Morgunblaðið - 18.12.1996, Page 44

Morgunblaðið - 18.12.1996, Page 44
44 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGURÐUR SUMARLIÐASON + Signrður Sum- arliðason var fæddur í Stykkis- hólmi 28. ágúst 1913. Hann lést í Keflavík 11. desem- ber 1996. Var hann þriðji í röð tíu al- systkina, eftirlifandi eru Lárus, Agnsta og Salvör. Emnig átti hann 12 hálf- systkini. Sigurður kvæntist 12. desem- ber 1942 Maríu Magnúsdóttur, f. 20.5. 1909, d. 29.12. 1993 og áttu þau finun börn auk stjúpsonar og fósturdóttur. Börn þeirra eru: Magnús Stefán, f. 14.9. 1938, d. 23.6. 1996; Guð- rún, f. 7.10. 1939, d. 9.6. 1940; Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. Nú héðan lík skal he§a, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Margrét Birna, f. 10.4.1942; Halldóra, f. 21.7. 1945; Sig- mar, f. 21.11. 1947. Sljúpsonur þeirra er: Emil Birnir Sig- urbjörnsson, f. 25.12. 1933, og fóst- urdóttir þeirra er Emilia Magnúsdótt- ir, f. 30.5. 1950. Sigurður vann al- menna verkamanna- vinnu í Keflavík. Bjuggu þau hjón alla tíð í Keflavík og Njarðvík. Síðustu árin bjuggu þau á Austurgötu 22 í Keflavík. Sigurður verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirlqu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Úr inni harms og hiyggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (V. Briem.) Nú á jólaföstunni þegar myrkrið grúfir yfir utandyra en menn kepp- ast við að lýsa upp bústaði sína og ýta þar skuggunum til hliðar, þá umlykur okkur skyndilega tómleiki og sorg við fráfall afa okkar. Við þessi tímamót kemur mjög sterkt fram í okkar huga myndin af afa og ömmu heitinni. Það er eins og að horfa á eitt þegar við sjáum þau fyrir okkur. Þau voru ákaflega samrýnd. Afí var þessi t Ástkær móðir okkar og amma, GUÐRÚN HALLGRÍMSDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 50, Reykjavík, lést á Landspítalanum 16. desember. Útförin verður auglýst síðar. Helga Björgvinsdóttir, Bára Björgvinsdóttir, Sigurbjörn Þór Bjarnason, Björn Kjartansson. t Eiginmaður minn, PÁLL INGIMARSSON, Hrísmóum 3, Garðabæ, lést á Hrafnistu Reykjavík þann 11. desember sl. Jarðai'förin hefur farið fram. Fyrir hönd aðstandenda, Kolbrún Ragnarsdóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓNA BJARTMARSDÓTTIR, Brávallagötu 46, Reykjavfk, lést á kvennadeild Landspítalans mánudaginn 16. desember. Baldur Harðarson, Estíva Birna Björnsdóttir, Eiríkur Harðarson og barnabörn. t Ástkær sonur okkar og bróðir, JÓN GUÐMUNDSSON, Þverárseli 10, Reykjavík, léstá Landspítalanum 16. desembersl. Guðmundur Jónsson, Guðrún Ingvarsdóttir, Helga Guðmundsdóttir. hljóðláti en ákveðni maður, maður- inn sem hún amma heitin sótti styrk til. Börnin hans afa dreifðust víða bæði erlendis og út á land. Því urðu endurfundir íjölskyldunnar verð- mætir þegar þeir áttu sér stað. Á stórum tímamótum í lífi afa samgladdist fjölskylda hans með honum. Hann var stoltur af sinni fjölskyldu og fylgdist vel með sínu fólki. En nú eru barnbörnin og barnabarnabörnin orðin 37. Það þunga áfall þegar afi þurfti að sjá á eftir ömmu yfir móðuna miklu, það tók sinn toll af lífsþrótti hans. Ofan á það mátti hann einung- is um tveimur árum síðar einnig sjá á eftir Magnúsi syni sínum sem féll frá nú á þessu ári. Þessi miklu áföll komu með stuttu millibili og tóku mikið af manni er á sínu ævikvöldi má sjá á eftir ástkærri