Morgunblaðið - 18.01.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.01.1997, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuter BILL og Camille Cosby yfirgefa heimili sitt í New York á fimmtudagskvöld. Þau héldu til Los Angeles þar sem sonur þeirra var myrtur. Sonur Cosbys myrt- ur í vopnuðu ráni Los Angeles. Reuter. LÖGREGLAN í Los Angeles leitar enn morðingja sonar leikarans og þáttahöfundarins Bills Cosbys en hann fannst látinn við hraðbraut í Bel Air, aðfararnótt fimmtudags. Cosby og eiginkona hans héldu á fimmtudag til Los Angeles og féll niður vinna við sjónvarpsþátt Cosbys vegna þessa. Að sögn lögreglu er talið að um vopnað rán hafí verið að ræða. Fjöldi þekktra manna hefur lýst hryggð sinni og skelfmgu vegna morðsins og sá blökkumannaleiðtog- inn Jesse Jackson ástæðu til að hvetja tjölmiðla til að fjaila um mál- ið af „virðingu". Lík Ennis Williams Cosby, sem var 27 ára, fannst við hlið Mercedes-bif- reiðar hans en bíllinn stóð við San Diego-hraðbrautina sem er að jafn- aði fjölfarin. Talið er að kona sem kom að morðstaðnum, hafi orðið vitni að morðinu en lögregla hefur ekki staðfest það. í The Los Angeles Ti- mes er fullyrt að konan hafi verið vinkona Ennis og að hann hafi beðið hana um að koma til móts við sig. Sprungið hafí á bíl hans, hann þurft að skipta um dekk og þurft að fá einhvem til að lýsa upp bílinn fyrir sig. Er konan hafi komið að, hafi hún séð hvítan mann skjóta Ennis. Að sögn lögreglunnar í Los Ang- eies er talið fullvíst að morðinginn hafí ætlað að ræna son Cosbys. Lög- reglan er undir miklum þrýstingi að leysa málið en hún hefur legið undir ámæli vegna rannsóknar og meðferð- ar á mörgum málum, og er þá skemmst að minnast morðsins á fyrr- verandi eiginkonu O.J. Simpsons og vini hennar. Ennis Willam var eitt fímm bama Cosby-hjónanna en auk hans eiga þau Qórar dætur. Þau hafa dvalið í New York að undanfömu þar sem upptökur hafa staðið yfír á þættinum „Cosby“. Hélt fjölskyldan til Los Angeles á fímmtudag en ekki hefur enn verið ákveðið hvar Ennis verður borinn til grafar. Ennis William var lesblindur sem barn en tókst að yfírvinna það. Hann lagði stund á sérkennslu við Columb- ia-háskólann, hafði lokið meistara- prófí og vann að doktorsritgerð sinni er hann lést. „Hann var hetjan mín,“ var það eina sem Cosby sagði við fréttamenn eftir að tilkynnt var um lát sonarins. í yfirlýsingu sem hann sendi síðar frá sér sagði hann fjölskylduna fínna til af öllu hjarta með þeim fjöiskyld- um sem hefðu upplifað það sama og hún nú. „Þetta er lífsreynsla sem er svo sannarlega erfítt að deiia með öðrum,“ sagði í yfirlýsingu leikarans. Honum og fjölskyldunni bárust samúðarkveðjur frá fjöida frægra leikara í Hollywood en Cosby er einn þekktasti sjónvarps- og kvikmynda- leikari Bandaríkjanna. Mexíkó 205 manns deyja af völdum kulda Mexíkóborg. Reuter. 