Morgunblaðið - 11.12.1996, Page 55

Morgunblaðið - 11.12.1996, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 55 Ný verslun fyrir hesta- menn OPNUÐ hefur verið ný hestavöru- verslun í Skeifunni 7. Eigendur verslunarinnar eru Rúnar Þór Guð- brandsson og Jón Ingi Baldursson. I versluninni er úrval af vörum fyrir alla þætti hestamennskunnar. Einnig er boðið upp á úrval af fóðri fyrir hesta og hunda. Fólki er boðið að skrá niður á lista þær vörur, þ.e. til dæmis lit eða stærð sem óskað er eftir í jólagjöf, og geta ættingjar og vinir síðan fengið list- ann til að aðstoða við að velja jóla- gjöfina. Verslunin verður opin alla daga vikunnar til jóla. Jólakort Styrktarfélag’s krabbameins- sjúkra barna STYRKTARFÉLAG krabbameins- sjúkra barna gefur út jólakort í annað sinn nú fyrir þessi jól. Mynd- in sem prýðir kortin er eftir Kol- brúnu Kjarval og gaf hún félaginu listaverkið. Prentsmiðjan Grágás í Keflavík prentaði kortin sem eru í stærðinni C6 (Hæð: 147 mm. Breidd: 105 mm.j. Jólakort SKB kosta 80 kr. og fást á skrifstofu félagsins að Suður- landsbraut 6. Opið alla virka daga kl. 10 til 15. -Umslag fylgir hverju korti. -----♦ ♦ ♦---- Djass o g bóka- lestur á Kringlukránni DJASS og bóklestrarkvöld verður haldið í kvöld, miðvikudagskvöld, á Kringlukránni. Lesið verður m.a úr Bókinni Lífsklukkan tifar sem hlaut Laxness-verðlaunin, Einar Þor- steinsson les úr bók sinni Innsýn í mannlega tilveru og Einar Björg- vinsson les úr sinni bók, íslendingur á vígaslóð. Á eftir lestri og kynning- um leikur djasssveit Önnu Pálínu Árnadóttur. Undirleikarar eru Gunnar Gunnarsson á píanó, Gunn- ar Hrafnsson á bassa og Sigurður Flosason á saxafón. Á efnisskrá er m.a. þjóðlegur jass með íslenskum textum. Bókakynning hefst kl. 8.30 og jassinn kl. 22.00. Aðgangur er ókeypis. FRÁ hestavöruversluninni í Skeifunni. Starfsfólk kirkjugarða aðstoðar fyrir jólin EINS og undanfarin ár munu starfsmenn kirkjugarðanna að- stoða fólk sem kemur til að huga að leiðum ástvina sinna. Á Þorláks- messu og aðfangadag verða starfs- menn staðsettir í Fossvogskirkju- garði, Gufuneskirkjugarði og Suð- urgötukirkjugarði og munu þeir í samráði við aðalskrifstofu í Foss- vogi og skrifstofu í Gufunesi leið- beina fólki eftir bestu getu. Aðalskrifstofan í Fossvogi og skrifstofan í Gufunesi eru opnar báða dagana á Þorláksmessu og aðfangadag kl. 9-15. Þeim sem ætla að koma í kirkjugarðana um jólin og eru ekki öruggir að rata er bent á að leita upplýsinga í síma aðalskrifstofu kirkjugarðanna í Fossvogi eða skrifstofu kirkjugarð- anna í Gufunesi með góðum fyrir- vara. Einnig getur fólk komið á skrif- stofuna alla virka daga frá kl. 8.30-16 og fengið upplýsingar um ratkort. Þá eru það eindregin til- mæli til fólks að nota bílastæðin og fara gangandi um garðana. Hjálparstofnuh kirkjunnar verð- ur með kertasölu í kirkjugörðunum á Þorláksmessu og aðfangadag. Olympus AF-1 Mini________________ (^AIsjálfvirk vasamyndavél - veðurheld. Verð: 9.900 stgr. Olympus AF-3Q C Alsjálfvirk vasamyndavél. Verð: 6.900 stgr. ÍTáMI j j ÍJ.P rr r. f \ ' CFerðaleikjatölva. Fæst nú í 4 litum. Verö 7.450 stgr. Game Boy Pocket____________________ (m minni og skýrari Game Boy, tekur sömu leiki. Verö 8.750 stgr. Nokía Fjöldi stærða og gerða af sjónvörpum. Verð frá: 89.900 stgr. Sex hausa stereo myndbandstæki með ameriska kerfinu. Verö: 59.900 stgr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.