Morgunblaðið - 18.01.1997, Síða 28

Morgunblaðið - 18.01.1997, Síða 28
28 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Athugasemd vegna greinar Halldórs Þorsteinssonar HALLDÓR Þor- steinsson ritar grein hér í blaðið síðastlið- inn föstudag þar sem hann upplýsir lesend- ur Morgunblaðsins um þau áform sín að efna til milliríkjadeilu ítala og íslendinga vegna þess að ritstjóri Tímarits Máls og menningar vildi ekki birta þýðingu hans á smásögu eftir Piran- dello, jafnvel þótt téð- ur Halldór hafi skrif- ast á við Oriönu Fallaci og meira að segja þótt hann hafi árið 1948 sagt Thor Vilhjálmssyni til í ít- ölsku - sem hann iðrast nú sár- lega. Nú er það að vísu starf ritstjóra TMM að velja og hafna efni og væri vissulega vandlifað fyrir hann ef erlend ríki fara mjög að hlutast til um þann starfa - nóg er nú samt - hitt þykir mér þó öllu verra að Halldór skuli í sömu grein þvæla mér inn í þessi klögumál og herma upp á mig furðulegar skoðanir. Vissulega hef ég ýmsar furðu- legar skoðanir, en ég biðst undan aðstoð Halldórs Þorsteinssonar við að hugsa þær og tjá þær - nóg er nú samt. í grein sinni um illa meðferð á Pirandello og sér rifjar Halldór upp að bók eftir Guðrúnu Helgadóttur hafi fyrir mörgum árum verið hafnað hjá Máli og menningu - enda leggi það forlag höfuðáherslu á að hafna góðum bókmenntum. Ég veit ekkert um samskipti Guð- rúnar og þessa forlags á þeim árum þegar ég var barn og ungl- ingur, en minni þó á að það var ekki fyrr en Þorleifur Hauksson kom til starfa hjá MM á 8. ára- tugnum að bamabókaútgáfa hófst þar. Halldór víkur síðan að sjón- varpsþætti þar sem við Guðrún Helgadóttir skröfuðum saman um bækur ásamt Gerði Kristnýju og segir eitthvað á þá leið að ég hafi þar sem „starfsmaður Máls og menningar" sýnt Guðrúnu þann dónaskap að lýsa yfír þeirri skoðun minni að mér þættu barnabækur leiðinlegar. Þetta þykir Halldóri sýna hug Máls og menningar til barnabóka og Guðrúnar Helga- dóttur sérstaklega. Kannski ætti maður ekki að vera að svara svona þvælu: þetta er ámóta viskulegt og að lýsa því yfir að manni þyki allar bæk- ur með rauðri kápu leiðinlegar. Þó finnst mér að þrennt þurfi að koma fram. í fyrsta lagi talaði ég um hversu skemmtilegur barna- bókahöfundur Guðrún væri, og nefndi raunar einnig Astrid Lind- gren og Tove Jansson - hins vegar nefndi ég ekki Róbinson Krúsó sem Halldór virðist halda að sé barnabók né Lísu í Undralandi sem MM gaf reyndar út nú fyrir jól í snjallri þýðingu Þórarins Eldjáms, en Halldór telur mig sérstaklega andvígan þessum tveimur bókum. Ég talaði hins vegar um að mér þættu margar bamabækur leiðin- legar því hið uppbyggilega í þeim kæfði um of ævintýrið og skemmt- unina. Þetta tók Guðrún raunar Þetta er álíka viskulegt, segir Guðmundur Andri Thorsson, og lýsa því að allar bækur með rauðri kápu væru leiðinlegar. undir í þættinum. Og þetta er ein- faldlega mín skoðun sem neytanda úti í bæ, rétt eða röng eftir atvik- um. í öðm lagi er metnaðarfull og þróttmikil barnabókaútgáfa rekin hjá Máli og menningu undir stjórn Hildar Hermóðsdóttur og þurfi að skýra stefnu forlagsins í útgáfu barnabóka gerir Hildur það, ekki ég- Því: í þriðja lagi verð ég að fara fram á þau mannréttindi að það sem ég kann að gaspra einhvers staðar sé þá jafnframt túlkað sem mín orð en ekki sem einhveijar fundasamþykktir MM. Ég vona að meðferð Halldórs á ummælum mínum sýni ekki hæfi- leika hans til að túlka texta ann- arra, því þá væri enn verr komið fyrir Pirandello á íslandi en Hall- dór heldur. Höfundur er rithöfundur. Guðmundur Andri Thorsson WESPER HITABLÁSARARNIR eru nú fyrirliggjandi í eftirtöldum stærðum: Teg. 352 CN 6235 k.cal./ 7 kw. 900 sn/mín. 220V. 1 fasa. Teg. 353 CN 8775 k.cal./lOkw. 900 sn/mín. 220V, 1 fasa. Teg. 453 CN 16,370 k.cal./19 kw. 900 sn/mín., 20,727 k.cal./24 kw. 1400 sn/mín. 380V 2ja hr. 3 fasa. Teg. 