Morgunblaðið - 18.12.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.12.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996 35 sleyfa náttúru- mefnd ríkisins orða- ngar Morgunblaðið/Golli idir náttúrulyf, þar sem þær eru allt skal skrá sem náttúrulyf. heilsu manna eða mjög vandmeðfarin, þ.e. lyfseðilsskyld náttúrulyf, og nefn- ir sem dæmi ópíumdropa. Einar bendir á að vissulega kosti það sitt að uppfylla gæðakröfur og skrá náttúrulyf samkvæmt reglugerð- inni. „En það kostar líka að slátra í sláturhúsum. Það er ódýrara að slátra heima, en það er bara bannað! Við megum ekki slaka á kröfunum, það eru ákveðnar grunnreglur sem verður að virða. íslendingar eru búnir að undirrita ákveðna samninga og þá verður að fara eftir þeim.“ Úlfur Ragnarsson, læknir og félagi í Heilsuhringnum, er á öndverðum meiði. Hann er á þeirri skoðun að reglugerð um náttúrulyf sé með öllu óþörf og telur að Evrópusambandið sé fremur að vernda hagsmuni lyfja- verksmiðja en heilsufar fólksins. „Náttúrulyf eiga að vera skaðlaus og ódýr lyf sem almenningi er treystandi til að fara með samkvæmt eigin dóm- greind. Um leið og farið er að setja um þau reglur þannig að verðlagið rýkur upp er verið að ýta undir notk- un á hinum lyfjunum, sem fólk fær jafnvel alveg frítt hjá læknum," segir hann. A Einari Þorsteini og fleirum er að heyra að æskilegra hefði verið að náttúrulækningafólk hefði fengið að koma nálægt undirbúningi reglugerð- arinnar á fyrri stigum þeirrar vinnu. Það sjónarmið tekur Einar Magnússon að vissu leyti undir - eftir á að hyggja. Hann segir ekki standa til að setja stífari reglur um þessi mál hér á landi en þörf sé á. Hann leggur áherslu á að heilbrigðisráðuneytið vilji góða samvinnu við alla sem málið varðar og segir engan sérstakan hraða á afgreiðslu þess. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra tekur undir að ekki liggi líf- ið á að samþykkja reglugerðina. Hún leggur áherslu á að enn sem komið er sé aðeins um að ræða drög og að því eigi ýmislegt enn eftir að breyt- ast. „Við höfum fengið margar góðar ábendingar sem við munum nýta okk- ur. Ég tel mikilvægt að fólk geti haft greiðan aðgang að náttúrulyfjum og það hefur aldrei verið ætlunin að hefta frelsi varðandi náttúrulyf. Það er mik- ill misskilningur," segir heilbrigðis- ráðherra. 1- Hafriar- j SkarðshTiði Leirár- og lelahreppur HvaWjarprstrand, —^pLambhai I Hagamelur áyvQjkLr, ,HI Akrafjal! Kjölur Kiðafell eppur Saurbæi shreppur osfellsbær F UNDUR íbúa Kjósarhrepps samþykkti í fyrrakvöld ályktun þar sem skorað er á umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra að beita sér fyrir því að nú þegar verði stöðvaðar allar áætlanir um að gera Grundartanga í Hvalfirði að mesta stóriðnaðar- svæði landsins. Fundurinn telur hættu á að uppbyggingin hafi í för með sér umhverfisslys í Hvalfírði. Á milli 40-50 manns voru á fund- inum sem er u.