Morgunblaðið - 18.12.1996, Síða 43

Morgunblaðið - 18.12.1996, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996 43 HESTAR Morgunblaðið/V aldimar ALLT bendir til að baráttan um spæni sem undirburð verði ró- legri í vetur en var í fyrra. Ættu gæðingarnir því að hafa það gott í vetur í þurrum og notalegum stíunum. Betra ástand í spónamálum hestamanna Sú var tíðin að spænir kostuðu ekki neitt en allt er breytingum háð og er nú svo komið að farið er að selja þá. Valdimar Kristinsson kannaði ástandið í spónamálum og kynnti sér verð og framboð á „gullinu“. LENGI vel voru stóru trésmiðjumar í þeirri aðstöðu að þurfta að henda spónum í stómm stíl á sumrin á öskuhaugana í Gufunesi þegar framleiðsla var hvað mest og eftir- spurn í lágmarki. Þegar leið að vetri fóru hestamenn að birgja sig upp og yfir veturinn þurfti yfirleitt ekki að henda spónum. Það sem síðan hefur gerst er að hestum sem teknir eru á hús fjölgar verulega á höfuðborgarsvæðinu og víðar og hitt að í auknum mæli er farið að hafa hross í svokölluðum safnstíum. Þar sem mokað er út á eins til tveggja mánaðar fresti en borið undir í kringum þijú til fimm kíló af spónum daglega í tveggja hesta stíur og eitthvað minna í eins hests stíur. Þá hefur þeim farið fjölgandi sem nota spæni sem undir- burð samfara auknum kröfum um þrifnað og betra loft í hesthúsum. Markaðslögmálin á fullu í framhaldinu hafa markaðslög- málin komið inn í spilið með áþreifanlegri hætti, því áður var aðeins greitt fyrir flutning. Verðið á flutningi var lengi vel í kringum sex þúsund krónur. Á síðustu tveim- ur árum hefur orðið breyting á og í dag eru greiddar rétt innan við tuttugu þúsund krónur fyrir tuttugu feta gám. Einnig hafa stærstu spónaframleiðendur í auknum mæli farið að selja spæni í pokum. Öðru hvoru hafa spænir verið fluttar inn í litlum mæli í pressuðum umbúðum sem innihalda tuttugu og fimm til þijátíu kíló. Þessi innflutningur er líklega órækasta sönnun þess að eftirspurnin sé að verða meiri en framþoðið að minnsta kosti tíma- bundið. Ekki er ósennilegt að í framtíð- inni verði spænir seldir í pressuðum pakkningum eins og gert er erlend- is. Kostir innfluttu spónanna þykja helstir að þeir eru ryklausir eða í það minnsta ryklitlir. Þá rúmast pressuðu pakkningarnar sem þykja mjög þægilegar í meðförum, mun betur í spónageymslum og má ætla að víða skapist rúm fyrir einn til tvo hesta á því rými sem sparast. Þá er það mat þeirra sem notað hafa þessa innfluttu spæni að þeir þurrki mun betur og getur það vegið þungt í samanburði við aðra kosti. En það er kostnaðurinn sem menn hugsa mikið um í þessu sem öðru. í tuttugu feta gámi sem kostar hátt í tuttugu þúsund krónur eru um fjögur tonn af spónum og er verið að greiða u.þ.b. fimm krónur fyrir kílóið. Kílóverð á pokuðum spónum er á bilinu tuttugu til þijátíu krónur samanborið við þijátíu og þijár krónur á innfluttum spónum. Vissu- lega munar miklu á verði eftir því hvort keyptir eru lausir spænir eða í pakkningum. Mikil og óþrifaleg vinna fylgir því að fá spænina lausa. Svo óþrifaleg að mörgum, sérstak- lega hinum efnameiri, þykir það frágangssök. Áfram selt í gámum Ástandið í spónamálum er þannig í dag að almennt er um eins til eins og hálfs mánaðar bið eftir spónum í gámum. Yfirleitt er það svo að svína- og fuglabændur sem ganga fyrir með spæni í gámum en hesta- menn fá það sem umfram er. Oft hefur það heyrst að senn verði hætt að afgreiða spæni í gámum til ann- arra en áðumefndra bænda. Hjá BYKO fengust þær upplýsingar að einungis yrði mögulegt að fá pokaða spæni í vetur en þeir séu enn að afgreiða gámapantanir frá því í haust. Að sögn Einar Karlssonar hjá Húsasmiðjunni verður áfram hægt að fá spæni í gámum þar á bæ. Taldii hann jafnframt að ástand í spónamálum væri mun betra nú en á sama tíma í fyrra. Sagði hann að framleiðslan hefði verið meiri í haust en í fyrra og gerði það gæfu- muninn. Einnig hefðu hestamenn sýnt meiri fyrirhyggju í ár og pantað spæni fyrr en þeir hafa áður gert og mikið um það að