503 CN 24,180 k.cal./28 kw. 900 sn/mín. 30,104 k.cal./35kw. 1400 sn/min. 380V 2ja hr. 3 fasa. Þeir eru með CN (Cupro Nickle) rörum, sem eru snöggtum sterkari en eirrörin. wesper eru hljóðlatir WESPER umboðið, Sólheimum2í. 104 Reykjavík. sími 553 4932, fax 581 4932. farsími 898 9336. boðsími 842 0866. Fleiri rök óskast - mega vera á kostnað myndmálsins Um Stefán Bald- ursson og leik- listargagnrýni Sjónvarpsins STEFÁN Baldursson Þjóðleikhús- stjóri skrifar grein í Morgunblaðið í gær þar sem markmið hans virðist vera að fylgja eftir ræðu sinni á hundrað ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur nýverið þar sem hann líkti gagnrýni Jóns Viðars Jónssonar í Sjónvarpinu við eiturúða. Enn- fremur virðist Stefán vilja réttlæta það að hann og Þjóðleikhúsráð fóru fram á það í fyrra að Jón Viðar hætti að fíalla um leiksýningar Þjóð- leikhússins í Sjónvarpinu. Ég vil byija á því að leiðrétta misskilning sem alltaf skýtur upp kollinum þegar Stefán ræðir leiklist- arumfjöllun Sjónvarpsins. Hann fullyrðir gjaman að hún sé á bilinu 3-4 mínútur eða styttri. Þetta er rangt. Ég get sem dæmi nefnt að í umfjöllun um Villiöndina nýverið var gagnrýnin um fimm mínútur, en það er mjög hefðbundin lengd, og til viðbótar var rúmlega mínútu kynningarefni úr sýningunni. Við höfum skrifað þennan samræðudóm niður og reyndist hann vera 6.479 slög en til samanburðar var dómur um sama verk, samkvæmt útreikn- ingum okkar hjá Sjónvarpinu, 3.102 slög í DV og Morgunblaðsdómurinn um sömu sýningu var 8.100 slag en þar fara um 1400 slög í hreina upprifjun sem kemur nútímaupp- færslunni ekkert við. Lengd umfjöll- unar Sjónvarpsins virðist því fylli- lega sambærileg við dagblöðin. Stefán fullyrðir ennfremur að öll leiklistarumfjöllun Sjónvarpsins takmarkist við Dagsljós „og þá í tengslum við umfjöllun umrædds gagnrýnanda“. svo vitnað sé til orða hans. Þetta er einnig rangt hjá Ste- fáni. Á haustmánuðum hefur verið fíallað um leikara og leiklist í á þriðja tug viðtala og heimsókna í þáttunum Dagsljósi, Á elleftu stundu, Laugar- dagskvöld með Hemma og næsti þáttur Ó-sins, unglingaþáttar Sjón- varpsins, fjallar um leiklist. Stefán segir í grein sinni um gagnrýni Jóns: . . enn er skoðana- og málfrelsi í landinu og þess vegna leyfist okkur að hafa skoðun á manninum og því sem hann er að gera, eins og hann á okkur og því sem við erum að gera“. Ég er fullkomlega sam- mála þessum orðum Stefáns enda hef hvorki ég né Jón Viðar kvartað yfír gagnrýni Stefáns né annars leikhúsfólks - við biðjum bara um rök. Það að fara fram á að þaggað verði niður í Jóni Viðari, eins og Stefán og félagar í Þjóðleik- Mér finnst mikilvægt, segir Sigurður Val- geirsson, að Stefán byggi mál sitt á rökum en ekki tilfinningagus- um eða stílæfingum. húsráði reyndu í fyrra, er hins veg- ar annað og alvarlegra mál og vona ég að Stefán skilji muninn. Bæði í fyrra og nú kvartar Stefán yfír því að fíölmiðlaheimurinn mundi stríðsöxina þegar hann andi á Jón Viðar og Sjónvarpið. Ég vil taka það fram að þegar hinir fjölmörgu ritstjórar og pistlahöfundar hafa tekið svari Jóns Viðars hafa þeir gert það upp á eigið eindæmi. Hug- myndin um það spratt ekki upp á neinni sameiginlegri kaffístofu ís- lenskra íjölmiðla, enda er hún ekki til. Ég hef beðið Stefán Baldursson um rökst- uðning fyrir því hvað hann hafi við gagnrýni Jóns að athuga. Því miður finnst mér mikið skorta á að honum tak- ist að ná utan um það í grein sinni og í bréfi sem ég fékk frá Þjóð- leikhúsráði í fyrra, sem Stefán segir að hafi innihaldið rökstuðn- ing, var einungis sagt að framsetningin á gagnrýni Jóns Viðars væri ófullburða, órök- studd og öfgakennd. Engin dæmi fylgdu. Þetta voru nú öll rökin í það skiptið. Mig langar að lokum í nokkrum orðum að útskýra samræðugagn- rýni Sjónvarpsins. Hún er gagnrýni eins manns og það er undirstrikað