Morgunblaðið - 11.12.1996, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 11.12.1996, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 65 ufTILBOÐ KR. 300 STÆRSTA TJALDIÐ MEÐ DIGITAL DIGITAL ENGU LIKT Allir salir með stafrænu hljóði. ALVÖRU BÍÓ! í tilefni að nýja DOLBY DIGITAL hljóðkerfinu í öllum sölum og stærri sýningartjöldum í B og C sal, bjóðum við 300 kr. miðaverð í dag. ★★★ Á.Þ. Dags kitkr Guðni. Tafei M GEEQ TILBOÐ KR. 300 Sýnd ki. 5, 7, 9 og 11. B.i. 16 ára. ATH sýnd í A-sal í 3 daga Ein frægasta teiknimyndahetja allra tíma er komin á hvíta tjaldið !12I!^éHtilboð KR. 300 Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 IJINGLE MJLTMWWM frumsynd Æ&mm mwMsm mmn.m 13_ DESEMBER FRUMSÝNIIUG: EIIUSTIRIUI Dlrector Cnuloc or hér MpfivlcinR langbestu mynd... allir leikarar standa sig frábærlega" toreturnto SV,BMBL ★★★1/2 / ' ; the scene ÓHT.Rás 2 ★★★ of Uie crime. EMPIRE ★★★★★ ÍÍlIíL ' 11! S" Skuggar fortiðar herja á lítið bæjarsamfélag við landamæri Texas og Mexíkó þegar beinagrind finnst i eyðimörkinni. f kjölfar rannsóknarinnar opnast gömul sár á ný hjá bæjarfólkinu sem flest virðast tengjast þessari spennandi morðgátu á einn eða annan hátt. Lone Star er ein umtalaðasta mynd ársins og hefur hvarvetna fengið frábæra dóma. Aðalhlutverk: Kris Kristoferson (Convoy). Matthew McConaughy (A Time To Kill) og Frances McDormand (Fargo). Leikstjóri: John Sayles. Sýnd ki. 5 og 9. Bönnuð innan 14 ára. Fyrstu 200 sem kaupa mexíkóskan mat á B.K. kjúklingi, Grensásvegi, fá frímiða á myndina. ÍIK HETJUDAÐ Sýnd kl.4.45, 6.50, 9 og 11.10. B.i. 14 ára. SAKLAUS FEGURÐ *7,'(fte* Sýnd kl. 4.30, 6.45, 9 og 11.15. £ QzvynetH ‘Vaítro’W Sýnd kl. Nýjar plötur Að slysast til að hlusta á ljóð Hallgrímur Óskarsson hefur sent frá sér plötuna Hugurinn heima en á henni eru frumsamin lög, söngtextar og ljóð. Efnið er að mestu flutt af lands- kunnum listamönnum og segir Hallgrímur það hjálpa til við að draga athygli fólks að plötunni. HALLGRÍMUR er verkfræðingur að mennt og starfar sem deildar- stjóri á markaðssviði Flugleiða. Aðspurður hvort það væri rétt sem blaðamaður hefði heyrt, að hann væri hirðskáld fyrirtækisins, sagði hann aðra bera þann titil. „Það eru mörg góð skáld hjá Flugleiðum °g þar á meðal Einar Sigurðsson, aðstoðarmaður forstjóra. Ég hef þó flutt ljóð á árshátíð fyrirtækis- ins með aðstoð ballettdansara og hljóðfæraleikara," sagði Hallgrím- ur í samtali við Morgunblaðið en hann hefur ekki komið fram opin- berlega að öðru leyti. Enginn byrjendabragur Hann segist hafa fengist við tón- list og ljóðagerð frá tvítugu en hafi beðið með útgáfu þar til nú. Hann segist feginn því enda sé hann nú að eigin áliti búinn að ná nægum þroska til að senda efni frá sér á almennan markað. ..Ég held að ég geti sagt með nokkurri vissu að það er enginn þyijendabragur á þessum diski. Ég er sem betur fer búinn að henda flestum æskuverkum mín- um.