Morgunblaðið - 22.12.1996, Síða 6

Morgunblaðið - 22.12.1996, Síða 6
6 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEINIT A Astralir stríða við tilvistarvanda • • Orlögum deilt með Asíu eða Vesturlöndum? Þorri Ástrala á ættir að rekja til Evrópu en efnahagslegir hags- munir þeirra í Asíu vega nú þungt og þar eru framtíðarmarkaðir þeirra. Stjórnmála- menn eru á báðum átt- um, sumir vilja stór- auka tengslin við grannþjóðir í norðri en meðal almennings virðist gæta vaxandi andúðar á innfiytjend- um frá Asíu FÁ ríki í heiminum ráða yfír jafn miklum ónýttum náttúruauðlind- um og Ástralía. Efnahagslegur uppgangur hefur verið þar undan- farin ár en margir hafa áhyggjur af öryggisleysi vegna hraðra um- skipta i atvinnuháttum og menn- ingu, viðvarandi atvinnuleysis og lágra launa ófaglærðra, vandamál sem nær allar auðugar þjóðir kljást við. Landið er gjöfult og stórt, litlu minna en Bandaríkin, íbúarnir. um 18 milljónir. Krókó- díla-Dundee og aðrar ævintýra- hetjur geta geta unað sér í miklum frumskógum og víðáttumiklum eyðimörkum, skíðalönd eru góð í fjöllunum og flestir Ástralir búa í stórborgum með greiðan aðgang að sólríkum baðstrendum. Lífskjör eru óvíða betri í heiminum og íbú- amir hafa lengi kallað Ástralíu „Hamingjulandið". Nú virðist sem Ástralir séu á tímamótum og þurfi að taka mikil- vægar ákvarðanir um framtíðina, samtímis heyrast efasemdir um ýmsa grundvailarþætti í samfélag- inu sem ekki hefur verið deilt um að ráði. Kröfur eru uppi um að hætt verði að stunda svonefnda já- kvæða mismunum gagnvart svört- um frumbyggjum en stjórnvöld hafa með ýmsum aðferðum reynt að bæta kjör þeirra síðustu ára- Reuter UM 20.000 manns tóku þátt í fjöldagöngu í Melboume fyrr í mánuðinum til að láta í ljós andúð á kynþáttafordómum og andmæla kröfum um að innflytjendalög verði hert. tugina. Einnig vilja margir að spornað verði við innflutningi fólks af öðrum litar- hætti en hvítum, þ.e. frá Asíu en tæp 5% af Áströlum eru fæddir í Asíu. Viíja slíta tengsl við Bretland Jafnframt eru Ástralir ósammála um stefnuna gagn- vart hefðbundnum bandamönnum sín- um á Vesturlöndum. Samkvæmt könn- unum vill rúmlega helmingur landsmanna slíta síðustu stjórnar- farslegu tengslin við Bretland og stofna lýðveldi. Asíumarkaður er nú orðinn mik- ilvægari fyrir áströlsk fyrirtæki en samanlagður markaður í Evr- ópu og Bandaríkjunum. Það tog- ast því á í mörgum annars vegar vanafesta og tryggðin við vest- ræna menningu, hins vegar við- skiptahagsmunir í ríkjum hag- vaxtarundranna síðustu áratugina í Asíu þar sem spáð er að þungam- iðja framleiðslu og valda í heimin- um verði á næstu öld. Ný bók bandaríska prófessors- ins Samuels Huntington, Árekstur menningarheima og nýskipan heimsmála, hefur víða valdið mikl- um umræðum um menningarlegan tilvistargrundvöll og forsendur þjóða fyrir samkennd með öðrum. Hann tel- ur að ríkisstjóm Verkamannaflokksins ástralska undir for- ystu Paul Keatings, er missti völdin í mars, hafi gert söguleg mi- stök með því að ákveða að Ástralir skyldu „flýja frá Vest- urlöndum og skil- greina sig á ný sem samfélag í Asíu“. Þessi ákvörðun var dæmd til að mistakast og valda „óleysanleg- um deilum“ í landinu, að sögn Huntingtons. Keating lagði mikla áherslu á að efla tengslin við Asíuríkin og tillögur hans um að stofna lýðveldi njóta vaxandi stuðnings. Bretadrotting er nú þjóðhöfðingi Ástrala en nær valdalaust embætti landstjóri fer með umboð hennar í landinu. Tel- ur Keating að slitin yrðu skýr skilaboð um að Ástralir hygðust móta eigin stefnu í alþjóða- samkiptum auk þess sem kon- ungssambandið sé í andstöðu við lýðræðis- og jafnréttishugmyndir landsmanna. Þótt John Howard, leiðtogi hins hægrisinnaða Frjálslynda flokks og forsætisráðherra, sé andvígur lýðveldishugmyndinni er sennilegt að hann skipti um skoðun ef hann sér fram á að hugmyndin muni verða ofan á hjá þjóðinni. Stjórn hans hefur haldið áfram að treysta viðskiptatengslin við Asíulöndin, af augljósum ástæðum; viðskipta- jöfnuður Ástralíu gagnvart Asíu- löndum er mjög hagstæður, mun- urinn er nær 1.000 milljarðar króna árlega. Einnig hafa þeir miklar tekjur af ferðamönnum frá Asíu, einkum Japan og hafa nú samstarf í varnarmálum við Indó- nesíu. Flestir Ástralir vísa hrakspá Huntingtons á bug og Keating sakar hann um að kynda undir frumstæða ættbálkahyggju. Sjálf- ur segist Keating aldrei hafa full- yrt að