Morgunblaðið - 18.12.1996, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 18.12.1996, Qupperneq 58
58 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Silli SVIPMYND frá keppni hjá Bridsfélagi Húsavíkur. BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Húsavíkur Nýlega er lokið hraðsveitakeppni hjá félaginu með sigri sveitar Sveins Aðalgeirssonar. Auk Sveins spiluðu í sveitinni Guðmundur Halldórsson, Gunnar Bóasson og Hermann Jón- asson. Sveit Óla Kristinssonar varð í öðru sæti og sveit Friðriks Jónas- sonar í þriðja sæti. /Silli Vanir og óvanir spila á Suðurnesjum milli jóla og nýárs Að venju verður eitt spilakvöld hjá Bridsfélagi Suðurnesja milli jóla og nýárs. Þetta er árlegt eins kvölds mót þar sem spila saman vanur og óvanur keppnisspilari. Spilaður verður Mitchell-tvímenn- ingur og veitt verðlaun í báðar áttir. Spilað verður á mánudags- kvöldið 30. desember og eru þátt- takendur beðnir að vera tímanlega í því þannig að hægt sé að byrja spilamennskuna kl. 19.45. því fyrr sem byrjað er því fleiri spil eru spiluð. Spilaður var jólatvímenningur sl. mánudagskvöld og spiluðu 16 pör. Þeirra á meðal voru 3 pör yngri spilara, sem eflaust eiga eftir að iáta frá sér heyra í framtíðinni. Spilaður var Howell tvímenningur og urðu úrslit þessi: Kristján Kristjánss. - Pétur Júlíusson 253 Sigríður Eyjólfsdóttir - Grethe íversen 252 GarðarGarðarsson-ArnórRagnarsson 247 Þijú efstu pörin fengu konfekt í verðlaun. Bridsdeild Sjálfsbjargar Mánudaginn 16. desember lauk 5 kvölda tvímenningi, spilað var á 10 borðum. Úrslit urðu þessi: N/S-riðill Siprður Bjömss. - Sveinbjöm Axelss. 1201 Ómar Óskarsson - Skúli Sigurðsson 1180 Bragi Sveinsson - Sigrún Pálsdóttir 1156 A/V-riðill SævarHauksson-HelgiJónsson 1316 Halldór Aðalsteinss. - Kristján Albertss. 1206 Páliyermundsson - Þorvaldur Axelsson 1200 Óskum öllum spilurum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Eftir áramót hefst spilamennskan mánu- daginn 13. janúar. Við kynnum Elizabeth Arden í dag frá kl. 14—18. Jólagjafatilboð. Snyitistofa Sigríðar Guðjóns, ^ Eiðistorgi 13, sími 561 1161. * Alþjóðamálastofnun Háskólans • / °s / • Félag stjórnmálafræðinga IDAG SKAK Umsjón Margeir Pétursson Sjötta umferð á mótinu hefst í dag kl. 17. Jóla- gjafamót Taflfélags Kópa- vogs fer fram í kvöld og hefst kl. 20 í félagsheimili TK í Hamraborg 5, 3. hæð. Tefldar verða fimm mín- útna skákir. Mótið dregur nafn sitt af því að glæsileg- ar jólagjafir eru í verðlaun fyrir þijú efstu sætin. STAÐAN kom upp á al- þjóðlega Guðmundar Ara- sonar mótinu í Iþróttahús- inu við Strandgötu í Hafn- arfirði. Sænski alþjóða- meistarinn Thomas Engquist (2.375) var með hvítt og átti leik, en Bragi Þorfinnsson (2.155) hafði svart. Engquist hafði fórnað manni fyrir hættulega sókn og nú kom loka- hnykkurinn: 28. Hxe6+! og svartur gafst upp því hann er óveijandi mát. HVITUR mátar í fjórða leik. Með morgunkaffinu Ást er... aÖ kenna þeim aö vera góð við dýr. TM Rog. U.S. P*l Otl — all righls rasarvad (c) 1996 Los Angeles Times Syndicale SIGURÐUR málar loftið og ég sker meðfram gólflistum. COSPER HÉR sé ég konuna þína. Ef ég á að segja eins og er finnst mér hún taka sig ansi vel út í baðkarinu. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Skilá jólabókum í Hagkaupi VEGNA skrifa í Velvak- anda um jólabækumar í Hagkaupi langar mig að leiðrétta misskilning sem þar kom fram. Fram að jólum má skila jólabókunum gegn kassakvittun og má þá taka hvaða vöru sem er út. Eftir jól má skila bókunum, en þá þarf að taka bækur á móti, þ.e. bók gegn bók. Það er því ekkert vandamál að gefa bækur í jólagjöf sem keyptar eru í Hag- kaupi því ef viðkomandi hefur ekki áhuga á bók- inni eða á hana fyrir, getur hann skipt út og fengið aðra. Þorbjörn Stefánsson, innkaupastjóri sér- vöruinnkaupadeildar Hagkaups. Til umhugsunar OKKUR finnst sjálfsagt að ungir menn og konur, sem valda öðrum áverka með bareflum eða hnefa- höggum, séu sótt til saka. En eiginmenn og eig- inkonur, sem særa maka sína djúpum hjartasár- um með framhjáhaldi, geta gengið