Morgunblaðið - 11.02.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.02.1997, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli SJÁVARSTAÐA var mjög há í Grindavík þar sem þessi mynd var tekin í gær. Þar óttuðust menn í gærkvöldi að ágangur sjávar yrði enn meiri þar sem spáð var meiri veðurhæð. Morgunblaðið/Sigurgeir ÞRÁTT fyrir mikla veðurhæð í Vestmannaeyjum urðu engar skemmdir þar af völdum veðursins. Mesta flóðhæð sem mælst hefur í Reykjavík Engin veru- leg óhöpp Mesti vindhraði sem mælst hefur í Eyjum ENGIN stórvægileg óhöpp urðu í gærmorgun á Suður- og Suð- vesturlandi í mestu flóðhæð sem þar hefur orðið frá því reglulegar mælingar hófust. Vatn flæddi víða yfír bryggjur í höfnum á Suðvest- urlandi án þess að tjón hlytist af, en um miðnætti í fyrrinótt sökk smábátur í Reykjavíkurhöfn, þar sem flóðhæðin var mest og fór hún í 5,09 metra. Að sögn hafnsögu- manna hafði báturinn verið fullur af snjó og illa frá honum gengið. Alls skemmdust fjórir bátar til viðbótar í Reykjavíkurhöfn um og eftir hádegi í gær og voru þeir allir bundnir við flotbryggjuna, en vindur stóð beint á hana. Gat kom á skrokk tveggja smábáta og einn bátur slitnaði frá bryggjunni og rak upp í fjöru og skemmdist nokk- uð, og sá fimmti skemmdist vegna núnings við bryggjuna. Að sögn Hilmars Helgasonar, forstöðumanns Sjómælinga ís- lands, er þetta mest flóðhæð sem mælst hefur í Reykjavík frá því reglulegar mælingar hófust árið 1951. Flóðhæðin hefur nokkrum sinnum mælst 4,9 metrar og 1991 komst flóðhæðin í 4,97 metra. Hilmar sagði að flóðhæð yrði mik- il fram eftir vikunni og menn ættu því að hafa varann á sér og fylgj- ast með veðurspá. Viðbúnaður vegna flóðahættu Talsverður viðbúnaður var síð- degis í fyrradag og í fyrrinótt af hálfu gatnamálastórans í Reykja- vík vegna flóðahættu og var hreinsað frá niðurföllum á lægstu stöðum í borginni. Úrkoma varð hins vegar mun minni en búist hafði verið við og vindur lítill þann- ig að hvergi varð teljandi tjón af völdum flóða. Vatn flæddi þó upp um niðurföll á húsi við Skelja- granda snemma í gærmorgun og aðstoðaði slökkviliðið við að dæla vatni þaðan í burt og um hádegis- bilið aðstoðaði slökkviliðið við að dæla vatni sem lekið hafði inn í hús við Granaskjól. í fyrrinótt mældist mesti vind- hraði sem mælst hefur í Vest- mannaeyjum í vetur eða 82 hnútar að meðaltali, en að sögn Óskars Sigurðssonar vitavarðar fór vind- hraðinn upp í 111 hnúta í verstu hviðunum. Engar skemmdir urðu í Vestmannaeyjum af völdum veð- ursins sjór stóð mjög hátt og flæddi m.a. yfir Bæjarbryggjuna. Landað í flóðinu Sjór stóð mjög hátt í höfninni í Þorlákshöfn í gærmorgun og flæddi yfír bryggjur. Veður var gott, hæg austanátt, og þess vegna allt með kyrrum kjörum og engin hætta á ferðum. Menn fóru þó varlega um bryggjumar og gætu vel að sér. Öðru hverju braut á hafnargörðun- um, sjólöðrið þeyttist hátt til lofts og sýndi hveiju búast má við ef stórviðri er á háflóði. Á einni bryggjunni upnu menn við löndun úr Biynjólfí ÁR og Jón Vídalín var rétt ókominn til hafnar. Bátamir stóðu hátt við bryggjuna og gnæfðu yfír löndunarmönnum. Morgunblaðið/RAX BETUR fór en á horfðist í Þorlákshöfn þar sem bryggjur voru umflotnar sjó, í hrakning- um á Möðru- dalsöræfum Vaðbrekku, Jökuldal. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Júlíus ÞAÐ flæddi upp á bryggju á Grandabakka í Vesturhöfn- inni þar sem Snorri Sturiuson lá við festar. ♦ ♦ ♦---- Þakplötur losnuðu LÖGREGLAN í Reykjavík þurfti að aðstoða borgarbúa um hádegi í gær, þegar vindur rauk upp. Algengt var að fólk óskaði að- stoðar í norðurhluta borgarinnar, þar sem gluggar fuku upp í verstu hviðunum. Þá losnaði þakplata af húsi og hafnaði á Sæbrautinni, þar sem hún teppti umferð. Þakplötur losnuðu einnig af húsi við Bauga- nes, en þær voru festar snarlega áður en þær fóru á flug. Á Patreksfírði fuku þakplötur af hluta þaksins á Félagsheimilinu. Að sögn lögreglu hurfu þær út í sjó. LEITAÐ var í gærmorgun að konu er ekki skilaði sér af Möðrudalsör- æfum, en von var á henni niður á Jökuldal í fyrrinótt. Konan kom í leitimar skömmu síðar og amaði ekkert að henni. Elsa Árnadóttir skólastjóri í Brúa- rási fór frá Möðrudal áleiðis austur klukkan eitt í fyrrinótt. Bóndinn í Möðrudal, Vemharður Vilhjálmsson, fór að svipast eftir Elsu klukkan hálf sjö í gærmorgun, en fann þá bíl hennar mannlausan á Vestari- Fjallgarði. Elsa segir að veðrið hafi ekki ver- ið mjög vont þegar hún lagði af stað frá Möðrudal, svo hún lagði ótrauð af stað eftir að hafa fengið bensín þjá Vemharði bónda. Þegar hún kom upp á Vestari-Fjallgarðinn versnaði veður snögglega og ekki sá út úr augum. Elsa lagði þá bíl sinum út í kant og beið þess að veðrið skánaði. Er hún hafði beðið dálítinn tíma drapst á bílnum vegna þess að fennti inná vélina. Elsa beið þama alls í tvo klukku- tíma en þá kom aðvífandi jeppabif- reið með fimm sjómönnum í sem voru á leið austur á Eskifjörð. Þeir tóku Elsu upp í bíl sinn og sagðist hún hafa verið því allshugar fegin. Þau komust síðan austur fyrir Austari-Fjallgarð framhjá sjálfvirk- um bílateljara á Austari-Fjallgarð- inum. Jeppinn stöðvaðist síðan aust- an í Austari-Fjallgarðinum og þar beið fólkið í fímm til sex klukkutíma þar til aðstoð barst frá Hjálparsveit- inni neðan úr Jökuldalnum. „Þetta var engin svaðilför en hálf dapurleg nótt,“ sagði Elsa. Þegar Elsa kom ekki fram um morguninn voru björgunar- og Hjálp- arsveitir á Jökuldal og Egilsstöðum settar í viðbragðsstöðu og menn frá Hjálparsveit skáta á Fjöllum lögðu af stað á bíl úr Jökuldal áleiðis norð- ur í Fjallgarða. Vitað var að bfll hafði farið fram hjá teljara við sjálfvirku veðurstöðina og vonuðust menn til þess að Elsa hefði komist í þann bfl. Klukkan sjö í gærmorgun lögðu tveir menn frá Hjálparsveit skáta á Fjöllum af stað frá Skjöldólfsstöðum áleiðis norður í Fjallgarða að leita að konunni. Að sögn Eiríks Skjaldar- sonar, annars hjálparsveitarmanns- ins, var mjög vont skyggni ög mikill skafrenningur og sóttist ferðin norð- ur seint. Um klukkan tíu komu hjálpar- sveitarmennirnir að jeppanum þar sem fólkið beið. Að sögn Eiríks gekk vel að komast þaðan niður á Jökuld- al en ekki er mikill snjór á veginum frá Fjallgörðunum og austur á Jök- uldal sagði Eiríkur. Elsa vildi koma á framfæri alúð- arþökkum sínum og samferðamanna sinna til þeirra er aðstoðuðu þau og komu þeim til byggða. i í í l ! I I r » I I i i l ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.