Morgunblaðið - 18.01.1997, Page 50

Morgunblaðið - 18.01.1997, Page 50
50 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Ljóska BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík 9 Sími 5691100 9 Símbréf 569 1329 9 Netfang: lauga@mbl.is Alþjóðlegi trúar- bragðadagurinn Frá Sigurði Jónssyni: í HRINGIÐU átaka á mýmörgum svæðum jarðarinnar þar sem þjóð- arbrot og hópar af ýmsum toga takast á um völd og yfirráð gerist það, að sífellt stærri hópur fólks er skilinn eftir án híbýla, án mat- ar, vinnu og án öryggis, sem leið- ir til algerrar auðmýkingar og nið- urlægingar á mannlegri virðingu og stolti. Á sama tíma og þessi þróun á sér stað fær fólk þá mynd af trúar- brögðum mannkynsins, að þau sé sundurlynd og jafnvel það sem verra er, að þau stofni til átaka af verstu sort á sama tíma og hluti mannkynsins grætur vegna órétt- lætis. Mannkynið fer þannig ósjálfrátt að líta á trúarbrögðin sem máttlaust afl til þess að bæta ástand mannkynsins og ófært um að leggja eitthvað til málanna er varðar málefni þess. Á mannkynið þá sér engan samnefnara, er Guð einungis Guð fáeina útvalda? Hver er raunverulegur vilji hans gagn- vart mannkyninu í heild? Útvalinn Hverning má það vera að að- eins hluti mannkynsins sé útval- inn til þess að lifa sómasamlegu lífi þar sem opinberandi sérhverr- ar trúarvakningar, höfundar sér- hverrar trúar, hefur aðeins með kenningum sínum viljað mannkyn- inu allt hið besta? Sérhver þeirra, hvort sem viðkomandi var nefndur Krisna, Búdda, Móses, Kristur, Múhammeð, Báb eða Bahaúllah, kenndi fylgjendum sínum réttlæti, ást, umburðarlyndi, fyrirgefningu og að allir ættu að elska hvern annan. Með sameiginlegu átaki verða trúarbrögðin að bijóta niður þá gervimúra sem reistir hafa verið á milli trúarbragða, skyn- semi og vísinda, til þess að bæta ástand mannkynsins. Þá og að- eins þá getur mannkynið vænst þess að ástand þess batni, þegar á þessari jörð býr eitt mannkyn með það viðhorf að aðeins sé til einn Guð, sem hefur í raun birst mannkyninu undir mörgum nöfn- um með þann tilgang að sameina mannkynið og um leið að það haldi öllum sínum fjölbreytileika. Annað er skrumskæling á kenningum Guðs. Það er tilefni á þessum degi, 19. janúar, þegar alþjóðlegi trúar- bragðadagurinn er haldinn, að samfélagið sem byggir þennan heim horfí á sögu trúarbragðanna sem andlegan þroskaferil mann- kynsins. Leiðbeinendur í þessu þroskaferli eru höfundar allra trú- arbragða mannkynsins, en að baki þeim stendur hinn eini sanni Guð. Þanning getum við horft á þetta ferli sem stighækkandi opinberun frá einum og sama Guði, þar sem tilgangurinn er sífellt hækkandi siðmenning. Tilgangur trúar- bragðanna er sá að koma þessari siðmenningu á meðal alls mann- kyns. Það eru aðeins trúarbrögðin sem hafa þetta verkefni hér á þessari jörð. Þetta er mikil ábyrgð sem ekki verður umflúin. Vanræksla í trúarriti segir: „Jörðin er að- eins eitt land og mannkynið allt íbúar þess.“ Hverning er hægt að hugsa sér að ágreining sé hægt að lægja, misrétti að bæta, að hugga þá er gráta og lina þjáning- ar þeirra sem þjást og byggja þessa jörð án þess að trúarbrögð mannkynsins taki saman höndum? Mannkynið verður að líta í eigin barm og hyggja að eigin van- rækslu og huga að þeim sírenu- röddum, sem það hefur látið lokk- ast af. Þeir sem í blindu og sjálfs- hyggju hafa haldið fast hver við sinn sérstaka rétttrúnað og sem neytt hafa upp á fylgjendur röng- um eða mótsaganarkenndum túlk- unum á orði Guðs, er leitt komið hefur í veg fyrir að mannkynið hafi skilið tilganginn með sífelldri birtingu guðlegrar opinberunnar og séð alla þá fegurð sem guðleg birting opinberar. Við eigum að skoða með opnum huga hvað hin- ir guðlegu opinberendur sögðu í raun og veru. Var það tilefni til átaka? SIGURÐUR JÓNSSON, Dalhúsi 99, Reykjavík MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavlk. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: MBL@CENTRUM.IS / Áskriftargjald 1.700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.