Morgunblaðið - 11.12.1996, Blaðsíða 56
56 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Tommi og Jenni
Ljóska
Enn einn D-mínus ... ég þoli Kannski ertu á leiðinni, herra ... Til D-mínus frægðar!
þetta ekki! Á leiðinni hvert? Þú ert skrýtin, Magga.
BREF
HL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
• Netfang: lauga@mbl.is
Gæfuspor!
Sigurður
Magnússon
Frá Sigurði Magnússyni:
VINUR minn einn bauð mér á
stúkufund í IOGT-húsinu við Ei-
ríksgötu 5 eitt kvöldið í vikunni.
Ég spurði hvað
stæði til? Hann
svaraði komdu
og sjáðu með
augum þínum og
hlustaðu. Ég
mætti á tilsett-
um tíma og var
eftirvæntingar-
fullur.
Margt fólk var
komið, það sat
og spjallaði saman í setustofunni.
Aðrir höfðu þegar fengið sér sæti
inni í fundarsalnum og þangað fór
ég til að ná góðu sæti til að sjá
yfir allan salinn. Nú fór fólkið að
streyma inn og settist. Embættis-
menn stúkunnar fóru til sæta
sinna. Eftir hefðbundna fundar-
setningu gerðist það atvik sem
mér fannst ánægjulegast og fal-
legast þetta kvöld. Það gengu
nýir félagar í regluna. Þar voru á
ferðinni hjón með son sinn 16 ára.
Á meðan þessi athöfn fór fram
sá ég nýjan lífsstíl, nýtt afl sem
er komið til mótvægis við vímu-
efnaneysluna. Það er það mikla
afl fordæmisins. Fordæmis þegar
foreldrar ganga í stúku og lofa
ævarandi bindindi í augsýn barna
sinna og gefa þeim með því bjart-
ar vonir um frelsi frá vímuefn-.
um,sem nú flæða yfir landið.
Vímuefnin þyrma engum sem
ánetjast þeim. Þess vegna er það
skynsamleg leið og gott val fyrir
foreldra að sýna börnum sínum
það fordæmi að ganga í stúku og
bjóða þeim með. Þegar innsetn-
ingin hafði farið fram hófst dag-
skrá fundarins. Þar voru lesnar
upp sögur, sungið og farið með
ljóð.
Eftir að fundi hafði verið slitið
var öllum boðið til veislu í veitinga-
salnum. Þar voru sliguð borð af
tertum, kökum og ýmsum öðrum
kræsingum.
Til að fá okkur til að líta upp
frá kræsingunum og okkur til enn
meiri skemmtunar kom hinn
landskunni L„Ámi Norðfjörð" og
spilaði á nikkuna sína og sagði
skrítlur þess á milli. Þetta var frá-
bær skemmtun og þakka ég inni-
lega fyrir að hafa fengið að vera
með.
Ég hef kynnt mér stefnuskrá
samtakanna, stofnuð 1851, sem
mér finnst hvað merkilegust fyrir
það að frá upphafi samtakanna
höfðu konur sama rétt og karlar
innan stúkunnar. Það segir að
samtökin hafa verið 145 árum á
undan okkar samtíð hvað varðar
rétt kvenna til stjórnunarstarfa á
við karlmenn.
Hvað eru Alþjóðasamtök Góð-
templara? Ég birti hér hluta úr
1. grein stefnuskrár samtakanna,
en þar segir meðal annars:
Alþjóðasamtök Góðtemplara
(hér eftir nefnd IOGT) eru alþjóð-
legt samfélag samtaka, er kallar
saman karla og konur á öllum
aldri, án tillits til litarháttar, þjóð-
emis, trúar, stöðu í þjóðfélaginu
eða stjórnmálaskoðana. Tilgangur
IOGT, er stofnað var á árinu 1851,
er frelsun þjóða heimsins, er leiði
þær til auðgunar, frjálsra og meira
gefandi lífs. Sem leið að þessu
marki vill IOGT vinna að lífsstíl,
sem er laus við áfengi og önnur
fíknilyf." Það er þessi lífsstíll sem
bindindismenn meta mest. Það er
þessi lífsstíll sem gerir fjölskyldur
hamingjusamar. Það er þessi lífs-
stíll sem gefur okkur frelsi frá
vímuefnunum og þar með eðlilegt
og sjálfbært líf.
Líf sem alltof fáir þekkja í dag.
Foreldrar, verið fyrirmynd barna
ykkar og leiðið þau á réttan veg.
Veg til lífsins og frelsisins frá
vímuefnunum.
SIGURÐUR MAGNÚSSON,
Skólavörðustíg 16a, Rvík.
Fyrirspurn til forsetans
Frá Þórði E. Halldórssyni:
ÞEIR sem komnir voru til fullorð-
insára við heimsstyrjaldarlokin
1945 muna glögglega hvernig hin-
ir svokölluðu andspyrnumenn í
Danmörku flæddu eins og engi-
sprettur yfir Kaupmannahöfn með
árásum og morðum á saklausu
fólki, sem þeir töldu að hefðu ver-
ið handbendi og aðstoðarmenn
þýska hersins í Danmörku. And-
spyrnumenn skutu fólk án dóms
og laga, þar á meðal íslendinginn
Guðmund Kamban skáld á opin-
berum veitingastað.
21. nóvember 1996 birtist á 6.
síðu Morgunblaðsins mynd af for-
seta íslands, Ólafi Ragnari Gríms-
syni, þar sem hann er á leið í lög-
reglufylgd til að leggja blómsveig
að minnisvarða um danska and-
spyrnumenn, eins og segir í texta
undir myndinni.
Nú langar mig að beina fyrir-
spurn til forsetans og óska svars.
Var heiðursathöfn þín við minnis-
varðann, sem mér skilst að hafi
verið eitt síðasta verk þitt í heim-
sókninni, að leggja blessun þína
yfir morðið á Guðmundi Kamban?
Atburðurinn hefur verið skráður í
íslenskar kennslubækur,_ svo líkur
eða vissa er fyrir því að íslending-
ar þekkja vel til málsins.
ÞÓRÐUR E. HALLDÓRSSON,
Sólheimum 23, Reykjavík.
Alit efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda biaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta. ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.