Morgunblaðið - 11.12.1996, Síða 26

Morgunblaðið - 11.12.1996, Síða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Um 400 þúsund gestir sækja Edinborgarhátíðina Morgunblaðið/Ásdís NICK Dodds er framkvæmdastjóri Edinborgarhátíðarinnar sem dregur til sín um 400 þúsund gesti í ágúst ár hvert. ÁHRIF Edinborgarhátíðarinnar eru margvísleg því fyrir utan fjölbreytta dagskrá listahátíðarinnar fer ekki hjá því að 400 þúsund gestir færi fyrirtækjum í borginni einhver við- skipti. Athuganir sýna að efnahags- leg áhrif hátíðarinnar eru upp á um 120 milljónir punda, segir Nick Dodds, framkvæmdastjóri listahá- tíðarinnar í Edinborg, í samtali við Morgunblaðið. Dodds hélt fyrirlest- ur á námstefnunni um samspil lista, menningar og ferðaþjónustu sem haldin var á vegum Ráðstefnuskrif- stofu íslands, Listahátíðar í Reykja- vík og IFEA sem eru samtök þeirra sem halda ýmsar hátíðir um heim allan. Listahátíðin í Edinborg, sem stendur yfir í þijár vikur í ágúst, hefur verið haldin 50 sinnum. Ibúa- ijöldi borgarinnar, sem er um hálf milljón, nærri tvöfaldast meðan á hátíðinni stendur en 400 þúsund gestir sækja hina 178 listviðburði sem hátíðin hefur að bjóða, t.d. árið 1995. - Um helmingur þeirra sem há- tíðina sækja eru frá Skotlandi, seg- ir Dodds, - um 30% frá öðrum landshlutum og um 20% eru útlend- ingar. Flestir sækja nokkur atriði á hátíðinni hveiju sinni og að meðal- tali dvelja gestir 10 til 11 daga í borginni og er ekki mikill munur á því hvort um erlenda gesti er að ræða eða fólk frá öðrum svæðum í Bretlandi. Dodds segir að góð samvinna sé milli ferðaþjónustunnar og þeirra Námsstefna um samspil lista, menningar og ferðaþjónustu var ný- lega haldin í Reykjavík. Þar var m.a. fjallað um Víkingahátíð í Hafnar- firði, Jazzhátíð á Egils- stöðum og listahátíðir í Edinborg og Reykjavík. Jóhannes Tómasson talaði við tvo erienda gesti á námsstefnunni, sem standa að Edinborgarhátíðinni og ýmis fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa styrkt hátíðina fjárhagslega. - í Edinborg og nágrenni eru um 870 hótel og gististaðir með sam- tals 17 þúsund herbergjum sem anna nokkurn veginn þörfinni á hátíðinni svo það er augljóst að offramboð er á gistirými á öðrum árstímum. En samvinna við ferða- þjónustuna hefur verið góð frá byijun og við vitum að þeir sem sækja hátíðina eru líka að heim- sækja hana sem ferðamenn. Edin- borg er gömul borg með gömlum byggingum og höllum, miðbærinn heillar ferðamenn með merkilegum arkitektúr sínum og þar er nánast allt í göngufæri. Utlendingar frá öðrum stórborgum finna að þarna er hægt að vera á ferðinni fram á kvöld án þess að menn eigi hættu á að verða fyrir ofbeldi og kannski það sem skiptir mestu máli að fólk býr í miðborginni og þess vegna er hún ekki dauð þegar vinnudegi lýkur. Ég hugsa að helst megi líkja henni við Salzburg. Listahátíðin í Edinborg hefui' það markmið að bjóða upp á vand- aða dagskrá, að kynna Skotum alþjóðlega list og kynna gestum skoska listahefð, að setja saman dagskrá sem ekki er á færi ann- arra aðila, að gefa sem flestum tækifæri til að njóta og taka þátt í hátíðinni og að ýta undir kynn- ingu á Edinborg og Skotlandi. - Þetta hefur verið markmið hátíðar- innar í 50 ár og það verður áfram hið sama, segir Dodds. - Um 40% af kostnaði við hátíðina kemur frá opinberum aðilum, um 30% frá miðasölu og 20% koma frá þeim íjölmörgu aðilum sem styrkja há- tíðina. Þá eru eftir 10% sem við fáum með sölu á smávarningi og tekjum af útvarps- og sjónvarps- sendingum. Hátíðin rekur sjálf miðasölu sem starfar hálft árið. Þar eru seldir um 160 þúsund mið- ar fyrir nærri tvær milljónir punda og um leið og fólki eru seldir mið- ar tökum við niður nöfnin og fáum