205 manns hafa látist af völdum óvenju mikiila kuida í norðurhluta Mexíkó síðustu tvo mánuði, að sögn mexíkósku fréttastofunnar Notimex í gær. Þetta eru mestu kuldar á svæðinu á þessum árstíma í þijá áratugi. Kaldast hefur verið í þremur ríkjum í norðurhlutanum, Chihuahua, Coa- huila og Nuevo Leon. I Chihuahua- ríki einu hafa 87 manns látið lífið undanfarna tvo mánuði og 32 á síð- astu tveimur vikum. Sumstaðar hef- ur snjóað, sem er sjaldgæft á þessum slóðum, og mælst hefur ailt að 20 stiga frost. „Flestir hafa dáið af völdum of- kælingar, en vitað er um mörg tilvik þar sem fólk hefur dáið eftir að hafa andað að sér koleinoxíði frá kyndi- tækjum," sagði Oscar Martin Nacif, yfírmaður almannavamastofnunar Mexíkó. Koleinoxíð er baneitruð og lyktarlaus lofttegund sem myndast þegar kolefni brennur í ónógu súr- efni. Jeltsín heim eftir helgi? Moskvu. Reuter. VONAST er til að Borís Jeltsín Rúss- landsforseti geti haldið heim af sjúkrahúsi í Moskvu fljótlega eftir helgi en hann var lagður inn fyrir hálfri annarri viku með lungnabólgu. Að sögn Sergei Jastrzhembskí, tals- manns forsetans er ljóst að Jeltsín verður að vera á sjúkrahúsi um heig- ina en hann sagði lækna hans engu að síður bjartsýna. Viktor Tsjemo- myrdín, forsætisráðherra Rússlands, fullvissaði ráðamenn á Vesturlöndum í gær um að ekki yrði horfíð frá umbótastefnunni þótt forsetinn væri á sjúkrasæng. Læknar hafa ekki viljað nefna ákveðna dagsetningu varðandi heimferð Jeltsíns. Minna þeir á að lungnabólga sé alvarlegs eðlis og að sé ekki varlega farið, kunni hún að leiða til frekari veikinda. í nýj- ustu yfirlýsingum læknanna þykir þó gæta aukinnar bjartsýni og þeir segja ástand forsetans stöðugt. Sagði Jastrzhembskí enga ástæðu til að ætla að yfirlýsing læknanna væri ekki á rökum reist. „Forsetinn leggur allt kapp á að ná heilsu sem fyrst. En ég held að það sé eðlilegt að vonast til þess að hann sýni þolin- mæði og gefi sjálfum sér tíma tii að ná fullri heilsu.“. NEYTEIMDUR Soðningin Þorskur og karfi ekki á vinsældalistanum Yerðið hefur ekki hækkað lengi FISKSÖLUM ber öllum saman um að fískverð hafí staðið í stað í lang- an tíma. Hnoðmör hefur þó hækkað nokkuð að undanfömu. Ýsuflökin reyndust ódýrust á Húsavík og sömu sögu er að segja um hrognin. Fisk- búð Siglufjarðar fylgdi fast á eftir fískbúðinni á Húsavík. Það er mikið að gera hjá físksölum um þessar mundir, eftir áramótin eru margir að breyta mataræðinu, minnka kjötát og auka fískneyslu. Ólafur Þór Jóhannsson hjá Fisk- markaði Suðurnesja segir talsverða lækkun hafa orðið á ýsu milli áranna 1994-95. Verðið hefur síðan haldist svipað,“ segir hann. Ólafur bendir á að línuýsan sé eftirsóttust af físksöl- um og hún er ætíð yfír meðalverði. Þessa dagna er slagur um línuýsu, bæði er sóst eftir henni á Banda- ríkjamarkað og fyrir fiskbúðimar. „Verðið er því óvenjulega hátt um þessar mundir.