Morgunblaðið - 18.12.1996, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Frumleiki er
þáttur í allri sköpun
AÐHUGSA á íslenzku heitir ný
bók eftir Þorstein Gylfason
heimspeking. í henni eru fjórtán
ritgerðir sem fjalla annars vegar
um málið sem við tölum og merk-
ingu þess og hins vegar um sköp-
unargáfuna. Þorsteinn sagði í
samtali við blaðamann að titill
bókarinnar vísaði ekki til þess
að öðruvísi væri hugsað á ís-
lensku en öðrum tungum, heldur
þess að íslendingar byggju við
hreintungustefnu og hefðu gert
allt frá miðöldum, ólíkt öðrum
þjóðum í Evrópu.
„Ég fylgi þessari stefnu sjálf-
ur og geri því engar athuga-
semdir við hana,“ sagði Þor-
steinn, „en ég hef skoðanir á því
hvernig eigi að fylgja henni
fram; hún kann til dæmis að
þurfa að taka til fleira en ný-
yrða, svo sem eins og til stíls.
Ég bendi líka á dæmi um orða-
smíð á villigötum, eins og stofn-
anamálið. Þar er að meira eða
minna leyti um ástæðulausa,
óþarfa og jafnvel stórskaðlega
nýyrðasmíð að ræða sem veldur
því að mikilsverð málefni verða
öllum almenningi óskiljanleg."
- Þú fjallar um sköpunargáf-
una í bókinni og í því samhengi
langar mig til að spyija þig um
frumleikann og hvort krafan
um hann sem lögð er á lista-
menn sé réttlætan-
leg-.
„Ég fjalla um
sköpunargáfuna í
bókinni vegna þess
að ég hef þá hug-
mynd að öll mál-
notkun sé meira eða
minna skapandi.
Þetta er augljóst
þegar maður fylgist
með þriggja ára
barni sem er að læra
að tala með því að
spinna upp úr sér
alls konar hluti.
Þessi málsköpun
getur svo varpað
Ijósi á ýmsa aðra
sköpun, eins og i listum og vís-
indum.
Frumleiki er þáttur í allri
sköpun. Ekkert verk er sköpun-
arverk manns nema það sé hans
eigið verk - og það er allt og
sumt. Samlíking er ekki sköpun-
arverk barns ef það hefur heyrt
hana frá vini sinum fimm mínút-
um áður.“
— Væri ekki hægt að heim-
færa þessa reglu upp á listamenn
og gera til þeirra skýlausa kröfu
um frumleika?
„Jú, en við verðum líka að
hafa í huga að list er flókin, eins
og listasagan sýnir okkur. Listin
getur sem best geng-
ið út á það heil tíma-
bil að hver listamað-
ur leggi eitthvað til
frá sjálfum sér. En á
öðrum tímum getur
listamaðurinn verið
þjónn einhverrar
hefðar og það talist
framhleypni að troða
sjálfum sér inn í lista-
verkið. Og svoleiðis
listamaður getur út
af fyrir sig verið
prýðilegur.
Annars held ég að
það sé tuttugustu
aldar fyrirbæri að
setja kröfuna um
frumleika á oddinn í listum. Og
ég hef stundum talið mér trú
um að þessar hugmyndir lista-
manna á tuttugustu öld um
sjálfa sig og um að alltaf þurfi
að vera að gera eitthvað nýtt
séu komnar úr vísindum. Þau
urðu svona á nítjándu öld; hver
byltingarkennda uppgötvunin
kom á fætur annarri, allt sem
var eldra en fimm ára var talið
gamalt og úrelt. Ég held að
listamenn i lok síðustu aldar
hafi ákveðið að tileinka sér
þetta og þess vegna hafa þeir
til dæmis farið að tala um til-
raunir í sínum röðum.“
Þorsteinn
Gylfason
Hvað um skólana? Jón Helgason trúði því
um nýyrði að íslenzkir skólar hefðu átt
umtalsverðan þátt í að koma mörgum
þeirra á framfæri og festa þau í sessi.
