Morgunblaðið - 18.12.1996, Side 8

Morgunblaðið - 18.12.1996, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ ÉG verð að stðkkva af, ég gleymdi alveg að það þarf einhver að vera eftir til að kasta rekunum. Greiðsla til skiptastjóra lækkuð úr 9,2 milljónum í 2,6 HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt að greiðsla til skiptastjóra vegna þrotabús útgerðar skuli lækkuð úr rúmlega 9,2 milljónum króna í tæp- lega 2,7 milljónir. Þá var skipta- stjóra gert að greiða kröfuhafa í búið 300 þúsund krónur í máls- kostnað. Málavextir voru þeir, að bú Júpit- ers hf. var tekið til gjaldþrotaskipta í apríl 1993 og skipaður skipta- stjóri. Eina eign þrotabúsins var fiskiskipið Júpiter, sem var selt í júlí sama ár fyrir 255 milljónir, þar af voru 200 milljónir greiddar með yfírtöku áhvílandi veðskulda. í frumvarpi skiptastjóra, sem lagt var fram í apríl 1996, til úthlút- unar á söluverði skipsins, var ráð- gert að um 12,5 milljónir rynnu til greiðslu skiptakostnaðar, en þar af voru rúmlega 9,2 milljónir færðar í einu lagi í lið með fyrirsögninni „Skiptastjórn, vegna vinnu við sölu skips, dómsmáls, skiptafunda, ferðakostn. ofl.“ Einn kröfuhafa í búið óskaði skýringar á þessum lið og í sundur- liðun skiptastjóra kom m.a. fram að sölulaun, 1,25% af 255 milljón- um, námu rúmlega 3,8 milljónum, vinna skiptastjóra var talin 583 klukkustundir á 6.000 krónur, eða samtals tæpar 3,5 milljónir, vinna löglærðs fulltrúa var talin 257,5 stundir á 5.500 krónur hver, eða 1,4 milljónir og vinna ritara talin 161,5 klst. á 2.000 krónur hver, eða samtals 323.000 krónur. Vinnu- stundir voru því alls 1.002 og kostn- aður vegna þeirra um 5,2 milljónir. Héraðsdómur dæmdi í júní sl. að greiða skyldi samkvæmt frumvarp- inu, að öðru leyti en því að kostnað- ur við vinnu ritara ætti ekki að koma sérstaklega til greiðslu. Mót- mælti skiptastjóri því ekki og kröfu- hafinn samþykkti þær upphæðir er lutu að aðkeyptri vinnu og ferða- kostnaði, samtals tæpar 162.000 krónur. Fyrir Hæstarétti reyndi því á hvort skiptastjórinn ætti að fá rúmar 3,8 milljónir í sölulaun og hvort þóknun hans að öðru leyti ætti að nema tæpum 5 milljónum. Tók sér greiðslu smám saman Hæstiréttur sagði, að ekki yrði séð að skiptastjórinn hefði gert kröfuhöfum ljóst að störf hans við skiptastjóm kynnu að verða um- fangsmeiri en búast mátti við, eða hvaða aðferðum hann hygðist beita við ákvörðun þóknunar. Þá hafi hann heldur ekki kynnt þá ákvörðun sína að taka sér greiðslu smám saman af fé þrotabúsins upp í áfallna þókn- un, svo sem hann hafi þó gert gagn- stætt fortakslausu ákvæði laga um gjaldþrotaskipti. Því hafí kröfuhafar mátt treysta því, að störf skiptastjór- ans yrðu ekki tímafrekari en vænta mátti og jafnframt, að eingöngu yrði tekið mið af þeim tíma, sem yrði varið til verksins og endurgjald- ið yrði hæfilegt. Loks hefðu kröfu- hafar mátt treysta því, að þegar fjallað yrði um fmmvarp til úthlut- unar ætti þrotabúið enn óskerta þá ijárhæð, sem skiptastjórinn teldi sér bera í þóknun. Ekki sölulaun af verðinu Hæstiréttur hafnaði því að skiptastjórinn ætti rétt á sölulaun- um, þar sem ekki hafi verið rætt sérstaklega um þóknun til hans fyrir að leita tilboða í skipið og annast að öðm leyti sölu þess. Þá hafí fjöldi vinnustunda vegna skipt- anna verið margfalt meiri en kröfu- hafar hafi mátt vænta. Hæstiréttur ákvað þóknunina hæfilega 2,5 millj- ónir króna, auk þeirra 162 þúsunda sem ágreiningur var ekki um, eða samtals 2.661.750 krónur. — fifm m * i rr ■. i ■ iv Vjr ' mMI :r riir^ r* *>' 1 W! ■í.