Morgunblaðið - 18.12.1996, Page 32
32 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Menniiigarlægðin
BOKMENNTIR
Bókmcnntafræði
LEITIN AÐ LANDVÆTT-
UNUM
eftir Þorstein Antonsson. 130 bls.
Útg. Iðnú. Prentun: Prentstofa Iðnú.
Reykjavik, 1996.
ÞORSTEINN Antonsson leitar
að landvættunum. Hvort hann
muni nokkru sinni finna þær.
Orðaleikur Þorsteins er auðskilinn.
Landvættirnar héldu vörð um
landið. Við lifum á hnignunar- og
niðurlægingartímum sem meðal
annars lýsa sér í lélegum skáld-
skap, óstöðvandi málæði og afleitu
skóiakerfi. Hvers vegna? Hví er
komið sem komið er? Spurningarn-
ar eru orðaðar af undirrituðum,
að sönnu, en það eru eigi að síður
slík og þvílík áleitin spursmál sem
Þorsteinn leitast við að svara. í
samræmi við tíðarandann gerist
hann stundum háfleygur, spek-
ingslegur; jafnvel óþarflega lang-
orður. Hann getur líka verið yfir-
lýsingaglaður og hittir þá stundum
naglann á höfuðið. »Módernismi
er aðferð þess skilningslausa til
að skapa,« segir hann t.d. í lo-
kakafla. Þetta er ekki verra spak-
mæli en hvað annað. Vafalaust
er það rétt út frá einhveiju sjónar-
miði séð. Að sönnu væri fjarstætt
að ætla að öll skáld, sem ort hafa
í anda módernismans, hafi verið
heimsk, enda mun Þorsteinn ekki
eiga við það. Miklu fremur leitast
hann við að rekja orsakirnar að
baki stefnunni, getur um Freud
og alla hina, reynir svo að greina
í sundur, tengja saman, skoða,
átta sig, skýra og skilgreina; og
að lokum finna orsök og afleiðing.
Skýringar Þorsteins eru haldgóð-
ar, sumar hveijar, aðrar ef til vill
of langsóttar en allt
um það áhugaverðar.
Fyrir koma orð eins
og hugmyndagrunnur
sem Þorsteinn cr svo
laginn að varpa fram
og leggja út af á ýmsa
vegu. Klárastur er
hann hins vegar þegar
hann kemur beint og
vafningalaust að efn-
inu. Til dæmis þetta:
»Pólitíkin hefur
þrengt mjög þroska-
möguleika skáldskap-
arins nema á einn veg,
þann sem vinstri sinn-
um hefur verið þókn-
anlegur.«
Vinstri og hægri, eftir á að
hyggja, hvað er nú það? Forðum
stór orð sem fram komu í stjórnar-
byltingunni frönsku og hafa síðan
skipt mannkyninu í tvær andstæð-
ar og stundum fjandsamlegar fylk-
ingar? Sumir vilja meina að svo
sé ekki lengur. Nú séu þetta mark-
laus einkennismerki stjórnmála-
flokka sem allir séu komnir inn á
miðjuna? Ef til vill? Það flækir
málin óþægilega fyrir þeim sem
vilja hafa allt á hreinu. I mennin-
garpólitíkinni eru vinstri og hægri
þó til enn, svo mikið er víst. Þor-
steinn er ekki að fjasa um eitthvað
sem ekki er til. Menningarpólitíkin
tekur alltaf mið af stjórnmálum
líðandi stundar en getur að öðru
leyti farið sínar eigin leiðir. Krist-
inn E. Andrésson mat mikils ljóð-
list Eliots þó skáldið væri »aftur-
haldsmaður«. Þorsteinn telur að
það hafi verið nýrómantík Krist-
manns Guðmundssonar sem fór
fyrir brjóstið á vinstri mönnum.
Eitthvað má vera til í því. En hvað
um Jóhannes úr Kötlum? Ljóðlist
hans mátti líka heita nýrómantísk.
Samt var hann öðrum fremur dáð-
ur af vinstri mönnum!
