Morgunblaðið - 18.12.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.12.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996 31 Nýjar bækur • SAGA Grindavíkur 1800-1974 er komin út. Höf- undar eru Jón Þ. Þór og Guðfinna M. Hreiðarsdóttir. I fyrra bindi Sögu Grinda- víkur, sem út kom árið 1994, var saga byggðarlags- ins rakin frá landnámi og fram til alda- mótanna 1800. Hér er þráðurinn tek- inn upp að nýju og saga Grindavíkur- kauptúns sögð frá 1800 og fram til þess er Grindavík hlaut kaupstaðar- réttindi árið 1974. í bókinni er sagt frá byggð, bændum og búaliði á 19. öld, greint frá myndum þéttbýlis í Grindavík, atvinnuháttum og atvinnuveg- um, sagt frá gerð Grindavíkur- hafnar, verslun í Grindavík, slysavörnum og stofnun björg- unarsveitar og ítarlegir kaflar eru um skóla-, félags- og menningarmál. Þar segir m.a. frá störfum Sigvalda Kalda- lóns í Grindavík og blómlegu leiklistarlífí á fyrri hluta aldar- innar. Margir koma við sögu í bókinni og má þar m.a. nefna Einar G. Einarsson, kaupmann í Garðhúsum, Jón Jónsson á Járngerðisstöðum, ættföður Járngerðisstaðaættar og sr. Odd V. Gíslason á Stað. • STELPURNAR á stöð- irini fjallar um talsímakonur á íslandi 1906 til 1991 eða í 85 ár. Tilefni bókarinnar er 90 ára afmæli símans á þessu ári. Ásthildur Steinsen tók bókina saman og skráði. í kynningu segir: „Þetta er bók sem nær til allra fjölskyldna í landinu, mjög margir áttu móður, syst- ur, frænku eða mágkonu sem unnu við símann, því þetta þótti eftirsóknarvert starf á sínum tíma. Þessi bók á erindi inn á hvert heimili á landinu, enda spannar verkið stóran þátt í atvinnusögu ís- lenskra kvenna á þessari öld.“ Þetta er tveggja binda verk, 700 síður með aragrúa af myndum, gömlum ognýjum. ísafoldarprentsmiðja sá um umbrot ogprentun, bókbands- stofan Fiatey annast bókband. Útgefandi erAlfa Gamma og er bókin eingöngu seld í áskrift hjá útgefanda. Sími 555-1525. Ásthildur Steinsen _________LISTIR______ Raggi og kanínan BOKMENNTIR Barnabók RAGGI LITLI OG PÁLA KANÍNA eftir Harald S. Magnússon. Myndir eftir Brian Pilkington. Iðunn 1996.26 bls. SAGAN um Ragga litla er undar- legt sambland af raunveruleika og draumi. Höfundur brýtur þá megin- reglu að sögur séu annað hvort ævintýri eða raunverulegar sögur eða hvort tveggja blandist eðlilega. í þessari sögu um Ragga er hann eins raunverulegur og öll önnur venjuleg börn en reynsla hans og sagan eru mjög óraunsæjar. Raggi finnur lítinn hálfdauðan kanínuunga og með aðstoð Pálínu frænku tekst honum að lífga hann við og kanínan fær nafn í höfuðið á lífgjafa sínum. En skömmu síðar festir Pála kanína fótinn í búrinu sínu og þar sem sárið grær ekki er hún svæfð. Þessi hluti sögunnar er mjög yfirborðskenndur. Slysið og meðfylgjandi dauði kanínunnar eru afgreidd í 6 línum en þetta hlýtur þó að vera kjarninn í sögunni. Það skrýtna er að ekki kemur heldur fram í sögunni að Raggi sakni kanín- unnar og hann tekur það sem góða og gilda skýringu að Pála sé komin til himna. En sagan tekur nú mjög sérkenni- lega stefnu. Pálu kanínu leiðist í himnaríki og er mjög einmana. Loks hittir hún krumma sem kennir henni leið til að komast aftur til jarðarinn- ar. Pálu þykir hins vegar mjög vænt um Ragga litla og leggur á sig ómælt erfiði til að verða sýnileg og komast aftur til hans. Og þar sem Pála er dugleg kanína tekst henni þetta áætlunarverk og skyndilega er hún komin á ný í fang Ragga síns. Hvernig sem á þessa sögu er litið er hún ákaflega efnisrýr. Hún er hvorki fyndin né vekjandi og í henni eru engar hugganir að finna fyrir börn sem missa gæludýrin sín. Sú lausn að láta dýr lifna við á ný er fráleit og í raun skaðleg fyrir börn sem eru mjög jarðbundin og taka alla hluti alvarlega. Textinn er of þéttur á blaðsíðun- um til að hann sé aðgengilegur fyr- ir lítil börn sem eru að byija lestur- inn. Þurft hefði að hafa betri greina- skil og meira bil á milli málsgreina til að gera hana læsilega og auðveld- ari litlum börnum. Myndir Brians Pilkingtons eru svarthvítar, lifandi og skemmtilegar. Brian tekst mjög vel að teikna dýr og gefa þeim svipbrigði og karakter. Síðasta myndin af kettinum Gosa og Pálu kanínu geislar af þeirri glettni sem vantar svo sárlega í textann. Sigrún Klara Hannesdóttir. I JiVVV eintök eru senn seld nf premur ÚTKALLS bókum Óttnrs Sveinssonnr, sem allar hnfn fnrið í metsölu „Óttar kann að byggja upp spennu, ón þess að beita fyrir sig ódýrum stílbrögöum" Geir Svansson bókmenntafræðingur. Morgunblaðið, 27. nóvember 1996. 0TTAR ARITAR í KRINGLUNNI ÍDAG SÖGUR í tilefni þeirra tímamóta að 15 þúsund eintök eru senn seld af bókum Óttars, óritar hann nýjustu bók sína í Hagkaupum, Kringlunni, í dag kl. 17-19 og í Eymundsson, Kringlunni, kl. 19-20.30 Fyrstu 15 þeirra sem óska óritunar í nýju bókina (ó tvær fyrri bækur Óttars i kaupbæti ISL?NS?A BOKAUTGAFAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.