Morgunblaðið - 18.01.1997, Page 12
12 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Úrskurður Siðanefndar
Blaðamannafélags Islands
Hér fer á eftir greinargerð og
úrskurður Siðanefndar Blaðamanna-
félags íslands vegna kæru Sverris
Olafsson á hendur ritstjórum Morg-
unblaðsins.
Kærandi Sverrir Olafsson. Kærðir
Matthías Johannessen og Styrmir
Gunnarsson ritstjórar Morgunblaðs-
ins. Kæruefni Athugasemd ritstjóra
við bréf Björns V. Olasonar í Morg-
unblaðinu 28. ágúst 1996.
Málið var kært með bréfi dag-
settu 27. september 1996. Dráttur
varð á því að Morgunblaðið brygð-
ist við kærunni vegna íjarveru ann-
ars ritstjóra blaðsins. Morgunblaðið
rakti sína hlið á málinu í greinar-
gerð dagsettri 24. október 1996,
og tilkynnti jafnframt að lögmaður
Árvakurs hf. hefði óskað lögreglu-
rannsóknar á þeim þætti málsins
hver væri hinn rétti höfundur að
greininni „Hafnfirðingar krefjast
meirihluta jafnaðarmanna“ sem
birtist í blaðinu 21. ágúst 1996^
undirrituð af Birni V. Ólasyni. I
þessari fyrri lotu fjaliaði Siðanefnd
um málið á fundum sínum 21. októ-
ber og 4. nóvember 1996.
Siðanefnd ákvað þá, að höfðu
samráði við lögmann Blaðamannafé-
lagsins, að fresta umfjöllun um mál-
ið þar til svar Rannsóknarlögregl-
unnar við málaleitan Morgunblaðs-
ins lægi fyrir. Þegar Rannsóknarlög-
reglan hafði synjað lögmanni Árvak-
urs hf. um rannsókn áfrýjaði hann
synjuninni til Ríkissaksóknara. Bæði
Rannsóknarlögreglan og Morgun-
blaðið greindu Siðanefnd frá fram-
vindu málsins, og Siðanefnd Sverri
Ólafssyni. Ríkissaksóknari synjaði
um rannsókn hinn 17. desember
1996, og tilkynnti hann Siðanefnd
það með bréfi samdægurs.
Siðanefnd tók málið fyrir að nýju
á fundi sínum 6. janúar 1997. Hún
hefur síðan fjallað _um það 9., 14.,
16. og 17. janúar. Á fundi nefndar-
innar ha_fa komið Björn V. Ólason,
Sverrir Ólafsson (tvisvar), Matthías
Johannessen og Styrmir Gunnarsson
og loks þeir Magnús Hafsteinsson,
Sigurgeir Ólafsson og Erlingur
Kristensson sem birt höfðu grein um
málið í Morgunblaðinu hinn 1. sept-
ember 1996.
Málavextir
Greinin „Hafnflrðingar krefjast
meirihluta jafnaðarmanna" birtist í
bréfadálki Morgunblaðsins 21. ágúst
1996 undir nafni Björns V. Ólason-
ar. Hún var rituð gegn samstarfi
alþýðuflokksmanna við Ellert Borg-
ar Þorvaldsson og Jóhann Gunnar
Bergþórsson í bæjarstjórn Hafnar-
Qarðar og var þar farið hörðum orð-
um um þá Ellert Borgar og Jóhann.
Viku síðar, hinn 28. ágúst 1996,
birtist á sama stað í Morgunblaðinu
greinin „Ellert Borgar Þorvaldsson
og Jóhann Gunnar Bergþórsson
beðnir afsökunar" eftir Björn V.
Ólason. Þar biður Björn afsökunar
á ýmsum ummælum í fyrri grein-
inni. Hann segir líka að hann hafi
ekki samið hana, heldur Sverrir Ól-
afsson. Hann kveðst þó hafa haft
„vitneskju um innihald" hennar, og
hafa „lánað“ Sverri nafn sitt. Hann
segist einnig hafa óskað þess, eftir
að greinin var komin í hendur Morg-
unblaðsins, að hún yrði ekki birt,
og hafi sá sem hann talaði við „tek-
ið...jákvætt undir það“.
Afsökunarbeiðni Björns V. Óla-
sonar fylgdi svohljóðandi athuga-
semd frá ritstjórum Morgunblaðsins:
Efni þessa bréfs er sem betur fer
einsdæmi í fjölmiðlun okkar og sýn-
ir að höfundur þess, og sá sem hann
lánaði nafn sitt, Sverrir Ólafsson,
hafa notað aðferðir við greinarskrif
hér í blaðinu, sem telja má til ný-
mæla og eru í raun siðlausar. Blaðið
varaði sig hvorki á rangfærslunum
í grein Sverris undir nafni Björns
né „dulnefninu".
