Morgunblaðið - 11.02.1997, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
V erzlunar mannafélag Reykjavíkur vill ná 8-10%
kaupmáttaraukningu á næstu þremur árum
Krafa um 17% lauiia-
hækkirn í fjórum áföngum
VERZLUNARMANNAFELAG
Reykjavíkur vill að gerður verði kja-
rasamningur til þriggja ára og að
almennar iaunahækkanir verði um
17% á samningstímabilinu. í kröfu-
gerð VR; sem lögð var fram á fundi
með VSI og Vinnumálasambandinu
í gær, er þess krafíst að öll laun
hækki um 5,3% við undirritun samn-
inga, 1. janúar 1998 hækki öll laun
um 4,5%, 1. janúar 1999 hækki þau
um 4,5% og 1. janúar árið 2000
skuli svo öll laun hækka um 2%.
Gildistími samingsins verði tii 29.
febrúar árið 2000.
70 þús kr. lágmarkslaun á
miðju samningstímabili
í kröfugerðinni er jafnframt farið
fram á að lægstu laun hækki sér-
staklega, lægsti launataxti falli nið-
ur og að trygging fáist fyrir út-
færslu á fyrirtækjasamningi sem
taki mið af því að á miðju samnings-
tímabili verði engin laun undir
70.000 kr. á mánuði fyrir dagvinnu.
Þá leggur VR áherslu á aukinn
rétt launþega til að afla sér mennt-
unar og endurmenntunar. Einnig er
lagt til að skipuð verði nefnd til að
vinna að jöfnun lífeyrisréttinda laun-
þega í samræmi við yfírlýsta stefnu
ríkisstjómarinnar.
Til að tryggja hækkun lægstu
launa viil VR að allir launataxtar
færist upp um eitt þrep, þannig að
launataxti 16 ára unglinga hækki
sem nemur launataxta 17 ára ungl-
inga, Iaunataxti eftir 1 ár í starfs-
grein hækki sem nemur launataxta
eftir 3 ár í starfsgrein o.s.frv. Að
mati VR munu Iaun hækka almennt
um 0,66% vegna þessara breytinga
á launatöxtum.
Þessi krafa er sett fram með fyrir-
vara um að trygging fáist fyrir út-
færslu á fyrirtækjasamningi sem
taki mið af því að á miðju samnings-
tímabili verði engin laun undir
70.000 kr. á mánuði.
Tenging launa við
markaðslaun
Að mati VR myndi kaupmáttur
þeirra sem hafa laun yfir launatöxt-
um og njóta ekki starfsaldurshækk-
ana á samningstímabilinu, launa-
skriðs eða ábata af fyrirtækjasamn-
ingum, aukast um 8% á samnings-
tímanum. Heildar kaupmáttarhækk-
un vegna kjarasamningsins og
launaskriðs á tímabilinu mun hins
vegar að mati VR verða um 10% á
þessum þremur árum.
í kröfugerðinni segir að heimilt
verði með sérstöku samkomulagi í
fyrirtækjum að aðlaga ákvæði kjara-
samningsins að þörfum vinnustaðar-
ins og unnt verði að víkja frá ákvæð-
um hans varðandi sveigjanlegan vin-
nutíma, launataxta, yfirvinnuálag,
um neysluhlé og frí fyrir yfírvinnu
eftir því sem hentar hverjum vinnu-
stað.
„I ljósi þess að verulegur munur
er milli launataxta og __________
raunverulegra greiddra
launa skal setja ákvæði
inn í kjarasamning sem
tryggir eðlilega og sann-
gjarna umræðu um laun
milli atvinnurekenda og
launþega. Með ákvæði
þessu fæst tenging launa við mark-
aðslaun og kemur það jafnframt í
stað hefðbundinna ákvæða um end-
urskoðunarákvæði kjarasamninga
s.s. launanefnda og rauðra strika,"
segir í kröfugerðinni.
VR vill að laun endurspegli vinnu-
framlag, hæfni, menntun og færni
einstaklinga, svo og innihald starfs-
ins og þá ábyrgð sem það felur í
sér. „Mat og hugsanleg breyting á
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur lagði fram
kröfur vegna komandi kjarasamninga í gær.
Krafist er samtals um 17% launahækkunar
í fjórum áföngum með gerð þriggja ára samn-
ings, sem skipt verði í grunnkjarasamning
og starfsgreina- eða iyrirtækjasamninga.
Ómar Friðriksson kynnti sér kröfur VR og
viðbrögð aðiia á vinnumarkaðinum.
