Morgunblaðið - 18.01.1997, Page 8

Morgunblaðið - 18.01.1997, Page 8
8 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR i að skip og kvótar verði ekki seldir á brott Jj- jHi, Jjjk M .ii, — ' ^TG+Auticý M FRUMSKÓGARLÖGMÁLIN grassera sem aldrei fyrr . . . Ljósmyndasýning Morgunblaðsins Myndir frá náttúruhamför- unum sýndar á Suðurlandi Morgunblaðið/Árni Sæberg MYND frá gosinu í Vatnajökli er á ljósmyndasýningu Morgun- blaðsins sem verður opnuð á Selfossi í dag. MYNDIR ljósmyndara Morgun- blaðsins af náttúruhamförunum í Vatnajökli og á Skeiðarársandi verða til sýnis í þremur sölu- og grillskálum KÁ á Suðurlandi næstu vikur. Sýningin verður opn- uð í Umferðarmiðstöð Suðurlands í Fossnesti á Selfossi í dag, fer síðar í Vík í Mýrdal og á Kirkju- bæjarklaustur og sömu leið til baka og lýkur í Fossnesti 20. apríl. Markmiðið með sýningunni er að opna augu fólks fyrir náttúru- hamförunum og hvetja fólk til að taka sér ferð á hendur og kynnast aðstæðum á Skeiðarársandi, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá KÁ. Á meðan á ljósmyndasýning- unni stendur er fyrirhugað að koma fyrir klakabjargi úr hlaupinu við viðkomandi skála til að minna á sýninguna og tilefni hennar. Myndband frá hlaupinu verður sýnt innandyra. Auk þess verður reynt að hafa annað efni tengt hlaupinu á staðnum, þar á meðal nýútkomna bó_k um hamfarimar í Vatnajökli. KÁ gerir ráð fyrir því að í skálunum verði tilboð á veit- ingum af þessu tilefni. Vaxandi umferð austur Að sögn Sigurðar Jónssonar, framkvæmdastjóra ferðaþjónustu- sviðs KÁ, er vaxandi umferð frá þéttbýlissvæðunum á suðvestur- Hominu austur á Skeiðarársand, einkum um helgar. „Fólk segir það hreina upplifun að fara austur og skoða vegsummerkin eftir hlaupið, reyndar ævintýri líkast. Fólk ferð- ast mikið á eigin bílum en einnig er nokkuð um hópferðir. Þá eru aðrir sem gefa sér góðan tíma með því að gista í Vík í Mýrdal og nágrenni eða á Kirkjubæjar- klaustri," segir Sigurður. Sýning á myndum ljósmyndara Morgunblaðsins verður í Fossnesti á Selfossi til 7. febrúar og aftur 6. til 20. apríl, í Víkurskála 8. febrúar til 1. mars og aftur 30. mars til 5. apríl og loks í Skaftár- skála á Kirkjubæjarklaustri frá 2. til 29. mars. Allar myndirnar eru til sölu. Rannsókn um fangana á Mön Litlu munaði að fangamálið felldi stjórnina Snorri G. Bergsson Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er verið að gera heimildarmynd um afdrif rúmlega fimmtíu þýskra þegna, sem búsettir voru hér á landi við upphaf heimsstyijaldarinnar síðari. Voru flestir færðir til eyjar- innar Manar í írlandshafi, þar sem þeir voru í 3-4 ár. Myndin er að verulegu leyti byggð á rannsóknum Snor- ra G. Bergssonar sagnfræð- ings. Birtist grein hans, Fangarnir á Mön, í Nýrri sögu, tímariti Sögufélags- ins 1996. „Greinin átti að vera hluti af MA-ritgerð minni, en efnið var svo mik- ið að ég hafði ekki tíma til að vinna úr því þannig að ég værí sáttur við verkið," segir Snorri. „Nú er ég að bæta þessum kafla aftan við ritgerðina, því ég stefni á að gefa hana út í bók.“ - Sem fjallar um hvað? „Um útlendinga og íslenskt samfélag einkum á fyrri helmingi aldarinnar. Það er þó almennt og án þess að fara mikið út í einka- mál hvers og eins.“ - Hvenær áttu von á að bókin komi út? „Ég er komin nokkuð langt með hana, en á eftir að semja við útgef- anda.