Morgunblaðið - 18.01.1997, Síða 14

Morgunblaðið - 18.01.1997, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Landsmót hestamanna á Melgerðismelum Merki hannað ^rðis^ FRAMKVÆMDANEFND Lands- móts hestamanna, sem haldið verður á Melgerðismelum í Eyjafírði dagana 8. til 12. júlí 1998, hefur látið hanna merki fyrir . væntanlegt landsmót Leitað var til þriggja grafí- skra hönnuða sem beðnir voru að skila inn tillögum. Stjómin valdi úr merki Ágústu Ragn- arsdóttur, Reykjavik, en merki hennar þótti álitlegast. Er það að hluta byggt á merki Landssambands hestamanna en inn í það er fléttað sólarlagsmynd sem gæti jafnframt verið táknræn fyrir hið rómaða norðlenska sólsetur. Merkið er unnið bæði í ferkantaðri útgáfu og í hring. Merkið verður sett á verðlaun, veifur og fána mótsins jafnframt því sem það mun prýða alla þá prentgripi sem tengjast mótinu á einhvem hátt. Málum fjölgaði hjá Rannsóknarlögreglunni á Akureyri milli ára Alvarlegri mál en áður komu til kasta lögreglu MÁLUM er komu til kasta rann- sóknardeildar lögreglunnar á Akureyri fjölgaði um tæplega 200 á árinu 1996, miðað við árið á undan. Alls komu 1.468 mál til rannsóknardeildarinnar á síðasta ári en 1.286 árið 1995. Daníel Snorrason, lögreglufulltrúi, segir að síðasta ár hafi einkennst af alvarlegri málum en áður. Þrír menn létust af slysförum á síðasta ári, upp kom mál á Steinstöðum í Öxnadal þar sem maður varð systur sinni að bana, kynferðismál þar sem stúlkubörn voru áreitt, svo og stór bruna- mál. Um verslunarmannahelgina kom upp hnífstungumál á Akur- eyri og í kjölfarið var ungur mað- ur ákærður fyrir tilraun til mann- dráps. Málflutningi þess máis er nýlokið og er beðið eftir dómi. Veruleg fjölgun fíkniefnamála Fíkniefnamálum fjölgaði veru- lega og í þeim málaflokki hefur orðið afgerandi breyting frá árinu 1994. Það ár komu upp 10 fíkni- efnamál, árið 1995 voru þau 20 og í fyrra komu 37 fíkniefnamál til kasta lögreglunnar. Daníel seg- ir að aldur fíkniefnaneytenda hafí lækkað og fíkniefnin séu komin í grunnskólana. „Við höfum verið að taka 14 ára nemendur fyrir fíkniefnabrot." Þá kom í fyrsta sinn upp mál í umdæmi lögreglunnar sem tengist innflutningi á hassi. Skipveijar á togaranum Björgúlfi frá Dalvík sem voru að koma úr siglingu frá Þýskalandi í byijun nóvember sl. fundu pakka um borð sem við skoðun reyndist innihalda um 1 kg af hassi. Ekki er enn vitað hver átti umræddan pakka. Daníel segir að kynferðismálum hafi ijölgað, en á síðasta ári komu 14 slík mál til lögreglunnar, þar af 3 nauðgunarkærur. Þjófnaðar-, innbrots- og minni háttar líkams- árásarmálum fjölgaði einnig milli áranna 1995 og ’96 og eins hefur tékkafals færst í aukana á ný. „Eftir að debetkortin komu til sögunnar dró úr tékkafalsi en á síðasta ári fjölgaði slíkum málum aftur,“ segir Daníel. Á síðasta ári komu upp 99 ölv- unarakstursmál, en 87 ^slík mál komu upp árið áður. í skýrslu rannsóknarlögregiunnar _er mála- flokkur sem ber heitið Ymis mál og í þeim flokki fjölgaði málum mjög mikið, eða um 100 milli ára. Verkefninu „Akureyri - naglalaus bær“ hleypt af stokkunum Engir naglar vorið 1999 „AKUREYRI - naglalaus bær“ er yfirskrift átaks sem Gúmmí- vinnslan hf. í samstarfi við fimm fyrirtæki, Dreka, Flutningamið- stöð Norðurlands, Gámaþjón- ustu Norðurlands, Skeljung og Veitingahúsið Greifann, hefur