Morgunblaðið - 18.12.1996, Page 2

Morgunblaðið - 18.12.1996, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Félagsdómur í máli Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. Vinnustöðvun brot á aðalkjarasamningi VINNUSTÖÐVUN Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. í haust var brot á aðalkjarasamningi Verkamannasam- bandsins og Vinnumálasambandsins frá 1. september eða eftir að nýtt fiskveiðiár gekk í garð samkvæmt dómi meirihluta Félagsdóms sem féll í gær. Vinnustöðvunin var tilkynnt með fjögurra vikna fyrirvara og hófst hún 12. ágúst. Stóð vinnustöðvunin til 1. október og hafði þá alis 90 starfsmönnum verið sagt upp en ástæðan var sögð hráefnisskortur hjá fyrirtækinu. Alþýðusamband íslands höfðaði málið fyrir Félagsdómi fyrir hönd VMSÍ vegna verkalýðsfélagsins Fram gegn Vinnumálasambandinu vegna Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. í niðurstöðum Félagsdóms er m.a. bent á að ákvæði það í aðal- kjarasamningnum, sem hefur að geyma heimild til niðurfellingar á launagreiðslum á meðan vinnslu- stöðvun stendur sé undantekning frá þeirri meginreglu að vinnuveitandi skuldbindi sig til þess að greiða starfsmanni laun, þótt hráefnisskort- ur valdi vinnslustöðvun og beri að túlka hana þröngt. Því beri Skagfirð- ingur sönnunarbyrði fyrir því að þau skilyrði hafi verið til staðar að beita mætti undanþágurgreininni og segja starfsfólki upp vegna hráefnisskorts. Óumdeilt var í málinu að skip Skagfirðings voru orðin kvótalítil í lok fiskveiðiársins þegar stöðvunin kom til framkvæmda og Félagsdóm- ur telur ekki hægt að gera þær kröf- ur til fyrirtækisins að það héldi allri fiskvinnslu sinni starfandi við þær aðstæður. Með nýju fiskveiðiári 1. september hafi skipin hins vegar haft nægar aflaheimildir og dómur- inn segir að stefndi hafi ekki sýnt fram á, að hráefnisskort fyrirtækis- ins eftir þann tíma megi rekjá til almenns aflabrests, bilana í skipum eða annarra atvika sem ekki var á hans valdi að ráða við. Einn dómari af fimm skilaði sér- atkvæði og vildi sýkna stefnda af kröfum stefnanda. Stjórn Atvinnuleysis- tryggingasjóðs skoði málið Björn Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ, er ánægður með niðurstöðu Félagsdóms, sem er mjög skýr að hans mati, um að aðalkjarasamning- ur sambandsins hafi verið brotinn. „Þetta sýnir einfaldlega að okkar mati að atvinnurekendur í þessari atvinnugrein, sem er lifibrauð okkar íslendinga, verða að fara betur með þau fjöregg sem þeir eru með í hönd- unum,“ segir hann. Björn Grétar segir að ýmsar spurningar vakni í kjölfar þessa dóms og hann telur að stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs ætti að skoða hvort þær greiðslur sem starfsmennirnir fengu úr sjóðn- um á meðan á vinnslustöðvuninni stóð hefðu ekki átt að koma frá fyrir- tækinu sjálfu. Mömmu- morgunn í safnaðar- heimilinu Á „MÖMMUMORGNUM" er safnaðarheimili Dómkirkj- unnar við Lækjargötu um- kringt barnavögnum, þannig að ekki fer framhjá neinum hvað er á seyði innan dyra. Að sögn Jakobs Ágústs Hjálmarssonar dómkirkju- prests halda margir söfnuðir mömmumorgna einu sinni í viku. Mæður mæta gjarnan með börn sín, fá sér kaffi- bolla og spjalla saman. Þær fá einnig fræðslu og upplýs- ingar um uppeldismál, ekki sízt trúaruppeldi barna. Að- spurður hvort pabbar hafi sézt á „mömmumorgnum", segir dómkirkjuprestur að það hafi komið fyrir, en feð- urnir séu enn sem komið er afar fáir. Stöð 2 og Sýn Bannaðar myndir sér- merktar á skjánum STÖÐ 2 og sjónvarpsstöðin Sýn munu framvegis sér- merkja á sjónvarpsskjánum allt sjónvarpsefni sem ekki er ætlað börnum. Gult merki efst í hægra horni skjásins táknar að það sem verið er að sýna sé ekki við hæfi barna yngri en 12 ára. Rautt merki er hins veg- ar notað fyrir myndir sem bannaðareru 16 áraogyngri. Merkingar hafa þegar verið teknar upp „Þetta er gert til þess að það fari aldrei á milli mála hvort verið sé að sýna bann- aðar myndir eða ekki. Þessar merkingar hafa nú þegar ver- ið teknar upp bæði á Stöð 2 og Sýn,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá íslenska útvarpsfé- laginu. Stóru sjúkrahúsin fá 300 milljóna hækkun TILLÖGUR um breytingar á fyrir- huguðum fjárveitingaramma sjúkrahúsanna voru kynntar í fjár- laganefnd Alþingis í gærkvöldi. Að sögn Jóns Kristjánssonar, for- manns fjárlaganefndar, lagði sér- nefnd