Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 21
I MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 21 Bylting í gremmgu og meðferð melt- ingarsjúkdóma ÁSGEIR Theodórs læknir gerði _ aðgerðina á Kristjáni Ólafssyni. í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins sagði hann að aðgerðin sem hér um ræðir hafi verið gerð vegna þess að neðst í gallgangi Kristjáns voru þrengsli sem hindruðu flæði á galli frá lifur og niður í skeifugörn. „Önnur leið til þess að lagfæra þetta er að gera skurðaðgerð og skera burtu þrengslasvæðið, hin er að fara með speglunartæki í gegnum munn og niður í skeifugörn og vikka út þrengslin í gallganginum með sérstakri blöðru sem sett er í gegn um speglunartækið. Einnig er hægt að setja rör í gegnum þrengslin til þess að auðvelda flæði gallsins með því að Iialda gallgöngunum opnum,“ sagði Ás- geir. Aðgerðir sem þessar eru orðn- ar all algengar. Þær eru tækni- lega flóknar og þær krefjast nyög sérþjálfaðs starfsfólks og flókins tækjabúnaðar. „Annars vegar eru þessar rannsóknaraðferðir notað- ar til þess að greina sjúkdóma í gallvegum og briskirtli. Hins veg- ar er þessi tækni svo notuð til þess að meðhöndla ýmsa sjúk- dóma í briskirtli og gallvegum. Öll þessi tækni hvað varðar spegl- anir á meltingarfærum hefur valdið byltingu í greiningu og meðferð meltingarsjúkdóma og í mörgum tilvikum leyst af hólmi umfangsmiklar skurðaðgerðir og langa sjúkrahúslegu. Sé mögulegt að beita þessari tækni hlífir það sjúklingum og ætla má að það spari þjóðfélaginum töluverðar peningaupphæðir. Þess má geta að sama dag og umrædd aðgerð var gerð á Krist- jáni Ólafssyni var einnig gerð aðgerð á ungum manni sem fyrir tveimur árum greindist með bandvefsþrengsli í gallvegum. Þau voru það alvarleg að íhuguð voru lifrarskipti. En með því að setja rör i gegnum þrengslin, eins og gert var við Kristján, hafa gallvegir í unga manninum hald- ist opnir og það hefur gjörbreytt batahorfum hans til hins betra hvað þennan sjúkdóm áhrærir,“ sagði Ásgeir ennfremur. A Sjúkrahúsi Reykjavíkur voru síðastliðið ár gerðar rannsóknir og ýmsar aðgerðir með fyrr- nefndri tækni á 120 sjúklingum. „Oft má gera þessar rannsóknir og aðgerðir án þess að leggja sjúklinginn inn á sjúkrahús," bæt- ir Ásgeir við. „Aðgerðir þessar eru dæmi um hátækni læknis- fræði sem hefur þróast á síðast- liðnum árum og þær eru miklu minna „inngrip“ fyrir sjúklingana en t.d. skurðaðgerðir. Samsvar- andi aðgerðum er hægt að beita til þess að losa steina úr megin- gallgangi, en slík vandamál eru algengust hjá eldra fólki þar sem stærri skurðaðgerðir eru áhætt- usamar. Með þessum lækningaað- ferðum er hins vegar hægt að fjarlægja steinana með miklu minni áhættu og jafnvel án inn- lagna á spítala eins og fyrr sagði. Með þessari tækni má einnig greina þrengsli í brisgangi en þar getur verið ýmis t um að ræða góðkyiýa eða illkynja þrengsli. Jafnframt geta illkynja æxli stífl- að gallganga og valdið stíflugulu og er þessari aðgerð oft beitt til að greina þessi vandamál og opna æxlin til þess að hleypa gallinu í gegn. Engar aðgerðir eru án nokk- urrar áhættu eða fylgikvilla. Rannsóknir okkar sem hér störf- um hafa sýnt að alvarlegir fylg- ikvillar með þessum aðgerðum