Þessi aðferð þeirra félaga heyrir
til fádæma.
Blaðið frábiður sér efni af þessu
tagi og með þessum aðferðum.
Þess skal að lokum geta, að rit-
stjórn Morgunblaðsins kannast ekki
við ósk Björns þess efnis, að grein
Sverris undir hans nafni yrði ekki
birt.
Tveimur dögum síðar, hinn 30.
ágúst 1996, birti Morgunblaðið í
bréfadálki sínum „Athugasemd frá
Sverri Ólafssyni". Þar segir hann
um skrif Björns V. Ólasonar:
mér eru greinaskrif þessa manns,
sem ég er varla málkunnugur, með
öllu óviðkomandi.
Hann kvartar yfir því
að svo virðist sem ritstjórar Mbl.
hafi séð ástæðu til að taka orð Björns
V. Ólasonar fullgild, án þess að hafa
fyrir því að leita eftir viðhorfí mínu
til málsins eða rökum fyrir fullyrð-
ingum sínum.
Síðar segir:
Ég hef efnislega ekkert sérstakt
við grein Björns eða innihald hennar
að athuga... Ég hlýt hins vegar
að krefja ristjóra Mbl. um sannanir
fyrir fullyrðingum þeirra í minn garð
eða að þeir biðjist ella afsökunar á
síðum Morgunblaðsins, á ummælum
sínum um mig í tengslum við þetta
mál.
Loks birtist tveimur dögum eftir
þetta, hinn 1. september 1996, „At-
hugasemd vegna yfirlýsingar" und-
irrituð af þeim Magnúsi Hafsteins-
syni, Sigurgeiri Ólafssyni og Erlingi
Kristenssyni. Þar segir að Björn V.
Ólason hafi hinn 7. ágúst 1996 í
viðurvist þeirra þriggja hinn 7. ág-
úst „veifað umræddri blaðagrein
undir fyrirsögninni „Hafnfirðingar
kreQ'ast meirihluta jafnaðar-
manna“.“ Jafnframt undirstrika þeir
að greinin hljóti að teljast vera á
ábyrgð Björns. Loks eru orð Björns
borin fyrir því að afsökunarbeiðni
hans frá 28. ágúst sé
ekki rituð af honum sjálfum, held-
ur er undirritun hans fengin með
þvingunum og þrýstingi ráðagóðra
hagsmunaaðila.
Björn V. Ólason ber fyrir Siða-
nefnd að þessi ummæli þremenning-
anna séu tilhæfulaus.
Umfjöllun
Um það hver samdi texta greinar-
innar „Hafnfirðingar krefjast meiri-
hluta jafnaðarmanna_“ stendur full-
yrðing Björns V. Ólasonar þvert
gegn fullyrðingu Sverris Ólafssonar,
bæði í Morgunblaðinu og í fram-
burði fyrir Siðanefnd. Það er ekki
útilokað að báðir segi rétt frá þegar
þeir afneita greininni og að þriðji
aðili sé höfundurinn. Yfirlýsing þre-
menninganna tekur ekki af nein tví-
mæli í þessu efni. Og Rannsóknar-
lögreglan synjaði Morgunblaðinu um
rannsókn eins og fram er komið.
Það er ekki í verkahring Siða-
nefndar að skera úr um það hver
skrifaði greinina og jafnvel ekki að
reyna að mynda sér rökstudda skoð-
un á því með því að þaulprófa fram-
burð málsaðilja eins og lögreglan
hefði væntanlega gert. Þar með tek-
ur nefndin enga afstöðu til þeirra
atriða í kæru Sverris Ólafssonar sem
eiga að sýna að hann eigi enga hlut-
deild í greininni. Nefndin tekur ekki
heldur afstöðu til þeirra atriða í
kærunni sem lúta að stjórnmálabar-
áttunni í Hafnarfirði og afstöðu
Morgunblaðsins til hennar.
Það var Björn V. Ólason sem stað-
hæfði fyrstur í Morgunblaðinu að
Sverrir Ólafsson hefði samið hina
umdeildu grein, en yfir honum hefur
Siðanefnd enga lögsögu. Kjarni
málsins, eins og hann snýr að Siða-
nefnd, er sá sem Sverrir Ólafsson
orðar svo í „Athugasemd frá Sverri
Ólafssyni“ að
ritstjórar Mbl. hafi seð ástæðu til
að taka orð Björns V. Ólasonar full-
gild, án þess að hafa fyrir því að
leita eftir viðhorfi mínu til málsins
eða rökum fyrir fullyrðingum sínum.
Meginkröfur hans í þessari „At-
hugasemd", sem eru ítrekaðar í
kæru hans, eru þær að ritstjórarnir
færi sönnur á að hann hafi skrifað
greinina umdeildu eða biðji hann
afsökunar á því að hafa kennt hon-
um hana og kallað athæfi þeirra
Björns V. Ólasonar siðlaust.