“ Ýsa í 80% tilvika En gengur illa að selja einhveija fisktegund? Ragnar segist eiga erfiðast með að skilja hversvegna fólk borði ekki meira af þorski. „Ég held að fólk sé hrætt við orma í honum en þorsk- urinn fer t.d. miklu betur en ýsa í magaveika." Þá eru físksalarnir hissa á því hve lítil sala er í karfa sem þeir segja herramannsmat. Þeir segja að hann hafi verið aug- lýstur fyrir nokkmm árum en sú herferð hafí ekki borið árangur. Þegar fisksalarnir eru spurðir hvernig fólk vilji borða ýsuna sína segir Þórður að steikt ýsa og ýsa í tilbúnum sósum sé vinsæl. „Fólk hefur minnkað að borða soðna ýsu þó þeir séu auðvitað margir sem enn borða hana svoleiðis." Hann segir áberandi að unga fólkið vilji fá fiskinn tilbúinn í sósum eða raspi eða þá ýsuflakið roðdregið og bein- laust. Þeir sem eru orðnir rosknir vilja ýsuna sína jafnvel heila og hausaða og biðja síður um að hún sé roðdregin og beinhreinsuð. Steiktar fiskbollur og tilbúnir réttir Ingólfur Guðjónsson hjá Fiskbúð- inni Arnarbakka, Þórður Ólason hjá Fiskbúðinni Sundlaugavegi og Ragnar Hauksson hjá Fiskbúð Haf- liða em allir sammála um að meira sé að gera á þessum tíma árs en alla jafna. Þeir em sammála um að ýsan seljist best og Ragnar seg- ir að í það minnsta 80% viðskipta- vina sinna kaupi ýsu í matinn. Ann- ars eru hrogn og lifur vinsæl um þessar mundir. Ingólfur bendir viðskiptavinum sínum á að vefja hrognin alltaf í plast eða álpappír svo þau springi ekki en salta þau áður. Fisksalar hafa í auknum mæli komið til móts við þessar óskir ungu viðskiptavinanna og margar físk- búðir bjóða upp á steiktar fiskiboll- ur, fiskfars, ýsubita í raspi, ýsu- rétti ýmiskonar þar sem fískurinn er í tilbúnum sósum og svo fram- vegis. Roskna fólkið hrífst á hinn bóginn af saltaðri grásleppu og signum fiski þegar það hvílir sig á venjulegu ýsunni. IImA V n r 1 r111 rl T flrl iTT) 11 rrl J U/J UJÁLMJJJÁJJJ il J JL/J^JJÚJDÓJJJJ , Höfuðborgarsvæðið: Ýsufiok Hrogn Lifur Saltaðar gellur Hnoð- mör Fiskbúð Einars, Háteigsvegi 2, R 530 530 70 580 460 Fiskbúð Hafliða, Hverfisgötu 123, R 5001 500 fylgir hrognum 550 450 Fiskbúð Hallgríms Steingrímss., Rvk.vegi 3, Hf Fiskbúðin, Arnarbakka 4-6, R 515^ 520 515 520 fylgir hrognum fylgir hrognum 545 520 595 ekki til Fiskbúðin, Freyjugötu 1, R 550 550 100 580 450/590 Fiskbúðin, Nethyl 2, R 545 545 150 590 680 Fiskbúðin, Sundlaugavegi 12, R 540 540 fylgir hrognum’ 550 600 Fiskbúðin Árbjörg, Hringbraut 119A, R 550 550 100 590 540 Fiskbúðin Hafberg, Gnoðarvogi 44, R 540 540 180 580 620 Fiskbúðin Hafrún, Skipholti 70, R 550 550 fylgir hrognum 570 650 Fiskbúðin Norðurbæ, Miðvangi 41, Hf. 495 495 200 550 ekki til Fiskbúðin okkar, Smiðjuvegi 6, Kópavogi 480 550 fylgir hrognum 530 ekki til Stjörnufiskbúðin, Þverholti 9, Mosfellsbæ *480 480 fylgir hrognum 510 590 Fiskbúðin Stjörnufiskur, Háaleitisbraut 58-60, R Fiskbúðin Vör, Höfðabakka 1, R 530 530 530 540 fylgir hrognum 90 550 560 640 560 Landsbyggðin: * 2 kg á 550 krónur á tilboði Fiskbúðin, Strandgötu 11B, Akureyri 495 450 150 530 485 Fiskbúð Húsavíkur, Garðarsbraut 4A, Húsavík 345 380 150 ekki til ekki til Fiskbúð Siglufjarðar, Aðalgötu 27, Siglufirði 380 400 fylgir hrognum ekki til 390 Fiskbúð Suðurlands, Eyrarvegi 5A, Selfossi 485 495 95 465 ekki til