Morgunblaðið - 11.02.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.02.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1997 33r AÐSENDAR GREINAR Yemdum Geldinganes NÚ LIGGUR fyrir borgarstjóm að endurskoða aðalskipulag Reykjavík- ur. Slíkt á að gera á fjögurra ára fresti enda er aðalskipulag eitt mikil- virkasta stjórntæki hverrar sveitar- stjómar. Aðalskipulagið skiptist í landnotkunarkort og greinárgerð. Þar er eitt og annað athugavert. Það versta er þó að núverandi meirihluti í Reykjavík, R-listinn, leggur til að í Geldinganesinu geti risið iðnaðar- og athafnahverfí í stað framtíðaríbúðar- byggðar. Slíkt yrði umhverfissiys. Saga skipulagsins í núgildandi aðalskipulagi Reykja- víkur er Geldinganes, sem er um 220 hektarar að stærð, sýnt sem framtíð- aríbúðarsvæði, en þó að hluta sem svæði ætlað atvinnustarfsemi. í fyrsta aðalskipulagi Reykjavíkur 1962-1983 var allt svæðið norðan Grafarvogs og þ. á m. Geldinganes- ið sýnt _sem iðnaðar- og athafna- svæði. Árið 1982 var skipulaginu breytt og Geldinganesið sýnt sem grænt svæði. Síðan hefur þróunin orðið ör og byggðin.vaxið hratt norð- an Grafarvogs í átt að Korpúlfsstöð- um. Þess vegna var talið sjálfsagt að taka Geldinganes undir framtíð- aríbúðarbyggð fyrir um 6 þúsund manns. Þann 21. mars 1988 var eftirfar- andi samþykkt gerð í skipulagsnefnd Reykjavíkur: „Skipulagsnefnd legg- ur til við Borgarráð að efnt verði til til hugmyndasamkeppni um skipulag á Geldinganesi þar sem aðallega yrði gert ráð fyrir íbúðarbyggð auk svæðis undir atvinnu- og þjónustu- starfsemi." Borgarráð samþykkti erindi skipuiagsnefndar og sam- keppnin fór fram. í dómnefnd voru tilnefnd af hálfu Reykjavíkurborgar þau Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Ingimundur Sveinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. í inngangi að niðurstöðum dóm- nefndar, þar sem kynntar voru margar áhugaverðar hugmyndir um deiliskipulag svæðisins, segir m.a. „Þátttaka í keppninni var með ágæt- um og í heildina endurspegla tillög- urnar þá einstæðu möguleika sem Geldinganesið hefur upp á að bjóða. Tiliögur höfunda undirstrika hversu sérstakt nesið er sem byggingar- land.“ Ekki þarf að fara mörgum orðum um hversu frábært nesið er FERMINGARTILBOÐ Nýja myndastofan Laugavegi 18, sími 551 5125 sem landsvæði undir framtíðaríbúðarbyggð höfuðborgarbúa. Frá- bært útsýni og nálægð við sjóinn staðfesta þau umhverfisgæði sem þar eru til staðar. Enda er Geldinganes nánast eina svæðið innan lög- sagnarumdæmis Reykjavíkur, sem ligg- ur að sjó og er enn óbyggð. í þessu sam- bandi er rétt að hafa í huga að svæðið í kring- um Korpúlfsstaði, svo- kallað Staðahverfi, hef- ur verið skipulagt og þar munu framkvæmd- ir hefjast innan tíðar. Nesið á að grafa í sundur Höfuðborgarsvæðið hefur vaxið hratt á undanförnum árum. í skýrslu sem gefin var út í maí 1994 um þróun byggðar á höfuðborgarsvæð- inu kemur fram að á tímabilinu 1986 til 1990 var mest fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu af 16 stærstu borgarsvæðum á Norðurlöndum eða um 11.600 manns. Það