Morgunblaðið - 11.02.1997, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 11.02.1997, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1997 41 FRÉTTIR Norræn ráðstefna um málefni fatlaðra HEFÐ er fyrir því að krakkamir slái köttinn úr tunnunni á öskudaginn. ÖSKUDAGURINN er á morgun, miðvikudaginn 12. febrúar, og af því tilefni gera krakkar sér glaðan dag með ýmsu móti; klæða sig í grímubúninga, slá köttinn úr tunnunni, syngja fyrir fólk og ýmislegt fleira. Að venju verða haldnar skemmtanir um allt land í tilefni af öskudeginum. Laugavegur ognágrenni Undanfarin ár hefur sá siður haldist að krakkar klæddir grímubúningum arki upp og nið- ur Laugaveginn, líti inn í verslan- ir og taki lagið fyrir verslunar- fólk og fái í staðinn sælgæti að launum. Eftir því sem árin líða verða búningar krakkanna vand- aðri og söngurinn fallegri. Það er því ærin ástæða að gera sér ferð í bæinn og fylgjast með börnunum, segir í fréttatilkynn- ingu. Verslunarfólk á Laugavegi býður börnin velkomin í verslan- ir sínar þar sem boðið er upp á sælgæti til kl. 12 á hádegi eða meðan birgðir endast. Hafnarfjörður Lionsklúbburinn Kaldá og Æskulýðsráð verða með ösku- dagsball í iþróttahúsinu Kapla- krika miðvikudaginn 12. febrúar kl. 13-15. Skemmtunin hefst á því að kötturinn verður sleginn úr tunnunni. Tunnurnar verða þijár, ein fyrir 10 ára og eldri, ein fyrir 6-9 ára og sú þriðja fyrir 5 ára og yngri. Hljómsveitin Gleðigjafar ásamt André Bachmann og • • Oskudag- urinn á morgun Helgu Möller halda uppi fjörinu. Trúðurinn Jógi kemur í heim- sókn. Veitt verða verðlaun fyrir bestu búningana. Lionsklúbbur- inn Kaldá verður með sölu á kaffi, gosi og sælgæti. Vesturbær Öskudagsskemmtun verður haldin á miðvikudag í félagsmið- stöðinni Frostaslyóli og íþrótta- húsi KR. Skemmtunin hefst kl. 13 og stendur til kl. 15. Ýmislegt verður til gamans gert. Boðið verður upp á þrautabraut, Edda Borg og félagar leika fyrir dansi, kötturinn verður sleginn úr tunn- unni og boðið upp á andlitsmálun. Eftirtaldir aðilar standa að skemmtuninni: Foreldrafélag Melaskóla, foreldrafélag Grandaskóla, foreldrafélag Vest- urbæjarskóla, skátafélagið Ægisbúar, KR og félagsmiðstöð- in Frostaskjól. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Árbær Öskudagskemmtun verður haldin í félagsmiðstöðinni Árseli á öskudaginn. Kötturinn verður sleginn úr tunnunni, tunnukóng- ur krýndur, verðlaun veitt fyrir frumlegustu búningana, andlits- málun, leikir, dans og grín. Skemmtanirnar verða sem hér segir: 7 ára og yngri kl. 13-14.30,8 og 9 árakl. 15-16.30, 10-12 árakl. 17-18.30 og 13-15 árakl. 