Morgunblaðið - 18.12.1996, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996 21
Noregur
Leiðtogafundur Evrópusambandsins og Bandaríkjanna í Washington
Sóttað
dómsmála-
ráðherra
NORSKA stjórnarandstaðan lýsti í
gær yfir óánægju með svör núver-
andi dómsmálaráðherra iandsins,
Anne Holt, í tengslum við njósna-
hneykslið, sem komst upp um í síð-
ustu viku. Holt sagðist í byrjun
desember ekki vita til þess að leyni-
þjónustan fylgdist með ferðum
nokkurs manns en komið hefur í
ljós að þá vissi hún að njósnað hefði
verið um þingmann sem sat í rann-
sóknarnefnd þingsins. Þær njósnir
urðu til þess að forveri Holt í emb-
ætti, Grete Faremo, sagði af sér
embætti olíu- og orkumálaráðherra
á mánudag.
Að því er segir í Aftenposten er
enn óljóst hvaða áhrif njósna-
hneykslið mun hafa á framtíð Anne
Holt í embætti, en hún hefur aðeins
setið í tæpa þrjá mánuði. Þá er lík-
legt að einhverjir embættismenn í
dómsmálaráðuneytinu verði látnir
fara, t.d. ráðuneytisstjóri og deild-
arstjóri, en Holt hefur látið að því
liggja að henni hafi ekki verið veitt-
ar réttar upplýsingar af einhverjum
starfsmönnum ráðuneytisins.
Njósnahneykslið komst í hámæli
í síðustu viku en þá var upplýst að
norska leyniþjónustan hefði farið í
gegnum leyniskjöl Stasi, austur-
þýsku leyniþjónustunnar, í von um
að finna þar eitthvað um Berge
Furre, fyrrverandi frammámann í
röðum vinstrimanna. Furre situr í
Lund-nefndinni sem kannar njósnir
leyniþjónustunnar um kommúnista
á dögum kalda stríðsins.
„Teflon-maðurinn“
Stjórnarandstaðan krafðist í gær
svara við því hvort Holt hefði sagt
satt og rétt frá 2. desember, er hún
sagðist ekki vita til þess að njósnað
væri ólöglega um nokkum mann.
Þá vissi Holt að leyniþjónustan
hafði spurst fyrir um Furre hjá
Stasi en hún segist ekki hafa vitað
að enn væri fylgst með honum,
taldi að málinu væri löngu lokið.
Segist hún ekki hafa gert neitt
rangt.
Thorbjorn Jagland forsætisráð-
herra sagði málið ekki vandræða-
legt fyrir stjóm sína þar sem það
hefði átt sér stað í tíð síðustu ríkis-
stjórnar. Stjórnarandstaðan hefur
sagst sátt við það hvemig Jagland
hefur tekið á málinu en í Aftenpost-
en var haft eftir ónefndum þing-
manni að svo virtist sem Jagland
væri „teflon-húðaður“, ekkert virt-
ist loða við hann. Fyrir þremur vik-
um sagði annar ráðherra í stjóm
hans, Terje Rod Larsen, af sér
vegna ásakana um fjármálabrask.
EVRÓPA^
Deilur um
Kúbu óleystar
Reuter
ÞRÍR forsetar á blaðamannafundi. Frá vinstri: John Bruton,
forsætisráðherra írlands og forseti ráðherraráðs ESB, Bill Clint-
on, forseti Bandaríkjanna, og Jacques Santer, forseti fram-
kvæmdastjórnar ESB.
Washington. Reuter.
LEIÐTOGUM Evrópusambandsins
og Bandaríkjanna tókst ekki að
setja niður deilur sínar um Kúbu
á reglulegum leiðtogafundi, sem
haldinn var í Washington síðdegis
á mánudag. ESB leggst áfram
gegn hinum svokölluðu Helms-
Burton-lögum, sem heimila lög-
sókn fyrir bandarískum dómstólum
gegn erlendum fyrirtækjum, sem
stunda viðskipti á Kúbu. Bill Clin-
ton Bandaríkjaforseti hefur enn
ekki ákveðið hvort lögin taka gildi
eða ekki.
Kúbudeilan skyggði á önnur mál
á fundi þeirra Clintons, Johns
Brutons, forsætisráðherra írlands
og forseta ráðherraráðs ESB, og
Jacques Santer, forseta fram-
kvæmdastjórnar sambandsins.
Leiðtogafundir af þessu tagi eru
haldnir tvisvar á ári.
Á blaðamannafundi lögðu leið-
togamir áherzlu á að markmið
þeirra væri það sama; frelsi og
lýðræði á Kúbu. Clinton hrósaði
Evrópusambandinu fyrir að krefj-
ast lýðræðisumbóta á eynni og
Bruton sagði: „Það er ... munur á
aðferðunum, en enginn munur á
markmiðum ESB og Bandaríkj-
anna varðandi
Kúbu.“
Bandaríkin
vilja áfram beita
Kúbu refsiað-
gerðum en ESB
íhugar hins vegar
að gera fríverzl-
unarsamning við
stjórn Fidels Castros, með skilyrð-
um um umbætur í stjórnarfars-
og mannréttindamálum.