er því ljóst að nauðsynlegt er áð fara sparlega með byggingarland Reykjavíkur og einnig að borgin verður að geta boð- ið byggingarland undir íbúðarbyggð sem er sambærileg við það sem best gerist í nágrannasveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Geldinganesið er slíkt landsvæði. í ijósi þessa er nánast undurfurðu- legt að R-listinn með öll sín loforð um umhverfísvæna höfuðborg skuli leggja það til í tillögum að aðalskipu- iagi, að Geldinganesinu verði breytt úr íbúðarsvæði í iðnaðar- og at- hafnasvæði. Hér er rétt að hafa í huga að stefnuleysi R-listans veldur þvi að aðalskipulagstiliögurnar gera ráð fyrir því að nesið verði annað- hvort iðnaðar- og athafnasvæði eða íbúðarsvæði. Aldrei fyrr í aðalskipu- lagsvinnu hefur jafn- stórt landsvæði verið afgreitt með þeim hætti. Enda á aðal- skipulag að vera stjórn- tæki og því er nauðsyn- legt að það einkennist af stefnufestu og skýrri framtíðarsýn. Ég er hins vegar þeirrar skoð- unar að R-listann skorti pólítískt þor til þess að segja sannleikann, því hvar sem litið er í grein- argerð með aðalskipu- lagstillögunum skín í , gegn að svæðið á að Gunnar Johann vera iðnaðar- og at- Birgisson hafnasvæði. Fyrsta skrefið í þá átt er sú ákvörðun R-list- ans að breyta nesinu í gríðarlegar grjótnámur. í greinargerðinni með aðalskipulaginu segir orðrétt þar sem fjallað er um gijótnám í Geld- inganesi: „í Geldinganesi er áætlað grjótnám á suðurhluta nessins.“ Síð- an segir orðrétt: „Sýnt hefur verið fram á að frá umhverfissjónarmiði er heppilegt að koma fyrir athafna- starfsemi í Geldinganesi í gijótnám- unum nk. „ásbyrgjum". í tillögunni er gert ráð fyrir því að stofnbrautin sem liggur frá Geld- ingnesi og upp í Álfsnes verði færð inn á nesið þannig, að hún nánst grefur það f sundur í miðju. Það eitt eyðileggur nesið. í stað þess að leggja stofnbrautina nánast í fjör- unni austan megin á að troða henni í gegnum mitt nesið. Yfir þessu öllu saman sveima síðan fyrrgeindar hugmyndir um að breyta nesinu í námur vegna þess að þar hefur fund- ist svo gott fyilingarefni. M.ö.o. stofnbrautin mun skera nesið í sund- ur í miðju, nesið verður allt grafið í sundur í leit að fyllingarefni og síðan á að reisa iðnaðarhverfi í gijót- námunum. Hvar er í þessum tillög- um að finna sýnina, sem borgar- stjóri átti sameiginlega með öðrum Minni iðnfyrirtæki, segir Gunnar Jóhann Birgisson, þurfa ekki að vera á hafnarbakkanum. dómnefndarmönnum á sínum tíma, um þá einstæðu möguleika, sem Geldinganesið hefur upp á að bjóða, sem bygggingarland undir framtíð- aríbúðarbyggð. Atvinnustarfsemi á höfuðborgarsvæðinu Þrátt fyrir að Hjörleifur Gutt- ormsson, alþingismaður, hafi haft nokkuð til síns máls þegar hann varaði við því að Faxaflóinn yrði „kögraður“ með stóriðjuverum, þá er rétt að ítreka að andstaða við hugmyndir um að breyta Geldinga- nesinu í iðnaðar- og athafnasvæði er ekki andsaða gegn öflugu at- vinnulífi. Þessar afleitu tillögur, sem hér er lýst, byggjast á skýrslu sem Afl- vaki hf. gerði árið 1995 um framtið- ariðnaðarsvæði Reykjavíkur. Fleiri svæði