Þetta er áreiðanlega rétt til getið. íslenzkir skólar
útrýmdu líka hljóðvillu í landinu. Hvað þyrfti til að
íslenzkir skólar stuðluðu að betri, eða bara skárri,
íslenzkum stíl en nú tíðkast? Svarið liggur í augum
uppi: það þyrfti til þess mikið fé. Nemendur þyrftu
að skrifa mikið, og kennarar þyrftu að lesa öll þau
skrif og leiðrétta vandlega. Kennaramir þyrftu að
vera góðir og strangir, vel menntaðir og vel launað-
ir. Það er tæplega hægt að hugsa sér kostnaðarsam-
ari breytingu á skólastarfi. Ég legg til að þessi leið
verði farin. En það má ekki binda of miklar vonir
við hana. Með þessu dýra móti má ugglaust stuðla
að betri stíl og þar með betri siðum. En hitt er nokk-
urn veginn víst að skólar gætu aldrei skapað góðan
stíl. nema þá hann yrði til sem viðnám við kennslunni.
Ur Að hugsa á íslenzku.
Athafnaskáld
og afreksmaður
BÆKUR
Ævisaga
BYGGINGAMEISTARI
í STEINOGSTÁL
eftir Friðrik G. Olgeirsson, Halldór
ReynLsson og Magnús Guðmundsson:
Saga Sveinbjamar Jónssonar i Ofna-
smiðjunni 1896-1982. Ofnasmiðjan
og Fjölvaútgáfan 1996,304 bls.
EIGI einhver skilið að um hann
sé rituð rækileg og vönduð ævisaga
þá er það Sveinbjörn Jónsson löng-
um kenndur við Ofnasmiðjuna.
Enginn getur efast um að hann
markaði spor í iðn- og tækniþróun
þessarar aldar. Mun þeirra lengi
sjá stað.
Sveinbjöm var Svarfdælingur að
ættemi og ólst upp í Svarfaðardal
og Ólafsfírði. Hann var af listfengu
hagleiksfólki kominn í báðar ættir
og strax bamungur hneigðist hugur
hans að smíðum og ýmsum verkleg-
um framkvæmdum. Ekki átti hann
kost mikillar formlegrar skóla-
göngu, tók t.a.m. hvorki gagn-
fræðapróf né sveinspróf, en lærði
samt, fyrst heima, síðar í Noregi.
Er nú skemmst frá því að segja
að ungur að aldri tók hann að teikna
hús og byggja og fást við margs
kyns ólíkar framkvæmdir. Síðar,
er hann hafði flust til Reykjavíkur,
gerðist hann með eindæmum fram-
kvæmdasamur, stofnaði og stjóm-
aði ótalmörgum fyrirtækjum eða
var frumkvöðull annarra. Margt af
því sem hann tók sér fýrir hendur
var forboði þess sem
síðar kom (s.s. þör-
ungavinnsla). Auk
þess var hann mikill
félagsmálafrömuður, i
fararbroddi iðnaðar-
manna og iðnrekenda,
ritaði mikið um þau
mál; áhugamaður um
að genginna hugvits-
manna væri minnst
(Þorsteinn á Skipalóni,
Duggu-Eyvindur) og
gekkst fyrir stofnun
iðnminjasafna. Þá var
hann hugvitsmaður
mikill og er enginn
endir á því sem hann
lét sér detta í hug að
smíða. Það sem þó mun halda nafni
hans lengst á lofti er hið þekkta
fyrirtæki Ofnasmiðjan sem hann
stofnaði og stjómaði þar til skammt
var til endadægurs.
Einkennilegast var þó kannski
að þessi mikilvirki iðjuhöldur var
í rauninni enginn gróðamaður og
hafði sjaldnast eigin hagsmuni að
leiðarljósi. Fyrir honum var það
hugsjón að efla ísienskan iðnað,
stuðla að verklegum framförum
og eiga þátt í að búa íslendingum
betra líf.
Samkvæmt ævisögunni var það
ekkert smáræði sem þessi maður
kom í verk. Samt var hann heilsu-
veill lengi ævi. Hann fékk lungna-
berkla kornungur og þjáðist af því
fram á gamalsaldur, auk annarra
meinsemda. En hinn sífijói eldhugi
unni sér sjaldnast hvíldar þó að
hann væri sárþjáður.
Sveinbjörn Jónsson
hlýtur að hafa verið
eftirminnilegur maður
þeim sem kynntust
honum. Vakandi og
ákafur, með skoðanir
sem ekki féllu ávallt
að geði fjöldans og
hélt fast á þeim. Hann
rakst ekki í stjóm-
málaflokki og átti til
að lenda í andstöðu.
En tryggur vinur var
hann vina sinna, allra
manna hjálpsamastur,
umhyggjusamur
starfsfólki sínu, vand-
aður og vammlaus
maður í hvívetna.