um hnar- reist og jafnvel gortað af afrekum sínum. Al- menningur hlær að sög- unum og þær eru notað- ar sem skemmtiefni. Er þetta það sem við viljum? Sagan hjá Hemma Gunn. laugardaginn 6. desember sl. benti dálítið til þess að þetta þyki ekki tiltökumál og bara nokkuð hlægilegt. Hefur þú hugleitt hvað þú vilt? Vilt þú ótrúan maka? Hvers vegna ætli svo mörg hjónabönd séu í upplausn? Senn líður að jólum. Gætum þess að særa ekki saklaust fólk með vanhugsuðum athöfnum og sjálfselsku. Sýnum öðrum tillitssemi. Ekki láta undan augnabliks- ástríðum og skaða með því líf annarra. Já, jafn- vel okkar eigið líf líka. Gleðiieg jól. Lillý Gæludýr Læða og kettlingar MJÖG ljúf og góð, svört og hvít eins og hálfs árs læða, og fjórir kettling- ar, sem verða tilbúnir að fara á nýtt heimili milli jóla og nýárs, fást gefins á gott heimili vegna flutninga. Upplýsingar í síma 554-2453. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót o.fl. lesend- um sínum að kostnað- arlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrir- vara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja afmælistilkynning- um og eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329 eða sent á netfangið: giista@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Dagbók Morgpinblaðsins, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. halda fiind vegna útgáfu bókarinnar: Afangi á Evrópufór, EES og íslensk stjórnmál Olafur Þ. Stephensen höfundur bókarinnar mun kynna efni bókarinnar og Arni Bergmann ritstjóri mun ræða um EES málið og Island. Fundarstaður: Oddi, Háskóla íslands, stofa 101. Tími: í dag miðvikudag 18. des. kl. 17:15. Allir velkomnir Víkveiji skrifar... VAFALÍTIÐ hefur umræða í Alþingi um sjálfræðisaldur íslenskra ungmenna snert meira og minna flest ef ekki öll heimili í landinu. Víkveiji fylgdist með þessari umræðu eins og hann átti kost á og að umræðu lokinni og fréttaflutningi af henni, var hann litlu nær. Víkverji er í grundvall- aratriðum sammála þeim rök- semdum sem fram komu í máli málshefjanda, Rannveigar Guð- mundsdóttur, að óeðlilegt sé að tvískipta þessum tímamótum í ævi íslenskra ungmenna, að þau verði sjálfráða við sextán ára aid- ur, en lögráða við 18 ára aidur. Slík skipting getur kaliað á margskonar innri togstreitu og jafnvel þversagnir í uppeldi ung- mennanna. xxx AÐ sem á hinn bóginn fór eiginlega fyrir bijóstið á Vík- verja, þegar hann fylgdist með málatilbúningi þingheims, um þetta viðkvæma mál, sem snertir mörgþúsund fjölskyldur í landinu, var málflutningur forsætisráð- herrans, Dvavíðs Oddssonar. Ráð- herrann sagði eitthvað á þá leið, að það væri hart, ef á milli 50 og 100 ungmenni (þ.e.a.s. vandræða- unglingar - innskot Víkveija) ættu að koma í veg fyrir sjálfræði yfir tíu þúsund íslenskra ung- menna. Hann beitti jafnframt þeirri röksemdafærslu, að sjálf- ræðisaldur við 16 ár, gæti gert ungmennum sem byggju við heim- ilisböl, kleift að komast að heiman og flýja bölið. Þetta telur Víkveiji að séu afar vanhugsuð orð úr munni forsætisráðherra. Víkveiji er þess fullviss, að ungmenni sem búa við slíkt heimilisböl, að þau væru betur komin ein og á eigin ábyrgð á þeim aldri sem forsætis- ráðherra vísaði til, þurfi ekki á lágum sjálfræðisaldri að halda til þess að geta komist að heiman. Því miður er það staðreynd, að foreldrar þessara ólánsömu ung- menna láta það sig litlu skipta, hvort þau eru eða búa heima eða annars staðar. XXX TVI'iKLU fremur er ástæða til þess að hafa áhyggjur af þeim þúsundum ungmenna, sem um stund missa áttir, einfaldlega vegna ungæðisháttar, áhrifagirni og ístöðuleysis. Þessi sömu ung- menni munu reynast þjóðfélaginu, oftast, nýtir þegnar þegar fram í sækir - en til þess að svo megi verða, þurfa þau á styrkri hönd og leiðsögn að halda, frá þeim sem mestu láta sig varða um framtíð þeirra - foreldrunum. Til þess að slíkt sé framkvæmanlegt, verða foreldrar að hafa það vald, að þeir hafi yfir börnum sínum að segja, bæði að því er sjálfræði og lögræði varðar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.