Morgunblaðið - 18.01.1997, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMNINGAR
LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 41 '
SVEINN
VIGFÚSSON
+ Sveinn Vigfús-
son fæddist á
Þverá í Skíðadal
30. mars 1917.
Hann lést 30. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Vigfús
Björnsson, d. 1938,
og Soffía Jónsdótt-
ir, d. 1965. Systkini
Sveins voru fimm,
Ólöf, Sumarrós,
Jónína, Björn og
Ari. Þau eru öll lát-
in nema Jónína.
Sveinn ólst upp á
Þverá og tók við búinu að föð-
ur sínum látnum, ásamt Birni,
bróður sínum.
Hinn 28. maí árið 1950 gift-
ist hann eftirlifandi konu sinni,
Þórdísi Rögnvaldsdóttur, f. 5.
maí 1920, og bjuggu þau á
Þverá til ársins
1975 er þau fluttu
til Dalvíkur að
Skíðabraut 13 og
hafa þau búið þar
síðan. Sveinn starf-
aði hjá Dalvíkurbæ
frá árinu 1975 og
allt til ársins 1988
er hann lét af störf-
um sökum aldurs.
Auk þess var hann
húsvörður við Ráð-
hús Dalvíkur um
tíu ára skeið. Börn
Sveins og Þórdísar
eru: Ingvi Eiríks-
son, f. 1946, Vignir, f. 1950,
Soffía, f. 1955 og Ragna, f.
1956. Barnabörnin eru
fimmtán og barnabarnabömin
fjögur.
Utför Sveins fór fram frá
Dalvíkurkirkju 4. janúar.
Um hver áramót lítum við gjam-
an yfír farinn veg og rifjum upp
hvað liðið ár gaf, þroskaði og tók.
Árið 1996 gaf okkur hér á þessu
heimili þá reynslu að fylgjast með
og taka þátt í baráttu Sveins Vig-
fússonar tengdaföður míns við
þann sjúkdóm, sem hann fékk
staðfestingu á að hann væn með
fyrir tæpum þremur árum. Á vor-
dögum gekk hann í gegn um mjög
erfiðan sjúkdómskafla en eftir að-
gerð, frábæra umönnun lækna og
hjúkrunarfólks og ekki síst hans
eigin jákvæðni og þrautseigju
komst hann til þeirrar heilsu að
við fengum að hafa hann hjá okk-
ur það sem eftir lifði árs. Hann
tókst á við þennan erfíða tíma með
ótrúlegu jafnaðargeði þótt honum
væri fullljóst að ekki mundu mán-
uðirnir verða margir, sem hann
ætti eftir að njóta jarðvistar og
fæstir dagar voru honum þrauta-
lausir. Það bar hann hins vegar
ekki á torg fyrir okkur hin og
reyndi af fremsta megni að láta
sem minnst á því bera. Áttum við
í fjölskyldu hans margar góðar
samverustundir með honum, enda
gerði hann allt sem í hans valdi
stóð til að lifa sem eðlilegustu lífi,
og með aðstoð hans einstöku konu,
Þórdísar, tókst okkur að njóta
þessara mánaða eins og frekast
var unnt.
í nóvember veiktist hann aftur
og dvaldist á FSA í nokkrar vikur
en síðan komst hann heim. Þá var
heilsan orðin slík, að eingöngu með
aðstoð heimahlynningar hér á Ak-
ureyri og heimahjúkrunar á Dalvík
var honum gert kleift að dveljast
heima. Soffía dóttir hans kom heim
frá Danmörku og dvaldi með for-
eldrum sínum um þriggja vikna
skeið. Sá tími var þeim ómetanleg-
ur. Eftir að Soffía fór aftur, skipt-
ist hans nánasta fólk á um að vera
hjá þeim hjónum á Dalvík þar til
um miðjan desember, er hann kom
hingað og var hér á heimili okkar
þar til hann lést að morgni 30.
desember. Við hér, svo og öll fjöl-
skyldan, erum þakklát fyrir þann
tíma sem gafst og varð lengri en
við þorðum að vona og var okkur
svo dýrmætur og þroskandi.