hleypt af stokkunum. Þórarinn Kristjánsson fram- kvæmdastjóri Gúmmívinnslunn- ar segir að um raunhæfan möguleika sé að ræða vegna nýrra hjólbarða sem komnir eru á markað hér á landi, Bridges- tone hjólbarða sem fyrirtækið hefur umboð fyrir. Mun minni umhverfismengun verði ef öku- menn aki án nagla og þá spari það ríki og sveitarfélögum mikla fjármuni. Margvíslegur ávinningur Árni Laugdal markaðsstjóri Gúmmívinnslunnar segir að breyta þurfi viðhorfi bæjarbúa í þessum efnum en stefnt sé að því að ná markmiði átaksins vorið 1999. Ör þróun í gerð naglalausra dekkja geri þetta mögulegt. Ávinningurinn væri margvíslegur, fyrst og fremst kæmi hann fram í mun minna sliti á malbiki, minni mengun, minni eldsneytiskostnaði og lengri líftíma hjólbarða, þá væri hávaðamengun mun minni. Um 73 hlutar slitbana hjól- barðanna eru alsettir litlum loftbólum, sem sjúga til sín vatnsfilmu sem myndast milli dekks og vegar þegar ekið er á snjó, ís og svelli. Snertiflötur þeirra er því ávallt stamur. Loftbólurnar mynda einnig hvassar brúnir sem grípa í ís- inn. Þessi dekk eru mjúk og elta veginn vel og gefa þétt grip. Viðnám dekkjanna er ekki eins mikið og nýrra nagla- dekkja þegar ekið er á svelli í rigningu. Fyrirtækin, sem þátt taka í verkefninu, hafa sett slíka hjól- barða undir hluta af bílaflota sinum og voru forsvarsmenn þeirra sammála um að reynslan væri góð, en þeir hefðu í fyrstu haft efasemdir um að þau kæmu að eins góðum notum og nagla- dekk. Minna slit Guðmundur Guðlaugsson yfir- verkfræðingur Akureyrarbæjar segir að á síðasta ári hafi á milli 17 og 18 milljónir króna farið í að bæta slitlag á malbiki á götum bæjarins. Það væri því mikið hagsmunamál fyrir bæinn ef tækist að minnka eða losna alveg við notkun nagladekkja. „Eg hefði viljað sjá markið sett veru- lega hátt, „naglalaust ísland" væri verðugt verkefni," segir Guðmundur. Barþjónn viðurkenndi vínþynningu Styrkleikinn minnkaður um 10% BARÞJÓNN á veitingastað á Akureyri viðurkenndi við yfir- heyrslu hjá rannsóknarlögregl- unni, að hafa þynnt vín sem hann seldi á bar staðarins. Sam- kvæmt heimildum Morgun- blaðsins starfaði barþjónninn á veitingastaðnum Kjallaranum, sem rekinn er í Sjallanum, en hann hefur látið af störfum. Rannsóknarlögreglan mældi styrkleika víns í nokkrum flösk- um hjá umræddum barþjóni og þá kom í ljós að vín sem átti að vera 40% að styrkleika var aðeins 30% að styrkleika. Málið komst upp er sýslumannsemb- ættið kannaði vínbirgðir allra veitingastaða í bænum. í kjölfar þeirrar athugunar var ákveðið að senda áfengi frá öðru veit- ingahúsi til rannsóknar. Níu innbrot upplýst RANNSÓKNARDEILD lög- reglunnar á Akureyri hafði í gær upplýst 9 innbrot, í kjölfar handtöku á ijórum ungum mönnum í vikunni. Oilum mönn- unum hefur verið sleppt en þrír þeirra höfðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald, einn þeirra til dagsins í dag og tveir til nk. mánudags. Einn mannanna hefur viður- kennt aðild að 7 af þessum 9 innbrotum og hinir tveir menn- irnir tepgjast málunum á víxl. Þjófarnir höfðu yfirleitt frekar lítið upp úr krafsinu en um er að ræða innbrot í skrifstofuhús- næði, veitingastaði, verslun, vinnuskúr og bifreið. Sviptingar í verslunarmálum á Akureyri Amarohúsið til sölu eða leigu VERSLUNARHÚSNÆÐI Amaro í Hafnarstræti á Akureyri hefur verið auglýst til sölu eða