Kröfugerð VR í febrúar 1997*
Launahækkanir .. við undirskrift 1. jan. 1998 1. jan. 1999 1. jan. 2000
Krafa um hækkun launataxta 5,30% 4,50% 4,50% 2,00%
Breytingar á launaþrepum 0,66% - - -
Heildarhækkun 5,96% 4,50% 4,50% 2,00%
Kaupmáttaraukning... .. við undirskrift 1-jan. 1998 1.jan. 1999 Kaupm. aukning
Vegna hækkunar launataxta 2,80% 2,50% 2,50% 8,0%
v. breytinga á launaþrepum 0,66% - -
Alls 3,46% 2,50% 2,50% 8,7%
v. launaskriðs/starfsaldursh. 0,50% 0,50% 0,50% -
Samtals kaumáttaraukning 3,96% 3,00% 3,00% 10,3%
' Samkvæmt mati hagdeildar VR
Aðild VR að
vinnustaða-
samningum
ekki skilyrði
launakjörum starfsmanna skal fara
fram að minnsta kosti einu sinni á
ári fyrir hvem starfsmann fyrir sig.
Við mat á launakjörum skal liggja
fyrir hvaða laun eru greidd í viðkom-
andi fyrirtæki - þegar á heildina
er litið. Taka skal mið af launaþróun
í starfsgrein eða sambærilegum
starfsgreinum samkvæmt sameigin-
legum launakönnunum sem samn-
ingsaðiular, eða viðurkenndir aðilar
standa að. Hugtakið „þegar á heild-
ina litið“ ber að skilja svo að laun-
þegar skulu hafa aðgang að 3-4
kennitölum um launagreiðslur í við-
komandi fyrirtæki, s.s. meðallaun,
miðlaun, efri og neðri fjórðungur,"
segir í kröfugerð VR.
Leiðir til 4-5% verðbólgu
að mati VSI
Að mati VSÍ myndu kröfur versl-
unarmanna leiða til um 8% hækkun-
ar á heildarlaunagreiðslum fyrir-
tækjanna á fyrsta ári samnings-
tímans. „Ég tel að við getum orðið
ásáttir um margt sem er að finna í
kröfugerð verslunarmanna en meg-
inkrafan um almenna prósentu-
hækkun allra launa samrýmist ekki
markmiðunum um að við verðum
áfram í fyrstu deild Evrópuríkja með
litla verðbólgu. Við metum það svo
_________ að þegar öll kurl væru
komin til grafar felist í
þessari kröfugerð að
launabreytingarnar í
heild sinni yrðu um 8% á
ári. Það hefði í för með
sér allt að þrisvar sinnum
meiri launabreytingar á
Islandi en í nálægum löndum. Það
myndi aldrei gerast án þess að valda
hliðstæðum áhrifum á verðlagið.
Verðbólgan yrði líklega 4% til 5% á
ári,“ segir Þórarinn V. Þórarinsson,
framkvæmdastjóri VSÍ.
„Við erum þeirrar skoðunar að
það sé hægt að ná mjög góðum ár-
angri við minni verðbólgu og með
minni prósentulaunabreytingum.
Þetta viljum við ræða nánar við VR
og við erum sammála þeim um að
samningstímabilið eigi að vera þijú
ár,“ segir hann.
„Verslunarmenn rökstyðja kröfu-
gerðina fyrst og fremst með tilvísun
til þess að hagvöxtur hér verði meiri
en í öðrum Evrópuríkjurri, en þær
tölur sem þeir leggja til grundvallar
byggjast á því að álver verði byggt
á Grundartanga. Hvort þetta banda-
ríska fyrirtæki byggir álver eða ekki
breytir hins vegar engu um stöðu
íslenskra fyrirtækja í sjávarútvegi,
iðnaði eða verslun," segir Þórarinn.
Aðspurður segist Þórarinn ekki
sjá annað af kröfugerð VR en að
samningsaðilar ættu að geta náð
samkomulagi um fyrirtækjaþátt kja-
rasamninganna.
Verðbólga 2-2'/2% á ári
að mati VR
Sérstaka athygli vekur að VR
gerir ekki kröfu um að stéttarfélag-
ið komi að gerð fyrirtækjasamninga.
Gunnar Páll Pálsson, forstöðumaður
hagdeildar VR, segir félagið vera
ásátt við þær hugmyndir sem vinnu-
veitendur settu fram fyrir helgi um
að starfsfólk fyrirtækja geti óskað
eftir aðstoð fulltrúa stéttarfélaga
sem ráðgjafa eða talsmanns í fyrir-
tækjasamningum. „En við setjum
ekki sem skilyrði að fé- _________
lagið sé í forsvari í slíkum
viðræðum," segir hann.