Þetta um pólitíkina,
en hvað um menning-
arlægðina? Gullaldar-
skeið í bókmenntum
hafa jafnan staðið
stutt. Hnignunar-
skeiðin hafa þar á
móti varað lengi! Dap-
urleg sannindi fyrir
okkur sem nú lifum
eða hvað! Ætla má að
eftirfarandi útlistun
Þorsteins fari nærri
kjarna málsins:
»Hnignunarbók-
menntir koma fram
sem andsvar við
strangleika og þröng-
sýni á bókmenntasviðinu, og fylla
tómarúm sem reglufesta ríkjandi
bókmenntahefðar kannast ekki við
að sé til«. Orðalag þetta er að vísu
dálítið Þorsteinslegt en auðskilið
eigi að síður.
Eftir lestur þessarar bókar þarf
vart að fara í grafgötur hvar Þor-
steinn stendur. Hann er i hópi
þeirra sem vilja halda sambandi
við fortíðina. Landvættirnar!
»Sögulaus tíð er Víti,« segir hann.
Jafnframt gerist hann eins konar
menningarlegur veðurspámaður,
skyggir hönd fyrir auga, tekur
vindáttina, spáir i útlitið og metur
horfumar. Hvort meginniðurstöð-
ur hans eru réttar eða rangar?
Ætli sé ekki best að hver og einn
meti það fyrir sig? Hugvekjur hans
eru alltént á rökum reistar. Leit-
in að landvættunum er gefin út
af skólaforlagi svo ætiunin mun
að nota hana sem námsefni í fram-
haldsskólunum. Um það er ekkert
nema gott að segja. Blessaðir
unglingarnir ættu ekki að vera
báglega staddir ef þeim er ekki
boðið upp á neitt lakara!
Erlendur Jónsson.
Þorsteinn
Antonsson
Langavitleysa
BOKMENNTIR
Skáldsaga
ANDSÆLIS Á
AUÐNUHJÓLINU
eftir Helga Ingólfsson. Bjartur 181
síða. Prentvinnsla: Norhaven a/s,
Danmörku
FARSAKENNDAR skáldsögur
hafa ekki verið algengar hér á
landi. Þessari þjóð hefur fremur
þótt það fyndið sem vansagt er
en ofsagt. Ýkjustíll er að vísu
ekki fjarri mörgum íslenskum
skáldsagnahöfundum sem nú eru
á besta aldri en úrdrátturinn þyk-
ir klassískur enda hlæjum við að
yfirlætislitlum lýsingum forn-
sagnanna sem fela þó oftar en
ekki í sér meinhæðni og trölla-
húmor.
Andspænis á auðnuhjólinu er
eftir höfund sem hefur ekki farið
troðnar slóðir í íslenskri skáld-
sagnagerð undanfarinna ára. Sög-
ur hans um hið forna Rómaveldi
hafa borið með sér ferskan blæ,
bæði hvað varðar efni og stíl. Þessi
saga er af allt öðrum toga; lauf-
léttur farsi með atburðarás sem
hlítir engum rökræn-
um lögmálum.
Sagan hefst á því
þegar Jóhannes,
kennari og frístunda-
málari, er á leiðinni í
bæinn eftir að hafa
ekið aldraðri móður
og frænkum eiginkon-
unnar til Keflavíkur-
flugvallar. Hann ekur
fram á unga, huggu-
lega konu sem á í
vandræðum með bíl-
inn sinn. Sem þakk-
lætisvott fyrir að
reyna að gera við bíl-
inn býður konan Jó-
hannesi heim. Þar lendir hann í
sínum fyrsta háska í þessari sögu
en ekki þeim seinasta. Jóhannes
neyðist til þess að hoppa úr freyði-
baði beint út á svalir þegar kær-
asti ungu konunnar, vöðvabúnt
hið mesta, kemur óvænt heim.
Kona í næsta húsi rekur augun í
Jóhannes kviknakinn, hringir á
lögregluna og tilkynnir um dóna-
mann í næsta húsi. Þar með hefst
flótti Jóhannesar undan lögregl-
unni og hefnigjörnum kærasta og
rekur hver ótrúlegur atburðurinn
annan.
Þessi saga er lipur-
lega skrifuð og þekk-
ing höfundar á lista-
og menningarsögu og
bókmenntum smitar
út á réttum stöðum.
Stíllinn er í heild lauf-
léttur nema hvað alltof
tíðar eignarfallsein-
kunnir íþyngja honum.
(Er hér er um marg-
fræg ensk áhrif að
ræða?) Á bls. 61 taldi
ég a.m.k. 8 þunglama-
lega eignarfallsliði og
hefðu þar forsetning-
arliðir sums staðar
komið að jafngóðum
notum og gert stílinn léttari.
