Morgunblaðið - 18.12.1996, Side 57

Morgunblaðið - 18.12.1996, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996 57 BRÉF TIL BLAÐSINS FRÁ kraftakeppni Vitans. Félagsmiðstöðin Vit- inn og útivistarreglur Islensk tónlist á Rás 2 Frá Geir Bjarnasyni: FÁIR hafa haft áhuga á að fram- fylgja settum útivistarreglum fram á síðustu ár. Nú er svo komið að foreldr- ar, lögregla og þeir sem koma að uppeldismálum á einhvern hátt hafa fullan hug á að framfylgja þessum reglum. Unglingar ættu ekki að eiga erindi út seint á kvöldin því ljóst er að slys og ofbeldisverk virðast vera að ágerast með degi hveijum. Skapa þarf þannig aðstæður að fátt kalli unglinginn út og gera þarf foreldrum grein fyrir því að bömin þeirra verði í stórhættu seint á kvöldin um helg- ar. Hér verður gerð grein fyrir áhersl- um félagsmiðstöðvarinnar Vitans í Hafnarfirði varðandi útivist unglinga. í félagsmiðstöðinni Vitanum er opið alla daga fyrir unglinga milli kl. 15.30 og 18 og vinsældir dagstarfsins hafa aukist ár frá ári og sá tími lengd- ur, sem haft er opið. Unglingar eiga oft frítíma að loknum skóladegi og oft er enginn heimavið. Því er full ástæða til að bjóða upp á öflugt tóm- stundastarf á daginn. Á mánudags- og miðvikudags- kvöldum er opið frá kl. 20 til 22 og þá fer ýmislegt spennandi fram og er lögð áhersla á að unglingamir sjái sem mest um framkvæmd dagskrár- innar. Á föstudögum er hins vegar opið til kl. 23 enda enginn skóli dag- inn eftir. Til að kynna foreldrum næturlífið þegar það var sem verst, fyrir um þremur ámm, og hvetja fólk til að virða útivistarreglur stóðu foreldrafé- lögin í Hafnarfirði og Vitinn fyrir svokölluðu foreldrarölti. Hefur röltið starfað með hléum í þrjú ár og um árangurinn þarf ekki að spyija. Æskulýðsráð Hafnarfjarðar og Vitinn hafa rekið útideild í átta ár og meginmarkmiðið hefur verið leit- arstarf. Reynt hefur verið að finna unglinga sem standa höllum fæti og koma til móts við þarfír þeirra. Auk þess hefur útideildin bent á margt sem betur má fara s.s. varðandi aðgengi unglinga að veitingastöðum. Þær upplýsingar sem hafa safnast saman í gegnum þetta starf hafa verið sendar til þeirra sem að unglingamál- um koma s.s. foreldra, lögreglu og félagsmálastofnunar. Síðan hafa þessir aðilar unnið saman við að bæta það sem miður fer. Félagsmiðstöðin Vitinn er frum- kvöðull félagsmiðstöðva á höfuðborg- arsvæðinu í því að hafa opið á kvöld- in í takt við útivistarreglur. Ungling- arnir hafa tekið þessu ágætlega og foreldrar afar vel. Starfsfólk Vitans skoðaði þessi mál afar vel og fundust fá góð rök fyrir því að hafa opið leng- ur en til kl. 22. Við byijum einfald- lega fyrr á dagskránni og unglingam- ir fara fyrr heim og eiga vonandi ánægjuleg samskipti við fjölskyldu sína og sofna fyrr. Nú er svo komið að mun færri bijóta útivistarreglur í Hafnarfírði en betur má ef duga skal. Það er orðin regla að æskulýðsstarf í Hafnarfírði sé unnið og skipulagt með foreldrum, unglingum og þeim sem tengjast upp- eldis- og forvamarstarfí. Samvinna og samráð er af hinu góða, aukið upplýsingastreymi eyðir tortryggni í garð þess sem er framandi. Síðustu misseri hefur átt sér stað hugarfarsbreyting hjá foreldmm varðandi útivist unglinga. Ljóst er að klukkuktími til eða frá er ekki aðalatr- iðið heldur það að vera samstiga og virða þær reglur sem settar em sem hafa velferð unglingsins að leiðar- ljósi. Allt uppeldisstarf