þ.b. helmingur íbúa í Kjósarhreppi. Sigurbjörn Hjaltason, bóndi á Kiðafelli í Kjós, sagði að íbúar Kjósarhrepps óttuðust að frek- ari iðnaðaruppbygging á Grundart- anga myndi hafa slæmar afleiðingar í för með sér fyrir búsetu og atvinnu- uppbyggingu við sunnanverðan Hvalfjörð. „Okkur finnst ekki fara saman að byggja upp orkufrekan iðnað við hlið ferðaþjónustu, sem hefur verið að vaxa við rjörðinn. Svæðið býður upp á að það verði notað undir úti- vist í framtíðinni. Hér er mikið af sumarbústöðum og margs konar verðmæti frá náttúrunnar hendi. Hér eru t.d. fjörunytjar sem vafalaust munu spillast verði álverið reist. í Hvalfirði eru helstu kræklingafjörur Reykvíkinga. Hér eru líka helstu uppeldisstöðvar æðarfugls við Faxa- flóa. Okkur þótti því undarlegt að sjá þá fullyrðingu í umhverfismati vegna byggingar álvers að engar merkilegar fuglategundir séu í Hval- firði. Það alversta er þó ímynd svæð- isins. Það er ekki sannfærandi að markaðssetja hreinleika og útivist þegar svæðið hefur þá ímynd að það sé ofurselt mengandi verksmiðjum.“ Áfall fyrir landbúnað Sigurbjöm sagði ljóst að bygging álvers á Grundartanga yrði mikið áfall fyrir landbúnað á svæðinu. Rannsóknir við álverið í Straumsvík hefðu sýnt að mikið af flúor greind- ist í beinum sauðfjár. í sumum tilfell- um hefði það leitt til vanþrifa og gadds. Það mætti því gera ráð fyrir að mjög erfitt yrði fyrir sauðfjár- bændur í nágrenni Grundartanga að halda áfram búskap eftir að álverið hefði tekið til starfa. Sigurbjöm sagði furðulegt að í tillögu að starfsleyfí væri ekki gert ráð fyrir að fylgst yrði með flúormagni í nágrenni álversins. Sigurbjörn sagði að það hefði komið íbúum Kjósarhrepps á óvart þegar þeir fréttu að búið væri að skipuleggja sjö lóðir á 200 ha svæði við Grundartanga undir stóriðnað. Svo virtist sem litið væri á þetta svæði sem helsta stóriðjusvæði landsins. Hvalfjörður hentaði illa undir slík not. Hann væri tiltölulega þröngur, hætta væri á efnamengun á nálægu landi og í sjó og vatnsöfl- un á svæðinu væri erfið. Sigurbjöm sagði að íbúar Kjósar- hrepps hefðu áður gert athugasemd- ir við áform um frekari uppbyggingu stóriðju á Grundartanga, en stjórn- völd hefðu lítið mark tekið á þeim. Svo virtist sem keyra ætti þetta mál áfram án þess að huga að afleiðing- unum. Sigurbjörn sagði dæmi um áhersl- ur stjórnvalda í þessu máli að í umhverfismatinu væri í ítarlegu máli greint frá markmiðum stjórnvalda í atvinnumál- um og uppbyggingu stór- iðju, en ekki væri minnst einu orði á markmið stjórn- valda í umhverfismálum. íbúar á Hvalfjarðarströnd hafa aðra afstöðu íbúar Hvalfjarðarstrandarhrepps virðast ekki andsnúnir frekari upp- byggingu á orkufrekum iðnaði á Grundartanga eins og íbúar Kjósar- hrepps. Jón Valgarðsson, oddviti Hvalfjarðarstrandarhrepps, sagði að bygging álvers á Grundartanga hefði verið kynnt íbúum hreppsins á fundi Akranes íafförður '“’-V v'- - • : 10 km Skiptar skoðanir um iðnaðar- uppbyggingu á Grundartanga Ibúar í Kjósarhreppi eru mjög ósáttir við áform um frekari uppbyggingu stóriðju á Grundar- tanga. Þeirtelja að afleiðingamar verði alvar- legar fyrir umhverfíð. íbúar við norðanverðan Hvalfjörð styðja hins vegar almennt byggingu álvers á Grundartanga. Staðsetja á verksmiðjur á sama svæði þegar umhverfismat lá fyrir. Fólk hefði spurt ítarlega um mengunar- hættu af álveri. Hann sagðist ekki vita betur en að íbúar hefðu almennt sætt sig ágætlega við þau svör sem fengust frá sérfræðingum. Yrði farið eftir þeim reglum og lögum sem gilda um mengunarvarnir væri vel séð fyrir þeim þætti. Jón sagði að á sínum tíma hefði því verið spáð að Járnblendiverk- smiðjan myndi hafa slæm áhrif á búsetu og landbúnað við norðanverð- --------- an Hvalfjörð en annað hefði komið á daginn. Að vísu hefði landbúnaður á svæðinu dregist saman eins og víðar á landinu, en verksmiðjan hefði veitt sveitunum