Morgunblaðið - 11.12.1996, Síða 32

Morgunblaðið - 11.12.1996, Síða 32
MORGUNBLAÐIÐ 32 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 * ^Matvinnsluvél 400 Wfc* ¥ meö ávaxta- oa J** VKENWOODl* ^Matvinnsluvél 400W^H*- \71 . »< fíl<ENWOOD> l^Matvinnsluvél 500W.lHr Kennslumyndband** á íslensku fylgir. * fKENWOOD’o' Handþeytari M- * jk JKENWOOD** ^HandþeytarLá standi* T H AÐSENDAR GREINAR Hvað eru 110.000.000.000 krónur á milli vina? Samkomulagið Alþingi fjallar nú um frumvarp til laga um Lífeyrissjóð starfs- manna. ríkisins og Líf- eyrissjóð hjúkrunar- kvenna sem byggir á samningi fjármálaráðu- neytisins við fulltrúa opinberra starfsmanna. Með samkomulagi þessu eru negld niður réttindi opinberra starfsmanna og þeir munu halda áfram að safna skuldbindingum hjá ríkinu, sem ekki verða greiddar. Núna Pétur H. Blöndal eru einungis dagvinnulaun opinberra starfsmanna tryggð en með sam- komulaginu verður stofnuð ný deild hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkis- ins, sem veitir jafnverðmæt réttindi en tryggir öll laun. Aðild að henni eiga allir nýir starfsmenn og þeir eldri starfsmenn, sem óska eftir að skipta yfir í nýju deildina. Með samkomulaginu verða allir opinberir starfsmenn að halda áfram að taka þátt í mjög góðu en jafn- framt mjög dýru lífeyriskerfi. Hinn almenni opinberi starfsmaður hefur aldrei verið spurður að því hvort hann vilji fá 1-2 mánaðarlaun auka- lega á ári alla starfsævina í stað þess að geta farið á lífeyri 65 ára í stað 70 ára. Markmið ijármálaráðherra með þessu samkomulagi eru tvö. Að tryggja samtímagreiðslur atvinnu- rekenda í sjóðinn, þ.e. að skuldbind- ingin verði greidd jafnóðum og hún myndast. Og að gera lífeyrisréttindi alls vinnumarkaðarins sambærileg. Hvorugt markmiðið næst. Fyrra markmiðið næst á 40 árum, sem verður að teljast óviðunandi og seinna markmiðið næst alls ekki. Samkomulagið mun virka eins og sprengja inn í viðkvæmar kjaravið- ræður. í seinni greinum mun ég færa rök fyrir þessari fullyrðingu minni og auk þess ijalla um mismun á lífeyrisréttindum opinberra starfs- manna og fólks í almennum lífeyris- sjóðum. I þessari grein æiia ég að fjalla um stöðu þessara tveggja opinberu lífeyr- issjóða sem og stöðu Lífeyrissjóðs alþingis- manna og Lífeyrissjóðs ráðherra. Áfallin skuldbinding Áfallin skuldbinding þessara fjögurra opin- beru lífeyrissjóða sam- kvæmt trygginga- fræðilegu mati kemur fram í meðfylgjandi töflu. Samkvæmt henni nam áfallin skuldbind- ing sjóðanna umfram eignir sjóðanna alls 110 milljörðum króna um síðustu ára- mót. Opinberir aðilar, iíklega ríkið, skuldar alla þessa fjárhæð. (Álita- mái er hvort þau sveitarfélög og fyrirtæki, sem tryggja starfsfólk sitt hjá sjóðnum, t.d. sparisjóðir, skulda hluta af þessari fjárhæð.) Þessi skuldbinding óx um 9.500 m.kr. á árinu 1995. Hvernig má það vera, spyr Pétur Blöndal, að slík ofurskuldbinding gat myndast án þess að nokkur virtist taka eftir henni? að þessi ógreidda skuldbinding rík- isins er að meðaltali 850 þ.kr. á hvern vinnandi einstakling. Þetta eru skattar, sem „gleymst“ hefur að rúkka allt vinnandi fólk um. Rík- ið er búið að eyða þessum peningum, því þetta er skuld vegna iífeyrisrétt- inda opinberra starfsmanna, sem þeir eru búnir að vinna fyrir. Á sarna hátt á hver opinber starfsmaður að meðaltali ca. 3,5 m.kr. kröfu á ríkið, sem ekki hefur verið gerð upp. Er þá búið að draga frá það sem hann skuldar sjálfur sem skattgreiðandi. Þessi skuldbinding opinberu lífeyris- Staða 31.12. 1995 Lífsj. Lífsj. Lífsj. Lífsj. Samtals m. við 2% (*) áv. starfsm. rík.hjúkrkv. alþm. ráðh. umfr. launah. Upph. í millj. kr. Uppr. eign 24.700 4.000 0 0 28.700 Áfallin skuldb. 123.100 13.400 2.500 300 139.200 “ ógreitt 98.400 9.400 2.500 300 110.600 Framr. skuldb. 