Morgunblaðið - 18.01.1997, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 18.01.1997, Qupperneq 1
88 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 14. TBL. 85. ÁRG. LAUGARDAGUR18. JANÚAR1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Áfrýjun serbn- eskra sósíal- ista hafnað Belgrad. Reuter. HERAÐSDÓMSTÓLL í Serbíu hafnaði í gær beiðni Sósíalista- flokks Slobodans Milosevic forseta um að hnekkja þeirri ákvörðun kjörstjórnar að viðurkenna sigur stjórnarandstæðinga í kosningum í Nis, næststærstu borg landsins, í nóvember. Zoran Zivkovic, leiðtogi stjórn- arandstöðunnar í Nis, sagði að sósíalistar gætu áfrýjað úr- skurðinum til hæstaréttar Serbíu en það myndi ekki tefja fyrir valdatöku stjórnarandstöðunnar í borginni. Sú ákvörðun kjörstjórnanna að ógilda kosningar í fjórtán borgum og bæjum, meðal annars í Belgrad, hefur leitt til daglegra mótmæla í höfuðborginni í tvo mánuði, fyrir tilstilli Zajedno, bandalags stjórn- arandstöðuflokka. Vuk Draskovic, einn af þremur leiðtogum banda- lagsins, sagði í gær að leiðtogar Vesturlanda þyrftu að taka Milo- sevic fastari tökum og knýja hann til að virða úrslit borgarstjórnar- kosninganna. Milosevic sniðgekk þessa kröfu í ávarpi sem hann flutti í fyrradag og talið er að hann hafi ekki stutt þá ákvörðun kjörstjórnanna í Nis og Belgrad að viðurkenna sigra stjórnarand- stöðunnar. Milosevic spáð falli Draskovic sagði að leiðtogar Vesturlanda hefðu ekki tekið Milo- sevic nógu föstum tökum og þeim bæri skylda til að tryggja að hann stæði við það loforð, sem hann gaf í samningunum um frið í Bosníu, að efla lýðræðið í ríkjum gömlu Júgóslavíu. Draskovic kvaðst þó ekki vilja að gripið yrði til efna- hagslegra refsiaðgerða, þar sem þær myndu bitna mest á serbn- esku þjóðinni, sem liði nú þegar MERIN Mala fór fyrir mót- mælum námsmanna í Belgrad í gær og var það til marks um, að jafnvel blessaðir mál- leysingjarnir væru búnir að fá sig fullsadda á Milosevic. nógu miklar þjáningar vegna ein- ræðis Milosevic. Hins vegar bæri þeim að refsa „Milosevic og mafíu hans“. Draskovic bætti við að Mil- osevic nyti ekki lengur stuðnings meirihluta þjóðarinnar og hegðaði sér sem einræðisherra. „Ég er al- veg sannfærður um að þetta er síðasta árið sem Milosevic verður við völd í Serbíu. Meirihluti þjóðar- innar er á móti honum.“ Clinton sæmir Dole Frelsisorðu Washingfton. Reuter. BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, sæmdi í gær Bob Dole, keppinaut sinn i kosningunum í nóvember, æðstu orðu sem óbreyttur borgari getur fengið í Bandarikjunum, Frelsisorðunni. Dole, sem er 73 ára, var sæmd- ur orðunni við athöfn í Hvita húsinu til heiðurs fyrrverandi hermönnum sem börðust í síðari heimsstyijöldinni. Hann var þá undirlautinant og særðist þegar hann stjórnaði árás á þýskar vélbyssuskyttur á Ítalíu. Dole var lengi að ná sér af áverkunum en haslaði sér völl í stjórnmálunum í Kansas á sjötta áratugnum og var kjörinn í full- trúadeild Bandaríkjaþings árið 1960. Hann átti siðan sæti í öld- ungadeildinni frá 1968 og var leiðtogi repúblikana þar frá 1985 þar til hann sagði af sér í júní til að geta einbeitt sér að kosn- ingabaráttunni gegn Clinton. Klökk stund Við athöfnina bar Clinton mik- ið lof á Dole og aðstoðarmenn forsetans segja, að hann hafi ávallt borið mikla virðingu fyrir honum. Dole sjálfur brá á leik og lét sem hann væri að sverja forsetaeiðinn: „Eg, Robert J. Dole, sver...,“ sagði hann og leit síðan sposkur