20-22.30. Aðgangur er ókeypis. Fjölskyldu- og Húsdýragarðurinn Haldið verður upp á öskudag- inn 12. febrúar í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum. Garðurinn verður opnaður kl. 13 og verður fjölbreytt dagskrá til kl. 16. Nokkur leiktæki verða sett út ef veður leyfir, hestar teymdir undir börnum, hægt verður að klappa kanínum, fá andlitsmálun og kötturinn sleginn úr tunnunni og tunnukóngur krýndur. Kaffi- húsið verður opið. Aðgangseyrir 0-5 ára ókeypis, 6-16 ára 100 kr. Fullorðnir 200 kr. Gerðuberg í Breiðholti Grímubúningaball verður í Gerðubergi á öskudaginn sam- kvæmt hefð. Þá fyllist húsið af allskonar undarlegum verum af öllum stærðum og gerðum sem sleppa fram af sér beislinu í villt- um dansi, segir í fréttatilkynnigu. Hljómsveitin Fjörkarlar sér um fjörið. Einnig verður boðið upp á föndur, leiki og andlitsmálningu. Húsið verður opnað kl. 14 en dagskráin hefst um kl. 14.30. Miðaverð er 300 kr. en frítt fyrir fullorðna í fylgd með börnum. LANDSSAMTÖKIN Þroskanjálp í samvinnu við norrænu samtökin um málefni þroskaheftra NFPU og nor- rænt samvinnuráð hagsmunasam- taka þroskaheftra NSR halda mál- þing dagana 12. til 14. febrúar á Grand Hótel í Reykjavík. Dagana 12. og 13. febrúar er yfirskrift málþingsins: Staða fjöl- skyldna fatlaðra í samfélaginu. Þar verður leitað svara við spurningum um framlag foreldra við umönnun barna sinna og áhrif fötlunar barna á fjölskyldulíf. Sérstöku kastljósi verður beint að stöðu mæðra fatl- aðra barna. Auk þess verður fjallað um grundvallarreglur Sameinuðu þjóðanna um réttinn til fjölskyldu- lífs. Við setningu málþingsins mun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri flytja erindi. Meðál fyrirlesara á fímmtudaginn eru tvær mæður frá Færeyjum sem segja frá stöðu sinni sem mæður fatlaðra bama, einkum út frá jafnréttissjónarmiði. Snorre Hermannsson fjallar um hvort allar fjölskyldur hafí sömu möguleika í samfélaginu, Kristín Ástgeirsdóttir alþingismaður flytur erindi um Jafnrétti fyrir mæður, Rannveig Traustadóttir félagsfræð- ingur fjallar um rannsóknir sínar á fjölskyldulífi og fötlun. Formaður sænsku Þroskahjálparsamtakanna flytur erindi um ábyrgð foreldra gagnvart fötluðum fullorðnum börnum sínum. í lok málþingsins verða pallborðsumræður undir Fjórir fyrir- lestrar á vegum námsbrautar í hjúkrunarfræði Á VORMISSERI 1997 verða haldnir fjórir opnir fyrirlestrar á vegum námsbrautar í hjúkrunar- fræði. Fyrirlesaramir hafa flestir nýlokið doktorsprófí og kynna þeir doktorsverkefni sína í fyrirlestrun- um. Dr. Marga Thome, dósent HÍ, fimmtudaginn 13. febrúar: Birtan og myrkrið. Um líðan mæðra með óvær ungbörn til 6 mánaða aldurs. Dr. Helga Jónsdóttir, lektor HÍ, fimmtudaginn 13. mars: Upp úr öldudalnum - Hjúkrun fólks með langvinna sjúkdóma. Dr. Guðrún Kristjánsdóttir, dósent HÍ, fímmtu- daginn 17. apríl: Verkið og velferð stjórn Sigrúnar Stefánsdóttir lekt- ors. Seinna málþingið ber yfirskrift- ina: Hlutverk og staða hagsmuna- samtaka í þjóðfélaginu og hefst það kl. 9 14. febrúar. Meðal fyrirlesara em Sidsel Grasli, formaður norsku Þroska- hjálparsamtakanna, sem fjallar um hvemig samtök hennar fóm að því að fá stjómvöld þar í landi til að gera róttækar breytingar á þjónustu við þroskahefta en þær fólust í því að leggja niður allar stofnanir fyrir þroskahefta á fímm ámm. Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður og stjórnarmaður í mannréttinda- skrifstofu íslands, ijallar um hlut- verk og stöðu hagsmunasamtaka í lýðræðisþjóðfélagi. Maríta Petersen mun ræða um hvemig stjómmála- menn geta nýtt sér þá þekkingu sem hagsmunasamtök ráða yfír. Alfred Dam, formaður NFPU, mun velta upp spumingunni hvort afskipti hagsmunasamtaka leiði til aukins sjálfræðis þroskaheftra einstaklinga. Frá Finnlandi kemur fyrirlestur um hvað það var sem Finnar gerðu rangt þegar þeir fluttu þjónustu frá ríki til sveitarfélaga. Vilhjálmur Vilhjálmsson, for- maður sambands íslenskra sveitar- félaga, mun fjalla um ábyrgð sveit- arfélaga á þjónustu við fatlaða í nútíð og framtíð. Að erindum lokn- um verða pallborðsumræður undir stjórn Ástu B. Þorsteinsdóttur, varaformanns NFPU. íslenskra skólabama og dr. Sigríð- ur Halldórsdóttir, forstöðumaður Heilbrigðisdeildar Háskólans á Ákureyri, fimmtudaginn 15. maí: Þróun og notagildi kenningar um umhyggju og umhyggjuleysi í hjúkmn og heilbrigðisþjónustunni. Fyrirlestramir verða allir haldn- ir í stofu 101 í Odda og hefjast stundvíslega kl. 17. ------» » 4----- LEIÐRÉTT Nafn féll niður í FORMÁLA minningargreinar um Sigurð Sigurðsson á blaðsíðu 32 í Morgunblaðinu sunnudaginn 9. febrúar láðist að geta Svanhvít- ar Albertsdóttur, seinni konu Jón- asar Sigurðssonar, f. 5.7. 1956, yngsta sonar Sigurðar Sigurðsson- ar og Margrétar Eggertsdóttur. Hávaði og átök í heimahúsum 7. til 10. febrúar. Yfirlit ÞRÁTT fyrir 342 færslur í dagbók var helgin stórtíðindalítil. Annríki var þó vegna fjölda tilkynntra umferðaróhappa, en þau voru um 74 talsins. Meiðsli á fólki urðu í 6 tilvikum. Þá þurftu lögreglumenn að hafa afskipti af 47 manns vegna ölvunarháttsemi á almanna- færi. Rólegt var í miðborginni um helgina. Þar sáust engir unglingar undir sextán ára aldri. Reyndar hafa þeir ekki sést í miðborg- inni undanfarna mánuði. Vista þurfti 37 manns í fangageymslunum af ýmsum ástæð- um. Sautján sinnum var kvartað yfir hávaða í heimahúsum. Fjórir ökumenn, sem lögreglu- menn stöðvuðu í akstri, eru grunaðir um ölv- unarakstur, auk tveggja annarra sem lent höfðu í umferðaróhöppum áður en til þeirra náðist. Tilkynnt var um 4 líkamsmeiðingar, 12 innbrot, 3 þjófnaði, 1 rán og 13 eignar- spjöll. Fíkniefni komu við sögu tveggja mála. Ógnaði öðrum ungmennum Síðdegis á föstudag var ökumaður fluttur á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja bif- reiða á Hagatorgi. Afskipti voru höfð af ung- um manni í Kringlunni eftir að hann hafði verið að hóta þar og ógna öðrum ungmennum. Kona féll við Hlemmtorg vegna hálku. Hún var flutt á slysadeild. Aðstoða þurfti ökumann eftir að hann hafði ekið bifreið að hálfu fram af steinvegg við Egilsgötu. Þá þurfti að færa tvö böm á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Lágmúla og Suðurlandsbrautar. Skömmu eftir miðnætti á fostudag þurfti að flytja mann á slysadeild eftir að hann hafði fengið glas í andlitið á veitingastað við Hverfís- götu. Sá sem haldið hafði á glasinu var færð- ur á lögreglustöð. Um nóttina óku lögreglu- menn fram á ipjög ölvaða konu illa til reika á Laugavegi. Konunni hafði verið vísað út af einum vejtingastaðanna. Henni var ekið til síns heima. Öryggisgæslumenn