Sérstakar þakkir eru til hjúkrun-
arfræðinganna við heimahlynn-
ingu hér á Akureyri, heimahjúkr-
unar á Dalvík, lækna og alls starfs-
fólks á FSA er annaðist hann af
sérstakri natni og hlýju.
Einstakur maður hefur nú lokið
sínu æviári, hann á eins táknrænan
hátt og tvö önnur systkina hans,
sem kvöddu einnig á síðustu dög-
um ársins, er þau létust. Dagur
var að kvöldi kominn og tímabært
að búa sig undir hinn langa svefn.
Ég minnist þess, hér fyrir mörg-
um árum, þegar við Vignir höfðum
tekið þá ákvörðun að ganga lífs-
leiðina saman, spurði hann mig,
áður en ég var búin að hitta for-
eidra hans, hvaða hugmynd ég
væri búin að gera mér um þau.
Ég svaraði spurningu hans þá, en
það var ekki fyrr en mörgum árum
seinna, sem ég gerði mér grein
fyrir að ég hafði lýst óskatengda-
foreldrum. En af hveiju? Jú, ég
var búin að skynja þá miklu og
djúpu væntumþykju og virðingu
sem hann bar til foreldra sinna.
Aldrei hefur sú mynd máðst í gegn
um árin. Það mikla og nána sam-
band milli þeirra feðga hélst ætíð
og styrktist enn frekar er á leið.
í raun var ég alltaf að sjá betur
og betur hvaða mann hann Sveinn
hafði að geyma og ekki síst þenn-
an síðasta tíma sem hann varð
mér hvað nánastur. Meðfædd kurt-
eisi, hógværð, snyrtimennska,
hjálpsemi, samviskusemi og ekki
síst hans einlæga trú á hið góða
í lífinu og manneskjunni einkenndi
hann. Hann gat oft verið mjög
gamansamur og alveg fram að síð-
ustu dögunum gat hann séð
spaugilegu hlutina við tilveruna.
Sveinn var mjög vinnusamur og
vandvirkur maður og hef ég á tii-
finningunni að sjaldan hafi verið
geymt til morguns það sem hægt
var að gera í dag. Sérhlífni var
hugtak sem Sveinn þekkti ekki og
oft hef ég í huga mér álitið að
athafnir hans hafi mótast mjög af
því umhverfi sem hann ólst upp í.
Sá sem elst upp á milli hárra fjalla
velur ekki alltaf auðveldustu leið-
ina, oft ekki síður þá stystu, þótt
hún sé mun erfíðari, ef hún er fljót-
farnari og skilar betri árangri.
Þau hjónin voru mjög samhent
í þessum mikla dugnaði og tileink-
uðu böm þeirra sér öll sama vinnu-
lag. Fá verkefni virtust mér Sveini
fínnast óleysanleg og átti hann
með verklagni sinni og áræði yfir-
leitt lausn á málum. Smiður var
hann einstakur þótt ólærður væri
til slíkra verka og eru margir fal-
legir munir til eftir hann og eigum
við hér á þessu heimili ómetanlega
hluti sem hann smíðaði.
Eitt af því sem Sveinn hafði
mikla ánægju af var að ferðast og
sú ánægja var svo einlæg, að það
eitt að ferðast með honum og upp-
lifa þessa ánægju gaf hverri ferð
sérstakt gildi. Hann var vel að sér
í landafræði, bæði innanlands og
utan. Fannst okkur stundum að
hann þekkti staðina áður en hann
kom á þá og var síðan sérstaklega
minnugur á þá staði, þar sem hann
hafði komið. Ein þeirra ferða er
við Vignir fórum með honum er
mér afar minnisstæð. Þá bjuggum
við á Selfossi og hann kom í heim-
sókn að hausti til. Við fórum í ein-
staklega fallegu veðri í ökuferð
austur í Rangárvallasýslu. Þegar
við stóðum á hlaðinu á Hlíðarenda
í Fljótshlíð og hann horfði yfír
vellina, var eins og hann þekkti
þetta umhverfi þvi sem næst eins
vel og heimahagana, svo vel var
hann með á sögu staðarins. Sú
mikla gleði og ánægja yfír að fá
að upplifa þessa stund var eitthvað
sem hann naut lengi.