Leiðtoga-
fundur ESB,
sem lauk í Dubl-
in um síðustu
helgi, gagnrýndi
Bandaríkin fyrir
afstöðu þeirra
og sögðu leið-
togarnir í lokayfirlýsingu sinni að
stjórn Clintons ætti að beita öðrum
aðferðum en „einhliða aðgerðum á
kostnað náinna bandamanna, sem
hafa sömu markmið“.
Losað um hömlur á viðskiptum
fyrir 2.680 milljarða
Um þessar mundir er ár liðið frá
því ESB og Bandaríkin undirrituðu
svokallaða Atlantshafsstefnuskrá,
en samkvæmt henni á að auka
samstarfið yfir Atlantshafið á
mörgum sviðum, til dæmis í efna-
hags- og viðskiptamálum, ekki síð_-
ur en öryggis- og varnarmálum. Á
grundvelli stefnuskrárinnar fara
nú fram viðræður um gerð samn-
inga, sem eiga að aflétta hömlum
á viðskiptum, sem nema um 40
milljörðum dollara, eða 2.680 millj-
örðum króna. Um er að ræða verzl-
un með lækningavörur, rafmagns-
vörur, tómstundavörur og fleira.
Samið er um gagnkvæma viður-
kenningu prófana, eftirlits og
staðla á þessum vörum.
„Það verður eitt próf, einn stað-
ail, eitt skipti," sagði Clinton og
bætti við að samningarnir myndu
losa fyrirtæki við skriffinnsku og
lækka verð til neytenda. Stefnt er
að því að ljúka gerð samninganna
í lok janúar.
Samið við Kanada um aukið
samstarf
Bruton fór í gær ásamt Sir Leon
Brittan, sem fer með utanríkisvið-
skiptamál í framkvæmdastjórn
ESB, til Ottawa, höfuðborgar
Kanada. Þeir undirrituðu þar
ásamt Jean Chrétien, forsætisráð-
herra landsins, samkomulag um
aukið samstarf, sem er svipaðs
eðlis og Atlantshafsstefnuskrá
ESB og Bandaríkjanna.
Kanadamenn hafa lengi hvatt
til þess að ESB og Norður-Amer-
íkuríkin gerðu með sér fríverzl-
unarsamkomulag, TAFTA. Að
sögn embættismanna er slíkt sam-
komulag langtímamarkmiðið, en
yfirlýsingin, sem undirrituð var í
gær, stefnir að því að losa um
hömlur á viðskiptum í smærri
skömmtum.
EFTA og sjálfstjórnarsvæði Palestínumanna
Stefnt að fríverzlun á næsta ári
FRÍVERZLUNARSAMTÖK Evr-
ópu (EFTA) og sjálfstjórnarsvæði
Palestínumanna stefna að gerð frí-
verzlunarsamnings á næsta ári.
Yfirlýsing þar að lútandi var sam-
þykkt á ráðherrafundi EFTA í
Genf í fyrradag. í henni er einnig
kveðið á um ýmislegt annað sam-
starf.
Gunnar Snorri Gunnarsson,
fastafulltrúi íslands hjá EFTA,
segir að fríverzlun hafi í raun ríkt
milli EFTA og sjálfstjórnarsvæðis-
ins í gegnum fríverzlunarsamning
EFTA og ísraels. Hins vegar hafí
þótt ástæða til að gera sérstakt
samkomulag við Palestínumenn og
tryggja samskiptin betur.
Evrópusambandið og PLO árit-
uðu drög að fríverzlunarsamningi
10. desember síðastliðinn.
EFTA á nú í viðrseðum við Tún-
is og Marokkó um gerð fríverzlun-
arsamninga. Þá er í athugun að
koma á fríverzlun við Egyptaland,
Kýpur og Möltu.
I lokayfirlýsingu ráðherrafund-
arins segir jafnframt að EFTA-rík-
in hafi áhuga á að efla samstarf
sitt við ríki ASEAN, efnahagssam-
tök Suðaustur-Asíuríkja. Fyrsti
sameiginlegi ráðherrafundur
EFTA og ASEAN var haldinn um
leið og fundur Heimsviðskipta-
stofnunarinnar í Singapore fyrr í
mánuðinum.
Kjartan endurráðinn
framkvæmdastjóri
Kjartan Jóhannsson, sem gegnt
hefur starfi framkvæmdastjóra
EFTA um nokkurra ára skeið, var
endurráðinn til þriggja ára frá og
með 1. september 1997.
Reuter
ÞÁTTTAKENDUR í ráðherrafundi EFTA í Genf. Frá vinstri: Nabil
Sha’ath, ráðherra alþjóðlegs samstarfs í palestínsku heimastjóm-
inni, Kjartan Jóhannsson, framkvæmdastjóri EFTA, Jean-Pascal
Delamuraz, varaforseti Sviss, Gunnar Gunnarsson, fastafulltrúi ís-
lands hjá EFTA, Andrea Willi, uLanríkisráðherra Liechtenstein, og
Siri Bjerke, aðstoðarráðherra í norska utanríkisviðskiptaráðimeytinu.
Cíndy Crawford veit, hvemig hún sameinar
glæsileika og ímynd med stil frá heimsins
stærstu hönnudum. Hversdags og vid hátkfleg
tækifæri velur hún Omega. “Trust your
jndgement, trust Omega” - Cindy Ciawford
KRINGLUNNI
S 553-1199
NEW CorrtUliaJiari
18k Gull og/eda stál.
Hert safirgler.