“ Hann segist upphaflega hafa ætlað að gefa ljóð sín út á bók en hafi síðan farið að velta fyrir sér hvort bók eftir óþekktan verk- fræðing myndi ekki bara týnast í jólabókaflóðinu. „Ég taldi mig geta vakið meiri hughrif hjá fólki með því að flytja ljóð við tónlistar- undirleik og því datt mér í hug að gefa út geisladisk, þó ég hafi reyndar síðar fengið bakþanka þegar ég fór að hugsa um allan þann fjölda álitlegra geisladiska sem koma út fyrir jólin. Ég var svo heppinn að fá Pál Óskar, Stefán Hilmarsson, Gunn- laug Briem og fleira gott fólk til hjálpa mér að setja lögin í áheyri- legan búning auk þess sem Jon Kjell Seljeseth sá um allar útsetn- ingar og einstaka lagasmíðar. Það hjálpar til við að vekja athygli á diskinum enda eru Páll og Stefán þarna að syngja þá tegund af lög- um sem hentar rödd þeirra ákaf- lega vel. Kannski munu aðdáendur þeirra sækja í diskinn og slysast þá i leiðinni til að hlusta á ljóðin,“ HALLGRÍMUR Óskarsson ljóðskáld. sagði Hallgrímur. Hann segir að sjálfsagt sé þessi „markaðsfræði- lega“ hugsun að miklu leyti sprott- in úr vinnuumhverfi hans. „Það er ekkert metnaðarmál hjá mér að vera einn á diski að flytja eigin ljóð.“ Aldýriháttur og miðbæjarstemning Ljóð Hallgríms eru flest nýróm- antísk og segist hann yrkja bæði í föstu formi og óbundnu formi. „Ég nota gömul form, stundum í breyttri mynd, í minni ljóðgerð en mér finnst formið ekki skipta meginmáli heldur að ljóðið veki hughrif. Ljóð mín fjalla að megn- inu til um mannlega eiginleika auk þess sem ég hef leikið mér að því að yrkja um hluti sem standa okkur nærri, eins og villta miðbæjastemningu hjá ungling- um í Reykjavík, til dæmis í ljóðinu Miðbæjarpostilla. Þar bregð ég fyrir mig einum elsta bragarhætti sem til er á íslensku, aldýriháttur frá 12. öld sem er úr Snorra Eddu.“ Hallgrímur les eitt ljóða sinna á diskinuni sjálfur en að öðru leyti sjá leikararnir Jóhann Sigurðarson og Hinrik Ólafsson um Ijóðafiutninginn auk þess sem Gary Wake flytur eitt ljóð á ensku. „Þeir lesa svo miklu betur en ég og ég hugsa mest um að hlustandanum þyki gaman að hlusta á ljóðin." Hallgrímur sem- ur lög sín með aðstoð gítars og leikur á hann í nokkrum laganna. Einnig koma systkini hans við sögu. Ásta leikur á fiðlu, Fanney syngur og Gunnar leikur á slag- verk og trommur. „Gunnar er 14 ára og fannst honum gaman að taka þátt í svona stóru verkefni,“ segir Hallgrímur og brosir. Það er við hæfi að spyija verk- fræðinginn á markaðssviðinu um hver markhópur hans er í sölu plötunnar. „Ég tel að allir sem eru 15 ára og eldri eigi að hafa gaman af plötunni. Þeim sem eru á aldrinum á milli 15 og 25 ára ætti að líka við lögin sem Páll og Stefán syngja og þeim eldri finnst kannski áhugavert að hlýða á ljóð í flutn- ingi nokkurra af færustu lesmönn- um þjóðarinnar.“ Frábær sjónvörp á fínu verði ÁRMÚIA 38 Sflfll 5531133 Jólagjöf golfarans SamTorrance regngallar, vatns-og vindheldar peysur og blússur í úrvali. Ath.: 10% staðgreiðslu- afsláttur af öllum golfvörum í desember, elnnlg af póstkröfum. Versliö í sérverslun golfarans. Opið alla daga og sunnudaga kl. 13-18. Golfvörur sf. Lyngási, Garðabæ, sími 5651044. Blað allra landsmanna! - kjarni málsins!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.