þeir birgðu sig upp í sumar. Sæmilegt jafnvægi ríkir Er því ekki annað að sjá en all- sæmilegt jafnvægi muni ríkja í spónamálum hestamanna þennan veturinn. Hvort svo verður áfram skal ósagt látið. Það ræðst væntan- lega af því hver framleiðslan verð- ur, hvort fjölgun hestamanna og hesta í þéttbýli haldi áfram á sömu braut og verið hefur. Einnig geta ýmsar nýjungar í hönnun hestahúsa og breyttur búnaður haft áhrif í þá átt að spónaþörf hestamanna minnkaði. _______AÐSENPAR GREINAR___ Innsýn í mannlega tilveru og rykkjótt jafnvægi HINN FJÓRTÁNDA þessa mán- aðar birtist í Mbl. kafli úr nýútkom- inni bók Einars Þorsteins Ásgeirs- sonar, Innsýn í mannlega tilveru, og er hann tilefni þessarar grein- ar. Þar fjallar Einar m.a. um þró- unarkenningu Darwins og fom- mannfræðina og fer frjálslega með. Fyrrnefndur kafli er að hluta tilvitnun í tvo menn, Cremo og Thompson, sem halda því fram að mannfræðingar hafi síðastliðna eina og hálfa öld staðið að blekk- ingasamsæri gegn afganginum af mannkyninu: „Mínar rannsóknir /Cremo/ sýna þvert á móti, að mannfræðingar síðustu 150 ára hafa endurgrafið helminginn af þeim upplýsingum sem þeir hafa fundið! Þær hentuðu þeim ekki.“ Þessi fullyrðing virðist studd furðusögum sem vissir menn hafa sérhæft sig í að skrifa bækur um sl. áratugi (Brad Steiger o.fl. o.fl.). Því er t.d. haldið fram að fundist hafi 2.800 milljóna ára gamlir manngerðir hlutir. Hér er því sem sagt haldið fram að fommann- fræði, jarðfræði og fleiri greinar séu marklausar og eigi að fara beint í ruslakistuna. Hraustlega gert! Þá er nefnt dæmi (sömuleiðis tilvitnun í fyrrgreinda höfunda) um feluleiki mannfræðinganna: „Árið 1969 fann Mary Leakey ... 3,6 milljón ára gömul fótspor í Laetoli í Tanzaníu. Margir sér- fræðingar skoðuðu þessi spor og allir voru þeir sammála um að þarna hefðu verið á ferðinni mann- verur nákvæmlega eins og maður- inn er í dag. Þrátt fyrir þetta gat þetta fólk ekki dregið einu rök- réttu niðurstöðuna af þessu, sem er að þama vom á ferðinni menn eins og við erum í dag! Hér er hrein sjálfsblekking í gangi.“ Þetta eru ósannindi. Ekki einn einasti sérfræðingur hefur haldið því fram að fyrrgreind fótspor séu af mönnum „eins og við eram í dag“. Hins vegar er sennilegt að fótspor þessi tilheyri einstaklingum af löngu horfinni mannættarteg- und, Australopithecus afarensis, en beinaleifar sem fundist hafa af einstaklingum þessarar tegundar sýna (m.a. lærleggshalli) að þeir hafa gengið uppréttir. Einar bætir um bet- ur og gerir atlögu að þróunarkenningu Dar- wins. Hann gerir það með því að túlka á sinn máta þekktan fræði- mann, Stephen Jay Gould: “... er rétt að minna hér á allra nýj- ustu túlkanir prófess- ors Stephens Jays Go- ulds á þeim stein- gervingaleifum, sem fundist hafa á jörð- inni. Þróunarkenning Darwins er að því leyti röng, segir hann nú, að úrval tegundanna fer ekki fram hægt og hægt við sömu jöfnu aðstæðurnar." Það er furðulegt hve margvís- legum misskilningi er haegt að koma fyrir í einni setningu. í fyrsta lagi: Kenning Goulds og Eldredge um rykkjótt jafnvægi (punctuated Hin hefðbundna kenn- ing um aðlögun, nátt- úruval og stökkbreyt- ingar, segir Olafur Halldórsson, hefur al- mennt verið túlkuð þannig að tilkoma nýrra tegunda sé fremur hæg- fara ferli sem stýrist af vali á mörgum smáum stökkbreytingum. equilibrium) er ekki ný; hún er a.m.k. tveggja áratuga gömul. í öðru lagi: það er ótrúlegt að Gould beri brigður á þróunarkenningu Darwins á þessum forsendum, því umræðan um rykkjótt jafnvægi snýst alls ekki um þróunarkenn- inguna heldur ákveðna þætti í gangvirki. í þriðja lagi má benda á að Darwin gerði sjálfur ráð fyrir þessum möguleika: „Enda þótt hver tegund um sig hljóti að hafa farið í gegnum allmörg breytingastig, er sennilegt að tíminn sem hvert þessara breytingastiga hefur tekið hafi verið stuttur í samanburði við þau tímabil sem tegundim- ar héldust óbreyttar, þótt þau hafí verið mörg og löng í árum talið.