Morgunblaðið - 11.02.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 11.02.1997, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆH 1 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Samstarfssamningnr við Schengen get- ur breytzt í tvíhliða samning við ESB Island með sæti á ráðherraráðs- fundum ESB? S AMST ARFS S AMNING AR ís- lands og Noregs við ríki Schengen- vegabréfasamstarfsins breytast að öllum líkindum í tvíhliða samninga við ESB, verði þau áform að veru- leika að fella Schengen-samninginn að hluta eða í heild inn í stofnsátt- mála ESB. Að sögn Réuters-frétta- stofunnar hefur Holland, sem situr í forsæti ráðherraráðs ESB, lagt fram tillögu á ríkjaráðstefnu sam- bandsins um að ísland og Noregur fái rétt til þátttöku í fundum ráð- herraráðsins er það fjallar um mál, sem varða vegabréfasamstarfíð, verði það fellt inn í ESB. Samkvæmt núverandi sam- starfssamningum, sem undirritaðir voru í desember en hafa enn ekki tekið gildi, eiga ísland og Noregur rétt til þátttöku í öllum nefndum og starfshópum Schengen-sam- starfsins, þar á meðal Schengen- ráðinu. Ríkin taka þar þátt í um- ræðum og ákvarðanatöku, þótt þau eigi formlega séð ekki atkvæðis- rétt í ráðinu. Norrænu ESB-ríkin þijú hafa gert það að skilyrði fyrir innlimun Schengen-samstarfsins í ESB að staða Noregs og íslands verði á engan hátt lakari en samkvæmt núverandi samstarfssamningum. Holland hefur nú lagt fram tillögu, sem gerir ráð fyrir að Schengen- samningurinn bætist við stofnsátt- mála ESB í formi bókunar. Þar er jafnframt kveðið á um að embættis- menn í þjónustu ráðherraráðs ESB myndu sjá um rekstur og fram- kvæmd samningsins og að Evrópu- dómstóllinn hefði lögsögu í deilum um túlkun hans. Hollenzka tillagan gerir ráð fyrir að ísland og Noregur myndu hafa sams konar réttindi í ráðherraráði ESB og í Schengen-ráðinu nú. „Hægt væri að setja inn ákvæði... um að fulltrúum íslands og Noregs yrði leyfð þátttaka,“ segir í tillög- unni. Hefðu meiri áhrif en Bretland og Irland Bretland og írland hafa ekki vilj- að taka þátt í Schengen-samstarf- inu. í hollenzku tillögunni eru færð rök fyrir því að ríkin gætu áfram staðið utan samstarfsins þótt það yrði hluti af starfsemi ESB, í krafti nýrra samningsákvæða um „sveigj- anlega samrunaþróun“, sem eiga að gera hópi ríkja kleift að taka upp aukið samstarf, þótt önnur vilji ekki fylgja þeim eftir. Samkvæmt tillögunni myndu Bretland og írland eiga sæti í ráð- herraráðinu er það fjallaði um Schengen-mál, en aðeins sem áheyrnarfulltrúar. Island og Noreg- ur hefðu því meiri áhrif á stefnu ESB í ákveðnum málum en þessi tvö aðildarríki. Schengen-ríkin skuldbundin Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra segir að þessar tillögur og hugmyndir hafí enn ekki verið ræddar við íslenzk stjómvöld, en þau fylgist vel með umræðum á ríkjaráðstefnunni. Enn sé of snemmt að gera því skóna að Schengen-samstarfið verði hluti af ESB, en komi til þess sé ljóst að semja verði um það sérstaklega við Noreg og ísland. „Við teljum að Schengen-ríkin séu skuldbundin til að standa við það samkomulag, sem gert hefur verið. Slíkar breytingar ættu því að verða tiltölulega auðveldar ef til kemur,“ segir Þorsteinn. Fjöldi fólks lenti í vandræðum í vonsku- veðri á Hellisheiði í gær Morgunblaðið/RAX SVONA var útsýnið úr bíl Ijósmyndara við Litlu kaffistofuna þegar ástandið var hvað verst í gær. „Sá ekki út úr augum“ SLÆMT veður var á Hellisheiði í gær og lentu margir ökumenn í vandræðum af þeim sökum. Verst var veðrið fyrir hádegi og segist Stefán Þormar, veitingamaður á Litlu kaffistofunni, sjaldan hafa séð það blindara. Hjá honum leitaði fjöldi vegfarenda skjóls meðan versta veðrið gekk yfir. Tveir flutn- ingabílar lentu þversum á veginum og lokuðu honum í svokölluðum Skerðingum fyrir neðan Litlu kaffi- stofuna. Veðrið skall á á tíunda tímanum í gærmorgun og var að sögn Stef- áns snarvitlaust fram til klukkan hálfeitt. „Það sá hreinlega ekki út úr augum. Það voru 30-40 bílar stopp héma rétt fyrir ofan en sum- ir komust