þarf að vera í stöðugri mótun og þróun. Breyting- ar á uppeldisviðhorfum samfélagsins em nauðsynlegar til þess að hægt sé að bjóða æsku landsins upp á já- kvæða framtíð. GEIR BJARNASON, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Vitans. Frá Magnúsi Einarssyni: FÖSTUDAGINN 13. desember sl. birtist í í Morgunblaðinu opið bréf frá Tónlistarráði íslands, þar sem endurtekin er sama firran og birst hefur áður í skrifum formanna fjög- urra hagsmunasamtaka í tónlistar- iðnaðinum. Þessi fjarstæða eða meinloka er sú að spilun íslenskrar tónlistar hafi minnkað á Rás 2. Þetta er rangt. Þetta eiga formenn- irnir og þar með Tónlistarráð ís- lands að vita vegna þess að ársfjórð- ungslega er send skýrsla um spilun íslenskrar tónlistar á Rás 1 og 2 til Shf (Samtök hljómplötuframleið- enda). Nú er ekki um nema tvennt að ræða, annaðhvort hefur formað- ur Shf ekki kynnt sér þessar skýrsl- ur, eða þá að hann skilur þær ekki, sem í ljósi yfirlýsinga hans verður að teljast sennilegra. Þessi formað- ur Shf hefur haldið því fram opin- berlega að spilun íslenskrar tónlist- ar hafi minnkað um 30%. Hann hefur einnig úthrópað Rás 2 sem skaðvænlega tónlistarrás. Síðan súpa taglhnýtingamir vilsuna úr hóffari hans og vaða í villu og svíma eftir þann óholla drukk. Það er ástæða til að birta þessar skýrslur, 3 ár aftur í tímann svo menn sjái í eitt skipti fyrir öll hver þróunin hefur verið í spilun íslenskr- ar tónlistar á Rás 1 og 2. Tölurnar eru samanlagður mínútufjöldi af íslenskri tónlist á hverju tímabili. Tímabil Rás 1 Rás 2 01.01. -31.03.94 4.873 14.401 01.04. -30.06.94 5.252 14.608 01.07. -30.09.94 4.560 12.265 01.10. -31.12.94 6.654 16.194 01.01. -31.03.95 6.667 11.519 01.04. ,-30.06.95 6.944 11.022 01.07. ,-30.09.95 7.098 11.321 01.10, ,-31.12.95 9.060 21.556 01.01. .-31.03.96 7.429 19.874 01.04. ,-30.06.96 8.694 19.918 01.07, .-30.09.96 8.424 25.403 Þessar tölur eru úr opinberum skýrslum Ríkisútvarpsins. Þetta eru þær skýrslur sem formaður Shf fær sendar ársfjóðungslega. Þetta eru sömuleiðis skýrslur sem formenn Stefs, Ftt og Fíh hafa aðgang að. Þetta eru þær tölur og staðreyndir sem formennirnir hefðu átt að kynna Tónlistarráði íslands áður en lagst var í bréfaskriftir. Ef for- mannakvartettinum tekst að lesa sig í gegnum þessar skýrslur og sjá það sem allir aðrir sjá, gríðarlega aukningu á spilun íslenskrar tónlist- ar á Rás 2, ætti þeim að verða ljóst að þeir hafa verið að beina spjótum sínum að sínum besta vini, Rás 2. Það er ekki fallega gert. Nú er mál fyrir þessa formenn að hysja upp um sig brækur, viðurkenna ósigur að hætti góðra drengja. Ráð okkar á Rás 2 til þeirra er í allri vinsemd það að stunda sitt heimanám sam- viskusamlega áður en þeir halda næst galvaskir útí baráttuna fyrir framgangi íslensks tónlistariðnað- ar. Það má segja að Rás 2 þurfi ekki að svara þeim spurningum sem koma fram í opnu bréfí Tónlistar- ráðs Islands, þar sem forsendan sem ráðið gefur sér vegna spurn- ingalistans stenst ekki hvað Rás 2 varðar. Hins vegar hefur það alltaf verið ljóst að stefna Rásar 2 hefur verið sú að kynna íslenska tónlist sérstaklega, vinsa það úr sem afleit- ast þykir og leggja áherslu á það skársta í íslensku tónlistarlífi með sérstökum þáttum og umfjöllun. Þetta heyra þeir sem hlusta. Rás 2 hefur alltaf leikið miklu meira af íslenskri tónlist en nokkur önnur útvarpsstöð, hefur algera sérstöðu hvað það