sú, sem unnið hefur að tillög- unum, til að stóru sjúkrahúsin í Reykjavík fái 305 milljóna króna hærri fjárveitingu en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu eins og það var lagt fram í haust. Einnig er lagt til að sá 160 milljóna kr. sparnaður sem boðað var að ná ætti í rekstri sjúkrahúsa á lands- byggðinni á næsta ári skiptist á þrjú ár. Sparnaði úti á landi deilt á þrjú ár Sjúkrahúsi Reykjavíkur eru sam- kvæmt tillögunum ætlaðar 120 m.kr., Ríkisspítulunum 85 m.kr. og 100 m.kr. er ætlað að fara í hag- ræðingarlið, sem heilbrigðisráðu- neytið getur ráðstafað. Jón segir þá nefnd, sem hafi haft skoðun á vanda landsbyggðar- sjúkrahúsanna með höndum, hafa komizt að þeirri niðurstöðu að ekki sé gerlegt að ná 160 milljóna kr. spamaði á næsta ári. Gerð er til- laga um að deila þessum sparnaði á þijú ár; 60 milljónir sparist á næsta ári, 60 milljónir á árinu 1998 og 40 milljónir 1999. Með samráði við heimamenn og viðræðum milli heilbrigðisstofnana um samstarf eða hugsanlega sameiningu er hægt að fara í þetta verkefni eftir áramót, segir Jón. Hvernig sparn- aður deilist á stofnanirnar verður fyrst ákveðið þá. Einkum er horft til nokkurra svæða með tilliti til hvar vænzt er að sparnaður náist með skipulags- breytingum, og nefnir Jón í því sambandi Norðurland vestra, Austurland, Þingeyjarsýslur, norð- anverða Vestfirði og Snæfellsnes og Dali. Morgunblaðið/RAX Tvö stéttarfélög hafa vísað kjaradeilu til sáttasemjara Norræna blaðamanna- miðstöðin Hjón formenn samninganefndanna SAMNINGANEFNDIR tveggja stéttarfélaga, Félags íslenskra náttúrufræðinga og Stéttarfé- MEÐ blaðinu í dag fylgir fjögurra síðna auglýsinga- blað frá BYKO. lags sálfræðinga, hafa slitið við- ræðum við samninganefndir ríkisins og Reykjavíkurborgar og vísað kjaraviðræðum sínum til ríkissáttasemjara. Formenn samninganefnda þessara tveggja félajga, Páll Halldórsson og Sólveig Asgrímsdóttir, eru hjón. Aðspurður kvaðst Páll ekki telja þau hjónin eiga torvelt með að semja, en hann viðurkenni þó að hann sé ekki eftirgefan- legur og hafi aldrei verið. „Við náum hins vegar mjög góðu samkomulagi innbyrðis enda búin að vera gift í 25 ár og ekkert lát á,“ segir hann. Samningar ekki ræddir „Og við getum sömuleiðis samið að heiman eins og heima, ég hef hvað eftir annað gengið frá kjarasamningum og lokið öllum deilum með samkomu- lagi.“ Páll Sólveig Páll segir það vera helbera tilviljun að samninganefndir þessara félaga séu þær fyrstu sem ákveði að vísa viðræðum til rikissáttasemjara. Hann neit- ar því að þau Sólveig hafi rætt gang viðræðna hjá hvoru fyrir sig, þannig að engin bein tengsl sé að finna. „Við erum bæði önnum kafin og þegar við erum heima verður að viðurkennast að við viljum ræða flest annað en kjarasamn- inga. Það er erfiðara að segja til um óbein áhrif, en fólk verð- ur hins vegar að hafa í huga að þótt við gegnum formennsku í samninganefndunum, silja fjöldamargir aðrir í þeim og taka þátt í að stýra ferðinni. Eg átti í raun ekki von á að sálfræðingar hættu nákvæm- lega þennan dag sem þeir hættu, eða daginn áður en við í Félagi íslenskra náttúrufræð- inga vorum á okkar seinasta fundi,“ segir Páll. Náttúrufræðingar áttu fund með sáttasemjara í gærmorgun og segir Páll gert ráð fyrir að boðað verði til fundar í þessari viku. „Við munum leggja mikið upp úr því að fundað verði stíft á næstunni, ekki síst þar sem búið er að Ieggja mikla vinnu í kröfu- gerð og erum tilbúin í harða glímu. Ástæðan fyrir því að við sendum málið til sáttasemjara var sú að ekkert var að gerast í hinum viðræðunum, þetta var bara sýndarmennska, sem er svo sem ekkert nýtt.“ Mælt með Sigrúnu í stöðu rektors STJÓRN Norrænu blaðamannamið- stöðvarinnar í Árósum hefur mælt með að dr. Sigrún Stefánsdóttir fjölmiðlafræð- ingur verði ráðin rektor við blaða- mannamiðstöð- ina frá 1. sept- ember á næsta Sigrún Stef- ánsdóttir stund- aði nám við Blaðamannaskólann í Ósló og nám í fjölmiðlafræði við University of Minnesota í Bandaríkjunum. Lauk hún doktorsprófi árið 1987. Sigrún hefur kennt fjölmiðlafræði við Há- skóla íslands frá árinu 1987 og ver- ið kennslustjóri við HÍ frá 1990. Sigrún var blaðamaður á Morgun- blaðinu, ritstjóri Ísiendings á Akur- eyri 1973-1975 og fréttamaður og dagskrárgerðarmaður hjá ríkissjón- varpinu frá 1975.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.