Þetta er í sem stystu máli mynd-
in sem ævisagan dregur upp. Enga
ástæðu sé ég til að efa að hún sé
í öllum meginatriðum rétt og trú-
verðug, þó að ég eigi þess vita-
skuld ekki kost að sannreyna það.
Eitt er þó víst: verkin tala.
Sem ritverk er þessi bók vel
gerð, ágætlega samin og prýdd
mörgum myndum. Vera má þó að
hún hefði orðið eittthvað samfelld-
ari ef hún hefði verið rituð af ein-
um manni.
Ástæða er til að hvetja iðnaðar-
menn, iðnrekendur og aðra fram-
kvæmdamenn til að lesa ævisögu
Sveinbjarnar Jónssonar vandlega.
Margt má af henni læra. Og hollt
og íhugunarvert lestrarefni er hún
raunar öllum.
Sigurjón Björnsson
Sveinbjörn
Jónsson
Áhvers
manns
TONBÖKMENNriR
Nótnabækur
SÍGILD DÆGURLÖG
Söngdansar 1-17 eftir Jón Múla Ama-
son. Söngtextar eftir Jónas Amason.
Píanóútsetningar eftir Magnús Ingi-
marsson og Carl Billich. NótuUtgáf-
an 1995/96.33/36 síður.
Verð (leiðb.): 995 kr.
HEFÐU samgöngur verið
greiðari milli íslands og hinna
Norðurlandanna, og tunguörðug-
leikar minni, hefðu beztu sönglög
„íslenzku Gershwin-bræðranna,"
Jóns Múla og Jónasar Árnasona,
fyrir löngu hlotið varanlegan sess
í Skandinavíu meðal þess fremsta
sem samið hefur verið
af sígrænni tónmennt
eftir 1950. Þetta er
að vísu aðeins per-
sónulegt mat, en þó
byggt á ákveðinni
staðþekkingu. Um
hitt, hvort „söng-
dansarnir" hefðu get-
að slegið í gegn á
Broadway á sama
tíma og þeir slógu í
gegn hér, er erfiðara
að spá afturábak. En
ef heppnin hefði verið
með, og lögin hefðu
hlotið beztu fáanlegu
útsetningar, flutning
og, ekki að gleyma,
jafngóða enska texta og íslenzku
textaperlur Jónasar, þætti manni
það ekki ósennilegt, enda skyld-
leiki laga eins og beguininn Augun
þín blá og vamparinn Án þín við
Kern, Porter og Berlin augljós.
Önnur lög standa nær brezkum
Music Hall (Ljúflingshóll, Undir
Stórasteini) eða þýzk-norrænni
revíuhefð, eins og t.d. Brestir og
brak og Við heimtum aukavinnu.
En hvað sem líður ytra byrði, leyn-
ir persónuleiki Múlans sér ekki,
og þó að lögin kvæðu ávallt hafa
orðið til á undan textunum, er
athyglisvert, að vinsælustu lögin
geyma yfirleitt beztu textana.
Deili svo aðrir um orsök og afleið-
ingu.
Hvers vegna þessi litlu djásn
hafa enn ekki verið kynnt á skand-
inavískum vettvangi, t.a.m. í eins-
konar sjónvarps-kabarettformi,
er góð spurning. Og þó - því ef
eitthvað er erfiðara en að gera
góða söngtexta, er það að gera
jafngóðar laghæfar þýðingar.
Engu að síður stappar nærri þjóð-
arskömm, að Sjónvarpið skuli ekki
enn hafa séð sóma sinn í að gera
í það minnsta klukkustundar
kynningarþátt um lög þeirra
bræðra fyrir frændþjóðirnar í
landsuðri.
Píanóútsetningaheftin tvö hefðu
átt að koma út þegar fyrir 30
árum. Sumt af því sem gefíð var
út á sínum tíma í viðhafnarfrá-
gangi undir safnheitinu Musica
Islandica hefði vel mátt víkja fyrir
þessum lögum, því svo mikið er
víst, að þau hafa bæði elzt betur
en margt annað og höfðað til fleiri.
En seint er betra en aldrei, og
framtak NótuÚtgáfunnar bætir úr
brýnni þörf. Góð lög hanga hvorki
nú frekar en endranær á tijánum,
og af þessu 31 lagi halda a.m.k.
helmingurinn enn svo undraverð-
um vinsældum, að jafna mætti við
nútímaþjóðlög.