Hann Sveinn var ekki bara ein-
stakur faðir og tengdafaðir, hann
var ekki síðri afí. Það eru forrétt-
indi hvers barns að fá að kynnast
og njóta samskipta við afa og
ömmur. Börnin okkar hafa verið
svo lánsöm að vaxa upp í nánu
sambandi við afa sinn og ömmu á
Dalvík. Ófáar hafa heimsóknimar
verið til þeirra og oft dvöl um tíma,
ef þannig hefur staðið á. Eiga þau
góðar minningar um mann sem
gat ekki verið betri afi en hann
var. Umburðarlyndur, mildur og
hugmyndaríkur við að stytta
stundir.
Eitt lýsandi dæmi langar mig
til að nefna um hans mikla skilning
á bamssálinni. Yngsta dóttir okkar
þjáðist mjög af feimni um tíma og
var það yfirleitt svo að ef einhveij-
ir komu, lét hún sig hverfa inn í
herbergi jafnvel þótt um kunnuga
væri að ræða. Þegar þau komu
hér, Sveinn og Þórdís, í heimsókn-
ir vantaði hana yfírleitt í hópinn.
Fljótlega hvarf Sveinn af vettvangi
en undantekningarlaust, eftir dá-
góða stund, komu þau saman fram
hönd í hönd og vora ekki höfð
nein orð þar um.
Það væri hægt að segja svo
margt fleira um Svein, en ég vona
að þessi orð gefí öðrum sem hann
þekktu aukið innsæi í þann mann
sem hann hafði að geyma. Auðvit-
að er tómið stórt og söknuðurinn
sár þegar þessi góði maður er ekki
lengur á meðal okkar, en við höfum
líka svo óendanlega mikið fyrir að
þakka. Minningamar tekur enginn
frá okkur og þær er gott að eiga.
Elsku Þórdís og þið öll, sem erað
honum skyld eða tengd, megi góð-
ur Guð styrkja ykkur á komandi
tímum. Söknuður og sorg hverfa
aldrei, en það lærist að lifa með
því. Þakklæti og dýrmætar minn-
ingar verða efst í huga þegar frá
líður.
Valdís Gunnlaugsdóttir.
„Þegar þú ert sorgmæddur,
skoðaðu þá aftur huga þinn og þú
munt sjá að þú grætur vegna þess,
sem var gleði þín.“
(Kahlil Gibran.)
Um leið og við kveðjum elsku-
legan afa okkar, viljum við þakka
honum fyrir allar þær ánægjulegu
stundir, sem við systkinin áttum
með honum. Endalaus þolinmæði,
góðsemi og lífsgleði einkenndi afa
okkar. Betri afa hefðum við ekki
getað hugsað okkur. Hugur hans
og gerðir einkenndust af kærleika
og reyndi hann ávallt að draga
fram það besta í hveijum manni.
Hann var alltaf tilbúinn að hlusta
og var ávallt áhugasamur um hagi
okkar og skólagöngu. Það var í
raun alltaf gaman að segja honum
frá einkunnum, hversu vel eða illa
hafði gengið, maður gerði alltaf
sitt besta að hans mati. Létt klapp
á öxlina frá afa var alitaf gott
veganesti til að takast á við það
sem framundan var.
Við systkinin áttum margar
ógleymanlegar stundir með afa og
ömmu á Dalvík. Marga daga og
stundir dvöldum við hjá þeim og
voru þau ávallt reiðubúin til að
gera dvöl okkar skemmtilega með
ýmsu móti. Afi var vanur að fara
með okkur í göngu- og fjöraferðir
en amma beið heima tilbúin með
mjólk og brauð þegar við birtumst
í dyragættinni með vasana fuila
af skeljum og smásteinum.