Forsvarsmenn VR
gera ráð fyrir að launa-
breytingarnar myndu
hafa í för með sér 2-2____________
1/2% verðbólgu á ári á
samningstímanum. Gunnar Páll seg-
ir þær launabreytingar sem farið er
fram á til aldamóta séu í takt við
þær launahækkanir sem opinberir
starfsmenn fengu í seinustu kjara-
samningum. Hann segir að hug-
myndir félagsins um fyrirtækja-
samninga feli í sér viðbótar kjara-
bætur til starfsfólks sem fengjust
með hagræðingu og sveigjanlegum
vinnutíma og fleiri breytingum eftir
því sem um semst, sem komi til
hækkunar á dagvinnulaunum en þær
eigi ekki að valda heildarútgjalda-
auka í fyrirtækjunum.
Samningsdrög við Bónus um
lágmarkslaun yfir 70 þús.
Skömmu eftir áramót gengu VR
og Bónus frá kjarasamningstexta
vegna um 90 starfsmanna verslunar-
innar sem hefur verið tilbúinn til
undirritunar í rúmar fjórar vikur.
Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun
um hvort og þá hvenær hann verður
undirritaður. Bónus er ekki aðili að
samtökum atvinnurekenda en stjórn
fyrirtækisins og starfsfólk höfðu
fallist á samningstextann eins og
hann liggur fyrir, skv. upplýsingums
em fengust hjá VR og Bónus í gær.
Um er að ræða vinnustaðasamkomu-
lag sem gerir m.a. ráð fyrir sveigjan-
iegri vinnutíma og breytingum á
yfírvinnuálagi til hækkunar á föstum
launum og líta verslunarmenn-. á
hann sem fordæmi um gerð fyrir-
tækjasamninga.
Að mati VR felur Bónussamning-
urinn i sér að lægstu taxtar hækka
strax í upphafi upp fyrir 70 þúsund
kr. á mánuði og aðrir taxtar sam-
svarandi, en á móti lækkar yfir-
vinnuálag úr 80% í 40% 0 g kvöldmat-
artími yrði færður aftur um eina
klukkustund. Að sögn Gunnars Páls
þyrfti að endurskoða launabreyting-
ar þessa samnings yfír samnings-
timabilið í samræmi við það sem um
semst við VSÍ og Vinnumálasam-
bandið áður en hægt yrði að undir-
rita hann.
Jóhannes Jónsson, forstjóri Bón-
uss, segir að um sé að ræða drög
að kjarasamningi sem geti verið til-
búinn þegar aðilar vinnumarkaðarins
ganga frá gerð allsheijarsamninga,
en ekki verði frá honum gengið fyrr
en ljóst sé á hvaða nótum verði sam-
ið í þjóðfélaginu. Hann vill ekki
greina frá efni samningstextans, sem
hann segir ráð fyrir gert að gildi í
þijú ár. Jóhannes segir hins vegar
ekki frágengið hvaða launabreyting-
ar samið verði um. „Allar þessar
kennitölur eru háðar því hvað gerist
í megindráttum í samningum þannig
að við höfum ekki fastsett neinar
tölur. Við bíðum bara átekta. Við
látum ekki velta okkur upp úr því
að vera verðbólguvaldar," segir hann.
Jóhannes segir óþolandi hversu hægt
gangi í viðræðum aðila vinnumarkað-
arins um gerð kjarasamninga. „Ef
verkföll liggja í loftinu getur vel ver-
ið að við látum til skarar skríða og
göngum frá einhveijum tölum,“ segir
Jóhannes.
Samiðn leggur áherslu á
verulega hækkun lægstu taxta
Björn Grétar Sveinsson, formaður
Verkamannasambands íslands,
sagðist í gær ekkert vilja tjá sig um
kröfugerð VR. Örn Friðriksson, for-
maður Samiðnar, hafði ekki lesið
kröfugerð VR í gær og
sagði erfitt að tjá sig um
hana af fréttum. Hann
sagði Samiðn vilja að
tryggð yrði þegar í stað
veruleg hækkun lægstu
________ kauptaxta. „Við hjá Sam-
iðn höfum lagt áherslu á
kaupmátt buddunnar í kröfum okkar
en ekki bara á kaupmátt taxta-
kaupsins. Skattarnir og bótakerfið
skiptir mjög miklu máli í því sam-
bandi og við viljum því skoða það í
samhengi," segir hann.
„Við höfum sagst vera reiðubúnir
að skoða gerð þriggja ára samnings
en höfum lagt mikla áherslu á að
kauptryggingarákvæði yrðu að vera
í langtímasamningi," segir hann.