“ Hin hefðbundna kenning um aðlögun, náttúruval og stökk- breytingar hefur al- mennt verið túlkuð þannig að tilkoma nýrra tegunda sé fremur hægfara ferli sem stýrist af vali á mörgum smáum stökkbreytingum. Hins vegar hafa Gould o.fl. bent á að steingervingasagan styðji ekki hugmyndir um hægfara breytingu þar eð hún greini að mestu leyti frá aldauða tegundum sem verið hafi óbreyttar um langan aldur, ^ en millistigin vanti í flestum tilvik- um. í stuttu máli felst tilgáta Go- ulds um rykkjótt jafnvægi í því að gera ráð fyrir þróun lítilla útkjálka- hópa sem á tiltölulega skömmum tíma greinist svo rækilega frá meginstofninum að þeir teljist ný tegund. Nýja tegundin getur síðan haldist lítt breytt um langan aldur, jafnvel tugmilljónir ára, þótt af henni kunni að þróast tegundir með sama hætti og hún kom sjálf til upphaflega. Þegar þróunarfræð-<f ingar tala um skamman tíma, eiga þeir að jafnaði við tugi árþúsunda. „Hægfara" val á nýjum einkennum getur leitt til töluverðra breytinga á lífverastofni á þeim tíma, auk þess sem lítill útkjálkastofn hlýtur frá upphafi aðskilnaðar að hafa genasafn sem er nokkuð frábragð- ið genasafni meginstofnsins. Hug- myndin um rykkjótt jafnvægi er því ekki uppreisn gegn gömlu kenningunni um hægfara þróun. Ég ráðlegg Einari að athuga betur heimildarmenn sína í fram- tíðinni, því víða sitja óvandaðir menn við skriftir. Höfundur er kennari við Verzlunarskóla íslands. Ólafur Halldórsson Sjávarútvegsnám við Háskólann á Akureyri í VIÐTALI við Stefán Ólafsson í Mbl. 8. des. sl. er fjallað um rannsóknir Stef- áns um tengsl skóla og atvinnulífs, og seg- ir orðrétt: „Hann segir einnig hneyksli að Is- lendingar skuli ekki vera með alvöra sjáv- arútvegsnám í boði.“ Að því gefnu að við- talið sé tekið eftir 1990 verður að ætla að upplýsingar Stef- áns takmarkist við það nám sem á sér stað innan veggja Háskóla íslands í Reykjavík. Frá 1990 hefur verið starfrækt sjávarútvegsdeild við Háskólann á Ákureyri. Markmið deildarinnar er að mennta fólk til starfa í ís- lenskum sjávarútvegi. í áður- nefndu viðtali furðar Stefán sig á því hvers vegna háskólamenntun sé lítið notuð í sjávarútvegi. Skýr- ingin er fyrst og fremst sú að ekki hefur verið boðið upp á nám fyrir atvinnugreinina fyrr en Há- skólinn á Akureyri hóf þessa starfsemi enda er takmörkuð þörf fyr- ir embættismenn út- skrifaða frá Háskóla íslands í sjávarút- veginum hér á landi. Sj ávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri býður upp á fjögurra ára nám sem í dag er á tveimur brautum, sjávarútvegsbraut og matvælaframleiðslu- braut. Frá árinu 1993 hafa verið útskrifaðir 20 sjávarútvegsfræð- ingar sem allir starfa við atvinnugreinina og skylt er að taka fram að þeir starfa um allt land eins og markmið menntunar- innar gerir ráð fyrir. Námið er þverfaglegt og tekur til flestra greina sem sjávarútvegurinn byggir á svo sem, líf- og físki- fræði, efna- og matvælafræði, tæknigreina, viðskipta- og hag- fræðigreina, þ.m.t. stjómun og skipulag. í dag eru 60 nemendur í deildinni og mætti aðsókn gjarn- Jón Þórðarson Laun sjávarútvegsfræð- inga, segir Jón Þórðar- son, eru mjög góð og langt fyrir ofan meðaltal. an vera meiri. Deildin hefur náin tengsl við atvinnulífið. í flestum námskeiðum að loknum grunn- námskeiðum eru unnin verkefni sem takast á við raunhæf vanda- _ mál frá atvinnulífmu. Sérstaklega ber að nefna umfangsmikil loka- verkefni nemenda sem í flestum tilvikum era unnin í tengslum við fyrirtæki í sjávarútvegi. Eftirspum eftir sjávarútvegs- fræðingum frá Háskólanum á Akureyri er í dag langt umfram framboð og fjölbreytt atvinna í boði. í nýlegri launakönnun hjá þeim sem útskrifast hafa frá Há- skólanum á Akureyri kemur fram að laun sjávarútvegsfræðinga eru mjög góð og langt fyrir ofan meðv ~ altal. Þannig má ljóst vera að sjáv- arútvegurinn sem atvinnugrein hefur tekið fagnandi eina alvöra háskólanáminu á sviði sjávarút- vegs sem sinnt er hér á landi. Höfundur er forstöðumaður sjávarútvegsdeildar Háskólans á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.