Morgunblaðið - 18.01.1997, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 18.01.1997, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Nýtt umferðar- og deiliskipulag unnið fyrir Miklubraut Morgunblaðið/Kristinn UM fjörutíu þúsund bílar aka eftir Miklubraut á hverjum sólarhring og gæti umferð þar aukist um 15% til 2008, samkvæmt umferðarspá. 2.030 manns „þjakaðir“ af umferðarhávaða 261 býr við „óásættanleg skilyrði“ vegna loftmengunar Borgaryfirvöld hafa útfært þrjár leiðir til þess að bæta aðstöðu íbúa og vegfarenda við Miklubraut, skrifar Helga Kristín Ein- arsdóttir. Borgarstjóri segir að ríkið eigi að taka þátt í kostnaði vegna óþæginda af umferð þar enda um þjóðveg að ræða. Miklabraut Valkostur 1 Mkr. stofnkostn Valkostur 2 Mkr. aður Valkostur 3a Mkr. Valkostur 3b Mkr. Gönqubrú viö Rauðaqerði 58 58 58 58 Gatnamót við Skeiöarvoq 15 440 440 440 Gönqubrú við Breiðaqeröi 55 55 55 55 Gatnamót við Grensás 40 40 450 450 Gatnamót viö Háaleitisbraut 15 15 460 460 Gatnamót viö Krinqlumvrarbraut 52 580 580 580 Gönq við Stakkahlíö 40 40 Gönq viö Reykjahlíö 40 40 Gatnamót viö Lönquhlíö 15 15 Stokkur Lönquhlíö - Stakkahlíö 640 Stokkur EskihlíS • RevkiahlfO ” 512 512 460 Hrinqtorq á Miklatúni 470 Stokkur Eskihlfð - Stakkahlíð 1.670 Samtals 842 1.795 3.713 3.613 YFIRLIT NÚVIRÐISREIKNINGS MtÐAÐ VIÐ 6 % REIKNIVEXTI OG NÚVIRÐISÁR 1996 Stofn- og rekstrar - kostn- aður Tekjur V. breytin gaá vegal. Tekjur v. tíma- sparn- aöar Tekjur v. fækk- unar óhappa Tekjur V. breyt- ingar á hávaö a Tekjur V. minnk . á loft- meng un Núv. hlut- fall T/K Arö- semi f formi Innri. vaxta Mkr Mkr Mkr Mkr Mkr Mkr % 1: Ljósastýrð gatnamót, Ijórir fasar 731 0 -573 1786 29 37 1,75 14 2: Mislæg gatnamót við Kringlumýrarbraut og Skeiöarvog 1552 0 2811 1887 33 36 3,07 25 3a: Öll gatnamót mislæg og stokkur frá Stakkahlíö aö Eskihllíö 3211 0 4359 2055 83 91 2,05 16 3b: Öll gatnamót mislæg, stokkur frá Stakkahlíö að Eskihllð og hringtorg á Miklatúni 3125 0 4359 2055 83 91 2,11 17 TÖFLURNAR eru afritaðar úr skýrslu borgarinnar. UM 2.030 manns við Miklu- braut teljast „þjakaðir“ af umferðarhávaða, segir í nýrri skýrslu um um- ferðar- og deiliskipulag. Þá er gert ráð fyrir að allir íbúar við Miklu- braut frá Eskihlíð að Stakkahlíð, eða 261, búi við „óásættanleg skilyrði“ hvað varðar loftmengun af völdum umferðar. Algeng viðmiðun hvað varðar háv- aðamengun er að allir finni til óþæg- inda ef hávaði fer yfir 70 desibel. Um 50% finna til óþæginda vegna hávaða sem mælist 66-70 desibel, við 61-65 desibel fínna 20% til óþæg- inda og 5% af völdum hávaða sem reiknast 56-60 desibel. í nýrri meng- unarvarnareglugerð er miðað við 55 desibela hávaða við húsvegg. í skýrslu sem unnin var fyrir at- beina borgaryfirvalda í árslok 1996 segir: „Hávaði frá umferð í grennd við Miklubraut fer víða yfir þessi mörk og því ástæða til að athuga hann sérstaklega. Fjöldi íbúa sem verður fyrir óþægindum frá umferð- arhávaða frá Miklubraut, miðað við ofangreindar forsendur, var metinn með einföldu reiknilíkani. Þannig telj- ast um 2.030 manns vera þjakaðir af hávaða frá Miklubraut." Mæling- arnar