Morgunblaðið - 18.12.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.12.1996, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Gjafakort Kri fást í Byggt Tilvalin í j« ERLENT Chile miðstöð peningaþvættis Eiturlyfjavandinn sífellt alvarlegri Santiago de Chile. Morgunblaðið. SÍFELLT fleiri vísbendingar hafa komið fram um að Chile sé miðstöð peningaþvættis í Suður-Ameríku. Stjórnvöld liggja undir þungum ásökunum enda hafa þau löngum fullyrt að þau hafi gert allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva flæði fjármuna og eiturlyfja yfir landamærin frá Argentínu í suðri og frá Perú og Bólivíu í norðri. Nýverið kom í ljós að fyrrum er- indreki Kólumbíu í Chile, Alberto Bofero, hafði í gegnum sambönd sín byggt upp stórvirkt kerfi til að „þvo“ peninga, tekjur sem til voru komnar sökum eiturlyfjasölu og smygls. Hafði hann sambönd í hinum ýmsu iðnaðarfyrirtækjum í landinu sem flest hver voru í samstarfi við aðila í Kólumbíu. Tölur sýna að eiturlyfjasmygl hefur aukist stórlega í Chile og það gerir neyslan einnig. Þannig kveikti Iögregla í landinu alls í 121 kílói eiturlyfja árið 1994. Árið eftir hafði magnið hins vegar fjórfaldast og rúmlega það því alls voru upprætt 511 kíló af eiturlyfjum með þessum hætti. Eiturneysla á þingi Þessi þróun er víða sýnileg og sérstakan ugg hefur vakið hversu mjög ráðamenn virðast tengdir eit- urlyfjasölum og smygli. í Chile hef- ur hvert hneykslið á fætur öðru komið upp á þingi landsins. Hafa bæði þingmenn og aðrir starfsmenn þingsins verið sakaðir um þátttöku í sölu og neyslu eiturlyfja. Á dögun- um fór áfrýjunardómstóllinn í Valp- araiso fram á leyfi til að svipta Valentín Solís, þingmann hægri- flokksins „Þjóðarendurreisn" (Renovación Nacional), þinghelgi þar sem nægar sannanir lægju fyr- ir um þátttöku hans í eiturlyfja- smygli. Var hann m.a. bendlaður við pen- ingaþvætti Alberto Botero. Líklegt er talið að fleiri þingmenn verði á næstunni sviptir þinghelgi af sömu eða svipuðum ástæðum. Þingkonan Evelyn Matthei, sem áður fylgdi „Þjóðarendurreisn" en var gert að víkja kveðst næstum daglega fá líflátshótanir. Hún neitar þó að gefa eftir í baráttu sinni fyr- ir því að allsheijar „hreinsun“ fari fram á þingi Chile. Matthei vann sér það m.a. til óhelgi að skýra frá vitneskju sinni um eiturlyfjaneyslu vinnufélaga sinna. Barátta hennar hefur nú þegar skilað nokkrum ár- angri; um þriðjungur þingmanna hefur sjálfviljugur gengist undir próf til að sýna fram á að þeir neyti ekki eiturlyfja. Njósnir blómstra í Rússlandi NÍKOLAJ Kovaljov, yfirmaður rússnesku öryggisþjónustunn- ar, arftaka leyniþjónustunnar KGB, sagði í gær, að njósna- starfsemi væri ört vaxandi iðn- aður í Rússlandi. Sagði hann þjóðarhagsmunum Rússa enn stafa ógn af njósnum útlend- inga í landinu, fimm árum eft- ir lok Kalda stríðsins. Þá sagði Kovaljov skipulega glæpa- starfsemi og hryðjuverk ógna þjóðaröryggi. Styttu stolið í Feneyjum LÍTILLI bronsstyttu af ljóni, tákni Feneyjaborgar, hefur verið stolið í hliðarkapellu Markúsarkirkjunnar. Talið er að verknaðurinn hafi verið framinn meðan á messu stóð á sunnudag. Hefur a.m.k. þurft kúbein til að ná stytt- unni af marmarastallinum, sem hún var áföst. Hún var verk Gabriels Orlandinis og talin vera frá árinu 1615. Kanna ásakanir í Serbíu FELIPE Gonzalez, fyrrverandi forsætisráðherra Spánar, verður formaður evrópskrar nefndar eftirlitsmanna, sem senn fer til Serbíu á vegum Öryggis- og samvinnustofnun- ar Evrópu (ÖSE) til þess að kanna hvað hæft sé í ásökun- um serbnesku stjórnarand- stöðunnar, að úrslitum bæjar- stjómakosninga í síðasta mán- uði hafi verið breytt ráðandi öflum í hag. BARDAGAR um yfirráð í Mogadishu, höfuðstað Sómal- íu, hörðnuðu í gær er hersveit- ir Ali Mahdis Mohameds, sem ráða norðurhluta borgarinnar, hófu skothríð á skotmörk á yfirráðasvæði Husseins Aid- eeds í suðurhlutanum. Áður en sveitir Mahdis blönduðu sér í átökin í borginni höfðu sveit- ir Osmans Hassans Ali Attos og Musa Sudi Yalahows háð götubardaga við sveitir Aid- eeds í fimm daga. Talið var að 120 manns a.m.k. hefðu fallið í bardögunum. Smokkar í innbrotum ÍSRAELSKA lögreglan hefur fundið út hvers vegna hurðar- húnar í lúxusvillum fyrir utan Tel Aviv voru fitugir. Þjófar sem nýlega náðust í fyrirsát játuðu að hafa notað smokka við innbrotin í stað vettlinga. Sögðu þeir verjurnar fyrirferð- arminni og þægilegri að smeygja á sig og veita auk þess örugga vernd gegn fingraförum. Bardagar harðnaí Mogadishu "L r. KRINGMN i§ Wm Opið fram d kuöld alla daga til jóla í Kringlunni Opið verður lengur: Miðvikudaginn 18. des. kl.10 - 22 Sunnudaginn 22. des. kl.10 - 22 Fimmtudaginn 19. des. kl.10 - 22 Þorláksmessu 23. des. kl.10-23 Föstudaginn 20. des. kl.10-22 Aðfangadag 24. des. kl.09 - 12 Laugardaginn 21. des. kl.10 - 22 ng\unnar og Búið Næg bílastæði - öll ókeypis Bílastæði Kringlunnar eru yfir 2.000 á tveimur hæðum við bæði norður - og suðurhús. Þá eru viðbótarbílastæði í nágrenninu sem gott er að vita af: Bak við Sjóvá-Almennar. Við Verslunarskólann. Á grassvæðinu fyrir norðan Hús verslunarinnar. Á bílastæði starfsmanna fyrir austan Kringluna og á bílastæði norðan við Útvarpshúsið í Efstaleiti. KRINGMN frú morgni til hvölds aKr"'tðunni jólasveinar Koma í heimsókn ogskemmta Kringlugestum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.