að senda fólki ýmsar upplýsingar og annað sem snertir hátíðina. Einnig öflum við okkur með þessu vitneskju um hvers áheyrendur óska og reynum að nota þennan nafnabanka til frekari markaðs- setningar. Listrænn stjórnandi einvaldur Dagskrá Edinborgarhátíðarinn- ar er að mestu skipulögð af list- rænum stjórnanda hennar. - Lengst af hefur sá háttur verið hafður á að einn maður hefur bor- ið ábyrgð á sjálfri dagskránni, ver- ið eins konar einvaldur, segir Nick Dodds. - Síðan starfar sérstök stjórnarnefnd honum til ráðuneytis og nokkrir starfsmenn sem sjá síð- an um að hrinda málum í fram- kvæmd. Þetta hefur gefist vel og hver listrænn stjórnandi er skipað- ur til fimm ára en þeir hafa oftast verið skipaðir tvisvar. Nýr stjórn- andi gengur að nokkru leyti inn í undirbúning fyrirrennara síns en setur síðan sinn persónulega stíl á dagskrána. Langflest atriðin eru klassískir tónleikar en síðan er mikið um dans, ballett og leikhús- verk og boðið er upp á fyrirlestra og eins konar verkstæði. Miðaverði er í hóf stillt, meðal- verðið er 14 pund eða kringum 1.500 krónur íslenskar. - Dýrast er á óperurnar, 45 pund, en síðan er verðið allt niður í 5 til 6 pund en með því erum við að leggja áherslu á að enginn þurfi að missa af hátíðinni af efnahagsástæðum. Hátíðin er líka skipulögð þannig að það er eitthvað um að vera nánast allan daginn og við teljum að þessi góða aðsókn og þessi mikla fjölbreytni í gestahópnum sýni að við eru á réttri leið, sagði Nick Dodds að lokum. Viðskiptasjónarmið ráða æ meiru um stuðning fyrirtækja Morgunblaðið/Ásdís CHARLOTTE DeWitt er forseti IFEA, samtaka þeirra sem skipuleggja hvers kyns hátíðir. MJÖG ólíkt er að starfa í Banda- ríkjunum og Evrópu að undirbún- ingi hvers konar hátíða og listvið- burða, ekki síst að því sem lýtur að stuðningi fyrirtækja sem oft þarf að leita til. í Bandaríkjunum spyija fyrirtækin fyrst og fremst hvað þau fá fyrir sinn snúð, þar ræður viðskiptasjónarmiðið eitt, en í Evrópu líta forráðamenn fyrir- tækja oft á slíkan stuðning sem hálfgert líknarmál og styðja oft verkefni sem þeir telja að styrki ímynd og velvild fyrirtækis síns án þess að þeir sjái beinan gróða, sagði Charlotte DeWitt í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Hún flutti fyrirlestur á námstefnunni um samspil lista, menningar og ferðaþjónustu en hún er forseti Evrópudeildar IFEA samtaka þeirra sem standa að margs konar hátíðum. í máli sínu beindi Charlotte DeWitt meðal annars athygli fundarmanna að næstu aldamótum og spurði hveijir gætu notfært sér og skipulagt þessi tímamót til að laða fólk að hvers konar hátíðum og menningarviðburðum ef ekki það fólk sem tengdist listahátíðum og ferðaþjónustunni og hvatti hún menn til að hafa augu og eyru opin fyrir öllum þeim tækifærum sem aldamótin byðu upp á. Hún nefndi í máli og myndum ýmsar hugmyndir um uppákomur og há- tíðir sem haldnar hafa verið víða um heim og minnti á að iðulega væru slíkar hátíðir fámennar og lítt þekktar í byijun en yndu síðan upp á sig og löðuðu til sín gesti og ferðamenn um langan veg. Lærist ekki í háskóla Charlotte DeWitt hefur 17 ára reynslu af störfum sínum við lista- hátíðir og vatnahátíðir í Bandaríkj- unum, einkum á strönd Nýja Eng- lands. - Það er í raun ekki hægt að læra skipulag, fjármögnun og stjórnun svona hátíða í neinum háskóla en þeim stjórnar fólk með margs konar bakgrunn og er sér- fræðingar á ýmsum sviðum. Þá halda IFEA-samtökin, bæði í Bandaríkjunum og Evrópudeildin, margs konar námskeið og ráðstefn- ur fyrir aðildarfélög, segir DeWitt ennfremur. - Við lærum á því að skiptast á hugmyndum og reynslu og notum iðulega hugmyndir hvert frá öðru og á ráðstefnunum er fjall- að um efni eins og