Morgunblaðið - 12.12.1996, Síða 18

Morgunblaðið - 12.12.1996, Síða 18
AUK/SlA»T». 18 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 VERIÐ MORGUNBLAÐIÐ *~~~ ..... ... "" ' “ .——*>» K O s s 1 c; N C~> I s ^ O W 8 O A H ^ ' Toppur'inn! lifeíE’ Skóna og bindingc fœrðu líka hjó okkur FKAMtíR SNORRABRAUT • SlMI 561 2045 LITOVAARA ' 146-153 cm 33.500 kr. Handbók fyrir skip FISKMARKAÐUR Suðurnesja hef- ur gefið út handbók fyrir fiskiskip. Hún er sérstaklega ætluð þeim skip- um, sem selja afla sinn á fiskmörk- uðum. Þar eru leiðbeiningar um að- gerð, þvott, flokkun, umbúðir, frá- gang og ísun á fiski. Ennfremur eru í handbókinni kaflar um merkingar og skráningu, tilkynningar um sölu, löndun og vigtun, mat á hráefni, uppboð, uppgjör og reikningsskil og vanefndir vegna afla, sem seldur er á Qarskiptamarkaði. Handbókinni er ætlað að bæta meðferð á fiski um borð og skýra út fyrir fiskselj- endum hvernig málin ganga fyrir sig, þegar fiskur er seldur á mörkuð- um. -----» -------- Ályktanir ICFA: Framleiðsla fæðu úr sjó verði aukin ÝMSAR stefnumarkandi ályktanir voru samþykktar á ársfundi Alþjóða sjávarútvegssamtakanna, ICFA, sem haldinn var í Seoul í Suður- Kóreu dagana 29. til 31. október sl. Meðal annars var skorað á ríkis- stjórnir, sem þátt tóku í Matvælar- áðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Róm um miðjan nóvember, að nýta auð- lindir sjávarins með hámarksaf- rakstur í huga og til að tryggja vax- andi mannfjölda næga fæðu. íslend- ingar eru aðilar að samtökum þess- um og var Kristján Loftsson fulltrúi okkar á ársfundinum. Lee Weddig, fyrsti varaforseti Alþjóðasjávarútvegssamtakanna, sem stofnanir og hagsmunasamtök í sjávarútvegi í 12 ríkjum eiga aðild að, sagði á fundinum, að fólki ætti enn eftir að fjölga um nokkra millj- arða og því yrði að setja markið hærra en að miða við það eitt að halda í horfinu. „Nauðsynlegt er að vinna að auknum framförum í sjáv- areldi hvers konar, bæta aðferðir við uppbyggingu fiskstofna, hafa betri stjórn á ijolgun rándýra og treysta mengunarvarnir. Þáttur sjávarút- vegsins í baráttunni við fátækt verð- ur að njóta skilnings,“ sagði Weddig. CITES-listinn Á fundinum í Seoul var samþykkt að mótmæla því, að Ráðstefnan um alþjóðleg viðskipti með dýr í útrým- ingarhættu, CITES, settu á þann lista físktegundir, sem væru undir alþjóðlegri stjórn. Með samþykktinni var verið að bregðast við tilraunum sumra ríkisstjórna til að fá bláuggat- únfiski, hákarli og háfi bætt á CIT- ES-listann. Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við tillögu umhverfisvernd- arsamtakanna World Wildlife Fund um að komið verði á fót sérstöku eftirlitsráði, sem fylgdist með fisk- veiðstjórnun, vottun og „grænum“ stimplum. Var á það bent á fundin- um, að stjórn fiskveiðanna væri á ábyrgð ríkisstjórna og milliríkja- stofnana. ICFÁ mun einnig hvetja ríkisstjórnir aðildarfélaganna til að mótmæla banni Bandaríkjastjórnar við innflutningi á rækju frá sumum löndum á væntanlegum fundi Al- þjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO. Ný aðildarsamtök Vidar Ulriksen frá Samtökum norskra sjómanna og V.M. Ka- mentsev, fulltrúi landssamtaka rúss- neskra sjávarútvegssamtaka, voru kjörnir forseti og varaforseti en Weddig verður áfram fyrsti varafor- seti og framkvæmdastjóri ICFA. Á fundinum í Seoul var samþykkt aðild nokkurra nýrra samtaka, tvennra í Litháen, einna í Ástralíu og einna í Asíu. Ársfundur ICFA 1997 verður haldinn í St. John’s á Nýfundnalandi þann 11. til 13. sept- Morgunblaðið/Ágúst Blöndal MIKIÐ hefur verið fryst af loðnu í Neskaupstað að undanförnu. MIKIL vinna hefur verið við síld- arsöltun og frystingu á síld og loðnu í Neskaupstað frá því í haust. Búið er að salta í 45.000 tunnur, sem að öllum líkindum er mesta söltun sögunnar hjá einstöku fyrirtæki á íslandi. Síld- arvinnslan hf. hefur ennfremur fryst um 2.000 tonn af síld, mest flök og 1.500 til 1.600 tonn af loðnu hafa verið fryst. Þetta er í öllum tilfellum meiri framleiðsla í fyrra. Til dæmis var engin loðna fryst á haustmánuð- Mikil vinna í síld og loðnu um þá. Frysta síldin fer mest til Þýzkalands og Frakklands, en í Frakklandi er hún reykt hjá dótt- urfyrirtæki SIF, Nord Morue, og seld í neytendapakkningum um sunnan verða álfuna. Líklega verður lítið saltað til viðbótar, að minnsta kosti af heilli síld og hauskorinni og slógdreginni, þar sem langt er komið að salta upp í gerða samninga. Það er nótaskip Síldarvinnsl- unnar, Börkur NK, sem hefur verið drýgstur við að landa síld í Neskaupstað í haust, en hann var í landi í gær vegna brælu. Beitir NK hefur verið á loðnu- veiðum í troll og í gær kom hann inn með 1.100 tonn ogfór hluti þess í frystingu. Auk hans hafa Þorsteinn EA og Jón Sigurðsson GK landað loðnu í Neskaupstað í haust. Getur þú aeRð bÆmammSÉWáu Þittframlag skiptir öllu máli <5lT HJÁLPftRSTOFNUN 'QTj KIRKJUNNAR - meö þinni hjálp *

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.