Morgunblaðið - 18.12.1996, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996 33
Ófyrirleitin og hógvær
BOKMENNTIR
Ljóö
TILVISTARHEPPNI
eftir Margréti Lóu Jónsdóttur,
Marló, 1996 - 68 bls.
SKÁLDSKAPUR er í eðli sínu
spurning og skáldið spyrjandi auga.
Það er einkenni góðra skáldverka
að vekja fremur spurningar og leita
svara en að vera svarið sjálft. Les-
endur geta að sjálfsögðu
fundið svör í skáldritum
en þau er þá oftast nær
afleidd enda er skáld-
skapur ekki einungis
veruleiki heldur einnig
ímynd veruleika sem les-
endanna er að endur-
skapa.
Flest skáld hljóta því
með einhveijum hætti
fyrr eða síðar að fjalia
um samband sitt og
sköpunarverks síns ein-
mitt vegna þess að það
er þeim ekki síður undr-
unarefni en lesendum.
Alveg eins og sjómenn
spyija um eðli starfs
síns, kvóta, veiðarfæri,
vinnubrögð og fiskgengd hljóta
skáld að velta fyrir sér skáidskapn-
um, innblæstrinum, forminu og hinu
ljóðræna í manninum. Það er hins
vegar sjaldgæfara að þau leggi und-
ir þá umfjöllun heila ljóðabók. En
það gerir Margrét Lóa Jónsdóttir
með bók sinni Tilvistarheppni.
Vitaskuld er margt meira í þess-
ari bók en spurningar um ljóð, ljóð-
form og innblástur. í leit sinni að
svörum við eðli Ijóðsins kemst skáld-
ið nefnilega að því að ailt er „ljóð-
rænt og myndrænt" ef út í það er
farið. Ljóðabókinni skiptir Margrét
markvisst upp í sex ljóðaflokka sem
hver um sig hefur sín sérkenni en
tengjast þó meginefni ljóðabókarinn-
ar. Sumir fjalla um ástir, aðrir um
eilífðina og efann en fyrirferðar-
mestur og ef til vill einnig átaka-
mestur er síðasti bálkurinn um
Draumey sem er einhvers konar
annað ljóðsjálf bókarinnar. Hún er
„í senn ófyrirleitin / og hógvær" en
upplifir skáldskapinn sem lífið í
miklu návígi. Hún er „tvífari sjálfs
þín“ eins og segir í kvæðinu:
Hún er þú
þegar þú öðlast lífshamingjuna.
Þú þegar þú glatar öllu sem þú átt.
Þú í góðra vina hópi.
Þú á sólríkum degi.
Þú þegar þú deyrð.
Þú að hugsa um mennina og heim-
inn. Mér finnst þessi Ijóðabók Margr-
étar Lóu vel heppnuð í mörgu tilliti.
Hún færir okkur ef til vill ekki nýjan
skilning á eðli ljóðsins. Efnistök
skáldkonunnar eru heldur ekki frum-
legri en gengur og gerist og mynd-
sköpun hennar hefur jafnvel stund-
um verið glæsilegri. En hún tekst á
við ljóðið og sjálfa sig í Ijóðinu og
úr þeim átökum sprettur fijór skáld-
skapur sem vekur margs konar
spurningar.
Margrét teflir gjarnan fram and-
stæðum í ljóðum sínum. Annars veg-
ar er heimur skipulags, sjálfstjórnar
sem hún tengir ytra formi, vissu og
handfestu veruleikans. Á sviði ljóð-
listarinnar væri slík
handfesta hin gráa
kenning ljóðgreining-
arinnar þar sem stagl-
ast er á „íróníu / meta-
fóru og allegóríu". Á
hinn bóginn blasir við
okkur veröld óvissunar
þar sem sannleikurinn
„ er hreint ekki til /
aðeins misfögur blæ-
brigði lyginnar", heim-
ur tiifinninga og
mennsku. í ljósi þess-
ara andstæðna spyr
skáldkonan: „Mark-
vissar setningar? /
Ómarkvissar mann-
verur?“ Hinn ijóðræni
veruleiki er því ekki
fyrst og fremst orð sem vísa okkur
veginn heldur tjáning á innstu veru
sem í sjálfri sér er sundruð og vega-
laus:
Ljóð eru ekki orð
Ljóð eru að minnsta kosti
djúpgrænt vatn -
Fjarðamynni
Skýjaflóki
eða tungl sem aldrei sést.
Trylltasta röddin
í höfðum okkar?
Sjúk þrá
í djúpu fylgsni...
Tilhlökkun
eða hin bliðasta einsemd?
Nei -
Ljóð eru ekki orð!
Ljóð eru raunar festingin sjálf
Stjarna og stjarna
En samt er ekkert
sem vísar okkur veginn.
Ljóðatexti Margrétar er léttleik-
andi, útleitinn og opinskár þótt efni
ljóðanna leiði hugann inn á við.
Skáldkonan tekur sig heldur ekki
allt of hátíðlega og skopast jafnvel
að viðleitni sinni til að skilja og skil-
greina. Eigi að síður er megintónn-
inn alvarlegur og skáldskapurinn
persónulegur og einlægur. En mikil-
vægast er þó að bókin er uppfull
af orðfimi og myndum sem kveikja
spurningar og svör.
Skafti Þ. Halldórsson
Margrét Lóa
Jónsdóttir
Afmælisútgáfa
í takmörkuðu
upplagi,
aðeins 100 stk
í boði
5.000, króna
afmælisafsláttur
Nilfisk
Silver
^onix
HÁTÚNI6A REVKJAVlK SÍMI 552 4420
LUXUS-
ÚTFÆRSLU,
FRAMLEIDD í
TILEFNI
90ÁRA
AFMÆLIS
SIILFISK
Nilfisk
Silver
(£þccfaz íslemki ostminn er kominn á
ostabakkann, þegar hann kórónar matavqcrðina
- bræWur eða ðjupsteiktnr - eða er einþaððleqa
settur beint í munninn
Q/slemkur rsóketa
í ktqð'ðotiu
Frábær með fersfeu salati
og sem snarl.
ostababbann og með
ifeexi og ávöxtum.
<g/Aon&a (Sóétie
Með feexinu, brauðinu og
ávöxtunum. Mjög góður
djúp- eða smjðrsteifetur.
©ðiascaqione
Góður einn og sér og
tilvalinn í matargerðina.
(£ívitut kastali
Með fersfeum ávöxtum
eða einn og sér.
^foamembert
Einn og sér, á ostababbann
og í matargerð.
£Jljómaostm
Á bexið, brauðið,
í sósur og ídýfur.
<Q)tort -Q£)imon
Ómissandi þegar vanda
á til veislunnar.
£líuxusifr{a
Mest notuð eins og hún bemur fyrir
en er einbar góð sem fylling í bjöt- og
fisbrétti. Bragðast mjög vei djúpsteibt.
<£Port £jalut
Bestur með ávöxtum, brauði
og bexi.
Tilvalinn til matargerðar- í súpur,
sósur eða til fyllingar í bjöt- og
fisbrétti. Góöur einn og sér.
0"Pepperoneostur
Góður í ferðalagið.
(cplvítlauks Qpðtie
Kærbominn á
ostababbann, með bexi,
brauði og ávöxtum.
ISLENSKIR
^g.tlNAS?4