Morgunblaðið - 18.01.1997, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 18.01.1997, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 37 AÐSENDAR GREINAR Landsbyggðarbréf Gróska REYKJAVÍKURBRÉF Morgun- blaðsins frá 5. janúar sl. bar nafn með rentu. Þar var lagt tii að nýr skattur yrði lagður á landsbyggðina. Umrætt Reykjavíkur- bréf var í raun stuðn- ingsyfirlýsing við höfuðborgarsvæðið á kostnað landsbyggðar. Þessi skattur heitir veiðileyfagjald. Inn- heimta veiðileyfagjalds færi fram á ströndum Islands og tekjunum yrði síðan ráðstafað á suðvesturhorninu þar sem umfang og þensla ríkisins er. Þetta er ógeðfelld hugmynd, ekki síst þegar lands- byggðin á í vök að veij- ast og fólkið flytur suð- ur. Við, sem köllum okkur landsbyggðar- fólk nútímans, biðjum ekki um öl- musur að sunnan. Við biðjum ekki um skattaívilnanir, niðurgreiðslur eða þvingaðan flutning á stofnunum ríkisins út á land. En við biðjum hins vegar um frið til að byggja upp þá atvinnustarfsemi sem hér er til staðar og munum aldrei styðja skattahugmynd eins og veiðileyfa- gjald. Kvótakerfið er sterkasta von landsbyggðarinnar til að lifa af. Markaðskerfi í fiskveiðistjórnun hef- ur leitt til þess að útgerðir eru skikk- aðar til hagræðingar, án þess að skattgreiðendur biæði fyrir eins og tíðkast um gjörvalla Evrópu. Eig- endum í útgerð fjölgar stöðugt í gegnum hlutabréfamarkaði sem seg- ir okkur að fjárfestar, lífeyrissjóðir og almenningur hafa öðlast tiltrú á útgerð. Þannig var staðan ekki fyrir áratug þegar íslenskur sjávarútveg- ur var á heljarþröm. Áhrif skatta í áðurnefndu Reykjavíkurbréfi er að finna ýmsar röksemdafærslur sem virðast einhliða eða óklárar. Sem dæmi má nefna eftirfarandi fullyrðingu: „Hins vegar er ekki hægt að taka undir það með forsæt- isráðherra, að veiðileyfagjald í al- mannasjóð mundi verða viðbótar- gjald fyrir þá, sem nú kaupa eða leigja kvóta. Þá réðu lögmál mark- aðarins ekki ferðinni í sjávarútveg- inum.“ Hvernig á að skilja þessa röksemda- færslu? Er verið að halda því fram að nýir skattar hækki ekki vöruverð þar sem markaðurinn ræður ferðinni? Myndi hækk- un virðisaukaskatts úr 25% í 30% ekki hækka vöruverð í matvöru- verslunum? Getur ríkið þá lagt nýja skatta á alla atvinnustarfsemi í markaðsumhverfi án þess að verðlag hækki? Þessi röksemdafærsla hlýtur að teljast mjög athyglisverð nýjung og ég minnist þess ekki, í mínu hagfræðinámi, að hafa séð áhrif skatta í markaðsumhverfi túlk- uð með jafn afgerandi hætti. Verðsamkeppni / Íslenskur sjavarútvegur er í raun erlend stóriðja. Lífsafkoma okkar ræðst á mörkuðum utan íslands og því gleyma margir sem tjá sig um fiskveiðistjórnunina. Sterkar eining- ar í sjávarútvegi eru nauðsynlegar í harðnandi samkeppni og nýir skatt- ar hjálpa ekki til. I nýrri skýrslu sem sjávarútvegsráðherra hefur birt kemur fram að afurðaverð fyrir frystan bolfisk, mælt í SDR, er lægra árið 1996 en það var árið 1991. Á sjófrystum fiski hefur það lækkað um 4,6% og á landfrystum fiski um 23,5%. Myndi nýr skattur styrkja stöðu þeirra íslensku fyrirtækja sem slást á þessum mörkuðum? Lang- stærsta fisksölufyrirtæki Noregs, Norges Rafisklag, seldi rúmlega 380 þúsund tonn af þorski á síðasta ári og tæplega 30 þúsund tonn af fro- sinni, pillaðri rækju. Frá árinu á undan lækkaði verðið á þorskinum um 2,8% og á rækjunni um 35,5%. Fiskurinn er að keppa við öll önnur matvæii og það er ekki bara á ís- landi sem fólkið fer í vaxandi mæli Kvótakerfíð, segir Bjarni Hafþór Helgason, er að skila betri vinnubrögðum í sjávarútvegi. í Bónus og Nettó. Á veiðileyfagjald að leysa einhver vandamál fyrir okk- ur á þessum erlendu mörkuðum? Kvótakerfið er fyrirmynd Það er mjög mikiivægt að menn horfi á þróunina í íslenskum sjávar- útvegi í víðu samhengi. Einingarnar stækka og þeim fækkar, en um leið fjölgar eigendum fyrirtækjanna. Af- koman er betri nú en hún var fyrir nokkrum árum þó afurðaverðið hafi lækkað. Það segir allt sem