Morgunblaðið - 18.12.1996, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996 2 7
Með Severin og Odys
seifi í ævintýrunum
Tim Finnbogi
Severin Guðmundsson
BOKMENNTIR
Fcrðalýslng
Á ÆVINTÝRASIGLINGU
MEÐ ODYSSEIFI
eftir Tim Severin. Finnbogi Guð-
mundsson íslenskaði. Fjölvaútgáfa
1996, 204 bls.
TIM Severin er írskur siglinga-
maður og sögumaður sem hefur
sent frá sér ýmsar bækur um ferð-
ir sínar, íslendingum er líklega
kunnast er hann sigldi á fornum
húðkeip Brendan yfir Atlantshafið
og kom þá við hér á landi og skrif-
aði síðan bók um ferð sína. Án
efa má telja Severin til fremstu
landkönnuða nú og bækur hans
um ferðirnar sem jafnan eru rann-
sóknarferðir í leiðinni til að kanna
sannleiksgildi gamalla sagna og
jafnvel ævintýri hafa verið gefnar
út mjög víða.
Severin býr sig af mikilli kost-
gæfni undir hverja ferð og leggur
sig einnig eftir að valinn maður sé
í áhöfn hans sem vinni saman,
ekki bara að siglingunni heldur
geti og lagt sitt af mörkum við
að draga ályktanir af því sem á
dagana drífur.
I þessari bók Á ævintýrasigl-
ingu með Odysseifi fer hann um
strandhöf Grikklands og leikur
hugur á að kanna sannleiksgildi
Odysseifskviðu Hómers. Odys-
seifskviða fjallar eins og margir
vita um margra ára hrakninga
kappans Odysseifs frá Tróju til
íþöku.
Severin hyggst sem sé leita
svara við því hvort Odysseifskviða
fái staðist, hvar allir þeir áfanga-
staðir sem koma við sögu hafi
verið til og er ekki í lítt ráðist því
eins og gefur að skilja - og án
efa hefur vakað fyrir höfundi -
er mikill ævintýrabragur yfír sum-
um köflum kviðunnar, alls konar
skrímsl og forynjur, mannætur og
gyðjur verða á vegi hans og skips-
félaga hans og furðulegir atburðir
gerast á hveijum stað.
Til að auðvelda þeim lesturinn
sem ekki þekkja Odysseifskviðu
svo grannt birtir Severin viðeig-
andi tilvitnanir úr henni og er þar
að sjálfsögðu notuð hin mergjaða
þýðing Sveinbjarnar Egilssonar.
Óhætt er að segja að Severin
og félagar hans leysa ótrúlegustu
Kjarvalsstaðir
Bækur,
lega frá
mál í þessari bók og komast að
snjöllum niðurstöðum sem hljóma
sannfærandi, svo sem þegar þeir
átta sig á að ævintýri Odysseifs-
kviðu hafa að líkindum átt sér
stað mjög nærri heimahögum
hans, jafnvel við Grikkland. Og í
lokakafla segir Severin:
„Hvernig stóð á því að staðirnir
þar sem ævintýri Ódysseifs gerð-
ust, fyrst í venjulegri strandsigl-
ingu á heimleið frá Tróju og síðan
á eyjum á heimaslóð hans, voru
færðir hundruð mílna vestur á
Miðjarðarhaf, venjulega til Týrr-
enska hafsins milli Sikileyjar og
Ítalíustrandar? Svarið felst í þeim
miklu flutningum
Grikkja úr landi, í
þann mund sem Hóm-
er var að viða að sér
efninu í hina samsettu
gerð sögunnar. Grikk-
ir fluttust vestur á
bóginn til að stofna
nýlendur í Grikklandi
hinu mikla og þeir
tóku þjóðsagnir sínar
með sér.“
Finnbogi Guð-
mundsson hefur þýtt
bókina á vandað mál
og stundum er ekki
laust við að lesanda
finnist að hann sé und-
ir nokkrum áhrifum frá þýðingu
Sveinbjamar Egilssonar og er það
sagt sem ótvírætt lof.
Það er óumdeilanlegur fengur
að því að fá þessa bók í íslenskri
útgáfu fyrir þá mörgu sem hafa
gaman af lestri vandaðra ferða-
bóka og hafa þeir þó ábyggilega
forskot sem eru vel að sér um
Odysseifskviðu og þekkja til sög-
unnar.
Útgáfan er fjarskalega vönduð,
orðaskiptingar eru ekki alltaf í
samræmi við íslenska hefð en það
er eitt af fáu sem ég hjó eftir og
er hægt að gera athugasemdir
við. Góð og skilmerkileg kort
hjálpa til en umfram allt eiga
teikningar Will Stone og ljósmynd-
ir Kevin Fleming dijúgan þátt í
að það er ekki aðeins ánægjulegt
að lesa þessa bók heldur er hún
einnig afar falleg.
Jóhanna Kristjónsdóttir