Morgunblaðið - 11.12.1996, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 11.12.1996, Qupperneq 24
24 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Þroskasaga drengs ÓLAFUR HAUKUR Sínionarson hefur sent frá sér nýja skáldsögu, Rigiiing rnetl köflum, sem er öörum þræði þroska- saga drengs sem send- ur er í sveit á meðan skilnaður foreldra hans er að ganga í gegn. Atök tveggja bænda í sveitinni eru einnig í brennidepli og ástir unglinga. Atök fullorðna fólksins og blóðhiti unga fólksins leiða til ískyggilegra atvika. „Þetta er gamaldags átakasaga að því leyti að sveitamenn eru að takast á um nytjar og annað slíkt; fjölluðu ekki Islendinga sögurnar um áflog bænda út af beitarlandi? Það veit engin hvar slíkar sögur enda, eða byrja. En þetta er líka ástarsaga; það er togast á um pilt- inn unga á milli bæja, skapmiklar og blóðheitar stúlkur, heimasætur sem vilja hann eiga.“ - íslenskur dreifbýlisveruleiki hefur verið þér hugstæður bæði í leikritum og skáldsögum undanf- arin ár? „Ætli það sé ekki bara tilviljun aö þetta verk gerist í dreifbýli. Annars erum við svo miklir dreifbýlingar Islendingar að það er óþjákvæmilegt að það komi fyrir í sögum rithöfunda." - Má lesa einhvern sérstakan boðskap út úr sögunni, til dæmis pólitískan? „Ekki endilega póli- tískan. Þetta eru tvenns konar mann- gerðir sem þarna tak- ast á sem hafa sinn máta af framgöngu, tveir heimar sem hafa ólík siðalögmál. Annars vil ég lítið um þessa hluti segja annað en að þetta er aðgengileg saga; ég var að reyna að skrifa prósa eins og mér þykir gaman að lesa sjálfur. Hann á að vera gegnsær og ekki þvælast fyrir manni við lestur. En svo er það líka smekksatriði." - Hvort er skemmtilegra að skrifa skáldsögu eða leikrit? „Söguefni kalla á sitt form, og þetta átti heima í skáldsögu en ekki leikriti..“ Ólafur Haukur Símonarson SVO GERÐIST það einn daginn í sóibjörtu veðri með talsverðum vindi, þegar ekki var róið, að ryksúia steig til lofts á þessum fáfarna vegi og færðist nær og gerði ekki stans í Hvammi held- ur hélt áfram heim í hlað á Gili. Belgmikil ljósblá drossía af Dodge-gerð hossaðist upp heimdragann, skrapaði malarkambinn á miðjum slóðanum með botninum og nam staðar við hliðið með urrandi átta strokka mótor. Fyrst stigu út úr bifreiðinni tveir karlmenn, annar hávax- inn og holdskarpur með rauðgult feitt hár sem hrúgaðist fram á ennið í tröllaukinni briljantíngljáandi bylgju; hinn maðurinn var lágur til hnésins en samanrekinn með stutta, hrokkna, dökka lokka. Sá hávaxni var klæddur í svartar gallabuxur með rauðum saumum, kúrekastígvél með gylltum ból- um, rauða skyrtu með hvítum, útsaumuðum blómaskreytingum á bri'óstinu og hvítan jakka krumpaðan. Sá lágvaxni samanrekni var í brúnum, snjáðum jakkafötum og bleikri skyrtu með eiturgrænt bindi lauslega hnýtt um háls- inn; á fótunum hafði hann strigaskó, svarta með hvítum sóla og öklabeins- skjóli. - Skarpi og Kári eru komnir, sagði Nonni og brosti út í annað, nú verð- ur handagangur í öskjunni. Úr Rigningu með köflum. Kjarngóðir sjávarréttir TONLIST llljómdiskar VIÐ EIGUM SAMLEIÐ Lög eftir Sigfús Halldórsson. Flytj- endur; Sigfús Halldórsson, félagar úr Sinfóníuhljómsveit Islands og Karlakór