Morgunblaðið - 22.12.1996, Side 24

Morgunblaðið - 22.12.1996, Side 24
24 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Háskólabíó hefur tekið til sýninga myndina Dragonheart sem er rómantísk ævintýra- og spennumynd sem gerist á riddaratímanum. Sjónrænar tæknibrellur eru í hávegum hafðar og Dennis Quaid og Sean Connery eru í aðalhlutverkum. AÐALLEIKENDUR myndarinnar eru Dennis Quaid, sem leik- ur Bowen, og Sean Connery ljær drekanum Drago rödd sína. Drekinn, riddarinn o g kóngnrinn DRAGONHEART fjallar um hug- rakkan riddara, Bowen (Dennis Quaid) og félaga hans, 6 metra háan og 13 metra langan dreka (Sean Connery), þann síðasta sinnar tegundar. Riddarinn og drekinn sameina krafta sína í hetjulegri baráttu til þess að losa landið þar sem þeir búa undan jámhæl Einon, kóngsins grimma (David Thewlis). Sagan gerist á tíundu öld og hefst þegar fjórtán ára gamall prins verður vitni að því á vígvell- inum að faðir hans, grimmur og harðráður kóngur, fellur { orustu við bændur sem gert hafa upp- reisn gegn ofríki hans. Konungssonurinn ungi, Einon, hefur hlotið gott uppeldi í íþrótt- um og bardagalistum hjá fóstra sínum, Bowen (Quaid), hugdjörf- um riddara sem hefur vakað yfir prinsinum og innrætt honum göf- ugar hugsjónir í anda Artúrs kon- ungs. En þótt Bowen sé nær- staddur á vígvellinum getur hann ekki komið í veg fyrir að Einon hinn ungi hljóti svo alvarlegt sár fyrir hendi uppreisnarmanna að honum er vart hugað líf. Dauðvona prinsinn er borinn í dimman helli þar sem örvænting- arfull móðir hans (Julie Christie) særir fram yfímáttúrulega krafta hins eldspúandi dreka sem hún biður að gera son sinn heilan. Þegar Einon sver þess eið að mis- kunnsemi muni einkenna ríki hans og að harðstjórn og blóðsúthell- ingar heyri til liðinni tíð kemur drekinn fram, særir sjálfan sig holundarsári og gefur prinsinum hálfan lífskraftinn úr eigin hjarta. En Einon reynist hálfu verri harðstjóri en faðir hans sálugi. Fóstri hans Bowen tekur það nærri sér og telur að það hafí verið hjartablóð drekans sem brynjaði hjarta piltsins. Bowen sver þes eið að útrýma drekum úr landinu. Næstu tólf árin flakkar hann landshornanna á milli og verður smám saman kaldhæðinn og bitur maður, altekinn því að drepa drek- ana. Sú eymd og þjáning sem hinn miskunnarlausi Einon kon- ungur veldur í ríki sínu hreyfír ekki við hjarta riddarans. Hann, sem var holdgervingur hinna göfugu riddarahugsjóna, BOWEN þarf að beijast við fóstra sinn, Einon konung hinn grimma. hefur nú snúið baki við þeim. Bowen er orðinn málaliði og drep- ur dreka fyrir peninga eins og hver annar meindýraeyðir, og ferðast landshoma á milli í fylgd munksins Gilberts (Pete Postlet- hwaite). Svo vel gengur þessi útrýming- arherferð að sá dagur rennur upp að það er ekki nema einn dreki sem Bowen á eftir að drepa. Sá reynist verðugur andstæðingur og eftir langa viðureign tekst hvor- ugum að vinna á hinum, þeir semja þá jafntefli og gera félag í þágu sameiginlegra hagsmuna. Síðan ferðast þeir um landið saman og þegar drekinn ógurlegi gerir sig líklegan til að ráðast á varnarlaus smáþorp ríður riddar- inn í hlað og býðst til að reka óværuna af höndum fólksins - gegn þóknun. Drekinn heldur lífí með því að þykjast vera dauður og Bowen getur haft í sig og á með að gera það sem hann kann best. Þannig láta þessir fóstbræður sér nú nægja að skrimta án mark- miða og stefnu í lífinu. En þá verður á vegi þeirra ung kona, Kara (Diana Meyer) dóttir for- ingja bændauppreisnarinnar, fög- ur og ákveðin stúlka sem er stað- ráðin í því að koma Einon hinum grimma og ógnarstjóm hans á kné. Kara hreyfir við Bowen og Drago - eins og drekinn er nefndur - og gömlu, góðu dag- arnir rifjast upp fyrir þeim; þegar dyggðir á borð við sannleiksást og heiður voru í hávegum hafð- ar. Þeir slást í lið með henni gegn ofurefli Einons konungs og kom- ast þá að því að þeir geta ekki unnið fullnaðarsigur á kónginum grimma án þess að gjalda fyrir dýru