Ritstjórar Morgunblaðsins segja í
greinargerð sinni til Siðanefndar
eftir að hafa kannast við að blaðið
hafi á síðari árum varann á um að
rétt sé skýrt frá höfundum skrifa
sem berast blaðinu:
Engu að síður trúðu ritstjórar
Morgunblaðsins þeirri fullyrðingu
Bjöms V. Ólasonar, að hann hefði
lánað nafn sitt með þeim hætti, sem
hann sjálfur sagði í bréfí sem birt
var hinn 28. ágúst sl. Ein ástæða
fyrir því, að sú fullyrðing var tekin
trúanleg er sú, að þess eru dæmi úr
pólitískri baráttu undanfarna ára-
tugi, að slíkt hafí verið gert. Þótt
stjórnmálabaráttan hafi breytzt um-
talsvert eimir þó enn eftir af gamal-
dags vinnubrögðum. Af þessum sök-
um var efni þeirrar athugasemdar,
sem blaðið gerði við bréf Björns V.
Ólasonar á þann veg, sem raun ber
vitni. Spyija má, hvers vegna blaðið
hafi ekki haft samband við Sverri
Ólafsson fyrir birtingu og borið þessa
staðhæfíngu undir hann. Svarið er
að Morgunblaðið lítur á aðsent efni
sem trúnaðarmál á milli blaðsins og
höfundarins þar til það hefur birzt.
Nú má spyija hvort það hafi ver-
ið réttlætanlegt af ritstjórunum að
leggja umsvifalaust trú á fullyrðingu
Björns og taka undir hana í athuga-
semd sinni. Var eitthvað í bréfi hans
sjálfu, eða í kringumstæðunum, sem
gaf tilefni til að ætla að þegar hann
bæði afsökunar á fyrri greininni
HOLLENDINGAR sýna áhuga á
samstarfi við íslendinga í orkumálum
og á að ijárfesta á Islandi, að sögn
Finns Ingólfssonar iðnaðarráðherra,
sem er nýkominn úr ferð til Hol-
lands. Finnur heimsótti í ferð sinni
hollensku fyrirtækin þijú sem eru
aðilar að ICENET-hópnum, ásamt
Reykjavíkurborg og Landsvirkjun, en
þar er um að ræða samstarfsverkefni
um athugun á hagkvæmni þess að
leggja sæstreng frá íslandi til megin-
lands Evrópu. Átti hann einnig við-
ræður við Hans Wijers, efnahags-
málaráðherra Hollands.
„Það er alveg ljóst að áhugi Hol-
notaði hann tækifæri tii að koma
nýjum ósannindum á framfæri?
Bréfið virðist ekki gefa neitt tilefni
til slíkrar tortryggni. Það virðast
kringumstæðurnar - stjórnmáladeil-
ur í Hafnarfírði - ekki gera heldur.
Þótt stjórnmálabarátta gerist áköf
nær hún naumast því marki að sá
siður afleggist að fólk segi fremur
satt en ósatt. Fyrsta regla blaða-
manna sem annarra hlýtur að vera
sú að hver sem þeir eiga skipti við
sé líklegri til að segja satt en ósátt,
nema sérstök ástæða sé til að ætla
annað. Niðurstaðan verður því sú
að ritstjórar Morgunblaðsins hafi
haft rétt til að trúa orðum Björns
V. Ólasonar, hvort sem þau mundu
reynast sönn eða ósönn við frekari
vandlega rannsókn.
Áttu ritstjórarnir þá að birta skoð-
un sína á sannleiksgildi orða Björns
án þess_ að bera hana fyrst undir
Sverri Ólafsson? Það virðist vera
hæpin krafa. Ef blaðamaður hefur
enga ástæðu til að telja heimild tor-
tryggilega virðist honum fijálst að
birta það sem hann sækir til hennar
án þess að bera það undir þá sem
málið varðar. Og ef heimildin reyn-
ist völt er við hana að sakast en
ekki blaðamanninn. I máli Sverris
Ólafssonar og Morgunblaðsins kem-
ur að vísu annað til, og það er að
blaðið segir aðferð Sverris og Björns
siðlausa. Á blaðamaður að kanna
sérstaklega sannleiksgildi heimildar,
sem hann hefur enga sérstaka
ástæðu til að rengja, ef hann notar
hana til að fella siðferðilegan dóm
um nafngreint fólk? Hér er erfiðara
að fóta sig. Meðal þess sem málið
skiptir er hver ásökunin er og hversu
harður dómurinn er. Ef ástæður til
lendinganna er ekki bundinn við
sæstrengsverkefnið. Þeir sýna því
áhuga að fjárfesta á íslandi. Þessi
þijú fyrirtæki sem ég heimsótti,
Nuon, Epon og NKF, eru núna að
kanna möguleika á ýmsum sam-
starfsverkefnum við sveitarstjórnir
á Austurlandi," sagði Finnur.
