Morgunblaðið - 18.01.1997, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Ný skýrsla um Thule-málið lögð fram í Danmörku
Krag laug um kjarna-
vopnin á Grænlandi
Bandaríkjamenn o g Rússar takast á
um friðhelgi sendiráðsstarfsmanna
Vörn gegn stöðu-
mælasektum og
ölvunarakstri?
í NÝRRI skýrslu, sem lögð var fram
í Danmörku í gær, kemur fram að
Jens Otto Krag, þáverandi forsætis-
ráðherra Danmerkur, sagði dönsku
þjóðinni ósatt þegar hann neitaði því
á sjöunda áratugnum að kjamavopn
hefðu verið geymd í bandarísku her-
stöðinni í Thule á Norður-Grænlandi.
Skýrsluhöfundamir segja að hann
hafi vitað um kjamavopnin í mörg ár.
Þetta kemur fram í frétt danska
dagblaðsins Fyens Stiftstidende, sem
segir að skýrslan sýni að stefna dan-
skra stjórnvalda hvað varðar kjama-
vopn á Grænlandi hafi verið byggð
á lygum og blekkingum í fjóra ára-
tugi. Þótt hinar ýmsu ríkisstjómir á
sjötta og sjöunda áratugnum hafi
alltaf haldið því fram að engin
kjarnavopn væm á dönsku landsvæði
hafi Bandaríkjamenn flutt að
minnsta kosti 52 kjarnorkusprengjur
eða sprengihleðslur í Thule-stöðina
með samþykki danskra stjómvalda.
Áður hafði komið fram að H.C.
Hansen, forsætisráðherra stjórnar
Jafnaðarmannaflokksins, vissi um
kjarnavopnin í Thule-stöðinni og lát-
ið var að því liggja að hann einn
hefði hart vitneskju um þau. í nýrri
skýrslu frá Dönsku utanríkismála-
stofnuninni, „Grænland í kalda stríð-
inu,“ kemur hins vegar fram að Jens
Otto Krag hafí einnig vitað um þau.
í skýrslunni er vísað til athugasemd-
ar, sem Krag skrifaði í dagbók sína
25. ágúst 1959. Hann var þá utanrík-
isráðherra og hafði komist að því að
H.C. Hansen og þáverandi ráðuneyt-
isstjóri utanríkisráðuneytisins, H.C.
Svenningsen, hefðu samþykkt í nóv-
ember 1957 að kjarnavopn yrðu flutt
í Thule-stöðina. í dagbókinni kemur
fram að þetta hefði ekki verið borið
undir ríkisstjórnina eða utanríkis-
málanefnd þingsins. Krag segist hafa
sagt við Hansen að skýra þyrfti
stjóminni og utanríkismálanefndinni
frá þessu máli og Hansen hefði viljað
íhuga það. Það var þó aldrei gert.
Níu árum síðar, í janúar 1968,
hrapaði bandarísk sprengjuflugvél
með kjarnavopn á jöklinum nálægt
Thule. Krag var þá orðinn forsætis-
ráðherra og neyddist til að útskýra
stefnu danskra stjórnvalda hvað
varðar kjarnavopn á Grænlandi.
Hann þagði þá um vitneskju sína
og sagði það stefnu dönsku sjtórnar-
innar að engin kjarnavopn mættu
vera á dönsku landsvæði. „Það gild-
ir einnig um Grænland og flugvélar
mega ekki fljúga með kjarnavopn
yfir Grænland," sagði hann.
Skýrsluhöfundarnir komast að
þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið
kjarnavopn í Thuie-stöðinni fyrir
árið 1958. Ennfremur bendi ekkert
til þess að slík vopn hafi verið geymd
á Grænlandi eftir árið 1965. Hins
vegar sé vitað að bandarískar her-
flugvélagár hafi flogið með kjarna-
vopn yfir Grænland frá miðju ári
1957 og þar til flugslysið varð árið
1968.
YFIRVÖLD í New York hafa
ákveðið að ganga fram af fullri
hörku gegn rússneskum sendiráðs-
starfsmönnum, vegna umferðar-
lagabrota þeirra. Starfsmennirnir
njóta friðhelgi og hafa nýtt sér
það óspart að mati lögreglunnar í
New York, sem er búin að fá sig
fullsadda af ógreiddum stöðu-
mælasektum og umferðarlaga-
brotum sendiráðsstarfsmannanna.
Sendiherra Rússa hefur brugðist
hinn versti við og mótmælt fram-
göngu lögreglunnar, sem hann lík-
ir við ofsóknir. Yfirvöld í Georgíu
hafa hins vegar ákveðið að svipta
einn sendiráðsstarfsmanna sinna
friðhelgi eftir að hann varð stúlku
að bana með ógætilegum akstri.
Hefur sú ákvörðun vakið mikla
athygli í Bandat íkjunum og lof
verið borið á Georgíumenn fyrir
vikið.
