Morgunblaðið - 18.12.1996, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
ER Georgíumaðurinn var á sínum tíma kærður fyrir nauðgun, stóð RLR fyrir einstæðri lögregluað-
gerð; sakbendingu á norðurbakka Hafnarfjarðorhafnar, þar sem 67 sjómenn röðuðu sér upp.
Neitað um bætur vegna
vafa um sakleysi
HERAÐSDOMUR Reykjavíkur
sýknaði í gær ríkissjóð af 3,2 millj-
óna króna kröfu Georgíumanns um
miskabætur, vegna gæsluvarð-
halds og lausagæslu sem hann
sætti á meðan meint nauðgun hans
á íslenskri konu var rannsökuð. í
niðurstöðu Héraðsdóms er m.a. vís-
að til þess, að ekki yrði talið lík-
legra að maðurinn væri saklaus en
sekur af nauðguninni. í nóvember
í fyrra var maðurinn sýknaður af
nauðgunarákærunni í Héraðsdómi
Reykjaness, en félagi hans sak-
felldur.
Maðurinn var handtekinn eftir
að tvær íslenskar konur kærðu
nauðgun um borð í skipinu Atl-
antic Princess í Hafnarfjarðarhöfn
í júní í fyrra. RLR lét fara fram
sakbendingu á norðurbakka Hafn-
arfjarðarhafnar með þeim hætti að
67 menn úr áhöfn skipsins röðuðu
sér upp og bentu konurnar á þá
sem þær töldu hafa nauðgað sér.
Maðurinn var ekki í þeim hópi, en
tekin voru blóðsýni úr honum og
fleiri skipverjum. Samkvæmt DNA-
rannsókn reyndust sæðissýni úr
leggöngum annarrar konunnar
hafa sama mynstur erfðamarka og
greindust í blóði mannsins.
Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi í
Síðumúlafangelsi í 21 dag og sætti
síðan lausagæslu í 86 daga. Hann
krafðist bóta vegna þessa, þar sem
hann hefði verið alfarið sýknaður
og hefði þjáðst andlega og líkam-
lega vegna þessarar löngu gæslu-
varðhaldsvistar í framandi landi.
Áreiðanleg rannsókn
Dómarinn, Hjörtur 0. Aðal-
steinsson, segir í niðurstöðum sín-
um að upplýst hafi verið við með-
ferð sakamálsins á hendur mannin-
um að hann hafi haft samfarir við
konuna og fellt til hennar sæði.
Hafi rannsóknin, sem sú niðurstaða
byggði á, verið talin mjög áreiðan-
leg. Maðurinn hafi verið í haldi
vegna gruns um brot, sem varði
fangelsi ekki skemur en 1 ár og
allt að 16 árum. Hann hafi, þrátt
fyrir niðurstöðu DNA-rannsóknar,
neitað því að hafa haft nokkur sam-
skipti við konuna, en þar sem telja
yrði að rannsóknin væri óyggjandi
sönnunargagn um að hann hafi
haft samfarir við hana væri ljóst
að hann hefði orðið ber að ósann-
indum við meðferð sakamálsins á
hendur honum.
„Samkvæmt framansögðu veltur
bótaréttur stefnanda í máli þessu
á því hvort fremur megi telja hann
líklegan til að vera saklaus af þeirri
háttsemi er hann var borinn en
sekan,“ segir dómarinn í niðurstöð-
um sínum og telur að svo sé ekki.
Því beri að sýkna ríkissjóð af ölium
kröfum hans.
Sementsverksmiðja ríkisins
Heimildar leitað
að selja 25% hlut
ÓSKAÐ verður eftir heimild Alþingis
til að selja 25% af hlutabréfum ríkis-
ins í Sementsverksmiðjunni, sam-
kvæmt tillögu sem iðnaðarráðherra
kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær.
Sementsverksmiðjunni var breytt
í hlutafélag í eigu ríkisins árið 1993
en iðnaðarráðherra þarf að leita
heimildar Alþingis vilji hann selja
hiut í verksmiðjunni. Er tillaga iðn-
aðaráðherra að þessi heimild verði
veitt í fjárlögum fyrir næsta ár.