leigu. Um er að ræða um 900 m2 á 1. hæð, 560 m2 á 2. hæð, 140 m2 geymslurými og rými í kjallara. Sigurður Steingríms- son, framkvæmdastjóri Amaro, seg- ist hafa orðið var við töluverðan áhuga manna fyrir húsnæðinu enda er það vel staðsett í göngugötunni. „Menn eru að kanna möguleikana í stöðunni og í kjölfar þess verða tekn- ar frekari ákvarðanir." Heildsala rekin áfram í óbreyttri mynd Sigurður segir að nú stefni í að smásöluverslun Amaro leggist af í núverandi mynd en heildsala Amaro verður rekin áfram í óbreyttri mynd. Öllu fastráðnu starfsfólki smásölu- verslunar Amaro, alls 10 manns, var sagt upp þann 1. desember sl. Upp- sagnarfrestur er mislangur en allt upp í 6 mánuðir. „Það er einnig inni í myndinni að skipta húsnæðinu upp í smærri ein- ingar og leigja út. Nú og ef fram kemur góður kaupandi sem þarf að fá húsnæðið fljótt, munum við rýma það fljótt. Við eigum hins vegar tölu- vert mikið af vörum sem við erum að selja,“ segir Sigurður. í Amarohúsinu er rekin mjög fjöl- breytt deildaskipt verslun, með bús- áhalda-, gjafavöru-, vefnaðarvöru-, barnafata-, dömu-, snyrtivöru-, und- irfata- og herradeild. Varaslökkvi- liðsstjóri Birgir Finnsson ráðinn BIRGIR Finnsson hefur verið ráðinn varaslökkvil- iðsstjóri Slökkviliðs Akur- eyrar. Hann er fæddur árið 1967, hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á ísafirði árið 1988. Hann útskrifaðist sem bruna- tæknifræðingur frá Tekn- iska högskolan í Lundi í Svíþjóð árið 1996 og stund- aði framhaldsnám við Ráddningsskolan í Revinge. Birgir hefur starfað í Slökkviliði_ ísafjarðar og í Lögreglu Ísafjarðar. Hann hefur verið í starfsþjálfun hjá slökkviliðinu í Malmö. Síðasta sumar starfaði hann við eldvarnaeftirlit, þjálfun og fræðslu auk al- mennra slökkviliðsstarfa hjá Slökkviliði Akureyrar. Sambýliskona hans er Ólöf Björnsdóttir frá ísafirði og eiga þau eina dóttur. Sýningu lýkur NÚ UM helgina er síðasta sýningarhelgi Jóns Laxdals Halldórssonar í Gallerí Brekkugötu 35 á Akureyri. Sýningin er innsetning og nefnist Hugsun manns. Gelleríið er opið frá kl. 14 til 18 laugardag og sunnudag. Messur AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli í kirkjunni kl. 11 á morgun. Guðsþjón- usta kl. 14 og æskulýðs- fundur kl. 17. Biblíulestur í safnaðarheimili kl. 20.30. á mánudagskvöld. Mömmu- morgunn frá 10 til 12 á miðvikudag. GLERÁRKIRKJ A: Barnasamvera í kirkjunni kl. 11 á morgun. Guðsþjón- usta kl. 14. Fundur æsku- lýðsfélagsins kl. 17. HJÁLPRÆÐISHER- INN: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun. Unglingaklúbbur kl. 16 og almenn samkoma kl. 20. Gideon kynning. H VÍTASUNNUKIRKJ - AN: Brauðsbrotning kl. 11 á morgun. Vakningasam- koma kl. 14. Vonarlínan, sími 462-1210, símsvari all- an sólarhringinn með orð úr ritningunni. KAÞÓSLKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag kl. 18 og á morgun kl. 11. Herra Jóhannes Gijsen biskup syngur messu. ÓLAFSFJARÐAR- KIRKJA: Guðsþjónusta á Dvalarheimilinu Horn- brekku kl. 11 á morgun. Guðsþjónusta kl. 14 í kirkj- unni. Mömmumorgunn á miðvikudag frá kl. 10 til 12. SJÓNARHÆÐ: Sunnudagaskóli á morgun, sunnudag kl. 13.30 í Lund- arskóla. Almenn samkoma á Sjónarhæð kl. 17. Ástjarnarfundur á mánu- dag kl. 18 á Sjónarhæð. unglingafundur á föstudag kl. 20.30 á Sjónarhæð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.