eru ekki útlistaðar nánar í skýrslunni. Mengun lofts frá umferð er skipt í tvo flokka, efnamengun og ryk- mengun, og er af völdum útblásturs frá vél. Helst er fylgst með ildi ýmissa efna, svo sem kolefnis, köfn- unarefnis og brennisteins, svo og blýi. „Koltvíildi er einkum skaðlegt vegna áhrifa þess á ósonlagið. Kol- einildi minnkar getu rauðu blóðkorn- anna til þess að taka upp súrefni í lungunum og er því skaðlegt, einkum hjarta- og æðasjúklingum. Köfnun- arefnisildi veldur einstaklingi óþæg- indum og aukinni áhættu á lungna- sjúkdómum. Brennisteinstvíildi og köfnunarefnisildi valda í sameiningu því að jarðvegur verður súr, sem hefur ýmis skaðleg áhrif í náttúr- unni, auk þess að valda skaða á mannvirkjum ... Blý eykur meðal annars hættu á krabbameini. Um- ferðarryk er sót úr útblæstri og rykagnir sem verða til við slit á dekkjum og yfirborði akvega. Ryk veldur ertingu í öndunarfærum, auk þess að vera til óþrifnaðar." Mestur hluti loftmengunar í Reykjavík vegna umferðar Fyrir liggur hver séu viðunandi mörk loftmengunar af þessu tagi án þess að hún teljist hættuleg heilsu manna eða umhverfi. í Reykjavík á mestur hluti loftmengunar rætur að rekja til umferðar, samkvæmt skýrslunni, og er stuðst við leiðbein- ingar sænsku vegagerðarinnar um hættumörk og hættumarkalínu út frá umferðarþunga við útreikninga að þessu sinni. Forsendan er sú að koleinildi sé ráðandi þáttur í menguninni og búin til jafna með fjarlægð frá vegmiðju til hættumarkalínu í metrum og með- altalsfjölda bíla á dag í þúsundum. Miðað við 40.000 bíla umferð telst hættumarkalína 49 metrar. Jafnan, eins og hún er sett fram, gildir fyrir 1. hæð húsa og kjallara en mengun minnkar þegar ofar dregur. Reikna má með að á annarri hæð sé mengun 85% fyrstu hæðar, 80% á þriðju hæð, og svo framvegis. „Ut frá þessari einföldu forsendu má gera ráð fyrir því að allir ibúar við Miklubraut frá Eskihlíð að Stakkahiíð, alls 261 íbúi, séu innan hættumarkalínu og búi því við óásættanleg skilyrði að þessu leyti," segir í skýrslunni. Mikill munur er á rými frá miðlínu götu að íbúðarhúsum við Miklu- braut. „Þrengst er vestast, frá Snor- rabraut að Stakkahlíð, þar sem fjar- lægð frá miðlínu götu að íbúðarhús- um er innan við 25 metra. „A þess- um kafla er ástandið skást móts við fjölbýlishúsin Skaftahlíð 2-22, sem standa innar á lóðum og að auki er þar þéttur grenilundur á milli. Eftir því sem austar dregur er fjarlægðin meiri og er 50-75 metrar frá Stakkahlíð að Grensásvegi. Þar fyrir austan er fjarlægðin yfir 75 metrum að undanskildu svæði við Rauða- gerði. Beint samband er á milli þess- ara ijarlægða við hávaða- og loft- mengun," samkvæmt skýrslunni. 