Verksmiðjan er metin á um 750
milljónir króna. Einkavæðingar-
nefnd ríkisstjórnarinnar hefur lagt
til að Sementsverksmiðjan verði
gerði að almenningshlutafélagi og
hlutabréfm seld í áföngum svipað
og hlutabréf í Lyfjaversluninni og
Jarðborunum. Að sögn Finns Ing-
ólfssonar iðnaðarráðherra liggur
ekki fyrir ákvörðun þar að lútandi
en heimildarinnar er óskað ef til
þess komi að stjórnvöld vilji selja
þennan íjórðungshlut í verksmiðj-
unni á næsta ári.
■s Í,::s **»*»
» f
> i SMrW#
WSSmC í.
Morgunblaðið/Golli
Mjög margir hafa leitað aðstoðar hjá líknarfélögum fyrir jólin
Biðraðir voru út á götu hjá
Mæðrastyrksnefndinni
MARGIR einstaklingar og fjölskyld-
ur hafa leitað aðstoðar líknarfélaga
og Félagsmálastofnunar Reykjavík-
ur nú í desember líkt og undanfarin
ár. Þörfin fyrir aðstoð virðist vera
brýnust hjá öryrkjum, atvinnulaus-
um og einstæðum mæðrum. Hjá
Félagsmálastofnun er veitt fjárhags-
aðstoð en flest líknarfélögin gefa
matvæli og gjafakort í verslunum.
Að sögn Láru Bjömsdóttur, fé-
lagsmálastjóra Reykjavíkur, hafa
færri leitað eftir aðstoð Félagsmála-
stofnunar í ár heldur en í fyrra. „Þá
komu um 3.800 mál til okkar en í
ár eru þau um 3.500 talsins. í maí
á síðasta ári var gerð breyting á
úthlutunarreglum um fjárhagsað-
stoð Félagsmálastofnunar þannig að
við veitum einstaklingum sem hafa
undir 53.596 krónum í ráðstöfunar-
tekjur á mánuði fjárhagsaðstoð upp
að þeirri upphæð og hjá hjónum og
sambýlisfólki er miðað við tekjur
undir 96 þúsundum króna á mán-
uði. Barnabótum, barnabótaaukum
og meðlögum er haldið þar fyrir
utan enda eru þær ætlaðar til fram-
færslu barna. Auk þess greiðum við
húsaleigubætur til þeirra sem eiga
rétt á þeim.
Þrátt fyrir að umsóknum um að-
stoð hafi fækkað á milli ára þá er
desember viðkvæmasti mánuður
ársins og þá reynum við að aðstoða
fólk strax og umsóknir berast. Til
þess að það sé framkvæmanlegt
hefur sérstakt átak verið í gangi hjá
stofnuninni og aukafólk ráðið til
starfa."
Vantar tilfinnanlega barnaföt
Fleiri hafa leitað til Mæðrastyrks-
nefndar fyrir þessi jól en nokkru
sinni áður. Mæðrastyrksnefnd gefur
matarmiða í Bónus og Hagkaup og
fer upphæð þeirra eftir fjölda heimil-
ismanna. Fjölskyldur fá einnig kjöt-
gjafir frá nefndinni, segir Unnur
Jónasdóttir, formaður Mæðrastyrks-
nefndar.
„í fyrra var leitað til okkar frá
rúmlega þúsund heimilum en þau eru
miklu fleiri í ár og hefur verið biðröð
fyrir utan skrifstofu okkar á Njáls-
götunni alla virka daga frá 9. desem-
ber. Auk þess að gefa matarúttektir
í verslunum þá erum við með fataút-
hlutanir á Sólvallagötu alla miðviku-
daga og gott væri ef fólk getur séð
af barnafötum að það komi þeim til
okkar á Sólvallagötu 48 því það vant-
ar tilfinnanlega meira af þeim.“
Hjálparstofnun kirkjunnar og
Reykjavíkurdeild Rauða krossins
sameina hjálparstarf sitt fyrir þessi
jól líkt og tvö undanfarin ár og út-
hluta matvöru sem fyrirtæki og
stofnanir hafa gefíð til hjálparstarfs-
ins. í síðustu viku fór fram skráning
þeirra sem óskuðu eftir aðstoð og
stendur úthlutun yfir fram að jólum.
Að sögn Áslaugar Arndal hafa
7-800 manns leitað til Hjálparstofn-
unar fyrir þessi jól og er það svipað-
ur fjöldi og árið á undan.
