Morgunblaðið - 11.12.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.12.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 41 ■ > 9 9 I i I I ' KÆRAR þakkir fyrir gagnlegar athuga- semdir við grein í Ver- aldarvafstri þann 17. nóvember til Sigfúsar, Gunnars og Guðjóns. Þó nokkuð margir fleiri hafi einnig gert athug- semdir eða óskað eftir frekari gögnum um þetta málefni en unnt var að láta í té í pistlin- um. Það var mikið að umræðan fer af stað! í upphafi hnaut ég líka um það orkumagn sem þarf til að kljúfa vatn í frumefni sín og hef leit- að eftir svörum við því hjá Carli Cella þungarokks-hljómlist- armanni og höfundi upphaflegu greinarinnar. Svar hans hefur enn ekki borist. Alveg eins og tré sem hoggið er í skógi verður ekki til á ný þegar það er brennt til upphitunar, þá er ljóst að vetnið sem klofið er í bílnum brennur í bílvéiinni hjá Carli. Efni breytist í orku. Því er hér lýst ferli sem getur talist eðlilegur orkujöfn- unarferiil. Spurningin er þó enn: Hve mikla orku þarf til að kljúfa vatnið? En hvað varðar hugtakið „eilífðar- vél“ tek ég það mátulega alvarlega. Því enda þótt núverandi stig efnis- hyggjuvísinda mannsins ráði án efa ekki við að byggja slíkt apparat þá bendir virkun bæði sólar og sólkerfís til þeirrar sömu skilgreiningar. Ég set það því ekki fyrir mig að kanna slík og þvílík apparöt jafnvel þó að „grunnur allrar eðlis- og efnafræði- þekkingar sem mannkynið hefur afl- að sér“ hrynji fyrir bragðið! Það er ekki síst eftir að hafa fengið nýverið fregnir af sænskri „eilífðarvél" (eða var hún norsk?) sem engin sjáanleg orka (segulsvið jarðar?) drífur áfram! En hafi ég skilið það rétt þá er með þessu hugtaki m.a. átt við það, að engin ný orka/efni geti orðið til í alheiminum að miklahvelli afstöðn- um og allt orkuflæðið í því lokaða „apparati", sem hinn sjáanlegi al- heimur er, hljóti því að vera í inn- byggðu jafnvægi? í dag eru mætir vísindamenn heldur ekki sammála um þetta. Og mun ég fjalla fljót- lega um þá deilu. Hvað sem öðru líður vona ég að allir séu sammála um það, að vísindi snúast „ekki um vissuna um hlutina heldur frelsið frá þeirri vissu“ svo vitnað sé í nóbelshafann og eðlisfræðinginn Feynman. Allt annað eru trúarbrögð. Til gamans má geta þess að alveg á síðustu dögum rakst ég á grein um annan uppfinninga- mann vetnisbíls. Að þessu sinni við starf á eyjunni Gu- ernsey. Þar tók RCA eða konunglegi bílaklúbburinn út bílvél sem Nýsjá- lendingurinn Archie Blue hafði breytt í vetnismótor, sem vinnur eftir sama Ef ég ætti að byrja á því að sanna öll þau tvímæli sem eru í gangi meðal fræðimanna erlendis, segir Einar Þorsteinn, þá myndi ég örugglega byrja á öðrum enda. ferli og sá frá Carli Cella. Allir klúbb- félagarnir gátu fengið að sannfæra sig um að engin önnur orka en vatn var notuð við keyrsluna og farið var í bíltúra á um 75 km hraða. Um það hve dýrt og orkufrekt sé að breyta vatni í súrefni og vetni í bílnum, hvað þá á ferð, sagði Archie: „Það er hefðbundið kjaftæði"! En hann sagði líka að það sé vandasamt að hitta á nákvæmlega réttu hlutföllin af vetni og súrefni til þess arna í nýjum blöndungi og einnig hve mikið af vatni megi setja í til þess gerðan vatnsskömmtunarkút. Hér er hann því ekki sammála Carli Cella að öllu leyti. Hann fullyrðir einnig að unnt sé að aka Leyland Mini 100 mílur á 4,5 lítrum af vatni. Archie segireinn- ig að það þurfi að þróa þessa hug- mynd áfram og þá peninga hafi hann ekki. Fjárfestar stóðu á bak við þessa tilraun hans og á sama tíma sýndi British Leyland í Birmingham áhuga á málinu eftir nánari skoðun. En þessi umsögn er frá árinu 1977! Hvað varð síðan um þetta mál? Þrátt fyrir að ýmislegt sé óljóst í þessu máli enn, þá hvet ég þá galv- ösku íslensku uppfinningamenn sem hafa haft samband að kanna þetta mál til fulls og hef sent þeim að ósk teikningar af vinnsluferli bíls Carls Cella. Ef til vill geta háskólanemarn- ir fengið að fylgjast með því? Það verða engar tækninýjungar til nema gerðar séu tilraunir þó þær kunni að