Morgunblaðið - 18.01.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.01.1997, Blaðsíða 24
sennilega þýðingarmest fyrir einstaklinginn ÁHRIFA- MÁTTUR TONLI5TAR ein af frumþörfum 24 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ mannsins Samhliða þróun í geðlæknisfræðum á síðustu árum hefur áhugi manna vakn- að á að kanna hlutverk óhefðbundinna meðferðarúrræða sem hjálpartækia í meðferð geðrænna vandamála og er músíkþerapía ein þeirra,u skrifar Val- gerður Jónsdóttir, músíkþerapisti, í tímaritið Geðhjálp árið 1990. VALGERÐUR Jónsdóttir lauk námi í músíkþerapíu frá The University of Kansas og The University of Texas medical Branch. Hún rekur nú Tónstofu Valgerðar í samvinnu við Tónmenntaskóla Reykjavíkur og hefur í áratug beitt tónlist í meðferð skjól- stæðinga sinna. „Segja má að mótsögn felist í þeirri tilhneigingu að vilja sanna hlutlægt áhrifamátt tónlistar, þess listforms sem ef til vill er huglægast allra; að útskýra með orðum miðil sem sterkastur er í sinni orðlausu mynd,“ segir Valgerður að- spurð um reynslu sína af músíkþerapíu og áhrifamætti tón- listar. „Tónlist er ekki bara tjáningarform. Nýta má hana sem meðferðartæki. Slíkt krefst vísindalegra vinnubragða. Áhrif tónlistar eru mæld. Eðlisþættir hennar eru kannaðir skipulega og áþreifanlega. Við getum til dæmis rannsakað hvaða áhrif hrynjandi eða hljóðtíðni hefur á líkama og sál og kynnt niðurstöður tilrauna er kanna hvemig tónlist breytir líðan eða hegðunarmynstri einstaklinga og hópa. Við þurfum að vera meðvituð um þau áhrif sem hljóðheim- urinn hefur á okkur; að gera okkur grein fyrir því að tónlist er öflugt tæki sem má nota markvisst í jákvæðum tilgangi. Eins þurfum við að vera meðvituð um að tónlist getur haft neikvæð áhrif sé henni beitt af vanþekkingu. Hvort ein teg- und tónlistar er „betri“ en önnur ræðst af því til hvers á að nota hana og hvemig henni er beitt. Því getur til dæmis þjóðlagatónlist gagnast vel í ákveðnum tilgangi en gert illt verra í annan tíma. í meðferð er sjálfsprottin tónlist senni- lega þýðingarmest fyrir einstaklinginn, það er músík, sem leikin er af fingmm fram og ekki hefur heyrst áður. Þess háttar spuni ásamt þeirri tónlist sem einstaklingurinn velur sjálfur endurómar reynslu hans, menntun, hæfileika, þarfir, líðan og hugarástand. Þar með opnast leið til Ijáskipta," segir Valgerður. Máttur tnnlistar í áðumefndri grein í tímaritinu Geðhjálp segir Valgerður meðal annars: „Niðurstöður vísindalegra rannsókna sýna, að tónlist hefúr áhrif á Iíkams- og hugarstarfsemi. Niður- stöður rannsókna sýna einnig að tónlist er árangursríkt meðferðar- og þjálfunartæki. í hveiju felst máttur hennar? Músík- þerapistar, læknar, lífeðlisfræðingar, heimspekingar og aðrir fræðimenn hafa velt þessu fýrir sér og komist að mörgum og misjöfnum niðurstöðum; bæði eðlisfræðilegum, sem byggjast á eðli tónrænna fyrirbæra, og sálfræðilegum, er taka mið af ólíkum viðbrögðum manna við tónheimi og hljóðheimi. Samt er spurningunni ef til vill enn ósvarað. Svo virðist sem flest ef ekki öll samfélög manna frá örófí alda hafi iðkað at- hafnir innan sinna vébanda er byggðust á öllum þeim þáttum er fínna má í tónlist samtímans, þ.e. athafnir er byggðust á skipulagðri notkun tóna, hljóð- falls, hljóðfæra og söngs. Með hliðsjón af þessu má segja að tónlist virðist eðl- islægur hluti mannlegrar hegðunar, þ.e. að manninum sé meðfætt að tjá sig tónrænt; að tónlist sé samskiptatæki frábrugðið öðrum.“ Valgerður lýkur grein sinni með þessum orðum: „Eðlisþættir tónlistar, lag- lína, hljómar, hrynjandi, hljóðfall, styrkleiki, form, blær, stfll og margt fleira, höfða til og virkja andlega og líkamlega starfsemi hvers manns. Tjáningar- máttur tónlistar umlykur alla dýpt reynslu og tilfínninga og getur leitt mann- inn um völundarhús reynsluheimsins, hvort heldur sá heimur er yfirborðs- kenndur og almennur eða náinn og persónulegur.“ ÁHRIFAVALDAR AF sígildum tónskáldum virðist tón- list Mozarts hafa jákvæðust áhrif á hugafar fólks. Tregablandinn söngur Whitney Houston í laginu „I Will Always Love You“ er ekki talinn heppilegur til að létta lundina. Öðru máli gegnir um túlkun Sheryl Crow á laginu „All I Wanna Do (Is Have Some fun)“ sem þykir sérlega vel til þess fallið að létta gleðja geðið. 'ibQHR'' ' VALGERÐUR Jónsdóltir: „Í meðferð er sjóifsprotlin tónl ■— -———|—■-j—j—l——-■ -i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.