í fyrra heftinu, sem kom út í
fyrra, eru 5 lög úr leikritinu Rjúk-
andi ráð (1959) og 10 úr Jámhaus-
inn (1965). Líklega eru þeirra
kunnust Frk. Reykjavík og í hjarta
þér (RR) og Án þín, Sjómenn ís-
lenzkir erum við og Stúlkan mín
vörum
[er mætust] (JH). Allar píanóút-
setningar eru eftir Magnús Ingi-
marsson, er sá um útsetningar og
tónlistarstjórn í frumuppfærslun-
um á þessum tveimur leikverkum
á sínum tíma.
Seirina heftið, er kom út sl. nóv-
ember, inniheldur lög úr Allra
meina bót (1961) og Deleríum
Búbónis (1954), þar á meðal perl-
urnar Augun þín blá, Gettu hver
hún er og Það sem ekki má (AMB)
og Ástardúett, Einu sinni á ágúst-
kvöldi, Ljúflingshóll, Snjór og vít-
amín (=Úti er alltaf að snjóa) og
Vikivaki (DB). Magnús útsetti hér
9 lög en Carl heitinn Billich 7 (öll
úr DB).
Endalaust má deila um útsetn-
ingar og hversu aðgengilegar þær
eiga að vera. Aðstand-
endur hafa fetað
nokkuð skynsaman
meðalveg, sem virðist
sjaldnast útheimta
meira en 2.-3. stig á
píanó (s.s. við hæfi
flestra með fáeinna
ára píanónám að baki
frá táningsaldri og
uppúr) og nær jafn-
framt að skila hinni
stundum töluvert
slungnu hljómafærslu
Múlans (sjá t.d. milli-
kaflann í Gettu hver
hún er!) í megindrátt-
um. Að mínum smekk
mætti að vísu hafa
fleiri kontralínur á kostnað átt-
undadobblinga vinstri handar,
bassagangur er ekki alltaf nógu
sannfærandi (Eins og skot, Lög-
reglumars), „fili- ins“ á hendinga-
mótum mættu vera fleiri og ein-
staka lag er obbolítið of þunnildis-
lega útsett (Frk. Reykjavík, Án
þín og Vikivaki) til að ná fullum
áhrifum. En að öðru Ieyti eru út-
setningar Magnúsar hrein snilld,
þó að Billich hafi sennilega vinn-
inginn hvað varðar hámarksvirkni
miðað við einfaldleika.
Frágangur og uppsetning Gylfa
Garðarssonar eru vönduð og
kunnáttusamlega unnin í að mér
sýnist nýlegu Finale-tölvuforriti,
og prentvillur eru sárafáar. Þó
kann ég ekki við einstaka skringi-
lega formerkjasetningu, t.a.m. As
(fyrir Gís) um þríund í E-dúr, en
slíkt stuðar ábyggilega síður
spunakarlana í FÍH en nótnaþræl-
ana úr Skipholtinu. Handaskipt-
ingar milli nótnastrengja hefðu
sums staðar mátt vera auðkennd-
ar til hægðarauka, og þó að að-
greining laglínu frá undirleiksnót-
um sé kostur fyrir miður læsa
söngvara, er það ókostur fyrir vel
læsa píanista (meðalhófið er
vandratað!) Eins er spurning,
hyort ekki hefði átt að fingrasetja
snúnustu staðina, og þó að mikil
prýoi sé að ljósmyndunum úr
gömlu leiksýningunum, hefði mátt
gera enn betur og veija 1-2 síðum
í að rifja örstutt upp söguþráð
leikritanna til að varpa ljósi á
umhverfi laganna, sérstaklega úr
því að meirihluti núlifandi íslend-
inga þekkir ekki sviðsverkin nema
af afspurn, þó að lögin séu enn á
hvers manns vörum.
Eitt af því sem festi gullaldarlög
Broadways varanlega í sessi var
hvað jassistar voru duglegir við
að gera þau að standörðum.
Væntanlega verða lögin úr
„söngvaleikjum" þeirra Múla-
bræðra enn líklegri en áður til að
hljóta sömu örlög eftir útkomu
þessara hefta, þar sem bæði sveifl-
arar og konsertpíanistar geta nálg-
azt þau í útfærðri og áreiðanlegri
mynd.
Ríkarður O. Pálsson.
Jón Múli
Árnason
I
i
I
I
>
I
>
\
I
t
I
I
!
s
i
;
!.
i
i
L
L
fi
I
4