Reykjavíkur. Stjóniandi: Páll P. Pálsson. Hljóðritun með kór og hjjómsveit fór fram í Langholts- kirkju 1996. Stjómandi hyóðritunar: Bjami Rúnar Bjamason. Tækni- menn: Hreinn Valdimarsson og Þórir Steingrimsson. Lögin sem Sigfús Halldórsson syngur og leikur sjálfur á píanó vom hljóðrituð í Ríkisútvarp- inu 1960. Stjómandi hljóðritunai': Knútur Skeggjason. Lög nr. 6-11 á geisladiskinum em fjölfölduð eftir hljóðritun í eigu Ríkisútvai-psins, samkvæmt samningi um rétt til eftir- gerðar. Útgefandi: Sjómannadagur- inn í Reykjavík og Hafnarfirði 1996 DAS 002. Dreifing: Japis. „EKKERT íslenskt tónskáld er jafn hagvant og nýtur sín betur við gaddavírsgirðinguna sem reist hefur verið milli svokallaðrar dægurtónlist- ar og sígildrar tónlistar. Ráðsmenn hvorum megin garðs telja hann sinn mann. Þetta er í raun og veru mjög óvenjulegt. Flestir sem nærri gaddavírnum koma skaddast og bera vart sitt barr eftir það. Sum (en þó kannski furðufá) tónskáld ná svo langt í fræðum sínum og svo góðum tökum á verkfærunum að þau geta nánast hvað sem er, (jafnvel samið tónlist við matseðla einsog dæmi munu um). Slík tónskáld geta auðvit- að samið dægurlög, hvorki skal dreg- ið úr því né talið annað en gott (og mætti kannski vera meira). En óneit- anlega hefur maður stundum á til- finningunni að þau setji sig þá gjarn- an í eins konar dægurlagagír. Ætli gírskiptingar af því tagi séu ekki fjarri Sigfúsi. En þó er það þannig með hann eins og alla góða lista- menn að hann hefur ekki aðeins á tilfinningunni hvað hrífur, heldur veit hann það líka.“ (Trausti Jóns- son.) Þetta er nú mergurinn málsins - og næstum allt sem þarf að segja um tónskáldið Sigfús Halldórsson, a.m.k. tónskáldið sem þjóðin tók sér að hjaita. Á þessum diski eru kjarn- góðir sjávarréttir í fínum og krass- andi útsetningum Róberts A. Ottós- sonar, Jóns Þórarinssonar, Jóns Sig- urðssonar og Páls P. Pálssonar sem jafnframt stjórnar ágætum söng Karlakórs Reykjavíkur og líflegum félögum úr Sinfóníuhljómsveitinni; einnig kræsilegir léttari réttir (20 kallar, blásarar, selló og trommur) í skemmtilegri útsetn. Páls P., og loks vel útilátinn eftirréttur með sætum og ljúfsárum keim, en þar þjónar höfundurinn sjálfur til borðs - með tilþrifum, eins og á frönskum fjöl- skylduveitingastað. En auðvitað er byijað á borðbæn, Þakkargjörð fyrir hljómsveit, í fallegri útsetningu Jóns Sigurðssonar. Yfirleitt eru þetta mjög góð lög og útsetningar fyrir kór og hljóm- sveit ekki síðri, eins og fyrr segir (Stjáni blái er magnaður í hljómsveit- arbúningi Jóns Þórarinssonar). Eng- inn dansar þó ballettinn jafn fimlega á gaddavírnum og Sigfús Halldórs- son sjálfur, sem söng eigin lög af óviðjafnanlegri hjartans list inn á hljómplötu við eigin undirleik (hér höfum við ágætt sýnishorn, 6 fín lög við gæðatexta - eins og oftast). „Enginn vissi og enginn veit enn hvort þetta voru dægurlög eða ekki.