Ástralía væri Asíuland í öðrum skilningi en landfræðileg- um. Strengir ótta og fordóma Óháður þingmaður frá héraðinu Queensland, Pauline Hanson, hef- ur valdið miklum deilum með and- stöðu sinni við asíska innflytjendur sem hún segir að muni að lokum verða allsráðandi í Ástralíu ef ekk- ert verði gert til að draga úr straumnum. Um 80.000 manns flytja til landsins árlega og þar af eru um 40% frá Asíulöndum. Eru því engar tölulegar líkur á að spáin rætist en samkvæmt nýrri könnun taka 66% Ástrala undir hugmyndir Hanson um að stöðva innflutninginn í bili. 51% telja rétt að frumbyggjar hafi ekki réttindi umfram hvíta. Hanson rekur veitingastað í Pauline Hanson heimahéraði sínu, selur þar fisk og franskar. Stuðningsmenn hennar búa flestir utan við stór- borgasvæðið er markast af Sydn- ey, Melbourne og höfuðborginni Canberra. Hún þykir afleitur ræðumaður og fer oft rangt með staðreyndir, sagði eitt sinn í ræðu að íbúar Malasíu væru 300 milljónir, rétta talan er 20 milljónir. Ráðandi öfl og helstu fjölmiðlar fordæma yfir- leitt skoðanir hennar sem öfgar en margt lágtekjufólk óttast sam- keppni frá duglegum og nægju- sömum innflytjendum. Einnig er margt gamalt fólk enn andvígt Japönum sem gerðu loftárásir á norðurhluta Ástralíu í stríðinu. Sérfræðingar telja að Hanson sé ekki líkleg til að gefast upp og nýleg könnun gaf til kynna að 18% þjóðarinnar myndu geta hugsað sér að kjósa flokk undir hennar stjórn. Hún gerir fólk af öðrum kynþáttum að blóraböggli allra meinsemda sem þjaka fátækt og ómenntað lágstéttarfólk er þekkir vel langtíma atvinnuleysi og fínnst frumbyggjum hampað um of á þess kostnað. Hanson túlkar að sögn fræðimanna oft sjónarmið þeirra sem hvorki hafi uppburði eða tækifæri til að segja hvað þeim fínnst um ýmis þjóðmál. Þeim finn- ist að hún sé ein af þeim og skilji ótta þeir við breytingar sem séu óskiljanlegar og því ógnvekjandi. Howard hefur neitað tjá sig sjálfur um mál Hanson en hefur, án þess að láta mikið á því bera, lagt niður tvær ríkisstofnanir sem andstæðingar óhefts innflutnings börðust hart gegn og sögðu reka áróður fyrir fjölþjóðasamfélagi í landinu og auknum innflutningi. Einnig hefur stjórnin reynt að setja strangari kröfur um enskukunn- áttu innflytjenda og andmælt sum- um landakröfum frumbyggja. Grannþjóðir lýsa óánægju Síðustu takmarkanir á innflutn- ingi fólks frá Asíu voru afnumdar í Astralíu á áttunda áratugnum. Mikið hefur borið á gagnrýni í ýmsum Asíuríkjum vegna um- ræðnanna í Ástralíu um innflytj- endamálin núna og dæmi rakin um fordóma hvítra. Fyrir skömmu hætti japönsk sendinefnd við að fara til landsins í mótmælaskyni við andúð sem sagt er að æ fleiri Ástralir sýni fólki af asískum upp- runa. Hefur verið bent á að við- skipti Ástrala við umrædd lönd geti verið í hættu ef málið fari úr böndunum. Neðri deild þingsins í Canberra samþykkti fyrir skömmu ályktun þar sem kynþáttamisrétti var for- dæmt og stuðningur við frjálsan innflutning ítrekaður; allir helstu stjórnmálaflokkar tóku höndum saman í málinu. Pólitískir and- stæðingar Howards gagnrýna hann að vísu fýrir að taka ekki afdráttarlausa afstöðu gegn Han- son en fáir þeirra ganga svo langt að segja að hann hyggist umbylta stefnunni í þessum málum. Þegar öllu er á botninn hvolft er líklegt að innflytjendalöggjöfm verði sem fyrr mun frjálslegri í Ástralíu en flestum Asíulöndum. Heimildir: The Economist, Int- ernational Herald Tribune. SILFURBÚÐIN Kringiunni 8-12 *Sími 568 9066 - Þarfœrðu gjöfina - Sprenging í fjölbýlishúsi AÐ MINNSTA kosti tíu manns fórust og sex manna er enn saknað eftir sprengingu í fjöl- býlishúsi í Priozersk í norð- vesturhluta Rússlands. Er ótt- ast að þeir sem kunni að hafa lifað sprenginguna af, muni deyja úr kulda en miklar frost- hörkur eru á þessum slóðum. Sprengingin varð vegna gas- leka en fjölskylda sem lokað hafði verið fyrir gasið hjá, hafði gert gat á gasleiðslu hússins til að verða sér úti um ódýra orku. Reuter Skaut mann- ræningja Peking. Reuter. KÍNVERSK lögreglukona, dul- búin sem leikskólakennari, skaut í gær mann sem hafði 28 börn og tvo leikskólakennara í haldi í leikskóla í borginni Zhengzhou. Maðurinn hafði haft hópinn í gíslingu frá því á miðvikudag og krafðist hann sem svarar til fögurra milljóna kr. lausnar- gjalds, ella myndi hann sprengja sjálfan sig og leikskól- ann í loft upp.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.