varðar. Rás 2 hefur nú um langt árabil verið lang- vinsælust útvarpsstöðva samkvæmt hlustendakönnunum. Við á Rás 2 erum ekki í vafa um að þær vin- sældir eru meðal annars til komnar vegna áherslu okkar á íslenska tón- list í dagskránni. Rás 2 mun halda Frá Ólafi Ólafssyni: ÁGÆTI Hallgrímur. í rökstuðningi þínum fyrir óholl- ustu gerilsneyddrar kúamjólkur vitnar þú í greinar sem allflestar eru ritaðar á árunum 1945-1975. Flestar eru ritaðar í blöð og tímarit sem mér vitanlega eru ekki háð vísindalegri gagnrýni (peer re- viewed) og hafa því takmarkað gildi. Eftirfarandi greinar eru þó ritaðar í viðurkennd vísindarit. 1. Lancet (1978): í þeirri grein er lýst 19 börnum 18 mæðra er þjáðust af krampa í þörmum (intest- inal colic). Er mæðurnar voru tekn- ar af kúamjólkinni hurfu óþægindi meðal 13 bama. Tekið var fram að sumar mæður voru miklir mjólk- urneytendur. í niðurstöðu greinar- innar er rætt um að framangreind áhrif geti eins stafað af sálfræðileg- um viðbrögðum eða ofnæmisvið- brögðum. Alþekkt er að slíkir krampar hverfa oftast er börnin vaxa úr grasi. þeirri stefnu áfram algerlega óháð hagsmunum aðila plötuiðnaðarins. Það er ástæða til að staldra við og hugleiða eitt splunkunýtt hugtak í bréfi Tónlistarráðs íslands. Það er hugtakið „fjölþjóðleg engilamer- ísk tónlist". Ráðið teflir þessu skýr- lega fram sem andstæðu við ís- lenska menningu í bréfí sínu. Nú væri forvitnilegt að fá skilmerkilega útlistan hjá ráðinu á þessu nýja hugtaki, „fjölþjóðleg engilamerísk tónlist", því hún liggur ekki alveg á ljósu en skiptir samt máli vegna umræðunnar. Svo tekið sé dæmi af handahófi, þá hefur núverandi formaður Stefs ort eina 42 söng- texta við dægurlög sín og annarra eftir því sem sjá má í spjaldskrá Safnadeildar Ríkisútvarpsins. Þar af eru 23 á tungumáli sem Tónlist- arráð íslands myndi sennilega kalla „engilamerísku", afgangurinn er samansetningur á móðurmálinu yl- hýra. Nú er spurt: Falla þessir 23 söngtextar formanns Stefs undir skilgreininguna „fjölþjóðlegt engil- amerískt"? Og restin undir hugtak- ið íslensk menning? 2. I JAMA (1974) er bréf til rit- stjóra um að kúamjólk geti valdið hægðatregðu í börnum, unglingum og fullorðnum og þykja ekki ný tíð- indi. 3. í grein í Lancet (1996) er ég fann er í bréfi til ritstjóra rætt um krossviðbrögð T-fruma líkamans gegn E-caseini í mjólk meðal nokk- urra ungbarna með sykursýki. Syk- ursýki meðal ungbarna er mjög sjaldgæfur sjúkdómur. Tekið er fram að hér sé um ósannaða tilgátu að ræða. Niðurstaða: Alþekkt er að mikil mjólkur- drykkja getur valdið hægðateppu en annað er ekki sannað varðandi óþol og óhollustu mjólkur. Ofnæmi gegn mjólk er sjaldgæft fyrirbrigði. Hallgrímur! Staðhæfingar þínar um að allflest ungböm líði fyrir óhollustu geril- sneyddrar kúamjólkur standast ekki. ÓLAFUR ÓLAFSSON, landlæknir. MAGNUS EINARSSON, tónlistarritstjóri Rásar 2. Ofnæmi fyrir mjólk er sjaldgæft Svar til Hallgríms Magnússonar Til hamingju með brúna. / Nú erum við og Kringlan komin í brúarsamband. m RCWELLS Stórverslun, full af fatnaði Verslanir í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7 S Tilboð: Jólahandklæði 2 stk. í pakka á kr. 298.- LEIKBÆR LANDSINS MESTA ÚRVAL LEIKFANGA Sími: 588 0711 Allt fyrir dýrin. 15% afsláttur af öllum dýrabúrum. Mikið úrval af fiskum - fuglum og nagdýrum. Góðar vörur á góðu verði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.