Morgunblaðið - 18.01.1997, Síða 13

Morgunblaðið - 18.01.1997, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 13 __________________________________FRÉTTIR____________________ Undirbúningur fyrir keppnina um fegurðardrottningu íslands hafinn Aðalkeppnin verð- ur haldin í maí UNDIRBÚNINGUR fyrir keppnina um fegurðardrottn- ingu íslands 1997 er kominn á fullan skrið að sögn Elínar Gestsdóttur, framkvæmda- stjóra hennar, og er þegar búið að dagsetja forkeppnir á lands- byggðinni og í Reykjavík. Reiknað er með að aðalkeppnin verði haldin í maí nk. á Hótel Islandi. Samkvæmt núverandi áætl- un verður keppt umungfrú og herra Vesturland í Ólafsvík 15. mars, ungfrú Suðurland í Hveragerði 21. mars, ungfrú Vestfirði á Isafirði 22. mars, ungfrú Norðurland á Akureyri 26. mars, ungfrú Suðurnes í Njarðvík 5. apríl, ungfrú Austurland á Egilsstöð- um 5. apríl og ungfrú Reykja- vík 11. apríl. Umsjónarmenn á hveijum stað óska eftir ábendingum um fagrar stúlkur, auk þess sem stúlkur eru teknar í prufu og valdar í kjölfarið til keppni. Áhersla á glæsileika Donald Trump kaupir keppn- ina Miss Al- heimur girni og glæsileika fylgja öllum sínum gerðum og verður því athyglisvert að fylgjast með næstu keppni um Miss Uni- verse, en mér skilst að áherslan verði á keppnina sem sjón- varpsefni," segir Elín. Ekki er búið að tilkynna hvar og hvenær keppnin um Miss Universe verður haldin, en Elín kveðst reikna með að Banda- ríkin verði fyrir valinu, ein- hvern tímann í maímánuði. I samtali við Morgunblaðið kveðst Sólveig Lilja hafa vitað fátt um Trump áður en fregnir bárust af kaupum hans á ofan- greindum keppnum, þótt svo að nafnið hafi hljómað kunnuglega. „Mér líst vel á keppnina og hún verður eflaust enn glæsilegri en áður, þótt ekki hafi vantað á munaðinn til þessa,“ segir hún. Sólveig segir að hún muni freista þess að byggja sig vel upp fyrir keppnina ytra, eink- um með tillit til líkamlegs at- gervis. Keppendur eru um 80 talsins. Sólveig Lilja Guðmundsdótt- ir var kosin fegurðardrottning Islands í fyrra og mun hún krýna arftaka sinn í maí, að því tilskildu að hún taki ekki á sama tíma þátt í Miss Universe keppninni, þ.e. Ungfrú Alheim- ur. Bandariski auðkýfingurinn Donald Trump hefur keypt þá keppni, auk keppnanna Miss USA og Miss Teen USA og hefur stofnað fyrirtækið Trump Pageants, L.P. til að annast umsjón þeirra. Hérlend- is er Ólafur Laufdal umboðsað- ili fyrirtækisins. Að sögn Elínar hyggst Trump gera keppnina mjög glæsilega úr garði. „Trump er þekktur fyrir að láta skraut- Mikil vinna að baki Elín segir keppnirnar hér- lendis aldrei eins á milli ára, en hins vegar séu þær með hefðbundnu sniði enda góð reynsla komin á núverandi fyr- irkomulag. Hönnuðir keppn- anna hafi þó mikil áhrif á hvernig haldið er á spöðunum. Eins og gert var í fyrsta skipti í fyrra verður valinn sigurveg- ari fyrir Ford Models keppnina um leið og fegurðardrottning Islands, og segir Elín þá breyt- ingu þýða að fleiri stúlkur eigi möguleika en áður. Að öðru leyti er verið að leita að stúlkum á aldrinum 17 til 23 ára, fögrum og greindum, SÓLVEIG Lilja Guðmundsdóttir var kosin fegurðardrottning íslands í fyrra og keppir í vor um titilinn Miss Universe við áttatíu stúlkur aðrar. og er æskilegt að þær séu ekki undir 170 sentímetrum á hæð. „Fólk gerir sér tæpast grein fyrir því hversu mikil vinna og undirbúningur liggur að baki bæði forkeppnunum og aðal- keppninni, og má segja að allt árið sé undirlagt, ekki síst eftir að keppnin um herra Island kom til sögunnar í fyrrahaust. Glæsileikinn er í fyrirrúmi og eykst ef eitthvað er á milli ára, þannig að umfangið og kostn- aðurinn er mikill. Um 20 stúlkur keppa um titil- inn fegurðardrottning Islands, og alls taka um 50 stúlkur þátt í keppnunum öllum á landsvísu á hverju ári og enn fleiri eru athugaðar. „Við eigum margar fagrar stúlkur á íslandi," segir Elín. Slæm umgengni á veit- ingastofu McDonald’s Morgunblaðið/Þorkell PÉTUR Þórir Pétursson fyrir framan McDonald’s í Austurstræti. TÖLUVERÐAR skemmdir hafa verið unnar á veitingastofu McDonald’s í Austurstræti, allt frá því staðurinn var opnaður fyrir um einu og hálfu ári. Pétur Þórir Pét- ursson rekstrarstjóri hjá Lyst ehf. sem rekur McDonald’s á íslandi, segir í samtali við Morgunblaðið að á liðnu ári hafi hundruðum þúsunda króna verið varið í lag- færingar á skemmdunum. „Rúður hafa verið brotnar, vatnskassar á klósettum