verði því að bæði drekinn og riddarinn tengjast Einon óijúfandi böndum. Leikstjóri Dragonheart er Rob Cohen, sem leikstýrði myndinni um ævi Bruce Lee, Dragon, og er einnig höfundur myndarinnar Daylight, með Sylvester Stallone, en hún er einmitt frumsýnd nú um jólin vestanhafs. Handrit Dragonheart skrifaði Charles Edward Pogue og byggði á sögu eftir hann sjálfan og Patrick Read Johnson. Framleiðandi PETE Postlethwaite leik- ur Gilbert, fylgdarmann Bowens (Dennis Quaid) og Dina Meyer leikur Kara, sem blæs í gamlar glæður í hjarta riddarans. myndarinnar er Rafaella De Laurentis. Hún ákvað að ráðast í gerð Dragonheart eftir að hafa séð Jurassic Park. Þá sannfærðist hún um að Hollywood réði yfir tækni til þess að gera drekann trúverð- ugan á hvíta tjaldinu. Dennis Quaid tók að sér hlut- verk Bowens og sagðist bæði hafa hrifist af því leikaraliði sem Cohen og De Laurentis höfðu náð sam- an, - þarna eru stórleikarar á borð við Connery, Postlethwaite, David Thewlis (Naked) og Julie Christie og ekki síður af því að „þarna var saga um ferð klassískrar hetju á vit sálardjúp- anna“. Drekinn var frá upphafí hann- aður með það í huga að andlit hans líktist Connery sem mest mátti verða en Connery féllst á að vera með þegar hann vissi að það væru galdramennirnir í ILM sem ættu að fá það verkefni að hanna drekann. Þeirra verk þekkti hann úr Jurassic Park, Forrest Gump og af eigin reynslu úr Indi- ana Jones myndunum. ILM tók gerð drekans sem sérstaka áskor- un og leit á verkefnið sem fram- hald og frekari útfærslu á risaeðl- unum í Jurassic Park. Arangurinn er tækniafrek í kvikmyndabrellu- sögunni. Reyndar er allt svið þessarar myndar hið stórbrotnasta en tökur hennar fóru fram í Slóvakíu, á bökkum Dónár í grennd við borg- ina Bratislava. Þar fundu kvik- myndagerðarmennirnir kastala frá 10. öld og það sögusvið sem þeir voru að leita að. Hann er einn af þessum stóru DENNIS Quaid er einn af eftir- sóttustu aðalleikendunum í Hollywood og hefur leikið í meira en 30 kvikmyndum með mörgum helstu hæfileikamönn- um í bandarískum kvikmynda- iðnaði. Dennis Quaid er fæddur í Houston í Texas og lærði leik- list í háskólanum sem kenndur er við þá borg áður en hann hélt til New York og fór að vinna á sviði. Þar tróð hann m.a. upp á móti Randy, eldri bróður sínum. Dennis hefur verið giftur kvikmyndaleikkon- unni góðkunnu Meg Ryan og hefur leikið með henni í mynd- unum Innerspace, D.O.A. og Flesh and Bones. Hjónaband þeirra hefur verið í uppnámi og ekki er langt síðan fullyrt var að skilnaður væri á næsta leiti. Áfengis- og eitur- lyfjafíkn Quaids átti þar mestan hlut að máli en hann hefur leit- að sér meðferðar og var á góð- um batavegi, síðastþegar frétt- ist. Fyrir Dragonheart var síð- asta myndin sem Quaid lék í Something to Talk About. Þar lék hann undir stjórn Lasse Hállström með Julia Roberts og Robert Duvall. Þar áður kom hlutverk Doc Holiday í Wyatt Earp eftir Lawrence Kasdan. Dennis Quaid sló fyrst í gegn í myndinni Breaking Away eftir Peter Yates árið 1979 en þá DENNIS Quaid ásamt Julie Christie í Dragonheart. voru 2 ár síðan hann lék í sinni fyrstu kvikmynd. Sú hét Sept- ember 30,1955. Næstu ár lék hann í myndum á borð við The Long Riders eftir Walter Hill, með Randy bróður; All Night Long með Gene Hackman og Barbra Streisand; Caveman, The Night The Lights Went Out In Georgia, Tough Enough, Enemy Mine, eftir Wolfgang Petersen og Óskarsverðlauna- mynd Phillip Kaufmans, The Right Stuff. Arið 1987 fékk Quaid frá- bæra dóma fyrir leik sinn í myndinni The Big Easy og árið eftir fyrir Suspect eftir Peter Yates, þar sem mótleikari hans var Cher. Þá lék hann í Everybody’s All-American á móti Jessica Lange, í Great Balls of Fire með Winona Ryder og ásamt Meryl Streep í Postc- ards from the Edge eftir Mike Nichols. Þá gat að líta hann í Come See The Paradise eftir Allan Parker og Undercover Blues og Wilder Napalm.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.