en Geldinganes koma til greina þegar litið er til framtíðar- uppbyggingar atvinnufyrirtækja. I nefndri skýrslu um framtíðariðnað- arsvæði Reykjavíkur er litið til sex svæða fyrir utan Geldinganes, sem talin eru koma til greina sem fram- tíðariðnaðarsvæði. Þau eru: Hamra- hlíðarlönd við Vesturlandsveg, svæði austan Grafarholts við Reynisvatn, svæði austan Rauðavatns við Suður- landsveg, fyllingarsvæði vestan Ör- firiseyjar, Álfsnes og Klettasvæði vestan Sundahafnar. Þegar þessi svæði voru metin var einkum litið á eftirfarandi þætti: Samgöngur, raforku, gufuorku, heitt vatn, ferskt vatn og mengun- ar- og umhverfismál. Lítill munur er á þessum svæðum þegar litið er til þessara þátta. Geldinganesið hef- ur aðeins eitt fram yfir þau svæði sem eru uppi í landi og það er ná-^, lægðin við fyrirhugaða höfn í Eiðs- vík. En hvers konar iðnstarfsemi á heima á Geldinganesi? Þau iðnfyrir- tæki sem gera þá kröfu að iðjuver þeirra séu nánast reist á hafnar- bakka eru stórðiðjuver. Viljum við stóriðjuver á Geldinganes? Ég efast um að það sé vilji R-listans. Minni iðnfyrirtæki þurfa ekki að liggja á hafnarbakkanum, ekkert frekar en þau iðnfyrirtæki sem nú þegar hafa byggt upp starfsemi í Reykjavík. Jafnframt þarf í þessu sambandi að líta til stærðar hafnarsvæðisins. Hafnarsvæðið í Eiðsvík er á skipu-x' lagi sýnt 125 hektarar að stærð. Til samanburðar má geta þess að hafn- arsvæðið við Sundahöfn er tæpir 100 hektarar og á samkvæmt skipulagst- illögum að verða um 170 hektarar. Það er því ljóst að hafnarsvæðin sjálf munu bjóða upp á mikla möguleika fyrir fyrirtæki sem þurfa hafnarað- stöðu eða flokkast undir hafnlæga starfsemi. Síðan en ekki síst verður að líta til þeirra möguleika sem fyrirhugað samstarf við Hafnarfjörð mun bjóða í framtíðinni. Ef vilji sveitarstjórnar- manna er sá að líta beri á höfuðborg- arsvæðið sem eitt atvinnusvæði og að samstarf sveitarfélaganna um hafnaraðstöðu sé ákjósanlegt gefur augaleið að heppilegra er að stað- setja iðjuver á Straumsvíkursvæðinu heldur en í Geldinganesi. Rétt er að hafa í huga að samstarf um hafnar- starfsemi og sú staðreynd að fyrir- tæki greða ekki lengur aðstöðugjald til sveitarfélaganna eykur möguleika á stórauknu samstarfí borgarinnar og nágrannasveitarfélaga. Nú eiga sveitarfélögin ekki að keppa um fyr- irtækin heldur að tryggja eðlilega uppbyggingu á öllu svæðinu. Það verður leiðinlegasti kaflinn L sorgarsögu R-listans ef Geldinganes verður lagt undir iðnaðar- og at- hafnastarfsemi. Það er Reykvíkinga að koma í veg fyrir það. Höfundur er borgarfulltrúi. GNFALTDÆMÍ SAMA GÓÐA SINNEPIÐ! Hið vinsæla UG sinnep hefur nú fengið nýjar umbúðir. UG sinnepið sem kitlað hefur bragðlauka íslendinga verður eftir sem áður fáanlegt í öllum helstu verslunum undir hinu nýja nafni St 'Eklteit harðán 'Báfmdœ rðalán ýjilNé Handhöfum Eurocard og Visa býðst nú að grciða fyrir öll flugfargjöld og pakkafcrðir með raðgreiðslum til allt að 24 mánaða. Leiðin út í heim Flugleiða FLUGLEIÐIR Traustur islenskur ferÓafélagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.