Morgunblaðið - 11.02.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.02.1997, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ RAÐAl JCAI YSIMC^AR Utanríkisráðuneytið - laus störf Viðskiptaþjónusta Vegna fyrirhugaðrar eflingar þjónustu utanríkis- ráðuneytisins við fyrirtæki í alþjóðaviðskiptum eru þrjár stöður háskólamenntaðra fulltrúa hjá utan- ríkisráðuneytinu lausar til umsóknar. Auk menntunar á sviði viðskipta er þekking á sviði markaðsmála og alþjóðlegara viðskipta mikilvæg. Um er að ræða: 1) Fullt starf í ráðuneytinu. Helstu verkefni eru umsjón viðskiptaþjónustunnar, ráðgjöf við fyr- irtæki og að annast tengsl þeirra við sendiráð, viðskiptafulltrúa og ræðismenn. Góð tungumálakunnátta er nauðsynleg. Æskilegt er að hlutaðeigandi geti hafið störf sem fyrst. 2) Fullt starf viðskiptafulltrúa (deildarsérfræð- ings), sem ætlað er að starfa við sendiráðið í París til tveggja ára. Þekking á markaðsmálum í Frakklandi og Suður-Evrópu er æskileg. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi gott vald á frönsku. Æskilegt er að hlutaðaeigandi geti hafið störf um mitt ár. 3) Fullt starf viðskiptafulltrúa (deildarsérfræð- ings) í Bandaríkjunum með aðsetur í New York. Þekking á markaðsmálum í Bandaríkjunum er æskileg. Nauðsynlegt er að viðkomandi tali mjög góða ensku. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf um mitt ár. Frekari upplýsingar um þessi störf fást í utanríkis- ráðuneytinu hjá skrifstofustjóra viðskiptaskrif- stofu. Alþjóðaskrifstofa Staða háskólamenntaðs deildarsérfræðings á al- þjóðaskrifstofu ráðuneytisins er laus til umsókn- ar. Auk menntunar á sviði alþjóðasamskipta er gerð krafa um sérmenntun á sviði öryggismála. Umsækjendur þurfa að geta gengið í önnur störf sem falla undir verksvið utanríkisráðuneytisins. Góð tungumálakunnátta er nauðsynleg. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Frekari upplýsingar fást í utanríkisráðuneytinu hjá skrifstofustjóra alþjóðaskrifstou. Ritari Fullt starf flutningsskylds ritara er laus til umsóknar. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi góða tungu- mála- og tolvukunnáttu. Um er að ræða almenn skrifstofustörf, s.s. rit- vinnslu, skjalavörslu, símavörslu o.fl. Umsækjandi þarf að hafa góða framkomu, geta unnið undir álagi og vera reiðubúinn til að starfa í öllum starfseiningum ráðuneytisins. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Frekari upplýsingar fást í utanríkisráðuneytinu hjá starfsmannastjóra. Leitað er að duglegum, samviskusömum einstakl- ingum, sem geta unnið sjálfstætt, jafnframt því að vera samstarfsliprir. Nauðsynlegt er að hlutaðeigandi hafi mikla aðlög- unarhæfni og eigi auðvelt með mannleg sam- skipti. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- ráðherra og Félags háskólamenntaðra starfs- manna stjórnarráðsins annars vegar og Félags starfsmanna stjórnarráðsins í síðastnefnda tilvik- inu. Umsóknir, með upplýsingum um menntun, fyrri störf, tungumálakunnáttu og meðmæl- endur sendist utanríkisráðuneytinu, starfsmanna- stjóra, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík. Umsóknir þurfa ekki að vera á sérstökum eyðublöðum. Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar nk. Litið verður svo á að umsóknir gildi í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur nema annað sé sérstaklega tekið fram í umsókninni. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Fyrirliggjandi umsóknir óskast staðfestar. Sölumaður óskast Fasteignasala óskar eftir sölumanni. Mikil verkefni. Góð söluskrá. Há kauptrygg- ing. Þarf að hafa góða tölvuþekkingu og reynslu af sölumennsku. Umsóknir leggist inn á afgreiðslu Mbl. fyrir 13. febrúar, merktar: „F - 1450“. Garðabær Fræðslu- og menningarsvið Skóladeild Garðaskóli - dönskukennari - Vegna forfalla vantar dönskukennara við Garðaskóla frá 9. apríl til loka skólaársins. Upplýsingar veita skólastjóri, Gunnlaugur Sigurðsson. eða aðstoðarskólastjóri, Þröstur V. Guðmundsson, í síma 565 8666. Grunnskólafulltrúi. SttlURÍDGJAH siMuimsiR T raust og þekkt framleiðslu- og þjónustufýrirtæki í sjávarútvegi óskar að ráða starfemann í söludeild. Starfssvið • Þjónusta og ráðgjöf við viðskiptavini. • Sala og efb'rfýlgni. Hæfniskröfur • Reynsla af sjávarútvegi. • Góð og fáguð framkoma ásamt þjónustulipurð. • Fjölbreytt menntun kemur til greina t.d. fiskvinnsluskóli, matvælafræði, tækni- eða rekstrarnám. í boði er starf hjá traustu fyrirtæki sem leggur áherslu á áreiðanleika og gæði í öllu sínu starfi. Nánari upplýsingar veita Torfi Markússon eða Jón Birgir Guðmundsson frá 9-12 í slma 533 1800. Með umsóknir og fyrirspurnir verður farið sem trúnaðarmál. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar:”Söluráðgjafi - sjávarútvegur” fyrir 22. febrúar nk. RAÐGARÐURbf SIjC»NUNAROGREKSnDRARRÁE)G)ÖF FumgerSI 8 108 Reykjavlk Sfml 533 1800 Fui 833 1808 Nttlme: rgmldlunOtreknet.l* HolmauOai http://www.tr*kn*t.l»/r«dB«rdur Skútuvogur - Heild III Um 185 fm innréttað skrifstofuhúsnæði á 2. hæð á þessum fráþæra stað. Tilvalið fyrir lögfræðinga, endurskoðendur eða aðra þjón- ustustarfsemi. Dúkur á gólfum. Næg bíla- stæði, góð aðkoma. Mánaðarleiga 110 þús. ”1 EIGULISTINN LEIGUMIÐLUN Skipholti 50B, 105 Reykjavík. Myndlistarfólk Óska eftir að komast í samband við fólk sem hefði áhuga á samstarfi um lítið gallerí. Brennsluofn til staðar. Þeir, sem hafa áhuga, vinsamlega hringi í síma og faxsíma 561 1614 og í síma 561 0085. Gluggaútboð Grjótháls 5 og Síðumúli 28, Reykjavík Mótás ehf. og Eykt ehf. óskar eftir tilboðum í glugga og útihurðir fyrir Grjótháls 5 og Síðu- múla 28 í Reykjavík. Um er að ræða sk. timbur-álglugga fyrir báðar byggingarnar. Grjótháls 5 er 5.500 fm iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði, Síðumúli 28 er 2.500 fm verslunar- og þjónustubygging. Gluggafletir beggja bygginganna eru samtals um 1.350 fm. Útboðsgögn verða afhent á Teiknistofunni ehf. Ármúla 6, 108 Reykjavík frá og með þriðjudeginum 11. febrúar 1997. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudag- inn 25. febrúar 1997, kl. 11. Prentsmiðjur - prentarar - útgefendur Til sölu eru neðangreindar vélar fyrir prent- smiðjur: - Heidelberg MO 46 x 67 cm, einslita off- setprentvél með straumílagningu. Typ. MO-S. Maxch Nr. 604-547 með ýmsum aukabúnaði. - Heidelberg GTO 32 x 46 cm, einslita off- setprentvél með uniti fyrir aukaliti (spotlit) og teljara, einnig rifgötun. - Heildelberg Digul prentvél 32 x 46 cm, Serial Nr GT 0302x7a. - Polar pappírsskurðarhnífur Model 107-8/56 844 með lofti í borði og mekan- ísku prógrammi. - Cobus hnífaslípivél. Auk þess ýmis smærri tæki, s.s. heftarar, hornskeri o.fl. Tilboð sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 21. febrúar, merkt: „P - 777“. I.O.O.F. Rb.1 =1462117-8:15 Bi. □ Hlín 5997021119 IV/V - 2 □ Edda 5997021119 J-1 Frl. □ Fjölnir 5997021119II11 Frl. FERÐAFÉLAG © ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 Miðuikudagur 12. febrúar kl. 20.30 Myndakvöld/ferðakynning i Mörkinni 6 Ný ferðaáætlun kynnt Fjölbreytt myndasýning og ferðakynning, m.a. kynntar dagsferðir, helgarferðir, afmæl- isferðir, árbókarferðir. Einnig kynntar ferðir fyrir félaga til Grænlands og Færeyja. Góðar kaffiveitingar í hléi. Nánar aug- lýst á miðvikudaginn. Ferðakynningin verður í stóra samkomusal Feröafélagsins í Mörkinni. Húsið opnað kl. 20.00, en kynningin hefst kl. 20.30. Ferðafélag Islands. ADKFUK Holtavegi Fundur í kvöld kl. 20.30. Sr. Einar Sigurbjörnsson fjallar um prédikarann Hallgrím Pét- ursson. Sr. Guðrún Edda Gunn- arsdóttir flytur hugleiðingu. Allar konur hjartanlega velkomnar. KROSSINN Þriðjudagur: Samkoma með Judy Lynn kl. 20.30. Miðvikudagur: Samkoma með Judy Lynn kl. 20.30. Föstudagur: Konunglegu her- sveitirnar kl. 18.00. Barnastarf fyrir 5-12 ára. Laugardagur: Samkoma með Judy Lynn kl. 20.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.