoustimass „Direct/Reflecting“®

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.