Morgunblaðið - 22.12.1996, Side 44

Morgunblaðið - 22.12.1996, Side 44
44 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ JOLAMYND 1996 Ob)N WÍLLÍAMS KLIKKAÐI PRÓFESSORINN Sýnd kl. 2.30, 4.45, 6.50, 9 og 11.10. Jólamyndir Háskólabíós GOSI Talsett á íslensku. Leikstjórn: Ágúst Guömundsson FRUMSÝND ANNAN í JÓLUM. Einnig sýnd í Nýja Bíói Keflavík HAMSLJN Mynd um rithöfundinn Knut Hamsun. Max Von Sydow Ghita Nörby FRUMSÝND ANNAN í JÓLUM. Nýársmyndin: SLEEPERS Brad Pitt, Robert Deniro, Dustin Hoffman, Jason Patric og Kevin Bacon. FRUMSÝND 1. JANÚAR. GCeðiCeq \óí -HASKOLABIÖ - GOTT BIÖ- GCeðiCeq ]óC STJORIMUFANGARINN Stjörnufangarinn er frábær ítölsk kvikmynd eftir 1 Óskarsverð- launaleikstjórann Giuseppe Tornatore (Cinema Paradiso). Þetta er mynd sem hvarvetna hefur hlotið frábæra dóma Sýndkl. 4.45, 6.50 9 og 11.15. "I ^’®*"'***®. ™r •ycfy'** HASKOLABIO SÍMI552 2140 Háskólabíó BRIMBROT ★ ★★ ÁS Bylgjan ★★★ ÁÞ Dagsljós „Brimbrot er ómissandi" ★ ★★V2 GBDV „Heldur manni hugföngnum" ★ ★★1/jSVMBL Sýnd kl. 3, 6 og 9. THE NUTTY PROFESSOR Sýndkl. 3, 5, 7, 9 og 11. Háskófabíó gefur starfsfólki sínu frí á Þorláksmessu vegna jólaundirbúnings [UTJ] FRUMSYNING: JOLAMYND 1996 Drag mgital Dragonheart er frábær aevintýramynd fyrir alla fjölskylduna um baráttu góðs og ills. Spenna, grín og tæknibrellur. Dragonheart er ekta jólamyncL Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.10. B. i. 12 ára Komdu og sjáöu Robin Williams fara á | kostum sem stærsti 6. bekkingur i heimi. ' trúlegt grín og aman i frábærri mynd fyrir alla fjölskylduna. Gefur 200.000 króna verðlaunagrip Cox og Barrymore gáfu grímu ► VINKONURNAR Drew Barry- more (t.h.) og Courtney Cox voru !glaðar í bragði þegar þær mættu færandi hendi á veitingastaðinn Planet Hollywood nýlega. Þær komu með grímu sem notuð var í nýjustu mynd þeirra sem frum- sýnd var í vikunni. Gríman fór umsvifalaust upp á vegg en sem kunnugt er eru Planet Holly- wood-staðirnir skreyttir með > minjagripum úr kvikmyndum. ÞÓTT um þessar mundir sé mesti erill ársins hjá gullsmiðum vítt og breitt, þá leyfir Sigurður G. Steinþórsson hjá Gulli & silfri sér að hugsa aðeins lengra fram í tímann. Strax upp úr áramótum sest hann nefnilega niður og hannar einn glæsilegasta verð- launagrip sem gefinn er afreks- manni hér á landi og þótt víðar væri leitað. Gripurinn er veittur til stangaveiðimanns og heitir Gull & Silfur flugan. Gripurinn er afhentur á árshátíð Stanga- veiðifélags Reykjavíkur þeim veiðimanni í félaginu sem veiðir stærsta laxinn á flugu á veiði- svæðum félagsins. Sigurður og fyrirtæki hans áttu frumkvæðið að því að gripurinn var gefinn fyrst árið 1981. „Tilefnið var lítið, þetta var svona í gamni gert. Hugmyndin kom upp á einhveiju kaffihúsi. Það var fastsett að gripurinn yrði gefin í þijú ár, alltaf nýr gripur til eignar. Þegar fyrstu þijú árin voru liðin dó pabbi og ég ákvað að gefa gripinn í tvö ár í viðbót í minningu hans, ná fimm árum. Síðan rak hvert tilefnið annað til að halda þessu áfram. Nú er svo komið að Gull & Silfur flugan verður sennilega gefin á meðan báðir lifa, þ.e.a.s. ég og Stanga- veiðifélagið,“ segir Sigurður. Er það tilfellið að gripurinn sé 200.000 króna virði? „Ég hugsa að þegar allt er tek- ið saman þá sé það ekki fjarri lagi. Efnið í fluguna er dýrt og það fer alveg vika í að hanna og smíða fluguna. Þá fer ég oft á vettvang og finn til sérstaka steina til að setja fluguna á, ef metlaxinn er t.d. veiddur í Soginu eða Stóru- Laxá, þá þykir mér við hæfí að hafa fluguna á steini úr farvegum þeirra. Þetta er þó ekki einhlýtt, síðast var ég t.d. sem skorinn og slípaðan kvars frá Suður-Ameríku. Hann minnir á foss og það fannst mér koma vel út í þetta sinn. Vinnan við fluguna er líka kúnstug. Það má segja að hún sé smíðuð að mörgu leyti á sama hátt og fluga er hnýtt. Ég þarf að búa til hvert hár og það eru kannski tugir hára, jafnvel hundr- uð. Svo vef ég og hnýti og þetta er svo mikið nákvæmnisverk, að ef ég hita efnið aðeins of mikið þá er hætta á að ég eyðileggi margra klukkustunda vinnu. Þá blanda ég saman ýmsum efnum, s.s. hvítagulli, rauðagulli, gula- gulli og jafnvel silfri, til að ná fram þeim litablæ sem ég sækist eftir.“ Morgunblaðið/Ásdís SIGURÐUR G. Steinþórsson er byrjaður á flugunni. Er þetta nú ekki einum of mikil fyrirhöfn? „Ekki finnst mér það. Ég hef bara gaman af þessu. Það er ein- mitt aðall okkar fyrirtækis að smiða hluti bæði eftir pöntun og eigin höfði. Það er alltof lítið um slíkt í greininni nú orðið. Þeir sem nenntu að standa í því eru flestir Iöngu dánir. Þetta eru glæsileg verðlaun og hvetja menn til að veiða á flugu. Mér þykir gaman að skapa eitthvað sem hefur sér- stöðu. Það hafa erlendir auðmenn komið hingað í búðina og boðið mér stórfé fyrir að smíða fyrir sig gripi í anda Gull & Silfur flugunn- Morgunblaðið/Jón Svavarsson GULL & Silfur-flugan 1995. ar, en ég hef alltaf neitað. Þá væm verðlaunin ekki sérstæð lengur. Er eitthvad um að þið séu beðn- ir um að sérsmíða? „Já, það er alltaf talsvert um það og við tökum allar slíkar beiðnir til athugunar. Eitt af okk- ar mottóum er að ekkert sé ómögulegt. Það er gaman að svona vinnu, það fer saman hugverk og handverk. Ég er alltaf að rekast á það að þetta sé metið. Ég nefni sem dæmi, að ef við hjónin förum út að skemmta okkur, þá sé ég oft handverk mín á fingrum eða í hálsmálum annarra gesta. Það kitlar óneitanlega.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.