eiginkonu og syni. Sá missir verður ekki bætt- ur. Eftir fráfall ömmu flutti hann til Margrétar dóttur sinnar þar sem hann naut umönnunar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Barnabörnin. Aðstæður haga því svo að ég á þess ekki kost að fylgja afa mínum, Sigurði Sumarliðasyni, til grafar og læt þessi orð um það í minn stað. Afi minn var glaðsinna maður sem naut þess að lifa og honum auðnaðist að eiga langa ævi. Lengi naut hann samfylgdar eiginkonu sinnar, Maríu Magnúsdóttur, og þegar hún andaðist fyrir þremur árum var missir hans og fjölskyld- unnar mikill. Um líkt leyti tók heilsu hans að hraka og enn frekar eftir sonarmissi í sumar sem leið, er Magnús faðir minn féll skyndilega frá. Með þessum sálmi kveð ég góðan afa minn. Minningin um hann er mér kær og hugurinn er hjá fjöl- skyldunni á þessum degi. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) María Magnúsdóttir, Árósum. KNÚTUR SKEGGJASON Knútur Skeggjason fæddist á ísafirði 21. apríl 1924 (ekki 1921 eins og sagði í frétt um lát hans í blaðinu 5. desem- ber). Hann lést á heimili sínu, Kvist- haga 16 í Reykja- vík, 3. desember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Skeggi Samúelsson bóndi og síðar bú- stjóri á Seljalands- búi á ísafirði, og Vilborg Magnúsdóttir. Eftirlifandi eiginkona Knúts er Ingeborg G. Skeggjason hjúkrunarkona. Þau áttu eina dóttur, Ásu Kristínu. Maður hennar er Einar Þorsteinsson Þegar ég kornungur hóf störf hjá Ríkisútvarpinu sem þulur, kynntist ég ýmsum ágætum mönnum sem leiðbeindu mér og stuðluðu að því með framkomu sinni að mér liði vel á stofnun- inni. Meðal þeirra sem ég hafði mikil samskipti við voru tækni- menn Útvarpsins. Sumir úr þeim hópi eru fyrir nokkru horfnir af sjónarsviðinu og nú á jólaföstu féllu tveir skyndilega í valinn, fyrst Knútur Skeggjason og fáum dögum síðar Jón Sigbjörnsson, fyrrum deildarstjóri tæknideildar. Við báða þessa menn hafði ég töluvert saman að sæida, en atvik réðu því að samskipti mín við Knút urðu öllu meiri og náðu út fyrir veggi vinnustaðarins. Knútur var upptökumaður hjá Útvarpinu þegar ég hóf störf þar. Það rifjast raunar upp fyrir mér að hann muni áður hafa hljóðritað það fyrsta sem til mín heyrðist „á öldum ljósvakans", eins og vant var að segja fyrrum með skáldlegum hætti í stíl Jónasar. Þannig var að ég hafði lesið kvæði á leikkvöldi Menntaskólans á Ak- ureyri fyrir almenning í bænum. Skömmu síðar var hljóðritaður nyrðra spurninga- og skemmti- þáttur sem hét „Kaupstaðirnir keppa“. Akureyri keppti þá við einhvern annan bæ og þurfti að leggja til atriði í þáttinn. Var leit- að til menntaskólans og ég boð- aður niður á Hótel KEA þar sem ég flutti í hljóðnemann Messuna á Mosfelli eftir Einar Benedikts- son. Náttúrlega var ég óstyrkur í meira lagi, en ég man að það hafði góð áhrif á mig að sjá hve maðurinn við segulbandstækið var rólegur og sviphýr þegar þessu lauk. Llklega hafði mér tekist bærilega. En þarna sá ég Knút Skeggjason í fyrsta sinn. Þularárin kynntist ég Knúti ekki mikið, en þegar ég nokkrum árum seinna fór að vinna við dag- skrána hafði hann tekið við starfi sem mér var sérlega hugleikið. Það var umsjón með segulbanda- safni Útvarpsins. Hann mun hafa verið fyrsti safnvörður Útvarpsins og lagði grundvöll að safninu, sem með árunum hefur orðið æ mikil- vægara, bæði fyrir dagskrárgerð- ina sjálfa og sem