Það var mikið tilhlökkunarefni
að fylgjast með afa þegar hann
var að smíða. Hann var einstaklega
vandvirkur við allt sem hann tók
sér fyrir hendur og þótti honum
gaman að eyða stundum sínum
niðri í kjallara, þar sem hann hafði
vinnuaðstöðu. Jafnan var hann fús
að leiðbeina okkur við gerð spýtu-
karla og fleiri byijendaverk, þótt
við værum ung að áram. Mikil
eftirvænting var á jólunum hvað
kæmi úr pakkanum frá afa og
ömmu. Oftar en ekki var það eitt-
hvert meistaraverkið úr kjallaran-
um s.s. askur, skál eða eitthvað
slíkt. Ein jólin era sérstaklega
minnisstæð hvað þetta varðar og
kom pakki til okkar eldri systkina
sem við enn í dag höldum mikið
upp á. Við höfðum farið með pabba
og mömmu einn sunnudaginn rétt
fyrir jól f heimsókn til afa og
ömmu. Eins og svo oft áður báðum
við afa að fara niður í kjallara með
okkur og lét hann okkur hafa sinn
vasahnífinn hvort og spýtukubb til
að tálga úr. Úr þessu áttu að verða
tveir spýtukarlar. Við kepptumst
við að tálga til að verða búin áður
en pabbi og mamma færu aftur
heim, en við náðum ekki að klára
verkið og þurftum við þvi að skilja
hálfmótaða spýtukarlana eftir,
döpur í bragði. Fáeinum vikum síð-
ai komu jólin og tilhlökkunin að
taka upp pakkana var mikil. Pakk-
amir til okkar systkinanna frá afa
og ömmu komu mjög skemmtilega
á óvart, því að þar vora spýtukarl-
amir komnir alveg fullmótaðir og
málaðir. Þetta var besta jólagjöfin
sem við fengum.
Afi var mikill náttúra- og úti-
vistarannandi og lengi áttu þau
amma hjólhýsi í litlum skógarreit
í Skíðadalnum. Reyndu þau að
dvelja þar eins oft og þau gátu og
lögðum við stundum leið okkar til
þeirra í heimsókn. Afi fór þá gjarn-
an með okkur í gönguferð um reit-
inn til að sýna okkur eitthvað
spennandi.
Afi var alveg einstakur þegar
þurfti að ná sáttum og fá okkur
bamabömin til að hugsa um eitt-
hvað annað þegar mikið gekk á.
Þegar haldin vora jóla- og fjöl-
skylduboð var oft mikill hávaði í
okkur og rákust skoðanir okkar
stundum á, eins og vill verða í
hópi barna. Kom þá afi, spjallaði
við okkur og eftir smátíma var
allt fallið í ljúfa löð og allir orðnir
vinir aftur.
Síðustu ævida.ga afa þótti okkur
ómetanlegt að hafa hann hjá okkur
og eiga með honum síðustu jólin
hans. Okkur þótti hann sýna ótrú-
lega þrautseigju og baráttuvilja í
langvarandi veikindum sínum og
alltaf var stutt í kímni hjá honum.
Okkur öllum þótti mjög vænt um
afa okkar og era stór sár í hjörtum
okkar nú.
Elsku afi, takk fyrir allt.
Með fáum orðum ætla ég nú að
minnast ömmu minnar.
Sem lítill drengur sat ég oft í
kjöltu hennar og hlustaði á hana
segja sögur. Hún bjó yfir mikilli
kímnigáfu og gat haldið athygli
ungs drengs óskertri en þá var ég
iítill fjörkálfur. Hún kenndi mér
m.a. að reikna og spila. Hún spil-
aði mikið síðustu æviár sín á elli-
heimilinu og sagði mér ávallt nýjar
spilasögur þegar ég kom í heim-
sókn á elliheimilið. Þótt hún væri
orðin heymasljó og veikburða var
ávallt stutt í hlýlegt brosið og gerði
hún einatt grin að mannlífinu í
heimatilbúnum ljóðum. Fólkið á
elliheimilinu á eftir að sakna henn-
ar eins og ég.
Elsku amma og fjölskyldur,
megi Guð styrkja ykkur í sorginni.
Birnir, Bryrya, Hiidur
og Þórdís.
