Morgunblaðið - 11.02.1997, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆH 1
ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Samstarfssamningnr við Schengen get-
ur breytzt í tvíhliða samning við ESB
Island með sæti
á ráðherraráðs-
fundum ESB?
S AMST ARFS S AMNING AR ís-
lands og Noregs við ríki Schengen-
vegabréfasamstarfsins breytast að
öllum líkindum í tvíhliða samninga
við ESB, verði þau áform að veru-
leika að fella Schengen-samninginn
að hluta eða í heild inn í stofnsátt-
mála ESB. Að sögn Réuters-frétta-
stofunnar hefur Holland, sem situr
í forsæti ráðherraráðs ESB, lagt
fram tillögu á ríkjaráðstefnu sam-
bandsins um að ísland og Noregur
fái rétt til þátttöku í fundum ráð-
herraráðsins er það fjallar um mál,
sem varða vegabréfasamstarfíð,
verði það fellt inn í ESB.
Samkvæmt núverandi sam-
starfssamningum, sem undirritaðir
voru í desember en hafa enn ekki
tekið gildi, eiga ísland og Noregur
rétt til þátttöku í öllum nefndum
og starfshópum Schengen-sam-
starfsins, þar á meðal Schengen-
ráðinu. Ríkin taka þar þátt í um-
ræðum og ákvarðanatöku, þótt þau
eigi formlega séð ekki atkvæðis-
rétt í ráðinu.
Norrænu ESB-ríkin þijú hafa
gert það að skilyrði fyrir innlimun
Schengen-samstarfsins í ESB að
staða Noregs og íslands verði á
engan hátt lakari en samkvæmt
núverandi samstarfssamningum.
Holland hefur nú lagt fram tillögu,
sem gerir ráð fyrir að Schengen-
samningurinn bætist við stofnsátt-
mála ESB í formi bókunar. Þar er
jafnframt kveðið á um að embættis-
menn í þjónustu ráðherraráðs ESB
myndu sjá um rekstur og fram-
kvæmd samningsins og að Evrópu-
dómstóllinn hefði lögsögu í deilum
um túlkun hans.
Hollenzka tillagan gerir ráð fyrir
að ísland og Noregur myndu hafa
sams konar réttindi í ráðherraráði
ESB og í Schengen-ráðinu nú.
„Hægt væri að setja inn ákvæði...
um að fulltrúum íslands og Noregs
yrði leyfð þátttaka,“ segir í tillög-
unni.
Hefðu meiri áhrif en Bretland
og Irland
Bretland og írland hafa ekki vilj-
að taka þátt í Schengen-samstarf-
inu. í hollenzku tillögunni eru færð
rök fyrir því að ríkin gætu áfram
staðið utan samstarfsins þótt það
yrði hluti af starfsemi ESB, í krafti
nýrra samningsákvæða um „sveigj-
anlega samrunaþróun“, sem eiga
að gera hópi ríkja kleift að taka
upp aukið samstarf, þótt önnur vilji
ekki fylgja þeim eftir.
Samkvæmt tillögunni myndu
Bretland og írland eiga sæti í ráð-
herraráðinu er það fjallaði um
Schengen-mál, en aðeins sem
áheyrnarfulltrúar. Island og Noreg-
ur hefðu því meiri áhrif á stefnu
ESB í ákveðnum málum en þessi
tvö aðildarríki.
Schengen-ríkin skuldbundin
Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð-
herra segir að þessar tillögur og
hugmyndir hafí enn ekki verið
ræddar við íslenzk stjómvöld, en
þau fylgist vel með umræðum á
ríkjaráðstefnunni. Enn sé of
snemmt að gera því skóna að
Schengen-samstarfið verði hluti af
ESB, en komi til þess sé ljóst að
semja verði um það sérstaklega við
Noreg og ísland.
„Við teljum að Schengen-ríkin
séu skuldbundin til að standa við
það samkomulag, sem gert hefur
verið. Slíkar breytingar ættu því
að verða tiltölulega auðveldar ef til
kemur,“ segir Þorsteinn.
Fjöldi fólks lenti í vandræðum í vonsku-
veðri á Hellisheiði í gær
Morgunblaðið/RAX
SVONA var útsýnið úr bíl Ijósmyndara við Litlu kaffistofuna þegar ástandið var hvað verst í gær.
„Sá ekki út úr augum“
SLÆMT veður var á Hellisheiði í
gær og lentu margir ökumenn í
vandræðum af þeim sökum. Verst
var veðrið fyrir hádegi og segist
Stefán Þormar, veitingamaður á
Litlu kaffistofunni, sjaldan hafa séð
það blindara. Hjá honum leitaði
fjöldi vegfarenda skjóls meðan
versta veðrið gekk yfir. Tveir flutn-
ingabílar lentu þversum á veginum
og lokuðu honum í svokölluðum
Skerðingum fyrir neðan Litlu kaffi-
stofuna.
Veðrið skall á á tíunda tímanum
í gærmorgun og var að sögn Stef-
áns snarvitlaust fram til klukkan
hálfeitt. „Það sá hreinlega ekki út
úr augum. Það voru 30-40 bílar
stopp héma rétt fyrir ofan en sum-
ir komust við illan leik inn á planið
hér hjá kaffistofunni, þannig að
fólk sat ýmist fast hér inni eða í
bílunum. Þegar Vegagerðin loksins
komst á staðinn og fór að greiða
úr flækjunni datt veðrið fljótlega
niður,“ sagði Stefán.
