Morgunblaðið - 22.12.1996, Síða 38

Morgunblaðið - 22.12.1996, Síða 38
38 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Grettir MÐ EK FDU-T STAKFAV HALRO séfcSVONA SÆTUM, þU ^ veisr Ljóska Rauði baróninn var að hringja og segja að hann ... Bleika baróninn! geti ekki komið í dag til að gera út af við þig ... en hann sendir aðstoðarmann sinn ... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 5691329 • Netfang: lauga@mbl.is Ákall um hjálp Haítí — Faðir Jean-Marie Yincent Frá Amnesty International: ENGINN hefur verið ákærður fyrir morðið á kaþólska prestinum fóður Jean-Marie Vincent, sem var skotinn til bana 28. ágúst 1994 í valdatíð herstjómar Raoul Cédras herfor- ingja. Hann var skotinn af óþekktum mönnum þar sem hann var að ganga inn í aðsetur Montfort-prestanna í Port-au-Prince. Því er fast haldið fram að Vincent hafí verið drepinn af öryggissveitum vegna þess að hann var náinn vinur og stuðnings- maður Jean-Bertrand Aristide for- seta sem þá var í útlegð. Faðir Vinc- ent, sem hafði unnið í mörg ár með smábændum á Jean-Rabel svæðinu, var stofnandi félags trúboða sem skipulögðu smábændahreyfíngu sem ber nafnið Tet Ansanm. Þetta mál er í rannsókn hjá nefnd erlendra lögfræðinga á vegum ríkisstjómar- innar í Haítí. Þó svo að einhveijum árangri hafí verið náð í öðmm mál- um sem hafa hlotið mikla athygli, hefur enginn verið handtekinn fyrir morðið á föður Vincent. í september 1991 var Aristide forseta, fyrsta lýðræðislega kosna forsetanum á Haítí, steypt af stóli með hervaldi. Næstu þijú ár ein- kenndust af stórvægilegum og kerf- isbundnum mannréttindabrotum sem framin voru af öryggissveitum. í október árið 1994 komst Aristide forseti aftur til valda á Haítí. Frá því í október 1994 hefur dregið veru- lega mikið úr þeim grófu mannrétt- indabrotum sem einkenndu her- stjómartíð Raoul Cédras herfor- ingja. Þrátt fyrir það hefur mjög litl- um árangri verið náð í að færa til saka þá aðila sem frömdu hroðaleg mannréttindabrot í stjómartíð fyrri ríkisstjóma. Þetta orsakast af nokkrum þáttum, meðal annars er réttarkerfið á Haítí ófullnægjandi, vegna ótta dómara við að beita refsi- aðgerðum og einnig er augljóst að lögregluna skortir vilja til að bæta ástandið. Vinsamlegast skrifið kurteislega orðuð bréf og farið fram á að allt verði gert til þess að þeir sem myrtu föður Jean-Marie Vincent verði sóttir til saka. „I urge you to take every necessary step to ensure that those responsible for the killing of Father Jean-Marie Vincent will be brought to justice.“ Heimilisfang: M. René Préval, Président de la République de Haiti. Présidence de la Republique de Haiti. Palais National. Port-au-Prince. Haiti. AMNESTYINTERNATIONAL, íslandsdeild, Hafnarstræti 15, Reykjavík. Alsír - Abdelkader Hadj Benaámane Frá Amnesty International: ABDELKADER Hadj Benaámane, þrjátíu og átta ára gamall fjölskyl- dufaðir og fréttamaður hjá alsírsku fréttastofunni APS, er nú að af- plána þriggja ára fangelsisdóm. Amnesty Intemational telur að hann sé samviskufangi og biður um að hann verði látinn laus tafarlaust og án skilyrða. Abdelkader Hadj Benaámane var handtekinn 27. febrúar 1995 fyrir að gefa upplýsingar, innan afmark- aðs hóps APS fréttastofunnar, um það hvar leiðtogi íslömsku frelsis- hreyfíngarinnar (FIS), Ali Belhadj væri í haldi en staðsetningunni er haldið leyndri. Upplýsingar voru ekki gefnar almenningi. Hann kom fyrir herrétt 25. júli 1995 í Ouragla, ákærður fyrir að bijóta lög sem kveða á um að birting á upplýsing- um sem taldar eru stefna ríkisör- yggi eða þjóðareiningu í hættu sé með öllu bönnuð, en refsingin er allt að 10 ára fangelsisvist. Síðustu fjögur ár, og sérstaklega eftir að leynilegt innanríkisráðuneyti, sem sér um dómsuppkvaðningar, hóf störf í júní 1994, hafa auknar höml- ur og aðgerðir varðandi ritskoðun verið lagðar á fjölmiðla í Alsír. Starfsemi fréttablaða hefur hvað eftir annað verið lögð niður og fréttamenn hafa verið handteknir og þeim haldið í varðhaldi fyrir að skrifa og birta upplýsingar sem yfírvöld telja að grafi undan ríkisör- yggi. Svona hömlur auka þrýsting á alsírska fréttamenn sem lifa nú þegar í stöðugum ótta um líf sitt. Frá því í maí árið 1993 hafa fleiri en 50 fréttamenn verið drepnir í árásum sem taldar eru vera af völd- um vopnaðra andstöðuhópa sem kalla sig íslamska hópa. Vinsamlega skrifið kurteislega orðuð bréf og biðjið um að Abd- elkader Hadj Benaámane verði taf- arlaust og án skilyrða leystur úr haldi. „I am calling for the immediate and unconditional release of Abd- elkader Hadj Benaámane.“ Heimilisfang: M. Mohamed ADAMI Ministre de la Justice. Ministére de la Justice 8 Place Bir Hakem El-Biar. Alger Algérie. AMNESTYINTERNATIONAL, íslandsdeild, Hafnarstræti 15, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.