162.500 21.500 - - 184.000 “ ógreitt 137.800 17.500 - - 155.400 (*) Þessi ávöxtun náðist ekki hjá sjóðunum 1995 Eru 110.000 m.kr. miklir peningar? Ég sé ekki fyrir mér svona stóra fjárhæð og hef því reynt að setja hana í samhengi við ýmsar stærðir. Fasteignamat allra íbúða á Vestur- landi, Vestfjörðum, Norðurlandi öllu og Austfjörðum að bílskúrum með- töldum ert.d. samtals 108.000 m.kr. Ogreidd skuldbinding ríkisins (og annarra) við opinbera starfsmenn svarar því til verðmætis allra íbúða og bílskúra frá Akranesi vestur og norður hringinn í kringum landið að Vík í Mýrdal. Ef við deilum þessari tölu á allt vinnandi fólk í landinu kemur í ljós sjóðanna er í reynd spurning um það hversu mikið 80% þjóðarinnar (ekki opinberir starfsmenn) skulda hinum 20% (opinberum starfsmönnum). En hvað eru 110.000 m.kr. á milli vina! Þeir, sem greiða tekjuskatt, hafa eflaust gaman af að vita að þessi fjárhæð svarar til alls tekjuskatts einstaklinga í heil 7 ár! Svo má líta til þess að Qárhæðin er nærri helm- ingur af eignum allra annarra lífeyr- issjóða! Ofurskuldbindingin En hvernig má það vera að slík ofurskuldbinding gat myndast án þess að nokkur virtist taka eftir henni? Af hverju er ekki löngu búið að leggja til hliðar nægilegt fé með hærri sköttum í fortíðinni? Eru lögin um þessa opinberu lífeyrissjóði göll- uð? Hver ber ábyrgð á því að „gleymst" hefur að senda skatt- greiðendum reikninginn? í lögum um Lífeyrissjóð starfs- manna ríkisins stendur í 9. grein: „Stjórn sjóðsins skal hið fimmta hvert ár láta tryggingafræðing rann- saka fjárhag sjóðsins. Þyki honum rannsókn sín leiða í ljós, að fjárhags- grundvöllur sjóðsins sé ótryggur, skal hann gera tillögur til stjórnar sjóðsins um aðgerðir til að efla sjóð- inn.“ Þetta ákvæði hefur gilt frá 1963 eða í 33 ár. Þessi mikla skuld- binding ætti því ekki að hafa komið sjóðstjórninni á óvart. En hvers vegna hefur hún allan þennan tíma ekki gert tillögur til ráðherra um að hann beitti sér fyrir lagasetningu til úrbótar, t.d. með hækkun iðgjalds launagreiðenda? Hver er ábyrgð stjórna sjóðsins allan þennan tíma? Samkomulag það, sem gert hefur verið, tekur ekki á þeirri áunnu skuldbindingu (110 milljarðar kr.), sem mér hefur orðið tíðrætt um hér að ofan. Það tekur ekki einu sinni á væntanlegri skuldbindingu næstu ára. Enn verða gefnar út óútfylltar ávísanir fyrir hönd skattgreiðenda. í stað iðgjalds, sem þyrfti að vera samtals 21%-26% af launum opin- berra starfsmanna, til þess að standa undir framtíðarréttindum þeirra verður áfram greitt 10% iðgjald til B-deildarinnar. Það að opinberir starfsmenn mega halda áfram að ávinna sér þennan góða lífeyrisrétt mun líklega kosta ríkissjóð 45.000 m.kr. til viðbótar. Nema opinberir starfsmenn sætti sig við lægri Iaun vegna góðra lífeyrisréttinda! Það verður athyglisvert að heyra skoðanir verkalýðsforustunnar á þessum miklu ógreiddu sköttum, sem enginn mun greiða nema það fólk, sem ekki er opinberir starfs- menn, þ.e. umbjóðendur þeirra. í því sambandi er rétt að benda á að öll greiðum við skatta. í það minnsta virðisaukaskatt. Höfundur er tryggingafræðingur og nlþingismaður. r TEFAL^ ARMATAL Sérstök stálptata á botni. sem tryggir að pannan v verpist ekki A - ektd bara pottar ogpönmtr! Umbodsmenn um allt land Pottar og pönnur Ný framleiösla úr óli og stóli. Beshj kostir tveggja efna sameinaöir í einu áhaldi. Frábærir steikingareiginleikar þ.e. hitaleiðni álsins og glæsilegt stálútlit. A5 innan eru pönnurnar húðaðar meö slitsterku viðloöunarfríu efni, sem gerir alla matargerð auðveldari, svo og þrif. TEFAL er langstærsti pottaframleiðandi heims. TEFALvörur eru seldar í nær öllum löndum heims. VERÐ FRA: VERÐ: 0 20 og 24 cm VERÐ FRÁ: 0 24cm VERÐ FRÁ: 0 26. 28. og 30 cm 0 14.1 Reykjavík: Hagkaup. Byggt og Búið Kringlunni, Magasín, Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni E.Hallgrímsson, Grundarfirði. Vestflrðlr:.Geirseyrarbúðin, Patreksfirði. Rafverk.Bolungarvík.Straumur.ísafirði. Norðurland: Kf. Steingrímsfjaröar, Hólmavík. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabúö.Sauöárkróki. KEA, byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri. KEA.Dalvík. Kf. Pingeyinga, Húsavík. Urö, Raufarhöfn. Lóniö, Þórshöfn. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstööum. Verslunin Vík, Neskaupsstaö. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði.KASK, Höfn Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík. Fjarðarkaup, Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.