við illan leik inn á planið hér hjá kaffistofunni, þannig að fólk sat ýmist fast hér inni eða í bílunum. Þegar Vegagerðin loksins komst á staðinn og fór að greiða úr flækjunni datt veðrið fljótlega niður,“ sagði Stefán. Litlar skemmdir í flóðum Hjálparsveit skáta í Hveragerði var kölluð út um hádegisbilið og voru sex menn á snjóbíl og hjálpar- sveitarbíl allan daginn á heiðinni að aðstoða vegfarendur. Engin stórvægileg óhöpp urðu í gærmorgun á Suður- og Suð- vesturlandi í mestu flóðhæð sem þar hefur orðið frá því reglulegar mælingar hófust. Vatn flæddi víða yfir bryggjur í höfnum á Suðvest- urlandi án þess að tjón hlytist af að ráði. í Reykjavík fór flóðhæðin í 5,09 metra. Einn bátur sökk í Reykjavíkur- höfn í gærmorgun og fjórir bátar skemmdust til viðbótar um og eftir hádegi í gær og voru þeir allir bundnir við flotbryggjuna, en vind- ur stóð beint á hana. ■ Engin veruIeg/4 YR leggur fram kröfugerð um kjarasamning til þriggja ára 17% launahækkun og 8-10% VSI telur kröfurnar leiða til 4-5% verðbólgu Fjölþjóðleg könnun um söguvitund Islenskir unglingar ópólitískir ÍSLENSKIR unglingar hafa fremur lítinn áhuga á pólitík miðað við aðra evrópska unglinga. Þeir hafa einnig minni trú en jafnaldrar þeirra í Evr- ópu á að pólitískar byltingar, hug- sjónir og stefnur hafi verið mikilvæg- ar í sögunni hingað til eða muni verða í framtíðinni. Þetta má lesa úr fyrstu niðurstöð- um alþjóðlegrar rannsóknar um söguvitund 14-15 ára unglinga sem gefín verður út í Hamborg síðar í þessum mánuði. Þar kemur einnig fram að íslenskir unglingar virðast vera heldur bjartsýnni en jafnaldrar þeirra í Evrópu. í fljótu bragði virð- ist einnig sem minni áhugi sé fyrir sögu hér á landi en almennt gerist meðal unglinga í Evrópu. ■ Bjartsýnir/26 VERZLUN ARM ANN AFÉLAG Reykjavíkur lagði fram kröfugerð félagsins á fundi með VSÍ og Vinnu- málasambandinu í gær. Krefst félag- ið þess að almennar launahækkanir verði samtals um 17% á þriggja ára samningstímabili, sem náð verði fram með 5,3% launahækkun við undirritun samninga, laun hækki svo um 4,5% 1. janúar 1998, 4,5% 1. janúar 1999 og 1. janúar árið 2000 hækki öll laun um 2%. í kröfugerðinni er einnig farið fram á að lægstu laun hækki sér- staklega, lægsti launataxti falli nið- ur og að trygging fáist fyrir út- færslu á fyrirtækjasamningi sem taki mið af því að á miðju samnings- tímabili verði engin laun undir 70.000 kr. á mánuði fyrir dagvinnu. Að mati VR myndi kaupmáttur þeirra, sem hafa laun yfir launatöxt- um og njóta ekki starfsaldurshækk- ana á samningstímabilinu, launa- skriðs eða ábata af fyrirtækjasamn- ingum, aukast um 8% á samnings- tímanum. Heildarkaupmáttarhækk- un vegna kjarasamningsins og launaskriðs á tímabilinu mun hins vegar að mati VR verða um 10% á þessum þremur árum. Félagið telur að verðbólga verði 2-2*/2% á ári. „Ég tel að við getum orðið ásátt- ir um margt sem er að finna í kröfu- gerð verslunarmanna en megin- krafan um almenna prósentuhækk- un allra launa samrýmist ekki markmiðunum um að við verðum áfram í fyrstu deild Evrópuríkja með iitla verðbólgu. Við metum það svo að þegar öll kurl væru komin til grafar felist í þessari kröfugerð að launabreytingar í heild yrðu um 8% á ári. Það hefði í för með sér allt að þrisvar sinnum meiri launa- breytingar á Islandi en í nálægum löndum. Það myndi aldrei gerast án þess að valda hliðstæðum áhrif- um á verðlagið. Verðbólgan yrði lík- lega 4% til 5% á ári,“ segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSl. VR leggur einnig áherslu á gerð starfsgreina- og fyrirtækjasamn- inga sem tryggi launþegum hlut- deild í framleiðniaukningu með hærri launum eða styttri vinnutíma. Ekki er sett að skilyrði að verka- lýðsfélagið komi að slíkum samn- ingum en Gunnar Páll Pálsson, for- stöðumaður hagdeildar VR, sagði félagið sátt við hugmyndir vinnu- veitenda um að starfsfólk geti kall- að til fulltrúa stéttarfélaga sem ráðgjafa eða talsmenn í slíkum við- ræðum. ■ Krafa um 17% Iaunahækkun/6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.