Biðlisti eftir aðstoð
Um 200 manns hafa fengið úthlut-
að gjafakortum í Hagkaup hjá Hjálp-
ræðishernum nú í desember og auk
þess eru um 50 manns á biðlista en
ekki er útséð um hvort hægt verði
að veita þeim aðstoð. Auk gjafakort-
anna fá fjölskyldur úthlutað matar-
pökkum.
Elsabet Daníelsdóttir, flokksfor-
ingi hjá Hjálpræðishernum, segir að
á annað hundrað manns hafi fengið
úthlutað fatnaði fyrir þessi jól hjá
Hjálpræðishernum og Ijóst væri að
víða ríkti neyð á heimilum. Á að-
fangadagskvöld er búist við því að
um hundrað manns verði í sameigin-
legum kvöldverði hjá Hjálpræðishem-
um og Vemd líkt og undanfarin ár.
„Langaði að
búa til fram-
leiðsluvöru“
UNGSKÁLDIÐ Andri Snær
Magnason rak upp stór augu þeg-
ar hann sá bóksölulista Morgun-
blaðsins í gærinorgun. Ástæðan
var sú að ljóðabók hans, Bónus
Ijóð, var komin upp í fyrsta sæti
listans yfir seld skáldverk. Utgef-
andi bókarinnar er Bónus og er
hún aðeins seld í Bónus-verslun-
unum.
„Þetta byrjaði nú eiginlega sem
hálfgert grín, mig langaði til að
búa til framleiðsluvöru í sömu rit-
röð og Bónus-kóla, Bónus-djús,
Bónus-skinka og allt þetta - ein-
hvern svona ódýran kveðskap til
daglegrar neyslu. Þannig gæti
maður til dæmis farið út í búð á
miðvikudegi og keypt sér Ijóð og
skinku og lesið svo ljóðin í bílnum
á heimleiðinni," sagði Andri Snær.
Ljóðin eru ort á síðastliðnu vori
og sumri. „Ég var að gefa vinum
og ættingjum ljóðin sem ódýrar
afmælisgjafir í heimatilbúinni út-
gáfu. Síðan fór ég í Bónus til Jó-
hannesar til þess að fá leyfi fyrir
grísnum. Þá vildi hann bara endi-
lega gefa þetta út sjálfur, fram-
leiða ljóð rétt eins og djús.
Opið í dag
10-22
KRINGWN
jrá morgni til kvölcls
Tillaga sex þingmanna til þingsályktunar
Hávaðamengun könnuð
FULLTRÚAR úr fjórum þingflokk-
um hafa lagt fram á Alþingi tillögu
til þingsályktunar, sem gengur út á
að ríkisstjómin láti fara fram víðtæka
úttekt á hávaða- og hljóðmengun
hérlendis og leggja fyrir næsta þing
niðurstöður hennar og tillögur til
úrbóta.
Fyrsti flutningsmaður tillögunnar
er Hjörleifur Guttormsson, Alþýðu-
bandalagi. Auk hans standa fímm
aðrir þingmenn að flutningi tillög-
unnar, en þeir koma úr öllum þing-
flokkum utan Framsóknarflokks.
I greinargerð með tillögunni segir,
að hávaði og hljóðmengun af marg-
víslegu tagi fari vaxandi ár frá ári.
Þar sé ekki aðeins um að ræða há-
vaða frá umferð og atvinnurekstri
„heldur einnig tónlist og talað orð
úr hátölurum á almannafæri, í al-
menningsfarartækjum, verzlunum,
veitinga- og samkomuhúsum, líkams-
ræktarstöðvum og á útivistarsvæð-
um...“
Greint er frá því, að hljóðmengun
yfír ákveðnum mörkum geti verið
heilsuspillandi, og því sé brýnt að „af
opinberri hálfu sé unnið skipulega
gegn óþörfum og truflandi hávaða
til verndar heilsu manna og til að
tryggja rétt einstaklingsins til
ómengaðs umhverfis."
í greinargerðinni kemur fram, að
samkvæmt upplýsingum frá Holl-
ustuvemd ríkisins hefur aldrei verið
gerð heildarúttekt á hávaða á Is-
landi, en talið sé víst að hérlendis
búi margir við hávaða sem sé langt
yfir settum viðmiðunarmörkum.
„Telja verður mjög brýnt,“ segja
flutningsmenn í greinargerðinni, „að
gerð verði úttekt á hávaða þannig
að unnt sé að leggja grunn að úrbót-
um.“
i
I
I
*
I
l
t
(
(
l
\í
í
í
\i
í
í
i
'i
%
i