með viðmælanda sem yfírleitt hefur einnig séð sýninguna og hreyfír gjarnan andmælum. Leiklistargagn- rýnin er höfð í blönduðum menning- ar- og dægurmálaþætti vegna þess að það er skoðun okkar að listir séu eðlilegur hluti af nútímalífí sem ekki á að einangra eða uppheija. í lok greinar sinnar teiknar Stef- án upp ímynd hins fullkomna gagn- rýnanda. Ég hef oft heyrt leikara fara með álíka ræður en þeim verð- ur hins vegar orðs vant þegar þeir eiga að nefna gagnrýnanda af holdi og blóði sem uppfyllir öll skilyrðin. Ég held að skýringin sé sú að gagn- rýnendur eru bara menn en ekki óskamyndir. Og þá erum við komin að Stefáni sem gagnrýnanda. Mér finnst mikilvægt að hann byggi mál sitt á rökum en ekki tilfinn- ingagusum eða stílæfingum. Ég auglýsi enn eftir nákvæmari dæm- um og að sjálfsögðu að hann afli sér traustari heimilda áður en hann mundar sitt annars ágæta stílvopn næst. Höfundur er dagskrárstjóri Sjónvarps. Sigurður Valgeirsson Nesjamennska MOTTÓ: „Þeir fella ekki hnjúkinn sem hamrammur gnæfir við ský / Þeir hindra ekki að geisladýrð morgunsins tendrist á ný / En jörðina stráðu þeir erlendum óþrifa- bælum. ..“ Jón Helga- son setti saman þessar ljóðlínur í tilefni af umsvifum bresks inn- rásarliðs hér á landi í upphafi síðustu heims- styijaldar. Vissulega felldu þeir ekki hnjúkinn, né hindruðu geisladýrð morgunsins, þeir til- burðir og þær framkvæmdir biðu síns tíma og voru hafnar að frum- kvæði innlendra aðila. Nú, þegar ætlunin er að stað- setja álver í blómlegum sveitum sem liggja að Hvalfirði, sjá menn fram á ömurlega mynd ef úr því verður að þar verði sett niður álver - verksmiðja sem staðsett var í Þýskalandi og Þjóðveijar kröfðust að yrði flutt burt, þar sem verið taldist menga umhverfið og vera úrelt og til mikilla óþrifa. Álver þetta var keypt til brottflutnings af bandarísku fyrirtæki, sem er að því er virðist ómyndugt á banda- rískum fjármagnsmarkaði, hefur mjög takmarkaða lánsmöguleika þar í landi miðað við hlið- stæð fyrirtæki í iðn- aði. Forystumönnum þessa fyrirtækis virð- ist hafa verið boðin staðsetning hér á landi fyrir þetta „óþrifa- bæli“ að dómi Þjóð- veija. Og nú er unnið að því að undirbúa uppsetningu „bælis- ins“ við Hvalijörð og þegar tekið að und- irbúa kaffæringu sér- stæðra hálendissvæða til uppistöðulóns fyrir væntanlegar stórvirkj- anir. Þar með verður hafist handa við að kaffæra „hnjúkinn" og ekki er ólíklegt að kófið frá væntan- legri úreltri, aflóga álverksmiðju, hindri þá „geisladýrð morgunsins" sem íbúar í nágrannasveitum Hval- fjarðar hafa notið undanfarin 1100 ár. _ Áhugi sérfræðinga „Landsvirkj- unar“ á hagkvæmni þessarar stað- setningar vottar það ástand „sér- fræðingsins" sem hefur glatað bijóstvitinu og kerfast mælistikum og textabókum og lokast inni í „besserwisserheimi" fagsins með tilheyrandi „hugviti". Þessir fag- menn minna ónotalega á Wagner í Faust eftir Goethe, sem er dreg- inn upp sem hinn lærði hálfviti - Wagner var reyndar ekki verk- fræðingur, hann var guðfræðingur sem hafði glatað brjóstvitinu. Úrskurðarvaldið um staðsetn- inguna er misviturra stjórnmála- manna og því miður virðist nesja- mennskan ráða afstöðu þess hóps. Svo vikið sé að baráttu bænda gegn eyðingu umhverfis og lands má minnast þess þegar Mývetning- Bændur höfðu, segir Siglaugur Brynleifs- son, vit fyrir bijóstvits- skertum sérfræðingum. ar komu í veg fyrir áætlanir virkj- anasinna um að hækka yfirborð Mývatns með stíflugerð. En sú hækkun vatnsyfirborðsins hefði kaffært stór landsvæði umhverfis Mývatn. Bændur höfðu þar vit fyr- ir bijóstvitsskertum sérfræðingum. Það er öllu erfiðara að koma vitinu fyrir stokkfreðna nesjamennsku og heimsku. En það er aldrei að vita nema „geisladýrð morgunsins“ bræði klakadrönglana. Höfundur er rithöfundur. Siglaugur Brynleifsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.