Fyrstu kynni mín af afa vora
strax eftir að ég kom í heiminn
og bjó ég á heimili hans þar til ég
varð þriggja ára. Afi var alltaf svo
ljúfur og glaðvær og vildi allt fyrir
mann gera. Átti hann engan sinn
líka í þeim efnum. Sé til eitthvað
sem heitir heiðarleiki þá á það við
þig, afi, því heiðarlegri og reglu-
samari mann veit ég að verður
erfitt að fínna. Afí gerði ekki mikl-
ar kröfur fyrir sig, en hugsaði
meira um að gleðja aðra. \ ’
Hann var alltaf til í að hjálpa
öllum sem leituðu aðstoðar hjá
honum, ef eitthvað bjátaði á, og
fann hann-alltaf lausn allra mála.
Afi var með eindæmum laginn í
höndunum og era þeir ófáir hlut-
imir sem hann skar út eða renndi
í bekknum niðri í kjallara. Hann
vildi þó ekki gera mikið úr þeim
fallegu og vel gerðu hlutum sem
eftir hann liggja. Afi lét alltaf lítið
fyrir sér fara og kvartaði aldrei
þó eitthvað amaði að, því hann sá
alltaf ljós f myrkrinu og það breytt-
ist ekkert þó færi að bera á veik-
indum. Hann hélt alltaf sínu striki
þótt hann vissi í hvað stefndi.
Afi fylgdist vel með íþróttum
og af miklum áhuga mætti hann
á nánast alla þá leiki sem ég spil-
aði. Það hvatti mig áfram og á ég
honum því mikið að þakka. Hann
var mikill og góður afi í sér og
sinnti okkur afabömunum vel og
gaf svo mikið af sér. Það var allt-
af stutt í húmorinn hjá honum og
hann hafði gaman af því, þegar
hann gat komið öðram til að hlæja.
Að hafa átt þig sem svo góðan og
mikinn afa, eins og þú varst, jpr,
ekki öllum gefið. Þú gafst mér svo
mikla hlýju og umhyggju. Það situr
fast í sterkri og góðri minningu
um þig, afi. Þá staðreynd að ekki
er lengur hægt að fara í heimsókn
til þín f Skíðabrautina er sárt að
hugsa um. En minningin um góðan
og elskulegan afa mun lifa í hjarta
mér um ókomna tíð. Guð blessi
þig, afi, og veiti þér hvíld og frið
á góðum stað.
Jóhann Jónsson.
Ég og bróðir minn fengum alltaf
kökur þegar við komum í heimsókn
sem litlir strákar. Súkkulaðikakan
með hvíta kreminu var í miklu
uppáhaldi.
Nokkram áram eftir að afi dó
flutti hún á elliheimilið og var al-
sæl að eignast svona marga nýja
vini. Fyrir hana var lífið á elliheim-
ilinu góður tími.
Amma sagði mér stuttu áður
en hún dó að hún tryði á Jesú
Krist og nú er hún þar sem engin
jarðnesk kvöl fær þrifíst, í faðmi
Guðs og engla hans á himnum.
Ég er þakklátur fyrir þær stund-
ir sem við áttum saman og hvílir
minning hennar í hjarta mínu. -
Njáll, elsta barnabarn Dóru.
DORA
BJARNADÓTTIR
+ Dóra Bjarna-
dóttir fæddist í
Bæjarstað á Akra-
nesi 27. desember
1912. Hún lést á
Sjúkrahúsi Akra-
ness 11. janúar síð-
astliðinn. Foreldrar
Dóru voru fyónin
Hallfríður S. Sig-
tryggsdóttir og
Bjami Brynjólfsson.
Hinn 4. desember
1949 giftist Dóra
Hirti Líndal Sig-
urðssyni, f. 15.
febrúar 1905, d. 15.
júní 1988. Kjördóttir þeirra er
Dóra Líndal Hjartardóttir, f.
9. ágúst 1953, eigin-
maður hennar er
Marteinn Njálsson,
f. 4. október 1949.
Börn þeirra eru: 1)
Njáll Líndal, f. 15.
janáur 1971, ejgin-
kona hans er Ásdís
Margrét Rafnsdótt-
ir. 2) Ómar Líndal,
f. 3. desember 1973,
eiginkona hans er
Ingibjörg Maria
Halldórsdóttir. 3)
Karen Lindal, f. 2.-
mars 1983.
Útför Dóru
Bjarnadóttur fór fram frá
Akraneskirkju 17. janúar.