“ - Hitt veit ég að Dagný er og verð- ur ailtaf indælasta lagið hans og sem mest nautn er að syngja með sveiflu - eftir (ca) tvö glös. Oddur Björnsson Kvöld- lokkur á jólaföstu Kleppjárnsreykjum. Morgunblaðið. BLASARAKVINTETT Reykja- víkur og félagar fluttu verk eftir Mozart í Reykholtskirkju í Borgarfirði sl. laugardag og voru það fyrri tónleikar Kvöld- lokka kvintettsins og þeir síðari voru í Listasafni Islands á sunnudag. Blásarakvintett Reykjavíkur heldur nú upp á 15 ára starsfsafmæli sitt og er fyrsta geislaplatan með leik Blásara- kvintetts Reykjavíkur og félaga nýkomin út. Kvintettinn flutti í fyrsta sinn Kvöldlokkur sínar utan Stór-Reykjavíkursvæðisins nú og voru það tónleikarnir í Reykholti. I Reykholtskirkju flutti kvint- ettinn atriði úr Töfraflautunni eftir Mozart umrituð fyrir blás- araoktett af Joseph Hayden- reich og Kvöldlokku, K.V. 361 í B-dúr, „Gran Partita11, eftir Mozart undir stjórn Bernharðs Wilkinson. Nokkrir tónleikar hafa verið haldnir i kirkjunni síðan hún var vígð 28 júlí á sl. sumri, en þetta eru fyrstu hljóðfæratón- leikar í kirkjunni. Er það mál manna, jafnt flytjenda sem áheyrenda, að kirkjan sé afar vel fallin til hljómleika. Fjöl- menni var á tónleikunum og var flytjendum vel fagnað. Tónlistarfélag Borgarfjarðar stóð fyrir þessum tónleikum með styrk frá tónlistarnefnd Borgarfjarðarprófastsdæmis. KVIKMYNDIR Bíóhöllin, lláskólabló JACK (“Jack“) ★ ★ Vi Leikstjóri Francic Ford Coppola. Handritshöfundar James DeMonaco, Gary Nadeau. Kvikmyndatökustjóri John Toll. Tónlist Michael Kamen. Aðalleikendur Robin Williams, Diane Lane, Jennifer Lopez, Brian Kerwin, Bill Cosby, Fran Drescher. 111 mín. Bandarísk. Hollywood Pictures 1996. KAREN Powell (Diane Lane) sveiflar sér listilega á grímudansleik og á sér einskis ills von er hún fær óvænta hríðarverki og er flutt í snarkasti á spítala. Þar fæðist henni sonur, heilbrigður og rétt skapaður. Eitt gengur þó ekki upp; hún var aðeins komin tvo mánuði á leið og fljótlega kemur í ljós að frumburður- inn dafnar líkamlega í fjórföldum hraða. Áratugur líður, barmið, sem skírt hefur verið Jack (Robin Will- iams) orðin rumur sem rakar sig, fertugur í útliti en andlegi þroskinn í samræmi við aldurinn. Einkakenn- ari hans (Bill Cosby) telur að Jack sé fyrir bestu að setjast á skólabekk með jafnöldrum sínum, segja skilið við ofverndun foreldranna. Miðaldra Tíu ára um fertugt barn verður að takast á við lífið. Nýjasta mynd hins fornfræga leik- stjóra, Francis Ford Coppola, er fyrst og fremst gamanmynd en með alvar- legu ívafi. Þessi blanda samlagast jafnan illa og er jafnvel óþægileg þó hún lummist. Jack gengur upp og ofan, hún á góða kafla, fyrst og fremst á léttu nótunum, alvaran verður hinsvegar oftar en ekki dálít- ið hjáróma, enda bjóða kringumstæð- urnar uppá það. Best er myndin þeg- ar Jack er að festa sig í sessi meðal skólafélaganna, sem i fyrstu líta á hann sem viðundur, en hann er fljót- ur að vinna hylli, enda ekki ónýtt að hafa fullvaxinn mann með sér í körfuboltaliðinu eða í dónablaða- kaupum! Handritshöfundunum, Ja- mes DeMonaco og Gary Nadeau, tekst oft vel að nýta sér þessar sér- stæðu aðstæður í mannlegum sam- skiptum, einkum í kynnum Jacks af tilkippilegri móður eins bekkjarfélag- ans og Fran Drescher leikur af snilld. Þegar kemur að alvarlegri hliðum öldrunarvandamálsins verður Jack einatt ótrúverðug, en höfundum er vorkunn, þetta er vandasamt umfjöll- unarefni og þeir mega eiga það, DeMonaco og Gary Nadeau, að þeim tekst bærilega að sneiða hjá illþol- andi væmnisköflum — sem gjarnan eru tíðir