fjármögnun, langtímaskipulag, upplýsingaher- ferðir, áfallastjórnun, miðasöluað- ferðir og hvernig eitt eða fleiri lönd geta unnið saman á þessum vett- vangi. Eru einhver sérstök vandamál í samskiptum ferðaþjónustu og þeirra sem skipuleggja ýmiss kon- ar hátíðahöld? - Það er kannski helst að við þurfum alltaf að hafa tímann fyrir okkur. Þegar hátíð er skipulögð, hvort sem um er að ræða listahá- tíð, sumarútihátíð eða ísskúlptúr- keppni í vetrarborg, þarf að hafa góðan fyrirvara á hlutunum. Það gildir auðvitað ekki síst um listahátíðir og slíka atburði þar sem fengið er til að koma fram fólk sem skipuleggur sig Iangt fram í tímann. Þegar það er feng- ið er hægt að kynna og auglýsa viðkomandi hátíð og þá getur ferðaþjónustan gert sér grein fyrir hvaða þörf verður á gistirými og öðru sem tengist móttöku gesta. Þetta gengur yfirleitt mjög vel og ekki síst á þeim hátíðum sem hafa unnið sér ákveðinn sess og menn ganga nánast að og flest er í föst- um skorðum. En þegar menn vilja prófa eitthvað nýtt er mikilvægt að menn hafi ferðaþjónustuna með í ráðum frá byrjun því þar búa menn yfir reynslu sem skiptir miklu máli við framkvæmd hátíða. Viðskiptasj ónarmið Eru menn fúsir til að skiptast á upplýsingum um reynslu og framkvæmd hátíða á ráðstefnum IFEA? - Já, fólk er áhugasamt um að deila reynslu sinni og ég held að hér séu engin sérstök leyndarmál á ferðinni - menn eru að vinna sömu hlutina í hinum ýmsu löndum og vilja bæði segja frá og læra af öðrum. í því skyni má nefna að nú horfa menn mjög til aldamóta og þá er mikilvægt að huga til dæmis að fjármögnun. Hveijir eru helstu styrktaraðilar næstu árlegu hátíða og hvort hægt er að fá þá til samstarfs til nokkurra næstu ára, til dæmis til aldamóta? í Bandaríkjunum spyija forráða- menn fyrirtækjanna hvað þeir fái, hvað þeir græði á því að styrkja viðkomandi hátíð og yfirleitt eru þetta kaup kaups. Þeir leggja eitt- hvað^ undir en hafa von um hagn- að. í Evrópu hafa menn fremur stutt hátíðir til að styrkja ímynd fyrirtækjanna en það er hins vegar að breytast og nú eru menn meira farnir að ræða þetta samstarf á hreinum viðskiptagrunni. Menn eru hættir að líta á rekst- ur hvers konar hátíða sem líknar- starf því nú eru viðskipta- og markaðssjónarmið farin að verða ráðandi, segir Charlotte DeWitt að lokum. Hækka ber skattafrá- drátt vegna menningar- styrkja ÞEIR sem standa fyrir lista- hátíðum og menningarstarf- semi ættu að þrýsta á yfirvöld um að draga megi hærra hlut- fall af veltu fýrirtækja frá vegna skatti, en í dag er það 0,5%. Með því er hugsanlegt að fyrirtæki geti og vilji styrkja menningarstarf meira en er í dag. Þetta kom m.a. fram í máli Þorsteins M. Jóns- sonar, framkvæmdastjóra Víf- ilfells, á ráðstefnunni um sam- spil lista, menningar og ferða- þjónustu. Þorsteinn M. Jónsson ræddi tengsl atvinnulífs og menning- arstarfsemi og varpaði fram nokkum spurningum: Á að styrkja menningarstarf? Á list rétt á sér ef hún stendur ekki undir sér? Á markaðurinn að ráða — eiga viðskiptasjónar- mið að ráða framboði í menn- ingarmálum? Þorsteinn minnti á það dulda virði sem fælist í menningu og mældist ekki í peningum heldur kæmi fram í þeim áhrifum, þeirri upplifun sem menn njóta af listum. Hann sagði að þeir sem leituðu eftir styrk til atvinnulífsins yrðu að gera góða grein fyrir umsóknum sínum og gera sér grein fyrir að það sem réði ákvörðun um styrk væri oftast álit fyrirtækjástjórnenda á við- komandi menningaratburði, en það væri mikill misskilning- ur að halda að hann gæti auk- ið sölu hjá fyrirtækjunum. Hins vegar yrðu fyrirtækin að fá þá umbun að styrkveiting þeirra væri á einhvern hátt sýnileg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.