fara á hvorn veginn sem er. Man annars nokkur lengur eftir litlu gulu hænunni? P.S. Hvað varðar tillögur nokkurra svarbréfa til mín um tímabundnar ritskoðanir eða hvað Morgunblaðið eigi að birta þá eru þær aðeins bros- legar. Það er hvorki í fyrsta sinn né það síðasta sem slíkar hreintrúarleg- ar forræðishyggjutillögur sjást. Þær fylgja því að skoða tilveruna frá öðr- um en hefðbundnum hætti og byggj- ast án efa á öryggisleysi viðkomandi tillöguhöfunda gagnvart henni. En ef ég ætti að byija á því að sanna öll þau tvímæli sem eru í gangi meðal fræðimanna erlendis (en ná ekki inní örugga höfn háskólans) þá myndi ég örugglega byija á öðrum enda. Til dæmis þar sem neyðin er mest. Til dæmis hvernig er nú unnt að lækna krabbamein en „kerfið“ stendur í vegi fyrir því. Þar sem sú sönnun er raunar ekki langt undan, jafnvel ekki hér á þessu landi, þá býð ég ykkur, kæru lærdómsfélagar, hér með að verða vitni að því. Með því fororði þó að þið verðið ef til vill ekki samir menn á eftir. P.P.S. Nú er að koma ijör í umræðuna! Þeir verk- og eðlisfræðingarnir Gísli og Vilhelm skrifa mér sunnudags- hugvekju þann 8. desember. Vilhelm lýsir þar heimsmynd sinni á drep- fyndinn hátt sem vel ætti heima í hvaða umræðukeppni framhalds- skólanema sem væri. Það er nánast óþarfi að að taka fram að þeirri gömlu heimsmynd er ég hjartanlega ósammála. I okkur Vilhelm mætast tvær andstæðar fylkingar: Efnis- hyggjuvísindin annars vegar og hins vegar þeir sem vilja leita svara við þeim fyrirbærum náttúrunnar sem efnishyggjan, eðli síns vegna, getur ekki fengist við. Seinni hópurinn nefnir sig nú til dags „nývísindi". En glósukenndar athugasemdir hans um mína persónu eru svo sem harla léttvægt innlegg í þá stóru umræðu. Hins vegar er mér það ánægjuefni að hafa getað glatt hans léttu lund og veiti honum fulla heimild til að túlka skrif mín áfram að eigin geð- þótta. Segir ekki máltækið að gleðin lækni öll mein? Ég er sammála Gísla og nafna hans, Gísla Jónssyni, að rafbílar séu meðal raunhæfustu lausna hér á landi frá sjónarhóli sjálf- bærrar þróunar og landflutninga. Það segi ég eftir að hafa kynnst því sem þar um ræðir frá Axel Axels- syni í Kaliforníu. Ég vil raunar nota tækifæri hér og þakka báðum Gíslun- um fyrir innlegg þeirra til þessara mála hér á landi. Enn vantar þó verulega uppá að íslenska „kerfið" hafi brugðist við þeim tímum sjálf- bærrar þróunar sem eru að renna upp nema í orði. Hvað snertir óhefðbundið efnisval mitt leyfi ég mér almennt að velja málefni sem leita svara við ýmsu í tilverunni án þess að ég þurfi að vera að öllu leyti sammála hveiju smáatriði í þeim. Því að mínu áliti veitir ekki af því að taka ný sjónar- mið inní hugmyndaheim þessa eyja- þjóðfélags, sem yfirleitt telur tísku- stefnur og erlendan tæknivarning vera það sama og framþróun. Hvað þetta varðar hefur háskólinn brugð- ist sínu hlutverki fullkomlega enda þótt fáeinir starfsmenn hans hafi lagt hér þarfa hluti til málanna. Á sama tíma fyllir ófeimin fortíðar- hyggja meginhluta íslenskrar um- ræðu. Viðbrögðin við pistli mínum um eldsneytið vatn hafa nú þegar sýnt að það val var hárrétt! Til þess að forðast allan misskilning og að gefnu tilefni: Ég hef ekki pant- að þessi viðbrögð núna mitt í jóla- bókaflóðinu til þess að auglýsa nýút- komna bók mína. Og þessi tímasetn- ing öll er mér sannarlega ómeðvituð. Höfundur er hönnudur og skrifar pistlana Veraldarvafstur í Morgvnblaðið. Eldsneytið vatn og eilífðarvélin Einar Þorsteinn HJALP! Kennið börnunum að hringja í Neyðarlínuna 1-1-2 MARTRÖÐ allra foreldra. Bamið lendir í neyð og veit ekki hvað á að gera. Lausnin er einföld. Kenndu baminu þínu að hringja eftir hjálp. Jól og áramót er tími kertaljósa og flugelda og er því mikilvægt að undirbúa bömin sem best í að bregð- ast rétt við ef þau lenda í óhappi og þurfa að kalla á hjálp. Foreldri þarf að kynna sér vel hverning á að bera sig að við að hringja í Neyðarlínuna áður en barn- inu er kennt að hringja eftir aðstoð. Samræmt neyðamúmer fyrir landið