Nýjasta atvikið sem hefur vak-
ið reiði Rússa voru þrjár stöðu-
mælasektir sem settar voru á bif-
reið sendiherra Rússlands hjá
Sameinuðu þjóðunum (SÞ) á
mánudag en bílstjóri hans beið
þá fyrir utan höfuðstöðvar SÞ
eftir sendiherranum.
í lok síðasta árs kom til harka-
legra orðaskipta á milli lögreglu
og tveggja rússneskra sendiráðs-
starfsmanna vegna stöðumæla-
sektar sem þeir fengu fyrir að
hafa lagt of nálægt brunahana,
auk þess sem þeir voru grunaðir
um að ætla að setjast ölvaðir
undir stýri. Sendiráðið mótmælti
framgöngu lögreglumanna sem
það sagði hafa sýnt sendiráðs-
starfsmönnunum svo grófa fram-
komu að við slíkt yrði ekki unað.
Ráðist hefði verið á mennina að
ástæðulausu, annar þeirra hand-
leggsbrotinn, gleraugu brotin og
föt þeirra rifin.
Borgarsljórinn í New York,
Rudolph W. Giuliani, tók upp
hanskann fyrir Iögreglumennina,
sagði Rússana hafa verið
drukkna og dónalega og hafa
streist á móti er lögreglumenn
ætluðu að koma í veg fyrir að
þeir settust undir stýri í því ásig-
komulagi. Krafðist Giuliani þess
að mönnunum yrði vísað úr landi
auk þess sem Rússar mættu
gjarna greiða yfir 40.000 dala,
2,7 milljóna kr. stöðumælasektir
sem þeir hefðu safnað upp í borg-
inni.
Deilur Rússa við lögregluna í
New York eiga sér langa sögu,
ná allt aftur til ársins 1962, frá
því að rússneska sendinefndin
flutti aðsetur sitt í núverandi
húsnæði við 67. stræti.
Verða að hlíta lögum
Öllu alvarlegra mál, sem
tengdist friðhelgi sendiráðs-
starfsmanna, kom upp í byrjun
árs er georgískur sendiráðs-
starfsmaður ók á unglingsstúlku
og varð henni að bana. Slysið
átti sér stað í Washington í upp-
hafi ársins og hefur Georgíumað-
urinn verið sakaður um að hafa
ekki virt stöðvunarskyldu auk
þess sem grunur leikur á Bð hann
hafi verið ölvaður.
Annað dæmi átti sér stað í
Frakklandi í lok síðasta árs, en
þá varð sendiherra Zaire í Frakk-
landi tveimur drengjum að bana
með ofsaakstri. Þrátt fyrir hávær
mótmæli var manninum Ieyft að
yfirgefa Frakkland án þess að
hann væri látinn svara til saka
fyrir málið.
Eins og áður segir verða sendi-
ráðsstarfsmenn að hlíta lögum
þess lands sem þeir dvelja í. Ger-
ist þeir brotlegir geta stjórnvöld
í landinu beðið valdhafa í heima-
landi starfsmannsins að svipta þá
friðhelgi. Sé ekki orðið við því er
yfirleitt gripið til þess ráðs að
vísa þeim úr landi.
Það vakti því athygli í Banda-
ríkjunum er Eduard She-
vardnadze, forseti Georgíu, ákvað
að svipta sendiráðsmanninn frið-
helgi. Sagði forsetinn ástæðurnar
siðferðislegar, hann gæti ekki
hugsað sér sljóramál og utanríkis-
þjónustu sem ekki ætti sér siðgæð-
isreglur. Hafa bandarísk sljóra-
völd borið lof á ákvörðun She-
vardnadzes og sagt hana bera
vott um mikið hugrekki.
Byggt á The Washington Post.
Reuter
Ráðgera bann við fuglafóðrun á Trafalgartorgi
FERÐAMENN fóðra dúfur á Trafalgartorgi í London völd hyggjast banna fuglafóðrun þar sem tilvist dúfna-
í gær. Fer nú hver að verða síðastur að geta látið gersins er talin heilsuspillandi og hafa þær valdið stór-
fuglana borða úr lófa sínum á torginu því borgaryfir- skemmdum á sögulegum byggingum umhverfis torgið.
Fyrirhuguð vopnasala Suður-Afríkumanna til Sýrlendinga talin ógna friðarlíkum
Bandaríkjamenn
hóta að hætta
fjárhagsaðstoð
SAMSKIPTI Bandaríkjanna og Suður-Afr-
íku eru með versta móti og ganga skeytin
á milli stjórnvalda í Washington og Pretoríu.
Ástæðan er fyrirhuguð vopnasala Suður-
Afríkumanna til Sýrlands en Bandaríkja-
stjóm hefur hótað að hætta fjárstuðningi
við Suður-Afríku, verði ekki hætt við hana.