tilkynntu um að þrjár rúður hefðu verið brotnar ! skóla í Breið- holti. Þrír menn voru færðir á lögreglustöð eftir slagsmál á veitingahúsi við Aðalstræti. Manni var ekið á geðdeild eftir heimilisófrið í húsi í Vesturbænum. Tilkynnt var um innbrot í sölutum við Amarbakka. Ekki var að sjá að neinu hafi verið stolið. Tveir aðilar vora færðir á lögreglustöð eftir að lítilræði af hassi og áhöld til neyslu efnanna hafði fundist á þeim eftir að þeir vora stöðvaðir í akstri á Vatnsmýr- arvegi. Ökumaður, sem stöðvaður var í Mos- fellsbæ, reyndist réttindalaus. Hann var færður á lögreglustöð til skýrslutöku. Bifreið valt á Suðurlandsvegi. Ökumaðurinn, sem var einn í bifreiðinni, slapp ómeiddur. Þrír ölvaðir menn voru færðir á lögreglustöðina frá veitingastað í Hafnarstræti. Tilkynnt var um slagsmál á milli feðga í húsi í Vesturbænum og flytja þurfti ökumann á lögreglustöð eftir að lítil- ræði af fíkniefnum fannst í fórum hans eftir að hann var stöðvaður á Grensásvegi. Barn festist undir bifreið Á laugardagsmorgun var tilkynnt um inn- brot í skólahúsnæði á Seltjarnarnesi og í Breiðholti og bifreið við Þönglabakka. Síð- degis varð barn fyrir bifreið á Borgarvegi við Víkurveg. Við óhappið festist það undir bifreiðinni. Meiðsli þess virtust þó minnihátt- ar. Skömmu eftir miðnætti á laugardag missti eins árs gamalt barn meðvitund er það féll aftur fyrir sig í húsi í Grafarvogshverfí. Það var flutt á slysadeild. Um nóttina var brotist inn í verslun við Laugaveg. Manni var ekið á slysadeild eftir að þrír menn höfðu veist að honum í húsi við Bergstaðastræti og rænt af honum 500 kr. Þá varð gangandi vegfarandi fyrir bifreið á Bústaðavegi vestan Suðurhlíðar. Hann var fluttur á slysadeild með lítilsháttar meiðsli. Á sunnudagsmorgun voru tveir menn handteknir í Vallarhúsum er þeir voru að fara þar inn í bifreiðir. Leigubifreiðarstjóri tilkynnti um að hann hefði verið rændur veski sínu. Ránsmanninum er lýst sem 25-26 ára gömlum grönnum karlmanni með lítið hár, nánast snoðklippt, klæddan í dökka blússu með loðkraga. Tveimur tölvum var stolið í innbroti í fyrirtæki við Funahöfða og skemmdir voru unnar í innbroti í hús við Hverfisgötu. Síðdegis voru tveir ökumenn fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Geirsgötu og Pósthússtrætis. Um kvöldið féll klakastykki af þaki húss við Austurstræti og hafnaði á bifreið. Fengin var körfubifreið frá slökkvi- liði Reykjavíkur til að hreinsa það sem eftir var af klakanum undir þakskeggi hússins. Fylgst með skúrum Vegna umíjöllunar í fréttatíma Stöðvar 2 sl. laugardagskvöld varðandi hirðuleysi og van- rækslu við að uppræta fíkniefnabæli í kofa- ræksnum við Geldinganes vill lögreglan taka það fram að hún hefur undanfama daga fylgst með þessum skúrum. Fyrir um viku voru fjór- ir aðilar handteknir, en þeir höfðu notað þessa skúra sem hassreykingabæli. Þeir viðurkenndu einnig innbrot í fjögur einbýlishús og í sex bíla. Eftir þetta leitaði einn þessara aðila sér aðstoðar á meðferðarheimilinu Vogi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.