Morgunblaðið - 18.12.1996, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996 53
Trúbador
á Sir Oliver
TRÚBADORINN og leikarinn
Valdimar Flygenring heldur tón-
leika á veitingahúsinu Sir Oliver
miðvikudagskvöldið 18. desember
og hefjast þeir um kl. 23.
Á efnisskrá Valdimars eru
frumsamin lög í bland við annað.
-----♦ ♦ ♦----
Herrafatasýn-
ing í Þjóðleik-
húskjallaranum
HERRAFATAVERSLUN Kormáks
og Skjaldar var opnuð formlega 27.
nóvember sl. og af því tilefni verður
haldin herrafatatískusýning í Þjóð-
leikhúskjallaranum í kvöld, mið-
vikudagskvöidið 18. desember.
Sýningin er í umsjá kaupmann-
anna, þeirra Kormáks Geirharðs-
sonar og Skjaldar Sigurjónssonar,
Ragnar Kjartansson, verslunar-
stjóri kynnir fatnaðinn en Hörður
Bragason leikur á skemmtara. Að
lokinni sýningu leika svo drengirnir
í polkahljómsveitinni Hringum fyrir
dansi.
HURÐASKELLIR.
Hurðaskellir á
Þj óðminjasafni
GÖMLU íslensku jólasveinarnir
koma í heimsókn einn af öðrum á
Þjóðminjasafn íslands eins og verið
hefur undanfarin ár. Hurðaskellir
er sjöundi og verður í safninu í dag
kl. 14.
Hafnar-
gönguhóp-
urinn í kaup-
staðarferð
í MIÐVIKUDAGSKVÖLDGÖNGU
Hafnargönguhópsins 18. desember
verða rifjaðar upp kaupstaðarferða-
leiðir til Reykjavíkurkaupstaðar
fyrr á árum. Mæting er við Hafnar-
húsið kl. 20 og „róið“ að Fischer-
bryggju (síðar Duusbryggja) í Gróf-
inni í kaupstaðarferð, sjóleiðina frá
Akranesi.
Síðan gengið gegnum Gamla
bryggjuhúsið að Brydeverslun. Það-
an verður farið úr Reykajvíkur-
kaupstað og fylgt gömlu þjóðleið-
inni eftir með ströndinni yfir Læk-
inn upp Arnarhólstraðirnar og norð-
an og austan við Arnarhólsholtið
yfir Breiðumýri að Háaleiti en þar
litlu sunnar voru þjóðleiðamót. Þeir
sem voru á leið vestur, norður eða
austur fóru sunnan í Bústaðaholtinu
og yfir Elliðaárnar en Álftnesingar,
Hafnfirðingar og Suðurnesjamenn
héldu niður að Tjaldhóli við Foss-
vogsbotn (nálægt Nesti í dag). Þá
leið mun Hafnagönguhópurinn velja
og eftir að hafa átt kost á að svala
þorstanum með sýrudrykk verður
farið þaðan kl. 21.30 í þriðju kaup-
staðarferðina og gengið til Reykja-
víkur eftir fornleið sem lá með Foss-
vogi og vestan stærri Öskjuhlíðar
yfir Skildinganesmelana á Bessa-
staðaleiðina niður í Kvosina að
Brydeverslun.
Hægt verður að nýta almenn-
ingsvagna (Kópavogsstrætisvagn-
ana) við að yfirgefa gönguhópinn
við Tjaldhól eða sameinast honum
þar.
yfirburða
hljómtæki
ÁRMÚLA 38 SÍMI5531133
VATTERAÐIR
KULDAJAKKAR
Aðeins kr.
3.900
SEGLAGERÐIN
ÆGIR
Eyjaslóð 7 Reykjavík s. 5112200
Félag sjálfstætt starfandi heimilislækna
Vinnubrögðum setts
héraðslæknis mótmælt
FÉLAG sjálfstætt starfandi heimil-
islækna fjallaði á fundi á mánudag
um umsögn setts héraðslæknis í
Reykjavík vegna umsókna tveggja
lækna um að reka heimilislækna-
þjónustu í Reykjavík. Vinnubrögðum
héraðslæknis er mótmælt í ályktun-
inni, sem samþykkt var samhljóða
og fer hér á eftir:
„Sjálfstætt starfandi heimilis-
læknar mótmæla harðlega vinnu-
brögðum setts héraðslæknis í
Reykjavík í samræmi við samning
Tryggingastofnunar ríkisins og
Læknafélags íslands þar að lútandi.
í maímánuði á þessu ári sóttu
áðurnefndir tveir heimilislæknar um
að fá að opna læknastofu í sjálfstæð-
um rekstri. Umsóknin var lögð fyrir
tryggingaráð að fenginni umsögn
samingaaðila og héraðslæknisins í
Reykjavík. í umsögn héraðslæknis-
ins frá 13. ágúst sl. var talin þörf
fyrir fleiri heimilislækna í Reykjavík.