gestir í myndum af þessum toga hjá Disney-veldinu. Jack hefði sjálfsagt hvorki orðið fugl né fískur ef Robins Willimas nyti ekki við. Hlutverkið býður uppá bægslagang og ærslaleik, en stór- leikarinn er yfirvegaður, gerir bam- karlinn mannlegan og skiljanlegan, áhorfendum hlýtur að þykja vænt um Jack. Diane Lane og Bill Cosby eiga einnig hrós skilið fyrir frammi- stöðuna. Coppola hefur fengið orð í eyra fyrir að velja sér þetta undar- lega verkefni, hann gerir því engu að síður dálagleg skil, ekki síst þeg- ar haft er í huga að maðurinn hefur engan veginn staðið undir vænting- um í ótalin ár. Hann, og kvikmynda- tökumaðurinn snjallj, John Toll, gera býsna margt gott. í atriðum einsog því er Jack fylgist með fíðrildinu, minna þeir okkur á að tíminn er það dýrmætasta sem við eigum og þar er æskan mestur fjársjóðurinn. Sæbjörn Valdimarsson Þórarinn Eldjárn talar um Bólu- Hjálmar FÉLAG íslenskra fræða boðar til fundar með Þórarni Eldjárn í Skólabæ við Suðurgötu í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20,30. í ár eru tvær aldir liðnar frá fæðingu skáldsins og hag- leiksmannsins Hjálmars Jóns- sonar (1796-1875) sem jafn- an er kenndur við bæinn Bólu í Skagafirði. Þórarinn Eldjárn rithöfundur mun ræða um Bólu-Hjálmar og verk hans á fundinum í kvöld. „Eins og kunnug er hefur Þórarinn m.a. skrifað skáld- sögur um forvitnilega ein- staklinga fyrri tíðar. Nú síð- ast Brotahöfuð um Guðmund Andrésson. Mörgum leikur eflaust forvitni á að vita hvaða augum hann lítur skáldbróður sinn, Bólu- Hjálmar. Erindið nefnist „Imynd Bólu-Hjálmars Bólu-Hjálmar í mynd“, segir í kynningu. Eftir framsögu Þórarins gefst mönnum kostur á létt- um veitingum áður en al- mennar umræður hefjast. Fundurinn er öllum opinn. Bókatíðindi á netinu BÓKATÍÐINDI 1996 eru nú aðgengileg á alnetinu. Opnuð hefur verið vefsíða þar sem allt efni bæklingsins hefur verið sett upp. Alls eru í Bó- katíðindum á fimmta hundrað titlar, flokkaðir eftir efni og auk þess skrá yfir höfunda og útgefendur bókanna. Rétt eins og í ritinu er á netinu viðmiðunarverð og ISBN númer allra bókanna. í kynningu segir: „Vefsíðan er samvinnuverkefni Félags íslenskra bókaútgefenda og vefhönnuðarins Péturs Rún- ars Guðnasonar sem getið hefur sér gott orð fyrir fjöl- breytta nethönnun á undan- förnum misserum. Bókatíð- indum hefur verið dreift á öll heimili landsins en á netinu eiga þau eflaust eftir að nýt- ast fjölmörgum íslendingum búsettum erlendis, erlendum bókasöfnum og áhugamönn- um um íslenskar bækur hvar- vetna í heiminum." Slóð síðunnar er http://this.is/baekur. Upplestrar- kvöld á Súf- istanum UPPLESTRAR- og kynning- arkvöld verður á Súfistanum, bókakaffínu í Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi 18, fimmtudagskvöldið 12. desember kl. 20.30. Þar les Gyrðir Elíasson úr ljóðabókin- in Indíanasumar, ísak Harðar- son les úr minningabókinni Þú sem ert á himnum, þú ert hér!, lesið verður úr ljóðabók- inni Að heilsa og kveðja eftir séra Rögnvald Finnbogason, Þorsteinn Gylfason heimspek- ingur kynnir ritgerðarsafnið Að hugsa á íslenzku og Árni Björnsson fjallar um bók sína Merkisdagar á mannsævinni. Aðgangur er ókeypis.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.