40-50.000 bílar á sólarhring Miklabraut er ein mikilvægasta gatan í gatnakerfi Reykjavíkur og er magn umferðar eftir henni á sól- arhring um 40.000 bílar vestast og nálgast 50.000 austast. „Einungis vestasti kafli Vesturlandsvegar og Kringlumýrarbraut við mörk Kópa- vogs, hafa meira umferðarmagn," segir jafnframt í skýrslunni. Útfærðir eru þrír valkostir til lausnar og gengið út frá því í öllum tilvikum að Hringbraut sé flutt suð- ur fyrir Umferðarmiðstöð. Aðferða- fræðin er sem hér segir. Litið er til arðsemi af framkvæmdum í nið- urstöðum og áhrif til tekna eru sparnaður vegna færri umferðar- slysa, ökustunda, styttri vegalengd- ar, minni hávaða og loftmengunar. Ef áhrif eru neikvæð reiknast þau sem útgjöld. Á móti kemur stofn- og viðhaldskostnaður, þar með talinn kostnaður við gerð hljóðtálma. Ofangreindir þættir eru felldir und- ir skilgreininguna umferðarkostnaður. Áhrifin eru síðan metin með því að bera saman umferðarkostnað tiltek- innar framkvæmdar og sama kostnað yrði ekkert að gert. Byggingartími er settur eitt ár fyrir hvem valkost í samanburðinum en hann getur haft áhrif á reiknaða arðsemi. Niðurstöðurnar eru annars vegar birtar sem arðsemi í formi innri vaxta og hins vegar sem núvirði reiknaðra tekna og kostnaðar, miðað við 6% vexti. Þá var stofnkostnaður áætlaður. (Sjá töflur). Gert er ráð fyrir að hvert umferðarmannvirki hafi áhrif á umhverfi sitt, eða skili tekjum, í 25 ár, og að það endist að meðaltali í 40 ár. Fjöldi íbúa sem losnar við óþæg- indi vegna hávaða er mismunandi eftir valkostum. Hann reiknast svo, samkvæmt skýrslunni; valkostur 1) 269 íbúar, 2) 304 íbúar, 3a) 768 íbúar, 3b) 768 íbúar. Að sama skapi er metinn fjöldi íbúa sem losnar við óþægindi vegna loftmengunar; val- kostur 1) 100 íbúar, 2) 100 íbúar, 3a) 250 íbúar, 3b) 250 íbúar. Skipulagsnefnd á eftir að meta valkosti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að skipulagsnefnd ætti eftir að fjalla um nýtt umferðar- og deiliskipulag. Hún segir erfitt að koma til móts við sjónarmið íbúa milli Snorrabrautar og Stakkhlíðar. „En það er hægt að gera minni göng undir Miklubraut hjá Rauðarárstíg sem myndu tengjast nýrri legu Hringbrautar. Að því verður að huga í framtíðinni en flutningur Hring- brautar er mál sem Landspítalinn á að leysa vegna breytingar á hans lóð,“ segir hún. Ingibjörg Sólrún segir jafnframt að erfitt verði að leysa vanda íbúa gegnt Miklatúni en til séu hugmynd- ir að göngum undir Miklubraut frá Lönguhlíð. „Það er auðvitað hægt en Miklabraut er þjóðvegur og því yrði að koma fé til framkvæmdarinnar á fjárlögum. Það er margt sem spilar inn í þetta, afkastageta gatnamóta, slysahætta og mengunar- og hávaða- mörk og okkar skoðun er sú að ríkið eigi líka að axla ábyrgð vegna óþæg- inda af þeirra mannvirkjum ekki síð- ur en borgin af sínum.“ Þá segir hún aðspurð hvaða fram- kvæmdir komi fyrst til álita. „Það sem fólk hefur fyrst og fremst verið að horfa á er mislæg gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklu- brautar, og Miklubrautar, Skeið- arvogs og Réttarholtsvegar. Ef horft er á málið frá landfræðilegum að- stæðum eru síðarnefndu gatnamótin tiltölulega auðveld og ljóst er að þau eru sprungin. Ég reikna því með að þau komið sterklega til greina. Hvað Kringlumýrarbraut varðar togast á sjónarmið um aukna afkastagetu og umhverfisþátturinn og því erfiðara að gera þau gatnamót mislæg. Önn- ur mislæg gatnamót koma ekki til greina að svo stöddu," segir borgar- stjóri að lokum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.