Nánara samstarf
í viðræðum við Hans Wijers var
farið yfir samskipti landanna á sviði
orkumála og mál er varða fram-
kvæmd tilskipunar ESB um sameig-
inlegan raforkumarkað Evrópu.
Lagði Finnur áherslu á sérstöðu ís-
efasemda um gildi trúverðugrar
heimildar vakna síðar ber blaða-
manni hiklaust að skýra frá þeim.
Dómur Morgunblaðsins er all-
þungur áfellisdómur, og þess vegna
er athugasemd ritstjóranna of af-
dráttarlaus þótt dómurinn sé felldur
í góðri trú. Þar hefði átt að hafa
fyrirvara á borð við „ef rétt er frá
sagt“. Annar kostur hefði verið að
bíða með athugasemdina þar til
Sverri hefði verið gefinn kostur á
að bregðast við frásögn Björns. Enn.
einn kostur hefði verið að gera þá'.
athugasemd við grein Sverris Ólafs-.
sonar að blaðið treysti sér ekki leng-
ur til að fullyrða fortakslaust um
höfund hinnar umdeildu greinar.
Þetta segir Matthías Johannessen-
raunar í viðtali við Alþýðublaðið 30.
ágúst 1996, sama dag og „Athuga-
semd frá Sverri Ólafssyni" birtist íí
Morgunblaðinu:
Við Sverrir höfum átt ágæt sam-
töl og við hér á Morgunblaðinu vilj-
um að hann njóti fulls réttlætis hér
á blaðinu. Við birtum hans athuga-
semd. Við erum ekki dómarar í svona
málum.
Einhver slík ummæli hefðu átt að
birtast í Morgunblaðinu.
Hafí yfirsjónir ritstjóranna varðað
við siðareglur eru einar málsbætur
þeirra yfírlýsing Matthíasar Johann-
essen í Alþýðublaðinu. Við þær bæt-
ist að Sverrir Ólafsson, og þeir Magn-
ús Hafsteinsson, Sigurgeir Ólafsson
og Erlingur Kristensson, fengu grein-
ar sínar, þar sem þeir röktu sína hlið
á málinu, birtar í Morgunblaðinu án
tafar og höfðu þeir síðustu orð í
málinu í blaðinu. Þess ber að geta'
að ritstjórar Morgunblaðsins hafa
lagt fyrir Siðanefnd bréf frá Sverri
Ólafssyni til Matthíasar Johannessen,
dagsett 28. ágúst 1996, sem fylgdi
handriti hans að „Athugasemd frá
Sverri Ólafssyni". Þar þakkar Sverrir
fyrir símtal og segir að von sé á, til
viðbótar við grein sína, yfírlýsingu
þremenninganna. Þar segir síðan:
„Ég treysti orðum þínum um að
bæði plöggin muni fá forgangs af-
gi-eiðslu í blaðið, svo að komast megi
hjá frekari leiðindum."
Meðal annars vegna þessara máls-
bóta hrökkva yfirsjónir ritstjóra
Morgunblaðsins ekki til að þeir séu
brotlegir við 3. grein siðareglna sem
segir:
Blaðamaður vandar upplýsinga-
öflun sína, úrvinnslu og framsetn-
ingu svo sem kostur er og sýnir
fyllstu tillitssemi í vandasömum
málum. Hann forðast allt sem valdið
getur saklausu fólki, eða fólki sem
á um sárt að binda, óþarfa sársauka
eða vanvirðu.
Úrskurður
Matthías Johannessen og Styrmir
Gunnarsson teljast ekki hafa brotið
siðareglur Blaðamannafélags ís-
lands.
Reykjavík 17. janúar 1997,
Þorsteinn Gylfason,
Sigurveig Jónsdóttir,
Mörður Arnason,
Hrólfur Ölvisson,
Róbert Haraldsson.
Iensks raforkumarkaðar í viðræðun-
um. Einnig var rætt um tengingu
íslenska raforkukerfisins við orku-
markaði í Evrópu og sölu á raforku
um sæstreng til hollenskra orkufyr-
irtækja. Var ákveðið að taka upp
nánara samstarf milli stjórnvalda
landanna til að auka á samskipti
þjóðanna í atvinnuuppbyggingu.
Fyrsti sameiginlegi fundur ís-
lenskra stjórnvalda, ICENET hóps-
ins, og þýskra og breskra orkufyrir-
tækja, sem hafa einnig átt aðild að
athugun á Iagningu sæstrengs, verð-
ur væntanlega haldinn í Reykjavík
í mars.
Iðnaðarráðherra ræddi við ráðherra og fyrirtæki í Hollandi
Áhugi á samstarfi
og fjárfestingu