Andsælis á auðnuhjólinu geymir
fyndna spretti en oftast er húmor-
inn fremur afturkreistingslegur.
Persónusköpun er ekki frumleg
heldur er hún eins og afsteypa af
afsteypu. Farsakennd atriði sög-
unnar hefur maður séð í góðum
og lélegum bíómyndum. (Hve
mörg tilbrigði ætli séu t.d. til við
atriðið af nöktum elskhuga úti á
svölum?) Söguframvindan er ólík-
indaleg, fáránleg og alls ekki nógu
spennandi til þess að geta haldið
áhuga lesandans vakandi. (Hvers
vegna rauk Jóhannes endilega úr
bænum?)
Ekki er hægt að líta á Andsæl-
is á auðnuhjólinu sem framfarir í
ritferli höfundarins. Það verður að
dæmast á eigin forsendum. Ef
fyrri verk hafa verið bragðmiklir
aðalréttir þá er þessi saga eins og
sterkt kaffi með stórum mola-
sykri. Fyrir mitt leyti nægir einn
sopi, molann þigg ég aldrei.
Ingi Bogi Bogason
5\6V1^>/V\\t\ý. _ Brúðhjón
Allur boiðbiindðitr Glæsileg gjdfavara Bníöarhjdna listar
, VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
Helgi
Ingólfsson
Forsetabókin á al-
mennan markað
NÚ ER komin á almennan bók-
sölumarkað Forsetabókin - for-
setakjörið 1996 í máli og myndum
- eftir Karl Th. Birgisson og Ein-
ar Karl Haraldsson, þar sem saga
forsetakjörsins er rakin í texta og
með fjölmörgum ljósmyndum. For-
setabókin hefur verið seld í áskrift
og fylgir henni heillaóskaskrá með
nöfnum um tvö þúsund Islendinga.
í bókinni er rakinn aðdragandi
forsetakosninganna, lýst átökum
um menn og málefni og viðbrögð-
um við kjöri Ólafs Ragnars Gríms-
sonar. Þá er sagt frá fyrstu verkum
Ólafs Ragnars og Guðrúnar Katrín-
ar Þorbergsdóttur eftir embættis-
tökuna og stiklað á helstu atriðum
í sögu embættisins. „í bókinni er
einnig sýnd fylgisþróun frambjóð-
enda samkvæmt niðurstöðum skoð-
anakannana, en með nokkuð öðrum
hætti en tíðkast hefur, og kemur
þar fram talsvert önnur túlkun en
kjósendum birtist í ijölmiðlum á
sínum tíma. Þá er greint frá mál-
flutningi frambjóðenda, deilum
þeirra um eðli embættisins og með-
ferð þess, svo og pólitískum undir-
tónum kosningabaráttunnar," segir
í kynningu.
Bókina prýða á annað hundrað
ljósmyndir sem fæstar hafa komið
fyrir almenningssjónir áður.
Útgefandi er Félag um forseta-
framboð Ólafs Ragnars Grímsson-
ar, en dreifingu annast Islensk
bókadreifing.
Kántrýlag
ábók
BÖKMENNTIR
Skáldsaga
TÓNLIST TVEGGJA
HEIMA
eftir Robert James Walker. Vaka-
Helgafell 1996.310 bls.
ALLIR sem gaman hafa af
bandarískri sveitatónlist ættu að
verða sér úti um þessa bók. Hér
svífur yfir rykugum sléttum og
endalausum ökrum andi harm-
sögulegra örlaga alþýðufólks sem
aldrei öðlast hamingjuna nema rétt
eitt svikult augnablik þegar frelsi,
framtíð og draumur renna saman
í nálaroddsstórum punkti sem rist-
ir svo djúpt að skortur og nauð
ijúka út í veður og vind og sælu-
tilfinning engri lík springur út í
höfðinu, eins og flugeldasýning á
lokaathöfn Ólympíuleikanna. Þetta
augnablik er hins vegar glæpsam-
lega skammvinnt. Aður en varir
er allt komið í sama farið aftur;
peningavesen, rifrildi, drykkju-
skapur og glataðir sénsar ríða
húsum, steypa stæðilegum karl-
mönnum í hyldjúpa örvæntingu og
reka dýrlétt kvenfólk sem allajafna
„stendur við hlið mannsins síns“
burt frá börnum og maka. Eftir
sitja harðir naglar með gljúpa sál
og harma óréttlátt straff fyrir
glæpi sem þeir frömdu aðeins af
því að þeir „gátu ekki breytt sér“.