á viðstadda, sem Reuter PALESTINSKAR lögregiukonur gengu fylktu liði um Hebron í gær, skömmu eftir að israelska herliðið hafði afhent Palestínumönnum yfirráð yfir 80% borgarinnar. Fögnuður og svika- brigsl í Hebron Netanyahu segir aldrei verða samið um Jerúsalem Hebron. Reuter. ÍSRAELSKIR hermenn yfirgáfu í gær bækistöðvarnar, sem þeir hafa haft í Hebron um 30 ára skeið, og létu þær í hendur palestínskum lög- reglumönnum. Aðalsamningamað- ur Palestínumanna spáði því í gær, að Likud-flokkur Benjamins Net- anyahus, forsætisráðherra ísraels, myndi að lokum fallast á stofnun palestínsks ríkis en Netanyahu sagði í viðtali við franskt dagblað, að aldrei yrði samið um Jerúsalem eða Gólanhæðir. Nokkur hópur Palestínumanna fylgdist með og fagnaði brottflutn- ingi ísraelsku hermannanna, sem fóru að vísu ekki langt því að þeir settu upp nýjar búðir í þeim fimmt- ungi borgarinnar, sem þeir munu ráða áfram. Eiga þeir að gæta ör- yggis þeirra 400 gyðinga, sem búa í Hebron. Skömmu síðar reyndu nokkur hundruð Palestínumanna að komast inn í hverfið þar sem gyðingarnir búa og kom þá til átaka milli þeirra annars vegar og ísraelskra her- manna og palestínskra lögreglu- manna hins vegar. Inni í hverfmu efndu bókstafstrúaðir gyðingar til mótmæla og kölluðu samningana við Palestínumenn svik. Efasemdir um framhaldið Talsmaður Bandaríkjastjórnar sagði í gær, að samningurinn um Hebron gæti orðið grundvöllur frið- ar milli Israela og Palestínumanna. Margir óttast þó, að framhaldið geti orðið eitthvað í líkingu við deil- una um Hebron og Netanyahu gaf því undir fótinn þegar hann sagði í viðtali við franska blaðið Le Fig- aro, að ísraelar myndu aldrei láta Austur-Jerúsalem og Gólanhæðir af hendi. ráku upp skellihlátur. Tók hann síðan við orðunni og átti dálítið bágt með sig, eins og sjá má, er hann þakkaði fyrir heiðurinn Forsetinn kvaðst vilja heiðra Dole fyrir langa og farsæla þjón- ustu við bandarísku þjóðina. Clinton sver embættiseiðinn að nýju á mánudag. Samkvæmt nýrri Gallup-könn- un, sem birt var í gær, nýtur Clinton nú meiri vinsælda en nokkru sinni fyrr frá því hann tók við embættinu árið 1993. Mahmoud Abbas, aðalsamninga- maður Palestínumanna, kvaðst í gær vera viss um, að Netanyahu og flokkur hans myndu að lokum fallast á stofnun sérstaks ríkis Pal- estínumanna. Líbýumenn synja belgfara um leyfi Neitar að gefast upp Chicago. Reuter. ÚTLIT var fyrir í gærkvöldi, að bandaríski belgfarinn Steve Fossett yrði að hætta tilraun sinni til þess að fljúga fyrstur manna umhverfis jörðina í loft- belg, þar sem Líbýumenn neit- uðu honum um heimild til þess að fljúga yfir landið. Neitaði hann þó að gefast upp og ætl- aði að halda fluginu áfram. Reynt var eftir ýmsum leið- um að fá Líbýumenn til að veita flugheimild í lofthelgi sinni en allt kom fyrir ekki. Fossett freistaði þess að breyta um stefnu yfir Alsír eft- ir hádegi í gær. Voru nokkrar líkur á því í gærkveldi, að hon- um tækist að sneiða sunnan við Libýu, um Níger og Chad, til Egyptalands. Við það verður hann hins vegar að nota aukalega rúm- lega sólarhringsbirgðir af elds- neyti til að hita upp loftið í belgnum. Dregur það úr líkum á því að honum takist að fljúga umhverfis jörðina, en hann er i það minnsta sagður ætla að slá dvalarmet í loftbelg, sem er sex sólarhringar og 16 mín- útur. Til þess verður hann að vera á lofti þar til upp úr mið- nætti í kvöld, laugardag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.