VSÍ metur
kröfurnar til
8% hækkunar
á fyrsta árinu
Columbia greiddi
mengunarsekt
Greindu
sjálfir frá
vandanum
JAMES F. Hensel, aðstoðarforstjóri
Columbia Ventures, segir að stjórn-
endur Columbia Aluminium hafi
sjálfir greint yfirvöldum frá því þeg-
ar álver fyrirtækisins í Bandaríkjun-
um stóðst ekki mengunarvarnareglu-
gerðir árið 1991. Fyrirtækið greiddi
sekt vegna þessa. Hensel sendi frá
sér yfirlýsingu um helgina um að
Columbia væri ekki á svörtum lista
í Bandaríkjunum yfir mengunar-
valda.
„Reglugerðir um umhverfismál í
Bandaríkjunum sem lúta að meng-
unarvarnamálum, öryggismálum og
heilbrigðismálum eru með þeim hætti
að bijóti fyrirtæki gegn þeim greiðir
það sekt. Þeir sem ekki geta fram-
fylgt reglunum verða sjálfir að skýra
frá því. Ef það er ekki gert eiga þeir
á hættu gríðarlega háar sektir. Flest-
allir sem hafa heiðarlega afstöðu til
síns fyrirtækis skýra sjálfir frá því
ef reglugerðunum er ekki fram-
fylgt,“ segir Hensel.
Hensel segir að árið 1991 hafí
reglugerðum verið breytt í Banda-
ríkjunum og þar með hefði starfsemi
álbræðslu Columbia Aluminium ekki
staðist þær.
„Við tilkynntum að við gætum
ekki framfylgt kröfunum og unnum
að því í nokkra mánuði í samstarfi
við yfirvöld hvernig við gætum aðlag-
að álbræðsluna nýjum reglugerðum.
Þetta er gamalt álver og mengunar-
varnabúnaðurinn er margra ára
gamall. Það var því heilmikið ferli
sem þurfti að fara í gegnum til þess
að fínna út hvernig hægt væri að
laga álverið að nýjum reglugerðum,"
sagði Hensel.
Aðspurður um hvort þetta væri í
eina skiptið sem Columbia
Aluminium hefði verið sektað á þess-
um grundvelli kvaðst Hensel ekki
telja að svo væri. Hann hefði hins
vegar ekki aðgang að gögnum Col-
umbia Aluminium og gæti ekkert
fullyrt í þéim efnum.
Hensel kvaðst ekki vita hvort ís-
lenskum stjórnvöldum hefði verið
kunnugt um þetta má. „Ég efast um
það. En við gerðum allt sem af okk-
ur var krafist í reglugerðum. Við
skýrðum frá því að við gætum ekki
framfylgt mengunarvamakröfum og
unnum með umhverfísyfirvöldum að
lausn vandans," sagði Hensel.
Hensel kvaðst vonast til þess að
þetta mál yrði ekki til þess að draga
úr tiltrú íslendinga á fyrirtækið. „Is-
lendingar eru greinilega mjög óvanir
því að sektum sé beitt í þessu sam-
bandi og þeir líta það mjög alvarleg-
um augum. Ég vil ekki draga úr al-
vöm málsins en frá okkar bæjardyr-
um séð er það hluti af því ferli að
framfylgja mengunarvarnareglu-
gerðum í Bandaríkjunum að verða
fyrir sektum," sagði Hensel.
------♦ ♦ ♦-----
Norsk Hydro
kannar aðstæð-
ur fyrir álver
FORRÁÐAMENN norska stóriðju-
fyrirtækisins Norsk Hydro hafa verið
hér á landi undanfarna daga til að
kanna aðstæður fyrir hugsanlega
byggingu stórs álvers. Að sögn Finns
Ingólfssonar iðnaðarráðherra liggur
þó ekkert fyrir.um frekari áhuga
iyrirtækisins á að fjárfesta á íslandi.
Eivind Reiten, forstjóri áldeildar
Norsk Hydro, hefur undanfarna daga
meðal annars rætt við forráðamenn
í íslenzku atvinnulífi, iðnaðárráðu-
neytið og Landsvirkjun og átt tvo
fundi með iðnaðarráðherra.
Búizt er við aukinni eftirspurn
eftir áli á næstunni. „Norsk Hydro
vill nýta sér tækifærið og taka þátt
í því. Þá leita þeir að stað til að fjár-
festa á, einhvers staðar í heiminum.
ísland er einn af kostunum sem eru
til skoðunar" segir Finnur.