eyðilagð- ir, myndum og slökkvitæki stolið, auglýsingamerki rifin niður, krot- að og skorið í stóla og borð og kveikt í rusli inni á klósetti, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Pétur. Hann nefnir einnig að nokkuð hafí borið á slæmri umgengni ákveðinna einstaklinga innan hóps ; unglinga á aldrinum ijórtán til 1 fimmtán ára, sem hafi vanið kom- ur sínar á veitingastofuna undan- farna mánuði. „Umgengni þessara unglinga er því miður ekki alltaf til fyrinnyndar. Þegar þeir hafa yfirgefið staðinn er sígarettuaska út um allt, búið að rífa glös og lok niður í ræmur og klína pappír á veggina. Þá hefur verið hrækt á matarbakka og þeir notaðir sem öskubakkar. Eitt sinn kveiktu þeir meira að segja í rusli á borðinu, sem olli því að slökkvikerfí hússins fór í gang og tók af allt rafmagn í eldhúsinu," segir hann og bætir því við að þegar starfsmenn stað- arins hafi gert athugasemdir við umgengni unglinganna, hafi þeir bara fengið svívirðingar á móti. „Ég ítreka að það eru aðeins nokkrir aðilar innan hópsins sem haga sér illa, en það þarf nú ekki marga til að skemma fyrir öllum hinum. Yfirleitt vill enginn taka á sig sökina og því þarf að bregða á það ráð að vísa öllum hópnum út,“ segir hann. Löggæslan mætti vera betri Pétur leggur áherslu á að McDonald’s eigi að vera notalegur staður fyrir alla fjölskylduna og að metnaður sé lagður í að koma fram við viðskiptavini af kurteisi og virðingu. „Við væntum að sjálf- sögðu slíks hins sama af gestum okkar,“ segir hann. Pétur segir einnig að umrætt vandamál einskorðist ekki við McDonald’s í Austurstræti. „Aðrir staðir í miðbæ Reykjavíkur eiga við svipaðan vanda að glírna," seg- ir hann. „Ég veit ekki hvemig hægt er að koma í veg fyrir slíka skemmdarvargastarfsemi. Líklega væri gott að fá foreldra og skóla til liðs við okkur, þannig að ungi- ingarnir væru ekki heilu dagana á veitingastöðum borgarinnar, en einnig mætti bæta löggæsluna í miðbænum," segir hann að síð- ustu. Almenn atkvæða- greiðsla um verkfall VERKALÝÐSFÉLÖGIN Dagsbrún og Framsókn hafa sett á laggirnar kjörnefnd til þess að undirbúa almenna at- kvæðagreiðslu um verkfall í samræmi við breytingu á lög- um um stéttarfélög og vinnu- deilur. Ekki er lengur nóg að kalla saman félagsfund til að fá heimild til verkfallsboðunar. Samkvæmt breytingunni er ákvörðun um vinnustöðvun tekin við almenna, leynilega atkvæðagreiðslu með þátttöku að minnsta kosti fimmtungs atkvæðisbærra félagsmanna samkvæmt atkvæða- eða fé- lagaskrá og stuðningi meiri- hluta greiddra atkvæða. Almenn atkvæðagreiðsla með pósti heimil líka Heimilt er að viðhafa al- menna, leynilega póstat- kvæðagreiðslu meðal félags- manna um tillögu um vinnu- stöðvun og gildir niðurstaða hennar þá óháð þátttöku. Ef vinnustöðvun er ætlað að taka einungis til ákveðins hóps fé- lagsmanna eða starfsmanna á tilgreindum vinnustað er heim- ilt að taka ákvörðun um vinnu- stöðvun með atkvæðum þeirra sem henni er ætlað að taka til. Þarf fimmtungur atkvæðis- bærra að taka þátt í atkvæða- greiðslu og meirihluti að styðja tillögu um verkfall. í tillögu þarf að koma skýrt fram tii hverra verkfalls er ætlað að taka og hvenær því er ætlað að koma til fram- kvæmda. Þá er það skilyrði að samningaviðræður eða við- ræðutilraunir um framlagðar kröfur hafi reynst árangurs- lausar þrátt fyrir milligöngu sáttasemjara. Ákvörðun um vinnustöðvun skal tilkynnt sáttasemjara og þeim sem hún beinist gegn, sjö sólarhringum áður en hún á að hefjast, sem fyrr. Iðnaðar- menn vísa til sátta- semjara SAMNINGANEFND Samiðnar og miðstjórnarfundur Rafiðnað- arsambandsins samþykktu í gær að vísa kjaraviðræðum við vinnu- veitendur til ríkissáttasemjara. Þar með hafa öll stærstu lands- sambönd ASÍ vísað viðræðum til sáttasemjara utan VR og Lands- sambands verslunarmanna. Á fundum Samiðnar og Rafiðn- aðarsambandsins var farið yfir stöðuna í kjaraviðræðum. Guð- mundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, sagði að mikil eindrægni ríkti meðal raf- iðnaðarmanna og menn væru staðráðnir að halda fast við kröf- ur sambandsins. Á fundinum hefði komið fram hörð gagnrýni á stjórnvöld og menn teldu að mikið vantaði á að þau hefðu stað- ið við skuldbindingar sínar. Samiðn vísar til sáttasemjara viðræðum við VSI og Vinnumála- sambandið, en ætlar að ræða áfram við ríkið og við Reykjavík- urborg án milligöngu sáttasemj- ara.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.