-*ÍT:t f " <v, ÍOÍ St ? Jwi 9 "Æ LOÐNUSKIPIÐ Júpíter í Reykjavíkurhöfn. Hugleiðingar lítillar stúlku um jólin Jólin eru skemmtileg hátíð HANNA Lísa Ólafs- dóttir heitir tíu ára gömul stúlka sem í frístundum sínum fæst við að yrkja kvæði. Hafs- vísur heitir eitt ljóðið hennar og er á þessa leið: Ég elska hafið, sem byltist á steinunum það úfið er. Líkt og laufið, sem fellur af greinunum það heyrir og sér allt, sem fyrir augu ber. Margir hafa farist hafinu á. Þeir koma aldrei aftur hafið sér um þá, og Guð og hans náðarkraftur. - Hvað skyldi svona ung skáldkona hugsa um jólin og jólahátíðina? Mér finnst þau mjög skemmtileg hátíð og veit að Jesús fæddist á jólunum. Mér fínnst þau skemmtileg af því að þá líður manni svo vel, það er gaman að fá pakka og það er allt skreytt á heimilinu. Það er svo góð stemmning og allt er svo gaman. Ekki má gleyma matnum, hann er svo góður. - Gefur þú margar jólagjafir? Ég gef bestu vinum mínum og fjölskyldu minni. Sumar jóla- gjafirnar bý ég til sjálf, t.d. fyr- ir mömmu og pabba. Ég hef búið til gjafir fyrir þau síðan ég var sex ára og það er misjafnt hvað ég bý til. - Hefur þú ort kvæði um jólin? Nei, ekki ennþá. Ég yrki um svo margt, bæði um fólk og landslag. Mér líður ágætlega þegar ég yrki, ég er ekki í neinu sérstöku skapi þá, frekar þó glöð. Ég fór að yrkja um hafið af því ég fann svo margt sem gat rímað saman um hafið. - Hefur einhver kennt þér að yrkja? Ékki beinlínis, ég hef bara lært þetta svona, ég hef lesið ljóð, t.d. þau sem ég læri í skól- anum, það er þó ekkert ljóð sem ég hef sérstakt uppáhald á. Mér líst vel á svo mörg ljóð. -Ertu trúuð? Já, ég er það. Ég bið alltaf til Guðs og fer í kirkju. Á jólun- um finn ég mikinn frið og mér líður vel. Það hjálpar mér líka að biðja til Guðs ef mér líður illa eða ef ég er hrædd. - Hvernig eru jólasiðirnir í þinni fjölskyldu? Við borðum og spjöllum saman og tökum upp pakkana. Við hlustum yfirleitt á messu. Oft spila ég við bræður mína bæði á aðfangadagskvöld og á jóladag. Við spilum bæði á venjuleg spil og líka allskonar spil í kössum sem bræður mínir eiga. Þeir eru eldri en ég. Ég fæ oft- ast jólaföt, ekki þó nein sérföt heldur nota sparifötin sem ég á ef þau passa. Núna ætla ég að vera í pilsi, blússu og vesti sem mamma og pabbi keyptu fyrir mig. - Hvernig eru jólin þín í skólanum? Við fáum að koma með eitt- hvað gott að borða, t.d. smákök- ur, og svo er farið í leiki inni í stofu, svo sem jólapakkahapp- drætti. Allir koma með einn pakka sem fær númer og svo er dregið. Svo dönsum við kring- um jólatréð og hver bekkur sér um sín skemmtiatriði. Ég las upp jólaljóð. ► Hanna Lísa Ólafsdóttir er fædd í Reykjavík þann 16. október 1986. Hún er næst- yngst fimm barna hjónanna Sigríðar Þórarinsdóttur og Ólafs Jakobssonar. Hanna Lísa stundar nám í Langholts- skóla í Reykjavík, og er einnig að læra píanóleik í Nýja tón- listarskólanum. í frístundum yrkir hún ljóð og leikur sér þess á milli. - Hefur þú lesið mikið um jólin? Já, bækur sem ég fæ í jóla- gjöf. Ég fæ yfirleitt sögubækur í jólagjöf. Mér finnst skemmti- legt að lesa ýmiss konar bækur, stundum les ég bækur þar sem gerist margt spennandi en líka finnst mér gaman að lesa um lífið og tilveruna, bækur þar sem lýst er áhugamálum krakka og þess konar. - Myndir þú vilja hafa jóla- haldið öðruvísi en það er? Nei, mér finnst jólin fín eins og þau eru. Ég vil bara vera hjá fjölskyldunni minni. Síðustu jól gerðist skemmtilegur atburður hjá okkur, það fæddist lítill bróð- ir. Mér finnst mjög gaman að hafa fengið lítinn bróður. Ég passa hann stundum. Hann er ekki farinn að ganga sjálfur ennþá en hann ýtir sér áfram á maganum. - Trúir þú á jólasveininn? Nei, ég hætti því fyrir nokkr- um árum. - En setur þú skóinn þinn út í glugga fyrir jólin? Nei, mér hefur aldrei verið gefið í skóinn, ekki heldur þegar ég var minni. Frænka mín gefur mér yfirleitt jóladagatal sem súkkulaði er í, og líka stundum pabbi og mamma. Sumir vina minna fá enn í skóinn. - Borðar þú mikið sælgæti um jólin? Eg borða kannski meira en venjulega á aðfangadagskvöld en annars ekki. Besti maturinn sem ég fæ á jólunum er hangikjötið. - Fylgist þú með jóladagatali Sjónvarpsins? - Yfirleitt geri ég það. Mér finnst orðabók Völundar mjög góð, það er gott fyrir litla krakka að læra svona góð og falleg orð eins og eru í þeirri bók. Þar eru góðar fyrirmyndir til að fara eftir. - Áttu einhvetja jólaósk? Ekki aðra en þá að eiga góð og skemmtileg jól. Hanna Lísa Ólafsdóttir Á jólunum finn ég mikinn frið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.