í umsögn þessa sama héraðslæknis
frá 20. nóvember sl. telur hann hins
vegar „að engin þörf sé fyrir fleiri
heimilislækna í Reykjavík." Þessi
kúvending héraðslæknisins frá öllum
fyrri yfirlýsingum hans virðist hafa
þann tilgang að koma í veg fyrir
að sjálfstætt starfandi heimilislækn-
ar í Reykjavík fái eðlilega endurnýj-
un í sinn hóp. Af fyrri yfirlýsingum
héraðslæknisins má ætla að hann
sé eindreginn andstæðingur sjálf-
stæðs stofurekstrar heimilislækna
utan heilsugæslustöðva. Héraðs-
læknirinn virðist þannig láta andúð
sína á þessari starfsemi ráða gjörð-
um sínum en ekki fagleg sjónarmið.
Enginn heimilislæknir hefur feng-
ið að hefja sjálfstæðan stofurekstur
í Reykjavík undanfarin sjö ár, þann-
ig að sjálfstætt starfandi heimilis-
læknum hefur fækkað jafnt og þétt.
Þeim er því nauðsyn að fá eðlilega
endurnýjun í sínar raðir. Sú stað-
reynd að tryggingaráð hefur nú í
sjö mánuði ekki svarað áðurnefndri
umsókn tveggja heimilislækna um
að hefja sjálfstæðan rekstur vekur
tortryggni. Félag sjálfstætt starf-
andi heimilislækna mælist til þess
við tryggingaráð og heilbrigðisráð-
herra að þessir aðilar svari þeirri
spurningu hvort það sé ætlun þeirra
að þurrka út sjálfstæða starfsemi
heimilislækna á íslandi. Félagið
bendir í því sambandi á þá staðreynd
að sjálfstæð starfsemi heimilislækna
utan heilsugæslustöðva stuðlar að
fjölbreyttari og hagkvæmari rekstri
í heilbrigðisþjónustunni sem er yfir-
lýst markmið núverandi ríkisstjórn-
ar.“
KM 90: Verð kr. 29.830 stgr. m/hakkavéi.
Aðrar gerðir kosta frá kr. 26.885 stgr.
KitchenAid heimilisvélin fæst í 5 gerðum og mörgum litum.
Hún er landsþekkt fyrir að vera lágvær, níðsterk og endast
kynslóðir. Fjöldi aukahluta er fáanlegur.
ÍSLENSK HANDBÓK FYLGIR.
Z
z
UJ
1
w
Q
n
2
3
KitchenAid - mest selda heimilisvélin á íslandi í 50 ár!
REYKJAVÍKURSVÆÐI: Byggt og búið, Kringlunni, Húsasmiðjan, Skútuvogi, Ratvörur hf„ Ármúla 5, H.6.
Guðjónsson, Suðurveri, Rafbúðin, Álfaskeiði 31, Hafnarf., Miðvangur, Hafnarfirði, Pfaff, Grensásvegi 13.
VESTURLAND: Rafþj. Sigurdórs, Akranesi, Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi, Blómsturvellir, Hellissandi, Versl.
Hamrar, Grundarfirði, Versl. E. Stefánssonar, Búðardal. VESTFIRÐIR: Kf. Króksfjarðar, Króksf., Skandi,
Tálknafirði, Kf. Dýrfirðinga, Þingeyri, Laufið, Bolungarvík, Húsagagnaloftið, ísafirði, Straumur, ísafirði, Kf.
Steingrímsfjarðar, Hólmavík. N0RÐURLAND: Kf. Hrútfirðinga, Borðeyri, Kf. V-Húnvetninga, Hvammstanga, Kf.
Húnvetninga, Blönduósi, Kf. Skagfirðinga, Sauðárkróki, KEA, Akureyri og útibú, Kf. Þingeyinga, Húsavík, Kf.
Langnesinga, Þórshöfn, Versl. Sel, Skútustöðum. AUSTURLAND: Kf. Vopnfirðinga, Vopnafirði, Kf. Héraðsbúa,
Seyðisfirði, Kf. Héraðsbúa, Egilsstöðum, Rafalda, Neskaupstað, Kf. Héraðsbúa, Reyðaríirði, Kf. Fáskrúðsfjarðar,
Fáskrúðsfirði, Kf. A-Skaftafellinga, Djúpavogi, Kf. A-Skaftfellinga, Höfn. SUÐURLAND: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli,
Kf. Rangæinga, Rauðalæk, Versl. Mosfell, Hellu, Reynistaður, Vestmannaeyjum, Kf. Árnesinga, Selfossi, Kf.
Árnesinga, Vík. SUÐURNES: Rafborg, Grindavík, Samkaup, Keflavík, Stapafell, Keflavík.
KitchenAid - kóróna eldhússins!
Einar
Farestveit&Co.hf.
Borgartúni 28 ‘B' 562 2901 og 562 2900
ORiInT
Fallegt, ofnæmisprófað ORIENT herraúr með þykkri 22 kt. gullhúð. Verð kr. 16.900.
Ý/rv'cf únhogskartgripavmiurt Axel Eiríksson úrsmiður ISAFIRÐI • AD A15TRÆTÍ 2Z-SIMI04-3023 ALKABAKKA16* MJODD*SIMI K7070H Wm