Fiskbær, Hrinqbraut 94, Reykjanesbæ 510 490 100 490 500 Meðalverð: 504 508 126 547 550 Morgunblaðið/Ásdis handleiðslu fransks ilmefnasérfræð- ings og er fyrirtækið einn stærsti reykelsisútflytjandi landsins. Öllum ágóða fyrirtækisins á Indlandi er varið til uppbyggingar í þorpinu Edayanchavadi en íbúarnir eru um 2.500 talsins. Fyrirtækið hefur séð um byggingu vatnsbóls, rekur heilsu- gæslu fyrir þorpsbúa og skóla fyrir börn. Ilmkertin, sem nú eru fáanleg hér á landi í blóma- og gjafavöru- verslunum, eru til í mismunandi stærðum og með mismunandi ilmi. Það er R. Sigurðsson og Gröndal heildverzlun sem sér um innflutning og dreifingu. Gott að vita Ilmkerti með þurrkuðum jurtum Indverska fyrirtækið Auroshikha á Suður-Indlandi hefur sérhæft sig í sölu reykelsis og ilmkerta með þurrk- uðum jurtum. Um sjö hundruð Ind- veijar vinna við framleiðsluna undir • EGG á að geyma þannig í ísskáp að mjói endinn snúi upp. Þannig helst rauðan í miðju egginu. • EF hveiti og aðrar injöltegundir eru geymdar í ísskáp tvöfaldast geymslutími þeirra. Hvítt hveiti geymist t.d. í um eitt ár í ísskáp, en heilhveiti og mjöl sem unnið er úr flturíku kími geymist skemur. • ÁSTÆÐA þess að mikilvægt er að taka smákökur strax af bökunarplötu og setja á grind er sú að heit bökunarplata leiðir hita gegnum kökurnar og heldur því áfram að baka þær þótt búið sé að taka þær úr ofnin- um. • ÞEGAR vandamál koma upp í bakstri er oft auðvelt að átta sig á ástæðunum, því einkennin eru oft hin sömu. Ef kaka verður of þétt eða seig getur verið að deigið hafí ekki verið nógu vel hrært, eða jafnvel að það hafí verið of mikið hrært. Ennfremur getur þetta stafað af því að ekki hafi verið notuð næg lyftiefni eða nógur sykur. Ef miðja kökunnar fellur má vera að ofn hafí ekki verið nógu heitur, að dragsúgur hafí komist að deiginu áður en það náði að lyfta sér, eða að kakan hafí ekki verið bökuð nógoi lengi, en það sést ef klesst lag er í miðj’unni. Ef yfírborð er nyög dökkt og miðjan klesst eru allar líkur á að of mikill sykur hafi verið notaður, en ef klesst lag er ofan við botnskorpuna hefur að öllum líkindum verið notaður of mikill vökvi. Kaka getur einnig klesst ef of mikið af lyftiefnum eru notuð. Ef yfirborð köku er kúpt getur verið að hrært hafi verið of lengi eða hveit- ið hafi verið of hart og bæta þurfi glútein- litlu eða glúteinlausu hveiti saman við það. Of hár hiti ofnsins getur einnig valdið því að kakan blæs upp í miðju og verður of kúpt. • VÍN og Iíkjörar eru fyrirtaks bragðgjafar í ís og frómas, en ekki má nota of mikið af guðaveigunum, því frostmark vínanda er lægra en vatns. • BKKI þykir fínt að hafa ísnálar í ís, en þeir sem ekki eiga ísvél þurfa að hræra reglulega upp í ísnum sínum meðan hann er að fijósa, til að koma í veg fyrir myndun ísnála. Því meira vatn sem er í uppskrift- inni, þeim mun meiri Iíkur eru á að ísnálar myndist og því þarf að hræra oftar upp í ís sem í er mikið af vatni. > í I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.