“ - Fórstu utan til að afla þér heimilda? „Nei, ég fékk skjöl frá London en flest koma gögnin þó úr Þjóð- skjalasafninu. Fyrir um þremur árum fékk ég sérstakt leyfi utan- ríkisþjónustunnar til að fá aðgang að safninu. Ég viðaði að mér heim- ildum í nokkra mánuði en varð að leggja verkið frá mér. Ég var eiginlega búinn að gleyma hálf- karaðri ritgerðarsmíðinni þegar verðlaunasamkeppni á vegum Sögufélagsins og fleiri var aug- lýst. Ég ákvað að senda ritgerðina „hráa“ inn. Auðvitað fékk ég ekki verðlaunin en mér var sagt að rit- gerðin hefði komið næst á eftir þeim sem skiptu með sér verðlaun- unum.“ - Það hefur orðið hvatinn að því að vinna hana áfram? „Já, og þá ætlaði ég að nota heimildirnar í MA-ritgerðina. En vegna þess að ég tók MA-námið á einu ári, auk þess sem ég var að vinna með náminu, varð enginn tími til að vinna frekar úr efninu." - Hefurðu komið til Manar? „Nei, en ég stefni á að fara þangað þegar ég hef unnið í lottó- inu! í rauninni verð að fara þang- að sem og til Englands áður en ég lýk við ritgerðina." - Hvemig var aðbúnaði fang- anna á Mön háttað? „Hann var alveg til fyrirmyndar og menn bjuggu í litlum húsum. Þarna voru meðal annars starf- andi tveir háskólar, fornleifaupp- gröftur fór þar fram og mikilli menningarstarfsemi var haldið uppi.“ - Var eitthvert samband á miili fanganna á Mön og fjöl- skyldnanna hér heima? „Já, það áttu sér stað bréfaskriftir. Ég hef séð mörg bréfanna sem voru öll opnuð og rit- skoðuð, meðal annars var strikað yfir öll staðarheiti og nöfn.“ - Hver urðu afdrif þeirra fanga sem búið höfðu á íslandi? „Flestir höfðu farið til Þýska- lands í fangaskiptum. En vorið 1945 hófst mikil barátta hér á landi ►Snorri G. Bergsson fæddist 3.4.1969 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MH í janúar 1990, stundaði sagn- fræðinám við HÍ og háskólann í Leicester 1990-93 og lauk BA-prófi frá Háskóla Islands 1993. Var við nám í ísrael jan.- maí 1995 þar sem hann nam Mið-Austurlandafræði og íslömsk fræði við Hebreska háskólann í Jerúsalem og vann samhliða við skriftir. Hann lauk MA-prófi í sagnfræði 1995 frá HÍ. Frá miðju ári 1995 hef- ur hann unnið við skriftir og rannsóknir að mestu á eigin vegum auk þess sem hann var aðstoðarmaður Þórs White- head prófessors. um að reyna að fá mennina heim. Meðal annars gengu eiginkonur þeirra manna á milli, sendu bréf til Ólafs Thors forsætisráðherra og flestra annarra ráðamanna. Biskupinn yfir íslandi ásamt sér- hverjum presti í Reykjavík skrifaði undir bænaskjal um að þeim yrði hleypt heim. Finnur Jónsson dóms- málaráðherra, sem var einráður um þessi mál, neitaði þeim um landvistarleyfi án samþykkis Al- þingis. Hann bar fyrir sig lög og félagsaðild sumra fanganna að ís- landsdeiid Nasistaflokksins. Það merkilegasta við þetta er að einn harðasti stuðningsmaður kvennanna var Hermann Jónasson, sem stóð fyrir því að setja lögin. Ég hef skoðað þingumræðuna og ekki einn einasti þingmaður var á móti lögunum þegar þau voru sett 1936-’37. Allir vildu þeir hefta innflutning útlendinga. Upphaf- lega hugmyndin var að stemma stigu við innflutningi gyðinga en hér höfðu vopnin snúist í höndum Hermanns. Þegar íslendingar ákváðu loks að leyfa Þjóðverjum að koma heim fengu þeir ekki leyfí til að yfirgefa Þýskaland. Margir stungu af og í árslok 1948 höfðu þó nær allir, sem það vildu, komist til íjölskyldna sinna á íslandi. Margir sátu þó eftir í Þýskalandi, frá- skildir og fátækir.“ - Hvað þótti þér einna merkilegast í rannsókn þinni? „Sem áhugamaður um íslenskt stjórnarfar þótti mér mjög athygl- isvert að litlu munaði að málið um endurkomu fanganna felldi ný- sköpunarstjórnina í desember 1945.“ Aðbúnaður á Mön til fyrirmyndar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.