Litlar skemmdir í flóðum
Hjálparsveit skáta í Hveragerði
var kölluð út um hádegisbilið og
voru sex menn á snjóbíl og hjálpar-
sveitarbíl allan daginn á heiðinni
að aðstoða vegfarendur.
Engin stórvægileg óhöpp urðu í
gærmorgun á Suður- og Suð-
vesturlandi í mestu flóðhæð sem
þar hefur orðið frá því reglulegar
mælingar hófust. Vatn flæddi víða
yfir bryggjur í höfnum á Suðvest-
urlandi án þess að tjón hlytist af
að ráði.
í Reykjavík fór flóðhæðin í 5,09
metra.
Einn bátur sökk í Reykjavíkur-
höfn í gærmorgun og fjórir bátar
skemmdust til viðbótar um og eftir
hádegi í gær og voru þeir allir
bundnir við flotbryggjuna, en vind-
ur stóð beint á hana.
■ Engin veruIeg/4
YR leggur fram kröfugerð um kjarasamning til þriggja ára
17% launahækkun og
8-10%
VSI telur kröfurnar leiða
til 4-5% verðbólgu
Fjölþjóðleg könnun
um söguvitund
Islenskir
unglingar
ópólitískir
ÍSLENSKIR unglingar hafa fremur
lítinn áhuga á pólitík miðað við aðra
evrópska unglinga. Þeir hafa einnig
minni trú en jafnaldrar þeirra í Evr-
ópu á að pólitískar byltingar, hug-
sjónir og stefnur hafi verið mikilvæg-
ar í sögunni hingað til eða muni verða
í framtíðinni.
Þetta má lesa úr fyrstu niðurstöð-
um alþjóðlegrar rannsóknar um
söguvitund 14-15 ára unglinga sem
gefín verður út í Hamborg síðar í
þessum mánuði. Þar kemur einnig
fram að íslenskir unglingar virðast
vera heldur bjartsýnni en jafnaldrar
þeirra í Evrópu. í fljótu bragði virð-
ist einnig sem minni áhugi sé fyrir
sögu hér á landi en almennt gerist
meðal unglinga í Evrópu.
■ Bjartsýnir/26
VERZLUN ARM ANN AFÉLAG
Reykjavíkur lagði fram kröfugerð
félagsins á fundi með VSÍ og Vinnu-
málasambandinu í gær. Krefst félag-
ið þess að almennar launahækkanir
verði samtals um 17% á þriggja ára
samningstímabili, sem náð verði
fram með 5,3% launahækkun við
undirritun samninga, laun hækki svo
um 4,5% 1. janúar 1998, 4,5% 1.
janúar 1999 og 1. janúar árið 2000
hækki öll laun um 2%.
í kröfugerðinni er einnig farið
fram á að lægstu laun hækki sér-
staklega, lægsti launataxti falli nið-
ur og að trygging fáist fyrir út-
færslu á fyrirtækjasamningi sem
taki mið af því að á miðju samnings-
tímabili verði engin laun undir
70.000 kr. á mánuði fyrir dagvinnu.
Að mati VR myndi kaupmáttur
þeirra, sem hafa laun yfir launatöxt-
um og njóta ekki starfsaldurshækk-
ana á samningstímabilinu, launa-
skriðs eða ábata af fyrirtækjasamn-
ingum, aukast um 8% á samnings-
tímanum. Heildarkaupmáttarhækk-
un vegna kjarasamningsins og
launaskriðs á tímabilinu mun hins
vegar að mati VR verða um 10% á
þessum þremur árum. Félagið telur
að verðbólga verði 2-2*/2% á ári.
„Ég tel að við getum orðið ásátt-
ir um margt sem er að finna í kröfu-
gerð verslunarmanna en megin-
krafan um almenna prósentuhækk-
un allra launa samrýmist ekki
markmiðunum um að við verðum
áfram í fyrstu deild Evrópuríkja
með iitla verðbólgu. Við metum það
svo að þegar öll kurl væru komin
til grafar felist í þessari kröfugerð
að launabreytingar í heild yrðu um
8% á ári. Það hefði í för með sér
allt að þrisvar sinnum meiri launa-
breytingar á Islandi en í nálægum
löndum. Það myndi aldrei gerast
án þess að valda hliðstæðum áhrif-
um á verðlagið. Verðbólgan yrði lík-
lega 4% til 5% á ári,“ segir Þórarinn
V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri
VSl.
VR leggur einnig áherslu á gerð
starfsgreina- og fyrirtækjasamn-
inga sem tryggi launþegum hlut-
deild í framleiðniaukningu með
hærri launum eða styttri vinnutíma.
Ekki er sett að skilyrði að verka-
lýðsfélagið komi að slíkum samn-
ingum en Gunnar Páll Pálsson, for-
stöðumaður hagdeildar VR, sagði
félagið sátt við hugmyndir vinnu-
veitenda um að starfsfólk geti kall-
að til fulltrúa stéttarfélaga sem
ráðgjafa eða talsmenn í slíkum við-
ræðum.
■ Krafa um 17% Iaunahækkun/6