segja þarf; kvótakerfið er að skila betri vinnubrögðum í sjávarútvegi. Auk þess bendir allt til þess að fiskvernd- arþáttur kerfisins sé að skila árangri. Ralph Townsend, hagfræði- prófessor frá háskólanum í Maine, dvaldi hér á landi frá því í júlí á síðasta ári við rannsóknir á kvóta- kerfinu. Hann segir í nýlegu viðtali við Morgunblaðið að fiskiþagfræð- ingar um allan heim álíti ísland og Nýja-Sjáland vera einu löndin með rétta fiskveiðistjórnun og önnur ríki, sem eru að breyta stjórnunarháttum í útgerð, hafi kvótakerfið hér sem fyrirmynd. Þá bendir hann á að út- hlutun á kvótanum sé fullkomlega réttlætanleg; það sé eðlilegt að afla- réttinum sé í upphafi úthlutað til þeirra sem hafa á honum sögulegan rétt og m.a. litið á það sem bætur fyrir það að skipin urðu nánast verð- laus þegar kerfið var tekið upp. Skip sem voru skuldsett langt upp í mastur. Og það er vert að menn spyiji sig: Hveijir settu nöfnin sín undir skuldabréf vegna þessara skipa og hveijir gerðu það ekki? Höfundur er framkvæmdastjóri Útvegsmannafélags Norðurlands. HINN 18. janúar verður samfylking jafnaðarmanna, Gróska, formlega stofnsett. Augnamiðið með stofnun Grósku er að skapa lifandi og öflugan vettvang fyrir einstaklinga til að vinna að eflingu jafn- aðarhyggju á íslandi sem einn hugur, ein hönd. Það er einkum tvennt sem hefur verið Þrándur í götu öflugs jafnaðarmannaafls í íslenskum stjórnmál- um. í fyrsta lagi hafa jafnaðarmenn skipst í andstæðar fylkingar með tilliti til afstöðunnar til Norður- Atlands- hafsbandalagsins og Evrópusam- Sýna þarf viljann í verki, segir Magnea Marinósdóttir, um stofnun Grósku. bandsins. í öðru lagi hafa forystu- menn jafnaðarmanna sem og fylg- ismenn ekki geta fundið aðra lausn á eijum sínum en klofning. Innan raða undirbúningshóps samfylk- ingarinnar Grósku hefur fátt eitt verið skrifað í stein enda er það hlutverk þeirra sem ganga til liðs við Grósku 18. jan- úar en tvennt ríkir þó alger einhugur um. í fyrsta lagi munu skiptar skoðanir um NATO og EBS ekki standa í vegin- um fyrir einhug í orði sem æði jafnaðarmanna í- innan- landsmálum. í öðru lagi mun lausn á eijum einstakra manna auðkenn- ast af virðingu fyrir einingu jafn- aðarmanna. Það var fyrst á 18. öld sem hugmyndir um frjálsræði og jafn- ræði komu til sögunnar sem and- mæli gegn mismunun, gegn ein- ræði konunugs og kirkju, og sem lög- mæting fyrir lýðræði. Allt fram til 18. aldar hafði félagslegt ójafn- ræði verið talið nátt- úrulegt eða Guðs vilji og eðli málsins sam- kvæmt þar með hand- an mannlegrar íhlut- unar. Hins vegar urðu hugmyndir um skil milli veraldar manna og guða, hugmyndir um frjálsan vilja mannsins og sköpun- armátt, til þess að augu manna opnuðust fyrir því að hægt væri að afmá ójafnræði eða a.m.k. halda því í skefjum. Það var mögulegt sökum getu mannskepnunnar til að vera skapari eigin örlaga, eigin lífsskilyrða. Það er mergurinn málsins. Það er hægt að skapa skilyrði fyrir valddreifingu í stað samþjöppunar valds, fjölkeppni í stað fákeppni, jafnræði í stað ójafnræðis. Þungamiðja hugmynda jafnaðarhyggju er að einstakling- um séu sköpuð jöfn skilyrði í því augnamiði að vera eigin skapa- nornir. Ekki mismuna mönnum eftir einu né neinu. Hver og einn spinnur sinn eigin örlagavef; hlut- skipi manna er því margt og mis- jafnt. Það þýðir hins vegar ekki að einungis sumir eigi að geta öðlast virðingarvert, mannsæmandi líf. Það á að vera hlutskipti allra óháð öllu. Það er hlutverk jafnaðarmanna við völd að vinna að almannahag af einurð og heilindum í anda göfuglyndis og mannúð- ar, fijálslyndis og jafnræðis; lýð- ræðis. Til að það megi verða þurfa jafnaðarmenn að sýna viljann í verki 18. janúar, allir sem einn. Höfundur er áhugamanneskja um samfylkingu jafnaðarmanna. Bjarni Hafþór Helgason Magnea Marinósdóttir Stök teppi & mottur Persía aaaaaaaaaaaaaa Suðurlandsbraut 46 við Faxafen Sími: 568 6999
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.