Suður-Afríkumenn hafa brugðist æfír við
því sem þeir kalla afskiptasemi Bandaríkja-
manna og á þriðjudag lýsti Nelson Mandela,
forseti Suður-Afríku, því yfír að Saður-Afr-
íkumenn myndu gera samninga við hvaða
land sem þeim sýndist, hvort sem það nyti
vinsælda á Vesturlöndum eður ei.
Bandaríkjamenn lýstu á mánudag yfír
áhyggjum sínum vegna frétta af því að
Suður-Afríkumenn hygðust selja Sýrlend-
ingum vopn fýrir 641 milljónir dala, um 43
milljarða ísl. kr. Um er að ræða miðunarbún-
að í byssur á skriðdrekum sem á að auka
nákvæmni þeirra, sérstaklega í næturbar-
dögum. Að sögn Suður-Afríkustjórnar tengj-
ast þrjú ónefnd Evrópuríki vopnasölunni til
Sýrlendinga. Bandaríkjastjórn hótaði á
mánudag að hætta þegar í stað allri aðstoð
við landið ef af viðskiptunum yrði en á þessu
ári nemur hún um 120 milljónum dala, um
átta milljörðum ísl. kr.
S-Afríkumenn draga í land
Á þriðjudag virtist sem suður-afríska ut-
anríkisráðuneytið ætlaði að hætta við samn-
inginn, talsmenn ráðuneytisins sögðu engan
samning hafa verið undirritaðan og engir
samningar um það sem kallað var „hugbún-
aður“ yrðu gerðir fyrr en árið 1999. Taka
á vopnasölusamninginn fyrir á ríkisstjómar-
fundi 22. janúar nk. en varaforseti Suður-
Afríku, Thabo Mbeki, hefur það nú til skoð-
unar. Afríski þjóðarflokkurinn hefur skorað
á Mbeki að beita neitunarvaldi gegn samn-
ingnum.
Mandela hefur hins vegar látið hörð orð
falla í garð Bandaríkjamanna. „Við munum
aldrei láta neinn stuðning eða aðstoð frá
nokkru landi, sama hversu valdamikið það
er, stjórna utanríkisstefnu okkar eða leyfa
nokkru landi að ráðast gegn fullveldi okkar
og grafa undan þjóðarstolti okkar," sagði
forsetinn og þvertók fyrir að í áðurnefndri
yfírlýsingu utanríkisráðuneytisins fælist
uppgjöf.
Parks Makahlana, talsmaður Mandela
hefur verið enn stóryrtari en forsetinn. Hann
sagði stjómvöld „fyrirlíta svona hegðun:
„Það sem okkur fínnst sérstaklega móðg-
andi er að byssu skuli haldið upp að höfði
okkar og okkur sagt hvað eigi að gera.“
Nicholas Burns, talsmaður Bandaríkja-
stjórnar svaraði því til að „enginn hefði hald-
ið byssu upp að höfði nokkurs manns“ og
að stjórnvöld vonuðust til þess að eiga áfram
eins góð samskipti við Suður-Afríku og hing-
að til.
Til að draga enn frekar úr þeirri spennu
sem einkenndi samskiptin, lýsti Bandaríkja-
stjóm því yfír að hún myndi ekki taka neina
ákvörðun um að draga úr aðstoð við Suður-
Afríku fyrr en málið hefði verið kannað frekar.
ísraelar mótmæla
Ástæða þess að Bandaríkjastjórn brást
svo hart við fyrirætlunum Suður-Afríku-
manna er sú að samkvæmt bandarískum
lögum er bannað að veita ýmis konar fjár-
hagsaðstoð til ríkja sem selja vopn til landa
sem Bandaríkjamenn telja að styðji hryðju-
verkamenn. Sjö lönd eru á þeim lista, þeirra
á meðal Sýrland og íran.
Þá hafa ísraelsk stjórnvöld brugðist hart
við fréttum af vopnasölu til Sýrlendinga,
segja hana ógna friði í Mið-Austurlöndum.
Sýrlendingar og ísraelar háðu stríð 1967
og 1973 og börðust einnig er ísraelar réð-
ust inn í Líbanon árið 1982. Friðarviðræður
landanna, sem hófust í kjölfar friðarsamn-
inga ísraela og Palestínumanna, hafa legið
niðri í tæpt ár og óttast margir að til átaka
kunni að koma á milli þjóðanna vegna helsta
deilumáls þeirra, Gólanhæða, sem ísraelar
náðu af Sýrlendingum 1967.
Talsmaður Mandela sagði stjórn Suður-
Afríku styðja friðarferlið í Mið-Austurlönd-
um heilshugar en að hún teldi ekki að vopna-
salan myndi ógna því, ef af henni yrði.
Byggt á: The Washington Post,
The Johannesburg Star og Reuter.