atvinnutækifæri hefði ekki fengið annars fólki í sem það staðar. „Járnblendiverksmiðjan er eina trausta atvinnan sem hefur komið í staðinn fyrir þau atvinnutækifæri sem hafa glatast í landbúnaði á þessu svæði. Okkur þykir margt mæla með því að staðsetja verk- smiðjur af þessum toga á sama svæði og þess vegna mælum við með því að álverið verði reist hér. Við höfum ekki þá reynslu af Járnblendiverk- smiðjunni að hún hafi haft slæm áhrif á gróður eða aðra slíka þætti. Ef það stenst sem segir í umhverfis- mati álvers óttumst við ekki að álver- ið skaði neitt hér. Við óttumst ekki að það hafi áhrif á ferðaþjónustu umfram það sem er í dag,“ sagði Jón. Járnblendiverksmiðjan gagnrýnd Fundur íbúa Kjósarhrepps gagn- rýndi einnig mengun frá --------- Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga. í ályktun fundarins segir að íbúamir sætti sig ekki við afsökun- arbeiðni framkvæmda- stjóra fyrirtækisins. Ekki hafí verið staðið við vilyrði um lagfæringar á hreinsunarbúnaði verksmiðjunnar. Fundurinn krefst þess að yfirvöld láti rannsaka starfsemi verksmiðj- unnar m.a. með tilliti til þess hvort umhverfislög hafi verið brotin og hvort verksmiðjan hafi farið út fyrir starfsleyfi sitt. Jón Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Járnblendiverksmiðjunnar, Hvalfjörður hentar illa undir stóriðju sagðist ekki óttast rannsókn á verk- smiðjunni. Hún hefði engin lög brot- ið og að öllu leyti haldið sig vel inn- an við þau mörk sem sett væru í starfsleyfi. Jón sagði að stöðugt væri fylgst með mengun frá Járnblendiverk- smiðjunni og árlega skiluðu starfs- menn verksmiðjunnar skýrslu til yf- irvalda um starfsemi hreinsibún- aðarins. „Rekstur á reykhreinsivirkj- um hefur alla tíð verið mjög góður og mengun frá verksmiðjunni langt innan við þau mörk sem okkur eru sett í starfsleyfi. Reykhreinsivirkin hafa starfað eins og þau eiga að gera í 99,6-99,8% af rekstrartíman- um lengst af. Það er ekki mikið af svona stórum og flóknum tæknibún- aði sem stendur álag svona vel af sér,“ sagði Jón. ' Jón sagði að alrangt sem segir í ályktun fundar íbúa Kjósarhrepps að verksmiðjan blési frá sér eiturefn- um. Í reyknum væri fíngert kísilryk sem væri ekki hættulegt varnarbún- aði heilbrigðra öndunarfæra. Góð rök væru fyrir því að þessi reykur væri meinlausari en venjulegt vegryk, sandfok eða sinureykur. Jón sagði að það væri síst af öllu Kjósveija að kvarta undan reyk fá Járnblendifélaginu vegna þess að mjög óvenjulegt væri að vindur stæði frá verksmiðjunni yfir í Kjós eða aðeins 1% samkvæmt veðurmæling- um síðustu missera. Ríkjandi vind- áttir blésu reyknum annað. Jón Valgarðsson sagðist telja að bæta þyrfti mengunarvarnir og mengunareftirlit við Járnblendiverk- smiðjuna. Hann sagðist því að hluta til geta tekið undir áhyggjur íbúa Kjósarhrepps að þessu leyti. --------- „Síðustu tvö ár hefur að okkar mati hefur ekki verið nægilega gott lag á mengunarvörnum hjá _________ Jámblendiverksmiðjunni á Grundartanga. Það hef- ur verið allt of mikið um að reykur hefur sloppið óhreinsaður út. Þeir hafa sagt okkur að reykhreinsibún- aður sé farinn að ganga úr sér og þeir hafi ekki haft ráð á að halda honum við. Við höfum gagnrýnt þetta. Við höfum einmitt lagt mikla áherslu á í sambandi við viðræður um byggingu álvers að mengunar- varnar verði að ganga fyrir," sagði Jón.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.