lifandi heimildir um íslenskt mannlíf. Knútur var ágætur safnvörður, nákvæmur, vandvirkur og hirðusamur. Þeir kostir höfðu nýst vel við hljóðrit- unarstörfin, þar sem hann vann meðal annars oft að vandasömum upptökum tónlistarefnis á hljóm- plötur til útgáfu. Nú komu færni hans og reynsla í góðar þarfir þegar þurfti að ganga frá segul- böndunum, skrá efni þeirra og gera sem aðgengilegast. Einnig afritaði Knútur á bönd fjölmargt af gömlum plötum sem notaðar voru til upptöku fyrir daga segul- bandsins. Þar er raunar mikið og börn þrjú, Þur- íður, Yvonne og Hjalti. Knútur stundaði sjómennsku 1941-45, en tók próf sem loft- skeytamaður 1946. Sama ár réðst hann til starfa á tækni- deild Ríkisútvarps- ins og vann hjá þeirri stofnun allan sinn starfsferil, til 1984. Fyrst starf- aði hann að tækni- legum undirbún- ingi og útsendingu dagskrár, siðar lengi að hljóðritun og loks hafði hann á hendi umsjá segulbandasafns Útvarpsins. Knútur var jarðsunginn í kyrrþey 10. desember. verk óunnið, því enn liggur margt girnilegt útvarpsefni á hinum gömlu hljómplötum. En ýmislegt sem Knútur afritaði og skráði þykir nú hið merkasta fágæti þeg- ar það heyrist í sögulegum dag- skrám. í segulbandasafninu vann hann Ríkisútvarpinu mikið og þarft verk sem stofnunin býr að og framtíðin mun njóta vel og lengi. Oft þegar ég tek fram gömlu böndin hugsa ég til Knúts með þakklæti. Knútur varð fyrir heilsufars- áfalli um sextugt, gekkst þá undir hjartaaðgerð og lét um sama leyti af störfum við Útvarpið. Þá höfðu leiðir okkar legið saman með öðr- um hætti, af einskærri tilviljun. Árið 1978 festum við Gerður kaup á íbúð á annarri hæð á Kvisthaga 16, samtímis því að Knútur og Ingeborg keyptu risíbúðina af sama seljanda. Þannig urðum við nágrannar og hefur sambýlið jafn- an verið hið besta. Knútur lét ekki mikið fara fyrir sér, enda var heilsa hans tæp og fór hann síð- ustu árin varla út fyrir dyr. Hann var hæglátur maður og óhlutdeil- inn. En þótt Knútur væri ekki mannblendinn var hann jafnan viðræðugóður ef hann var tekinn tali. Hann átti sér ríkulegan innri heim, naut þess einkum að hlusta á tónlist og lesa bækur. Hann var vandlátur hlustandi og vandlátur lesandi. Hinir gömlu meistarar tónlistarinnar voru honum kærir og oft á þá hlýtt. Á útvarpsflutn- ing talaðs máls bar hann einnig gott skyn. Þá las hann af alúð hin fremstu skáld okkar og rithöf- unda, eldri og yngri, og var unn- andi fagurra ljóða. Af samtímaljóðskáldum mun Hannes Pétursson hafa verið Knúti kærastur. Yfir kistu hans var flutt hugleiðing Hannesar um dauðann og minninguna, sem orðin er klass- ísk, um það hvernig lifendur deyja hinum dána, en hann iifir í hjarta og minni manna er sakna hans. - í öðru ljóði skáldsins, í bókinni Heimkynni við sjó , er að finna líkingu af dropa sem tæki sig út úr regni og héldist kyrr í loftinu: þannig fer unaðssömum augnablikum hins liðna. Þau taka sig út úr tímanum og ljóma kyrrstæð, meðan hrynur gegnum hjartað stund eftir stund. Lífsstundir Knúts Skeggja- sonar eru nú taldar. En mynd og minning þessa hógværa manns fölskvast ekki í huga þeirra sem samleið áttu með honum lengur eða skemur á æviveginum. - Hugur okkar Gerðar hefur að undanförnu dvalið hjá Ingeborg, Ásu Krist- ínu og öðrum vandamönnum Knúts í einlægri samúð. Hann hvíli í friði. Gunnar Stefánsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.