allt er 1-1-2. Ef þörf er á aðstoð neyðarsveitar, þ.e. lögreglu, slökkvil- iðs, sjúkraflutningaliðs eða læknis, er hringt í 1-1-2 og er viðkomandi samstundis komið í samband við rétta neyðarsveit. Það skiptir ekki máli hver neyðin er ef aðstoðar er þörf, t.d. lögreglu eða slökkviliðs, alltaf er hægt að hringja í 1-1-2. Gömlu neyðamúmerin verða enn í gildi um sinn en auðveldara er að nota samræmda neyðamúmerið 1-1-2. Númerið er stutt og auðvelt að muna það. Vendu þig á að segja neyðarnúmerið sem talnaröðina einn- einn-tveir en ekki hundrað og tólf, m.a. vegna barnanna. Ef barn er beðið að hringja í hundrað og tólf og barnið hefur t.d. lært að telja upp að tíu er talan hundrað og tólf „allt- of há tala“. Það gæti fundið upp á því að segja „ég kann ekki að hringja í svona háa tölu“. En þau geta auð- veldlega hringt í einn-einn-tvo. Kennið barninu neyðamúmerið 1-1-2 og prófið þekkinguna hjá því öðm hvom. Nauðsynlegt er að leyfa þeim yngstu að prófa sjálfum að hringja í 1-1-2, t.d. með ótengdu sím- tæki. Sýnið þeim hvar stafimir em á símtækinu og í hvaða röð á að ýta á þá. Ef búið er að forrita einn taka á símtækinu með neyðamúmerinu 1-1-2, sýnið þeim hvar hann er og hvenær á að nota hann. Prófið einnig í hönd fer tími kerta- ljósa og flugelda, segir Eiríkur Þorbjörnsson, og nauðsynlegt er að bregðast rétt við ef óhöpp verða. „heimatilbúið neyðarkall“ í símanum, m.a. til að taka úr þeim skrekkinn við að reyna þetta sjálf, svo og til að nota símann rétt. Ilér eru nokkrir minnispunktar sem gott er fyrir foreldra að ræða um við börn sín og benda þeim á rétta notkun neyðarnúmersins. • Hringið í neyðarnúmerið ef ein- hver er alvarlega slasaður, veikur eða í hættu. Notið 1-1-2 ef einhver er mikið slas- aður eða hefur fallið í yfirlið, ef einhver er með mikinn verk fyrir brjósti eða á erfitt með að anda. • Ef fólk er í vafa hvort rétt sé að hringja í 1-1-2 ber því frekar hringja en að láta það ógert. • Ekki hringja í neyðar- númerið ef ljóst er að enginn eða ekkert er í hættu eða í neyð. Til dæmis á ekki að hringja ef dýr á heimilinu týnist, götuljósin em biluð eða ruslatunn- an hefur ekki verið tæmd. • Talið skýrt og rólega í símann og reynið að gráta ekki meðan á sam- talinu stendur. Segið neyðarsíma- verðinum hver sé veikur eða slas- aður, hvað gerðist, í hvaða ástandi sá slasaði sé og hvort einhver sé að hjálpa. • Segið nákvæmlega frá hvar þið eruð stödd eða hvar atburðurinn átti sér stað. Ekki leggja símtólið á fyrr en neyðarsímavörðurinn segir til. • Bendið börnum á að misnota ekki neyðarnúmerið. Það á ekki að hringja í neyð- amúmerið þegar krakkar em að leik. Þetta á einnig við í skól- anum þar sem síma- klefar eru orðnir al- gengir á göngum eða setustofum. Það gerist oftar en ekki að börn missa stjórn á sér ef eitthvað alvarlegt gerist eða ef þau villast eða vita ekki hvar þau em stödd. Neyðarlínan hefur í tölvukerfi símaskrá og þjóðskrá sem segir til um hvaðan hringt er og hver er skrifaður fyrir símanum. Á tölvuskjá Neyðarlínunnar kemur nafn þess sem skrifaður er fyrir sím- anum og er mögulegt að staðsetja atburði nákvæmlega á landakorti. Þrátt fyrir þessa tækni er nauðsyn- legt að kenna börnunum að segja til um hvar þau era stödd og hvar at- burðurinn á sér stað. Ef þið hafið einhveijar spumingar vinsamlegast snúið ykkur til skrif- stofu Neyðarlínunnar í síma 570 2000. Höfundur er framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar hf. Eiríkur Þorbjörnsson PALLALVFTUR Reykjavik:Ármúla 11 -sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - sími 461-1070 Við blöndum litinn... DU PONT bflaiakk notað af fagmönnum um land allt. ■ Er bíllinn þinn grjótbarinn eða rispaður ? DU PONT lakk á úðabrúsa er meðfærilegt og endingargott. Faxafeni 12. Sími 553 8000 T gilofa Mjúkir, þrýsta ekki að bfóðráslnni heidur örva hana. Þu getur vaiið um fjóra liti. Þesstr sokkar eru frábærir fyrir barnshafandi konur! Öðlastu hvíld í OFA! Fást í apótekinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.