eru t.d. briskirtilsbólga, blæðing- ar frá aðgerðarsvæði og gallvega- sýkingar. Alvarlegir aukakvillar í fyrrgreindri rannsókn koma aðeins fyrir hjá um einu prósenti sjúklinga," sagði Ásgeir Theodórs læknir að iokum. Saga sjúklingsins í JANÚAR á fyrra ári fór Krist- ján Ólafsson frá Dalvík að finna fyrir verkjum innvortis og fór á sjúkrahús á Akureyri til rann- sókna. Þar kom í þ'ós að hann var með gallsteina. „Um miðjan apríl tók ég svo eftir því að ég var farinn að gulna í framan. Ég fór og leitaði mér lækninga á Akur- eyri og það kom i ljós að steinn hafði farið úr gallbiöðrunni, stífl- að gallganginn þannig að gallið fór út í líkamann," sagði Krist- ján. „Ákveðið var að sækja stein- inn en því miður náðist hann ekki þannig að það varð að skera mig upp og taka gallblöðruna. Nú átti allt að vera í góðu lagi. En málið var ekki svo einfalt. Nokkrum dögum seinna þegar teknar voru af mér röntgen- myndir kom í Ijós að fjórir stein- ar voru eftir í gallganginum. Yfirlæknirinn ræddi þetta við mig og niðurstaðan varð sú að ég var sendur á Landspítalann til þess að láta sprengja þessa fjóra steina. Það var gert með svokölluðum steinbrjót í þremur atrennum þvi innyflin í fólki þola ekki slíkar hremmingar nema með viku millibili. Svo fór ég heim og allt átti að vera í góðu lagi og sandurinn úr steinunum að ganga niður. En málið var ekki búið. Hálfum mán- uði eftir heimkomuna fann ég að eitthvað var öðruvísi en það átti að vera, sandurinn gekk ekki nið- ur af því að slanga sem var í gallganginum stiflaði hann, það var lagað og þá gekk sandurinn niður. Ekki var þó allt búið enn því nú fór gallgangurinn að lok- ast. í framhaldi af því var ákveð- ið að ég færi á Sjúkrahús Reykja- víkur til þess að fara í aðgerð þjá Jóni Guðmundssyni og Ás- geiri Theodórs til þess að víkka gallganginn. Það var talin miklu heppilegri leið en að ég færi i uppskurð, slíkur skurður er mik- ið mál fyrir sjúklinginn og gefur auk þess ekki alltaf nógu góða raun. Égfór svo suður og í mig var settur plastkubbur sem nú á að fara að taka úr og setja annan i staðinn, þann síðasta að mér skilst. Tæknin sem notuð er til þess að gera þetta er ótrúleg. Mér finnst þessi aðgerð „hið besta mál“ eins og sagt er, og hreinn barnaleikur miðað við það sem á undan er gengið. Ég hafði aldrei orðið veikur sem heitið gat áður en þetta gall- vandamál kom upp og hafði aldr- ei farið á sjúkrahús þar til á þessu ári, þá hef ég verið þar í níu skipti. Ég hef lært að bíða og vera þolinmóður, það er nauðsyn- legt þegar svona lagað kemur upp á. Allt það fólk sem hefur sinnt mér í veikindum mínum hefur verið frábært og ég hef fengið góða þjónustu. Annað hef ég lært af þessu, mér hefur skil- ist hve mikilvæg góð heilsa er og hve nauðsynlegt það er að reyna að halda henni. Ég ætla þvf að láta fylgjast vel með mér í framtíðinni, það er mín niður- staða.“ Ávaxta- og V * grænmetispressa f 0 KEN WOODl* -4*. Hárblásari **KENWOOD%* Rafmagnshnífur jfi *w **l ENWOOCKT, Rafmagnspanna 4^ * * * ÚLPUR - SKÍÐAGALLAR SKÍÐASAMFESTINGAR SNJÓBRETTAFATNAÐUR STAKAR BUXUR Á UNGA SEM ALDNA GÆÐA FATNAÐUR Opiö ídag 13-22 » hummél SPORTBÚÐIN Nóatúni 17 • Sími 511 3553

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.