Þeir standa á veröndinni og mæna
út í óravíðáttur Texas, Nebraska
eða Vestur-Kentucky og syngja
eins og Kenny Rogers um Lucy
sem fór á versta tíma þegar upp-
skeran beið á ökrum og börnin
fjögur lágu vælandi í beðnum og
heimtuðu mat. Eða þá að þeir taka
undir með ónefndum snillingi sem
harmaði ekki aðeins að konan hefði
stolist á brott heldur einnig að hún
hefði stolið uppáhalds gallabuxun-
um hans í leiðinni. Sveitatónlistin
er óperumúsík alþýðumannsins,
melódrama dreifbýlisins, láglauna-
fólksins og hörðu jaxlanna sem þó
eru svo meyrir í rótina. Það er stað-
fest regindjúp á milli samfélagsins
sem hún rís af og borgarinnar þar
sem Menningin blómstrar og firr-
ingin slítur öll bönd. Á þessu djúpi
rær Robert James Walker.
Hann fiskar upp eitthvað sem
margir kannast sömuleiðis við úr
sveitasöngvunum: Huggulegheit.
Skáldsöguheimur hans er ósköp
kósulegt pláss þar sem frústrerað-
ur grænmetissali springur loksins
út eftir að hafa afplánað langa
vist í hvunndagshelvítinu, þar sem
ístaðslaus fegurðardís nær loksins
að skorða sig af í hnakknum, þar
sem gæðalegur sveitasöngvari
skilur loksins, að við erum oftast
„alltof feimin við að elska“. Jafn-
vel hin harmsögulega aðalpersóna
bókarinnar, Jack Carmine, sem þó
er á hraðri niðurleið í bókarlok,
plagaður af ásóknum úr Víetnam-
stríðinu og hruni þess heims sem
honum þótti vænst um, er einhvern
veginn notalegur á sinn hijúfa
hátt. Hann er jú frelsandi engill
stjórnleysis og uppreisnar. Hann
er náttúrukraftur sem sendur er
til að bijóta hlekki annarra þótt
hann geti aldrei molað sína eigin.
Hann er táknmynd þess sem Amer-
íka stendur fyrir; óheft frelsi í
bland við ást á eigin reit, staðfesta
ofin stöðugu flökti. Samúðin er
hans.
Þetta er afskaplega haganlega
skrifuð bók. Hún er að vísu inn-
blásin af ótta við hvarf gildanna
sem límt hafa saman bandaríska
fjölþjóðasamfélagið og því er höf-
undi umhugað um að innrétta frá-
sögnina með þægilegri lýsingu og
fallegum húsgögnum. í henni er
sköpuð „mannleg" og „hlý“ veröld
til að vega upp á móti yfirvofandi
hruni amerískrar menningar, sbr.
kúltúrpessimistískar hugleiðingar
grænmetissalans Vaughn Rho-
mers: „En núna var spillingin
komin út í öfgar, eins og næstum
allt annað í Bandaríkjunum, og
orðin ráðandi. Glæsileikinn var
horfinn." (Bls. 64.) En bandaríska
raunsæið reddar henni frá því að
verða væmninni alveg að bráð.
Fáum er jafn vel lagið að búa til
sögur um venjulegt fólk og Amer-
íkönum. Hér standa ómenntaðir
farandverkamenn og fatafellur
uppi eins og sannar hetjur, sem
flóknar manngerðir, en ekki sem
plebbar eins og oft vill verða í
evrópskum bókmenntum. Líkt og
í sveitasöngvunum birtist manni
hér fólk af holdi og blóði, ekkert
svo sem óskaplega djúpt þenkj-
andi eða á þeim buxunum að leysa
helstu vandkvæði samtímans, en
er kannski þess vegna svo vina-
legt og hlýtt. Þetta eru manngerð-
ir sem eru „of heimskar fyrir New
York og of ljótar fyrir LA“, eins
og segir í lagi Garths Brooks; al-
þýðuhetjur. Þeim, sem finnst
kántrý væmið og hallærislegt,
ættu að varast þessa bók eins og
heitan eld. Hinum ætti hér flest
að falla vel í geð. Ég held að þar
sé fundinn besti mælikvarðinn á
hana.
Kristján B. Jónasson